Dagblaðið Vísir - DV - 10.06.1991, Síða 3
MÁNUDAGUR 10. JÚNÍ 1991.
3
Fréttir
Ávöxtunarkrafa húsbréfa
ætti að vera nálægt hámarki
- nema ríkið „sprengi“ rétt einu sinni
Ávöxtunarkrafa húsbréfa (raun-
vextirnir) ætti sem næst að hafa náð
hámarki sínu eftir öllum sólarmerkj-
um að dæma eins og rakið verður
nánar. Fólk hefur skelfzt vegna gíf-
urlegrar hækkunar, sem orðið hefur
á ávöxtunarkröfunni. Hún hefur það
sem af er árinu rokið úr 7,3% í 8,8%,
stöðugt verið að hækka eins og greint
er frá á meðfylgjandi grafi.
Það gildir um vextina almennt, að
þeir ættu að haldast fram á haustið.
Þó er eitt, sem gæti sprengt upp vext-
ina og þar með ávöxtunarkröfu hús-
bréfanna: ef ríkið fer að nýju í lok
sumars að bjóða sérkjör á spariskír-
teinum sínum. Ef ríkið ætlaði til
dæmis með því að keppa við húsbréf-
in og hækkaði vexti sína á slíkum
„sérkjörum" ,segja sérfræöingar, að
húsbréfm færu bara enn hærra,
ávöxtunarkrafan hækkaði. Menn
óttast þetta, af því að það gerðist í
fyrra. Ríkið bauð þá lífeyrissjóðum
sérkjör á spariskírteinum síðla sum-
ars. Það bauð þá 7,05%, sem var yfir
markaðnum, og húsbréfm fylgdu þá
eftir. Ríkið bauð þá of hátt, skaut
yfir markið.
Húsbréf talin sem lausafé
Það eykur líkurnar á, að stöðugleiki
verði meiri á húsbréfamarkaðinum,
að Seðlabankinn hefur ákveðið að
leyfa, að bankarnir telji húsbréf með
sem lausafé sitt. Með því verða bank-
ar miklu tilkippilegri til að eiga hús-
bréf, þar sem þau bæta lausafjár-
stöðu þeirra, hjálpa til við að bankar
uppfylli reglur um lausfjárhlutfall,
að vissu marki. Þetta stuðlar að því,
að ávöxtunarkrafan á húsbréfum
hækki ekki úr því sem komið er, með
aukinni eftirspurn eftir húsbréfum.
Verðbréfamarkaðirnir voru fyrir
kosningarnar búnir að hækka vexti,
en ríkið sat eftir vegna kosninganna.
Nú eru allir komnir á sama ról. Sér-
fræðingar segja, að vextir ættu ekki
að fara hærra. Spár í seinni tíð hafa
gert ráð fyrir meiri verðbólgu en
áður hafði verið ætlað. Þetta stuðlaði
að síðustu vaxtahækkun, sem síðan
dregur úr verðbólgu, er fram líður.
Lífeyrissjóöir flýttu skulda-
bréfakaupum
Markaðurinn fyrir húsbréfm leitar
stöðugt jafnvægis, en menn telja, að
það taki húsbréf 2-3 ár að festast á
markaði. Nú síðustu vikur varð
kippur í sölu húsbréfa eftir hækkun-
arkröfunnar í 8,8%. Landsbréf seldu
til dæmis 30% meira af húsbréfum í
maí en hafði verið í apríl og keyptu
13% minna. Nú ætti að draga enn
úr misræmi á þessum markaði. Á
sumrin dregur úr fasteignasölu, og
framboð húsbréfa verður því minna.
Nefna má, fremur til gamans, að fó-
geti fer í frí, og þá minnkar „þetta
allt“ á meðan, en slíkt hefur aðeins
gildi, meðan markaðurinn leitar
jafnvægis. Tímaritið Vísbending tel-
ur líklegt, að vextir húsbréfa séu að
ná hámarki og bendir á, að margir
höfðu dregið úr veröbréfakaupum
vegna óvissu í vaxtamálum, áður en
vextir hækkuðu nú í sumar. Eftir það
má búast við, að fleiri kaupendur
sýni sig á markaðnum. Lífeyrissjóðir
flýttu skuldabréfakaupum af Hús-
næðisstofnun síðastliðinn vetur að
Sjónarhom
Haukur Helgason
beiðni félagsmálaráðherra. A meðan
höfðu þeir minna fé til að kaupa
húsbréf fyrir. Nú hafa þeir keypt
meira af skuldabréfum Húsnæðis-
stofnunar en þeim ber skylda til sam-
kvæmt samningi og geta því keypt
mun meira af húsbréfum.
Heimilt að auka lánshlutfallið
Fleira þarf að athuga. Heimilt er að
auka lánshlutfall í húsbréfakerfinu
úr 65% í 75%, og stóð til að gera það
í vor en því hefur verið frestað, enda
mundi sú breyting auka framboð
húsbréfa og stuðla að vaxtahækkun-
um.
Miklu magni af húsbréfum hefur
verið dælt á markaðinn í ár eða fyrir
7,4 milljarða það sem af er árinu.
Þetta er einn og hálfur milljarður á
mánuði eða hálfum milljarði meira
að meðaltali á mánuði en gert hafði
verið ráð fyrir í byrjun ársins. Mark-
aðurinn hefur síðan sveigzt vegna
þessa mikla framboðs. En ávöxtun-
arkrafan er komin svo hátt, og affóll-
in eru 22%, ef sölulaun eru talin
með, að vandinn er orðinn mikill
fyrir fólk í greiðsluerfiðleikum, sem
á kost á að færa lán yfir í húsbréf
Riftun á kaupsamningi Blikastaöa:
Viss vonbngði
„Það eru í sjálfu sér alltaf viss lóðir út úr Blikastöðunum undir
vonbrigði þegar eitthvað sem mað- einbýlishús. Þó þú eigir jörð þá er
ur hefur ætlaö aö gera lukkast ekki þai* með sagt að hægt sé að
ekki, þá þykir manni kannski verra selja úr henni lóðir, það þarf sam-
i augnablikinu en svo getur allt þykki skipulagsyfirvalda til þess,
snúist til betri vegar. Þetta fer allt það er því ekki raunhæfur kpstur
vel einhvern veginn. Blikastaðirmr i stöðunni,“ segir Brynjólfur Kjart-
munu vaxa í verði með hverju ár- ansson lögfræðingur.
inu sem líður því þetta er að verða „Eins og staðan er í dag er fólk
eitt albesta byggingarlandið við einungis landeigendur og verður
innanverðan Faxaflóa. Ég veít í það áfram og getur ekki komið
sjálfu sér ekkert hvað Mosfellsbæ sinni jörð í verö þó það viiji. Það
og Reykjavík hcfur farið á milli getur veriö böl að vera landeig-
varðandi forkaupsrétt á Blikastöð- andi. Eins og staðan er í dag er
unum,“ segir Sigsteinn Pálsson, stendur allt fast.“
ábúandi á Blikastööum. -J.Mar
„Þaö verður ekki hægt að selja
10%
Breytingar vaxta á árinu
JL
Raunvextir útlána
banka (meðaltal)
8%
7%
Ávöxtunarkrafa spariskírteina
ríkissjóðs á Verðbréfaþingi
I.Jan. 1. febr. 14febr. 26. mars 12. apríl 23. apríl 8. maí 21.maí 3. Júní
Prósentuásinn er rofinn við 6%
eftir samþykkt frumvarps Jóhönnu
um það í vetur. Ekki er vanzalaust
fyrir fólkið að taka lán með 8,8%
ávöxtunarkröfu, og fróðir menn á
verðbréfamörkuöunum eru farnir að
spyrja, hvort sama fólkið verði ekki
komið á hausinn eftir 2-3 ár þrátt
fyrir húsbréfin. Margt veldur þessu
eins og rakið hefur verið. Auk þess
hefur ríkisstjórnin ákveðið að loka
húsnæðislánakerfmu frá 1986, og
framvegis verður eingöngu lánað í
formi húsbréfalána. Biðlistinn í
gamla kerfinu færist yfir í húsbréfa-
kerfið.
Grafið sýnir breytingar á helztu vöxtum það sem af er árinu.
Kæra frú
Hvernig væri að fá elsku eiginmanninn með sér til
okkar að skoða hjónarúm?
Við eigum alveg einstaklega falleg rúm núna - og
stillum upp 40 mismunandi gerðum.
tiÉR ERU FJÖGUR FRÁ RAUŒ
FABIOLA
rúm - náttborð
spcgill - dýnur
.880,-
ANDREA
rum - nattboró
spegill - dynur
36.400,-1
CARMEN
rúm - náttborö
spegili - dynur
28.220,
GÓÐDÝM = GÓÐUR SVEFTÍ
Bí LDSHÖFÐA 20-112 RE YKJAVlK - SÍMI91-681199 - FAX 91-673511