Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Blaðsíða 42
58 MÁNUDAGUR 15. APRÍL 1991. LífsstQl DV Ársfjórðungsskýrsla ÁTVR: Samdráttur í bjórsölu - Becks orðinn vinsælastur bjóra í skýrslum Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins fyrir sölutölur áfengis fyrir þrjá fyrstu mánuði þessa árs kemur fram greinileg minnkun á bjórsölu. Sala á áfengi jókst í alkóhóllítrum lítillega eða um 0,42%, en minnkaöi ef miöað er við lítrafjölda. Samdrátturinn í bjórsölu nemur 7,27% sem samsvarar 100 þúsund lítra minni sölu. Töluverðar Neytendur sveiflur eru í sölutölum á einstökum bjórtegundum. Mest er áberandi minnkandi sala á Lövenbráu og auk- in sala á Egils bjór. Sala á sterku áfengí svipuð og í fyrra Þegar sölutölur áfengis eru hafðar til hliðsjónar, er langraunhæfast að miða við sölu alkóhóllítra. Sam- kvæmt því er sala á sterku áfengi svipuð sé miðað við sama tíma í fyrra. Þó eru breyttar áherslur í sölu. Sala í flestum flokkum áfengis og víns eykst en minna selst af vermút- um, genever og kampavínum. Sveiflur eru meiri í sölu á einstök- um bjórtegundum. Sala á Löwenbrau virðist dragast heilmikið saman sé miðað við heildarsöluna í fyrra. Heildarsala Löwenbráu bjórsins í Bjóræðið virðist vera að renna af landanum, því 7,7% samdráttur varð í sölu á bjór á fyrstu þremur mánuðum þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. DV-mynd EJ fyrra nam 94.890 alkóhóllítrum sem var um 28,1% heildarsölu bjórs. Ef teknar eru sölutölur fyrstu þriggja mánaða þessa árs hafa selst 14806 alkóhóllítrar af Löwenbráu sem er 22,72% heildarsölu bjórs. Sal: an hefur samkvæmt því dregist sam- an um tæplega 5,4% á þessum vin- sæla bjór. Löwenbráu var vinsælasti bjórinn í fyrra, en Becks bjór hefur náð forystunni nú. í fyrra nam heildarsala Becks 24,1% af heildarsölu bjórs. Sölutöl- urnar fyrir þrjá fyrstu mánuðina eru 16.550 seldir alkóhóllítrar. Það sam- svarar 25,4% markaðshlutdeild. Einnig er áberandi hvað sala á Egils bjór hefur aukist. í fyrra var mark- aðshlutdeild Egils bjórs 7,5%. Þá seldust alls 25.493 alkóhóllítrar af Egils bjór. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa selst 6.878 alkóhóllítrar sem gerir 10,6% hlutdeild af markaðnum. Söluaukningin er samkvæmt þessu tæplega 25% á Egils hjór. Þegar talað er um Egils bjór, þá er átt við Egils gull, Egils dökkan, Egils silfur, Egils páskabjór og Pólar bjór. Mest varð aukningin á Egils gull. Hún er um 55%. Þessi söluaukning gerist á meðan 7,7% samdráttur verður í heildarsölu bjórs. Svo virðist sem mesta bjóræðið sé nú runnið af landanum. Bjór- drykkja landsmanna hefur minnkað jafnt og þétt ef miðað er við sölutölur á bjór á fyrsta árinu eftir að hann var leyfður. -ÍS Ferðaskrifstofa í Orlando fyrir íslendinga: íslenskt starfsfólk í síðasta mánuði var opnuð ný ferðaskrifstofa í Orlando í Flórída fylki í Bandaríkjunum. Eigandinn er íslenskur og hann býður upp á alla ferðaþjónustu fyrir íslendinga sem hafa hug á að skoða sig um í Banda- ríkjunum. Starfsfólkið á skrifstof- unni er íslenskt og hefur starfað í þjónustumálum fyrir íslensk fyrir- tæki erlendis. Eigandinn er íslensk- ur, Baldvin Bemdsen, en hann hefur verið búsettur vestanhafs frá árinu 1962. Blaðamaður DV náði tali af Bald- vin á skrifstofunni. „Ferðaskrifstof- an var stofnsett fyrir mánuði. Á henni starfa þrír fastráðnir aðilar á skrifstofunni og tveir í söludeild að auki. Skrifstofan er í hjarta Orlando- borgar og því þægilegt fyrir íslend- inga sem eru á ferð í borginni að ná sambandi við okkur. Starfsfólk á skrifstofunni er ís- lenskt þannig að auðvelt er að taka upp símann og hringja eða senda fax. Þar að auki geta allir hringt til okkar aö kostnaðarlausu þegar komið er til Bandaríkjanna því viö erum með grænt númer. Viö getum útvegað allt milh himins og jaröar fyrir ferðafólk. Hvort sem um er að ræða flug, hót- el, sigUngar, bíla, golfferðir eða hvað sem er. Ég hef sjálfur mikla reynslu af þjónustu við ferðamenn. Ég starfaði árin 1962-1979 hjá Flugleiðum í New York. Síðustu árin, eða frá 1985, starfaði ég hjá bílaleigu í Suður- Flórída. Eiginkona mín, Esther Franklín, starfar einnig hjá fyrirtæk- inu. Hún á að baki 15 ára starf hjá Flugleiðum. Enn sem komið er hef ég ekki starfað í samvinnu við neina af-íslensku ferðaskrifstofunum en ég kem í lok þessa mánaðar til íslands til viðræðna við þær,“ sagði Baldvin. Nýja feröaskrifstofan ber heitið „American-Atlantic Travel & Tours, Inc.“. Síminn á ferðaskrifstofunni er (407) 422-6133 en græni síminn hjá fyrirtækinu er (800) 243-6133. Fax númerið er (407) 839-3749. -ÍS Sólarstrendurnar á Flórída eru með þeim bestu í heimi. Strangari kröfur ð að gera til framleiðslu á salernispappir og eldhúsrúll- um til þess aö þær verði umhverfisvænni. Umhverfisvænar eldhúsrúllur og salemispappír - samnorrænt verkefni Unnið er nú að því í sameiningu á Norðurlöndum að eldhúsrúllur og salernispappír verði umhverfis- vænni en veriö hefur. Stefnt er að því að gerðar verði mun strangari kröfur til vinnslu þess konar papp- írs. Hann verður samkvæmt nýjum stöðlum að vera klórfrír og að mestu leyti úr endurunnum papp- ír. Eldhúsrúllur og salernispappír, sem uppfylla þessar kröfur munu fá sérstakan stimpil, merki svans- ins sem verður tákn fyrir umhverf- isvænan pappír af þessu tagi sem neytendum ætti að vera óhætt að kaupa. Á Noröurlöndunum hafa gilt mismunandi reglur milli landa, varðandi framleiöslu á þessum pappír. Þær reglur hafa aöallega miðað að klórinnihaldi pappírsins. Með þessari nýju áætlun á að samræma stefnu Norðurlandanna í þessu efni, og gera hana miklu strangari en verið hefur. Fyrstu eldhúsrúllumar og salernispappír- inn með merki svansins ættu að koma á markað snemma á næsta ári. Upphaflega var stefnt að því að þetta kæmi mun fyrr á markað en ýmislegt hefur orðið til þess að seinka framkvæmdum. Þar hafa hina háu kröfur sem gerðar eru til framleiðslu á þessum vörum ráðið mestu þar sem ekki er hlaupið að því að uppfylla þær í einni svipan. -ÍS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.