Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Side 5
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. 5 > ) > ) Fundur Framsóknarfélags Reykjavíkur: Afskiptaleysi dauðadómur fyrir íslenskt atvinnulíf - ríkið á að milda sveiflur, segir Steingrímur Hermannsson Steingrímur Hermannsson sagði á fundi í gær að hann teldi illar horfur í atvinnumálum landsins. DV-mynd GVA „Meginverkefni ríkisstjórnarinnar er aö draga úr þeim áhrifum sem sjávarútvegurinn hefur á íslenskt efnahagslíf. Leita þarf leiða til að breikka grundvöll atvinnustarfsem- innar í landinu. Nýja ríkisstjórnin hefur tekið þá stefnu að ríkið eigi ekki að hafa nein afskipti. Þetta er alger dauðadómur yfir íslensku at- vinnulífi. Stjórnvöldum ber að hafa afskipti af nýsköpun og draga úr sveiflum og óvissu." Þetta sagði Steingrímur Hermannsson, formað- ur Framsóknarflokksins, á fundi í gær. Bar fundurinn yflrskriftina „Er verið að leggja íslenskt atvinnulíf í rúst?“. Steingrímur taldi ástandið mjög alvarlegt í íslenskum atvinnumálum og benti meðal annars á hækkun vaxta og stígandi verðbólgu máli sínu til stuðnings. Hann taldi að miklar opinberar aðgerðir væru nauðsynlegar til að ná verðbólgu nið- ur og að verkalýðshreyfingar og aðr- ir aðilar vinnumarkaðarins hlytu að kreijast þess. „Ríkisstjórnin á að hafa hvetjandi áhrif en fylgjast jafnframt með hag- ræðingu hjá íslenskum fyrirtækjum. Til dæmis getur verið að sameining og skuldbreyting hafi ekki verið næg í tilfelli Álafoss. En ein ástæða fyrir slæmri stöðu fyrirtækisins er að nýir markaðir brugðust," sagði Stein- grímur. Hann taldi að ef vinnsla stöðvaðist í ullariðnaðinum hefði það víðtæk og alvarleg áhrif í för með sér. Hvatti hann Byggðastofnun til aö taka á málinu. Áform núverandi ríkisstjórnar um að selja ríkisbankana tvo áleit hann ekki raunhæft. „Mér finnst rétt að í landinu sé öflugur ríkisbanki en sameinging bankanna tveggja væri raunhæfur möguleiki." Fundargestum lék forvitni á að heyra um stöðu Evrópumála. „Framsóknarmenn eru fylgjandi samningum um evrópskt efnahags- svæði og tel ég einhver skipti á veiði- heimildum réttlætanleg, til dæmis kolmunna í stað loðnu. Ég er ósam- mála því að aðild að slíkum samn- ingi sé fordyri Efnahagsbandalags Evrópu,“ sagði hann ennfremur. -tlt Fréttir Síðasta freisting Krists: Tekinútaf dagskrá vegna tilmælafólks Forráðamenn Stöðvar 2 hafa ákveðið að taka kvikmyndina, Síðasta freisting Krists, út af dag- skrá í kvöld. Hafa ýmsir haft samband við Stöðina, þar á meðal biskup íslands, séra Ólafur Skúlason, vegna fyrirhugaðrar sýningar. Því var ákveðið að fresta henni um sinn. Umrædd mynd hefur vakið miklar cjeilur þar sem hún hefur verið sýnd. „Við ætlum að skoða myndina mjög gaumgæfllega áður en við tökum frekari ákvarðanir," sagði Jónas R. Jónsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2. „Við höfum fengið upp- hringingar frá áskrifendum sem hafa beðið okkur um að skoða málið. Mér finnst sjálfsagt að verða við því. Biskup íslands, séra Ólafur Skúlason, var meðal þeirra sem hafði samband við Stöðina. Hann fór ekki fram á að myndin yrði tekin af dagskrá en kvaö það mundu gleðja sig ef svo væri gert. „Hluturinn er sá að þessi mynd er inni í samningi sem við erum með við mjög stórt fyrirtæki sem heitir UIP. Samkvæmt honum skuldbindum við okkur til þess að sýna allar nýjar kvikmyndir sem það framleiðir, aðrar en þær sem kvikmyndaeftlitið bannar. Við verðum því að taka málið upp sérstaklega við umrætt fyrirtæki ef við ætlum að komast hjá því að sýna þessa mynd. Það mál verðum við að skoða líka. Við erum sumsé ekki hættir við að sýna hana, heldur höfum við frestað henni.“ -JSS I I i i I I I SUBARU LEGACY Gæðíngur gæðinganna Subaru Legacy 1,8 GL 4WD skutbíli TIL AFGREIÐSLU STRAX. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000 Bílasýning á Betri bílasölunni, Selfossi, laugardag kl. 14-17

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.