Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 40
56 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. Eru fjandsamleg viðhorf til fjölskyldunnar á íslandi? Nú líöur að alþingiskosningum og kosningaloforðin streyma yfir okkur frá öllum flokkum svo mér finnst ekki auðvelt valið, loforð eins og: Við ætlum að búa í haginn fyrir þá sem minna mega sín, stytta vinnutímann, styðja bamafjöl- skyldur með því að bæta dagvistun og skólahald. Og hornsteinn þjóð- félagsins er og verður alltaf heimil- ið. Hverjar verða síðan efndimar og hvernig hugsa síðan ráðamenn sér að framkvæma loforðin? Líkast ísraelsku samyrkjubúi Mér finnst fjölskyldan og heimil- ið eiga erfitt uppdráttar. Hvað veld- ur? Brénglað Verðmætamat? Rang- ur hugsunarháttur? Mig langar að fjalla um þessa þætti frá mínu sjónarhomi. Það er talað um að styrkja fjölskylduna með því að auka dagvistun og skólahald. Mér finnst það frekar auka á sundrungu hennar - börnin á einum bás og foreldrar á öðrum. Með slíku áframhaldi yrði ég ekki hissa á að sjá kosningaloforð: „Börnin á færibandi frá fæðingar- deild yfir á dagvistun og framleng- ingarfæribandi yfir í skólana.“ ís- lenskt þjóðfélag yrði líkast ísra- elsku samyrkjubúi. Er ekki kom- KjaUariim Sigrún Ásgeirsdóttir heimavinnandi húsmóðir og fóstra inn tími til aö staldra aðeins við og íhuga hvaða leið við stefnum? Hver hefur sagt það að öll börn vilji dvelja á barnaheimilum frá 6 mánaða aldri, 8-9 tíma á dag, og síðan í skólum svipaðan tíma- fjölda? - Vilja allar mæður fara út á vinnumarkaðinn? Höfum við eitt- hvert val? Nei, segi ég og er ósátt viö þaö. Það er ekki eingöngu for- eldrum heldur öllu samfélaginu mikilvægt að vita hvaða þættir hafa áhrif á þroska bams. Á hvern hátt getur þjóðfélagið komið til móts við þarfir foreldra og aöstoð- að þá við að gera umhverfi bama sinna sem þroskavænlegast? Því hefur verið haldið fram að fyrstu ár barnsins geti haft úrslitaáhrif á mótun einstaklingsins og vegi miklu þyngra en þau áhrif sem þau verði fyrir síðar. Aldrei í stað heimilis Tilfinningabönd (geðtengsl) ung- barns myndast vanalega fyrst og fremst við eina manneskju, oftast móður, þegar barn er 7 mánaða (frávik 4-15 mánaða). Eftir að til- finningabönd hafa myndast verður öðrum erfiðara að gera barnið á- nægt, t.d. erfiðara að hugga yngri börnin. John Bowlby, breskur geðlæknir, tekur sterkt til orða er hann segir að móðurumhyggjan sé nánast gagnslaus ef hún er ekki sýnd fyrr en barnið er orðið 2'A árs. Síöan segir Bowlby ennfremur: Umönn- un, sem bam hlýtur á fyrstu árun- um, er homsteinn að andlegri heilsu á fullorðinsárunum. Ég er sammála Bowlby og álít að að- hlynning barns fyrstu árin verði best heima hjá mömmu eða pabba. Við eigum að stuðla að því að svo geti orðið. Barnaheimili og skólar koma aldrei í stað heimilis og fjölskyldu. Þau eru og verða aldrei annað en stuðningur við heimilin. Hitt er svo annað mál að við þurfum að hlúa að þessum stofnunum til þess að börnin geti notið þess að dvelja þar í öryggi þann tíma sem foreldrar eru í vinnu. Öryggisleysi og óstöð- ugleiki leiða ekki neitt gott af sér. Samskiptaerfiöleikar barna, of- beldi og vímuefnaneysla ágerist hér. Hví ekki forvarnir? Hvernig ætlum við að snúa þess- ari þróun við? Barátta gegn vímuefnum, stofn- anir fyrir unglinga, fleiri lögreglu- þjóna á göturnar, heyri ég, en af hverju að bíða svo lengi eftir að- gerðum? Því ekki forvamir fyrir fjölskylduna áður en allt er komið í óefni, hækka bamabæturnar eftir því sem bömin eldast í staðinn fyr- ir að lækka þær, hækka skattleys- ismörkin, lækka matvælakostnað- inn og fleira í þeim dúr og standa viö þetta, tilvonandi ráöamenn? Ég trúi ekki öðm en einhverjir séu mér sammála og reyni að efla fjölskylduna á þann hátt að við getum með sanni sagt að heimilið sér homsteinn þjóðfélagsins. Sigrún Ásgeirsdóttir „Hver hefur sagt það að öll börn vilji dvelja á barnaheimilum frá 6 mánaða aldri, 8-9 tíma á dag, og síðan 1 skólum svipaðan tímaíjölda? - Vilja allar mæð- ur fara út á vinnumarkaðinn?“ AUSTFIRÐINGAR! Styöjum Halldór Þjóðin þarfnast hans við stjórnvölinn áfram. Þitt val - Þín framtíð! við U& á laugardag er okkar framlag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.