Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1991, Page 44
Stjómmál________________________________________________________________________________________________________________________________________ i>v
Kvótakerf ið er hættulegt
fyrir atvinnulíf okkar
- sagði Tómas Gunnarsson, Heimastjómarsamtökunmn, á beinni línu DV á föstudagskvöld
Tómas Gunnarsson, Heima- kerfiö í núverandi mynd vera stór- um. Þá sagði hann Heimastjómar- hann vel á annan tug spurninga. ánsson, Jón G. Hauksson, Páll Ás-
stjórnarsamtökunum, sagöi að hættulegt fyrir atvinnulíf okkar. samtökin ekki vera feluframboð Þær fjölluðu um ýmis svið þjóðlífs geirsson,ÓttarSveinsson,Jóhanna
flytja þyrfti þjónustu og störf opin- Tómas vill lögbindingu lágmarks- fyrir Stefán Valgeirsson. og stjómmála. Jóhannsdóttir, Haukur Lárus
berra aðila, sérstaklega ríkisfyrir- Jauna og að flogið verði á erlenda Um tugur manna hringdi í Tómas Við beina línu unnu blaðamenn- Hauksson og Hanna Sigurðardóttir
tæki, út á land. Hann sagði kvóta- markaöi úr öllum landsfjórðung- á beinni línu en samtais svaraði imir ísak Sigurðsson, Gísli Kristj- Ijósmyndari. -hlh
Lægstu launin
Í75þúsund
Sigrún Ólafsdóttir, Reykjavík:
Vill Heimastjórnarflokkurinn
samþykkja lög um lágmarkslaun?
- Viðheimastjórnarmennstyðjum
eindregið lögfestingu lágmarkslauna
eins og víðast tíðkast. Við teljum að
lægstu launin í landinu séu orðin svo
lág að fólk geti alls ekki lifað af þeim.
Við teljum þess vegna brýnt, bæði
vegna einstaklinga og eins vegna
hagkerfisins, að hækka vemlega
lægstu launin og höfum við sett
markið á 75 þúsund krónur.
Feluframboð
Stefáns?
Jóna Gísladóttir, Dalasýslu:
Eru ekki Heimastjórnarsamtökin
bara feluframboð fyrir Stefán Val-
geirsson? J
- Nei, Heimastjórnarsamtökin eru
ekki feluframboð Stefáns. Stefán er
í tólfta sæti á Norðurlandi eystra
þannig að hans framboð er ekki
raunhæft sem kjörframboð og það
eru frambjóðendur í sex öðrum kjör-
dæmum þannig að þetta er ekkert
feluframboð.
Menn eru þarna með áhugamál og
telja nauðsynlega nýskipan stjórn-
mála vegna þess að fjórflokkurinn
gamli er hættur að geta gert það sem
hann vifl sjálfur gera og þjóðin vfll
að hann geri. Þaö er hægt að nefna
mörg dæmi um það en það er mikil
þörf á nýjum öflum í stjórnmál okk-
ar.
Eruð þið að segja eitthvað annað
en Þjóðarflokkurinn sagði í síðustu
kosningum?
- Viöerumaðsegjamargtannaðog
erum með ýmsar aðrar hugmyndir.
Það er svo að tímar breytast og menn
og viðhorf. Við leggjum mikla
áherslu á mannréttindi ogfjölmargt
annað.
Stefnanísjávar-
útvegsmálum
Fjalar Gíslason, Reykjavík:
Hver er stefna flokksins í sjávarút-
vegsmálum?
- Okkar aðalstefnumál er aö losna
viö kvótakerfið eins og það er. Við
teljum að það sé stórhættulegt at-
vinnulífi okkar. Við teljum að kvótar
sem ganga kaupum og sölum leiði
af sér atvinnuleysi og misrétti. Ef
þetta gengur lengi áfram hljótum við
að missa veiðiréttindi okkar. Bretar
og Þjóðverjar hafa miklu meiri pen- •
inga til kaupa á kvótum en íslending-
ar og slíkt myndi leiða til landauön-
ar. Höfuðmarkrniö Heimastjórnar-
manna er að hér sé heildarstefna, þaö
séu góöar upplýsingar um veiði fiski-
stofna og góð stýring á veiði þeirra
þó hún væri ekki ströng. Þannig yrði
náð hámarksafköstum með litlum
kostnaði, miklu minni kostnaði en
þekkist í dag. Annar veigamikill þátt-
ur er fiskvinnslan. Við teljum nauð-
synlegt að hafa nokkurt yfirlit þar
yfir og tryggja að við vinnum hæfi-
lega mikið af fiski til þess að það sé
hagkvæmt. Auk þess þarf að leggja
stóraukna áherslu á markaðssetn-
ingu og sölu. Viö teljum það eitt
þrýnasta mál í okkar þjóðlífi að
breyta þvi úr því að vera hráefnisaf-
lendur í-það vera framleiðendur full-
unninna vara, og tökum virkan þátt
í viðskiptum heimsins eins og þróað-
arþjóðirgera.
Atvinnu-
uppbyggingá
landsbyggðinni
Páll Asgeirsson, Kópavogi:
Hvað vilja Heimastjórnarsamtökin
gera til þess að treysta atvinnuupp-
byggingu á landsbyggðinni?
- Heimastjórnarmennteljanauð-
synlegt að gera átak í þeim efnum.
Það þarf að tengja atvinnuréttindi í
landbúnaði og sjávarútvegi einstök-
um byggðarlögum og tryggja þannig
búsetu. Annar veigamikill þáttur er
að flytja þjónustu og störf opinberra
aðila, sérstaklega ríkisstofnanir, út á
land eftir því sem tök eru á svo allir
fái sem best notið þeirrar þjónustu.
Einnig þarf að stórefla samgöngur
innan landshluta svo menn fari ekki
til Reykjavíkur eftir hvaða viðviki
sem er. Þannig er það i reynd að íbú-
ar Hólmavíkur fara frekar til Reykja-
víkur en ísafjarðar þó styttra sé til
ísafjarðar. Uppbygging almenn-
ingssamgangna úti á landi myndi
stórefla búsetu þar. Það þarf að at-
huga hvernig verður best ýtt undir
ný fyrirtæki og hverfa frá þeirri stór-
karlalegu stefnu stjórnvalda þar sem
helst allt þarf að kosta 100 milljónir
eðamilljarða.
Alþjóðaflugvelli
íalla
landsfjórðunga
Jóhann Reynisson, Reykjavík:
Hvernig ætla heimastjórnarmenn
að Qármagna alþjóðaflugvelli allt í
kringum landið?
- Þaðermisskilninguraðviðætlum
að reka alþjóðaflugvelli um allt
landið. Hitt er annað á mál að við
höfum áhuga á að flytja út ferskar
sjávar- og landbúnaðarafurðir úröll-
um landshlutum. Þetta þýöir að Is-
lendingar verða að byggja flugvelli
fyrir flugvélar sem geta flogið milli
landa í nánast öllum landsfjórðung-
um.
Það skortir ekki svo mikið á að
þetta liggi fyrir í öllum landshlutum
öðrum en Vestfjörðum og ég sé ekki
betur en flugmálayfirvöld stefni að
byggingu alþjóðaflugvallar á Sveins-
eyri við Dýraíjörð. Ég tel þetta ákaf-
lega mikið hagsmunamál fyrir fram-
leiðendur og seljendur sjávarafurða
því verð ætti að vera betra fyrir
ferska vöru en eftir nokkurra daga
siglingu fyrir utan veiðiferð.
Andvígiraðild
að Evrópu-
bandalaginu
HaukurHauksson, Reykjavík:
Hver er afstaða Heimastjórnar-
samtakanna til inngöngu í Evrópu-
bandalagið?
- Við heimastjómarmenn erum al-
gerlega andvígir aðild að Evrópu-
bandalaginu og raunar líka Evr-
Tómas Gunnarsson, Heimastjórnar-
samtökunum.
ópska efnahagssvæðinu. Við teljum
að í því felist nánast tvö skref af
þremur inn í Evrópubandalagið. Við
teljum að þessi mál séu miklu lengra
komin en þjóðin hefur fengið að vita
um.
Það hefur komið fram hjá Jóni
Baldvin Hannibalssyni utanríkisráð-
herra að hann hafi gengiö frá allt að
90% efnisatriða í samningum um
efnahagssvæðið. Það á að taka upp
reglur Evrópubandalagsins og það á
aö stofna yfirþjóölegt þing evrópska
efnahagssvæðisins, einnig yfirþjóð-
lega framkvæmdastjóm og yfirþjóð-
legan dómstól. Allt átti þetta að taka
gildi í árslok 1992. Allir stjórnar-
flokkarnir hafa átt aðild aö þessu og
einnig fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
í utanríkismálanefnd.
Hraklegur
ferilldómsmála-
ráðherra
ÓttarSveinsson, Reykjavík:
Hver er stefna Heimastjórnarsam-
takanna varðandi aögerðir í fangels-
ismálum?
- Égtelaðmikiðátakþurfiaðgera
og hjálpa því fólki sem lendir í þeirri
ógæfu að brjóta af sér. Raunar tel ég
að sjúkleiki eða erfiðar aðstæður
valdi því að fólk leiðist út á þessa
braut. Það þarf að taka á þessum
málum miklu fyrr - leggja áherslu á
bætta aðstöðu og uppeldi barna og
unglinga. Að því er varðar sjálf fang-
elsismálin þarf að tryggja að menn
taki út eðlilega og hæfilega refsingu.
Við búum í regluríki. Reglur og
framkvæmd þeirra ráöa því hvernig
tekst til. Ég ætla ekki að gera hlut
núverandi dómsmálaráðherra verri
en annarra ráöherra við það ráðu-
neyti. Hann hefur að sumu leyti ver-
ið athafnasamur við að leggja fram
lagafrumvörp og þess háttar. En
varðandi sjálf ráðherrastörfin hefur
hann breitt yfir stórt misferli í
Hæstarétti í áfengiskaupamálinu.
Þar var ólögleg meðferð á 1.200 flösk-
um af áfengi ekki rannsökuð. Ráð-
herra hefur ekki tekið á málum varð-
andi skipun mála við Hæstarétt sem
gaf rangar og óréttmætar umsagnir
um dómaraumsækjendur. Að því
leyti hefur ferill dómsmálaráðherra
verið hraklegur. Það er vonlaust að
við náum upp góðu samfélagi nema
með góðri framkvæmd dómsmála.
Styðjum filfærslu
persónuafsláttar
Haukur Hauksson, Reykjavík:
Hver er afstaða samtakanna til
þess að persónuafsláttur yfirfærist
að fullu yfir á hinn makann?
- ViðíHeimastjórnarsamtökunum
styðjum 100 prósent tilfærslu per-
sónuafsláttar milli hjóna.
Davíðíslysi
Jón Hauksson, Reykjavík:
Hvað viltu segja um yfirlýsingar
Davíðs Oddssonar um að smáflokkar
ættu ekki að sitja við sama borð og
aðrir?
- Viðheimastjórnarmennteljumað
Davíð hafi lent þarna í slysi. Við
skiijum ekki þessa afstöðu. Hún er
þvert á okkar lýðræöissjónarmið.
Menn eiga að geta boðið fram. Þeir
eiga rétt á því án þess að borga fyrir
það. Það er furðulegt að maður, sem
stýrir flokki sem hefur tekið við tug-
um eða hundruöum milljóna króna
á yfirstandandi kjörtímabili, skuli
nú koma með kröfur um að þeir sem
vilja koma nýir á þennan vettvang
borgifyrir það.
Fækkun
þingmanna
Ingibjörg Jónsdóttir, Reykjavík:
Eruð þið tilbúnir að fækka þing-
mönnum?
- Viö heimastjórnarmenn höfum
ekki gert flokkslega ályktun um það
að fækka þingmönnum en það er vilji
fyrir og stefnuyfirlýsingar um að
dreifa valdi og færa það út á lands-
byggðina. En viö höfum ekki tekið
af skarið um það hvort það ætti að
fækka þingmönnum einum sér. Við
telj um að það sé ekki rétt að gera það
nema í tengslum við aðrar aðgerðir
sem tryggi valddreifmgu og áð lýð-
ræðisleg viðhorf nái fram upp í
æðstu stjórn. Þannig að bein fækkun
þingmanna er ekki markmið hjá
okkur nema sem liðfir í víðtækari
aðgerðum.
Hins vegar er það ekkert launung-
armál að kerfi okkar, bæöi stjórn-
málamannakerfi með 11 ráðherrum
og kannski 11 eöa 12 aðstoðarráð-
herrum og mjög mörgum embætt-
ismönnum er orðið ákaflega dýrt og
þungt og það er orðið ákaflega brýnt
að okkar mati að draga úr þessu. Við
teljum að það séu allar ástæður til
þess að gera þaö í tengslum við þessa
valddreifmgu.
Sala
ríkisfyrirtækja
Haukur Hauksson:
Hver er afstaða heimastjórnar-
manna til sölu ríkisfyrirtækja?
- Viö heimastjórnarmenn höfum
ekki ályktað sérstaklega um sölu rík-
isfyrirtækja. Mérfinnstsjálfsagður
og eðlilegur hlutur að ríkið reki þjón-
ustufyrirtæki sem eru fyrir fólkið í
landinu. Ég vildi í raun snúa þessu
við og finnst koma til greina að ríkið
kaupi fyrirtæki. Að mínu mati er
ekki eðlilegt að Reykjavíkurborg sé
jafnstór aðili að Landsvirkjun og nú
er og landsmönnum sé mismunað
með raforkuverð. Almennt séð lít ég
svo á að það sé nauðsynlegt að ríkið
haldi uppi þjónustu útvarpsstöðva
og fjölmargra annarra fyrirtækja
sem það hefur á hendi. Ég er líka
hlynntur því að ríkið taki þátt og
stuðli að uppbyggingu fyrirtækja
sem einstaklingar treysta sér ekki til
að ráöast í. Þau fyrirtæki má síðan
selja þegar einstaklingar eða einka-
fyrirtæki eru tilbúin og geta tekið
yfir slíkan rekstur eða hafið sam-
keppnisrekstur.
Gæðingará
ríkisjötunni
Vilhjálmur Ólafsson, Ólafsfirði:
Hvað viljið þið gera til að koma í
veg fyrir að ríkisstjórnarflokkar geti
raðað sínum ættingjum og gæðing-
umáríkisjötuna?
- Égkannekkertráðöruggaraen
að almenningur í landinu láti þetta
til sín taka og sýni stjórnvöldum
hvernig eigi aö fara að og hvernig
ekki. Það þýðir að menn eiga að
styðja ný öfl þegar þeim líkar ekki
það sem fyrir er. Almenningur á að
láta stjórnmál til sín taka og láta
stjórnmálamenn vita þegar honum
mislíkar.
Erlendirsjómenn
áíslenskum
skipum
Jóhanna Jóhannsdóttir:
Hvað finnst Heimastjórnarsamtök-
unum um aukningu erlends vinnu-
afls á farskipum og í fiskvinnslu?
- Það er kannski erfitt fyrir okkur
sem þjóð að taka á þessu en það er
ákaflega brýnt að gera það á alþjóða-
vettvangi. Siglingar eru hættuleg
starfsemi fyrir umhverfi og stærstu
umhverfisslys, sem verða í heimin-
um, tengjast siglingum. Þess vegna
er það ákaflega brýnt að tekið verði
upp alþjóðlegt eftirlit með siglingum
þar sem tryggt er að skip séu vel
búin, vel gerð og þau séu vel mönn-
uð. Hvað aðrar þjóðir geta fariö langt
niður í launum ráðum viö lítið við.
Ég vara við því að við setjum á einok-
unarkvóta fyrir okkar siglingar.
Óskastjórnin
Haukur Hauksson:
Hver er óskastjórnin að kosningum
loknum?
- Óskastjórnokkarheimastjórnar-
manna er sú stjórn sem vinnur aö
þeim markmiðum sem við leggjum
áherslu á og liggja fyrir. í því felst
að áhrif fjórflokksins veröi sem
minnst. Að brotið verði upp þetta
kerfi stjórnmálamanna, embætt-
ismanna, banka og sjóða, fjölmiðla,
ýmissa hagsmunaðila eins og útvegs-
manna, bænda, launþega og atvinnu-
rekenda sem allir eru meö sömu
lausnina. Frystingu á þjóðarskipt-
ingu, frystingu á þjóðarmynstri í
nafni þjóðarsáttar og ákall til útlend-
inga um álver og efnahagsbandalag.