Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Síða 11
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991.
11
Melba er leikin af Lindu Cropper.
Melba:
Tók sönginn
fram yfir ástina
Helen Porter Mitchell fæddist í
Richmond, smáborg í nágrenni Mel-
bourne í Ástralíu 19. maí 1861. Stúlk-
an, sem var af af góðum ættum, hlaut
góða almenna menntun og lagði með-
al annars stund á hljóðfæraleik og
söng. Hún vildi gjarnan læra meira
í söng’en vegna andstöðu strangs
fóður hennar varð ekki af því. Þess
í stað giftist hún írskum liðsforingja,
Charles N. F. Armstrong, og flutti
með honum úr landi.
Þrátt fyrir ástríðufullt hjónaband
varð á endanum löngunin til frekara
söngnáms yflrsterkari og Helen yf-
irgaf eiginmann sinn og hóf nám í
söng og raddbeitingu hjá Mathilde
Marchesi í París. Undir handleiðslu
hennar tók rödd hennar stórstígum
framfórum og fyrstu tónleikarnir
fóru fram í Brussel 1887.
í kjölfarið tók Helen sér sviðsnafn-
ið Melba sem er virðingarvottur við
Melbourne í Ástralíu sem hún leit
ávallt á sem sína heimaborg. Hún
varð íljótlega heimsfræg og ferðaðist
um heiminn og söng fyrir konunga
og keisara auk þess að koma reglu-
lega fram í frægustu óperuhúsum
heimsins, Covent Garden og Metro-
pohtan óperunni í New York. Henni
var sýndur margvíslegur heiður á
lífsleiðinni og nægir að nefna aðals-
tign breska heimsveldisins og hinar
heimsfrægu Melba perur en sá réttur
á eftir að varðveita nafn hennar að
eilífu.
Melba settist í helgan stein í Ástral-
íu 1926 og lést þar í febrúar 1931. Hún
var frá náttúrunnar hendi gædd
ótrúlega tærri og sveigjanlegri sópr-
anrödd sem hún beitti af mikilli
snilld þó samtíðarmenn hennar teldu
hana aldrei mikla leikkonu.
Sjónvarpið hefur nú sýnt fyrsta
þáttinn af átta í þáttaröð frá breska
sjónvarpinu um stormasamt líf þess-
arar miklu listakonu. Þættirnir
verða á dagskrá á mánudögum og
það er Linda Cropper sém fer með
titilhlutverkið. Auk .hennar koma
fram í þáttunum ótal þekktir breskir
leikarar bæði af sviði og úr kvik-
myndum. Nægir að nefna Googie
Withers, Joan Greenwood, Jean
Pierre Aumont, Maria Aitken og
Tom Burlinson.
Það er sópransöngkonan Yvonne
Kenny sem leggur til rödd söngkon-
unnar en sinfóníuhljómsveit ástr-
ölsku ópérunnar, óperunnar í París
og óperunnar í Covent Garden sáu
til skiptis um undirleik.
Ævi Melbu var stormasöm og ligg-
ur við að vera ótrúleg. Þessi vilja-
sterka kona fórnaði flestu sem hægt
er að fórna fyrir listina, það eina sem
henni fannst vera einhvers virði í
lífinu. Sumar orrusturnar vann hún
en í öðrum mátti hún lúta í lægra
haldi.
Sviðsljós
Britt Ekland:
Finnuríyrir
heimþrá
Leikkonan Britt Ekland er at-
vinnulaus og með heimþrá til fóður-
landsins, Svíþjóðar. Hún hefur þá
skoðun að þriggja ára sonur hennar,
Thomas Jefferson, hafi ekki gott af
að alast upp í Los Angeles. Þetta
sagði leikkonan í nýlegu útvarpsvið-
tali. Hins vegar er haft eftir leikkon-
unni að ódýrara sé að lifa í LA held-
ur en í Svíþjóð og maður þurfi ekki
að vinna mjög mikið til að þéna vel.
Það er ekki auðvelt fyrir Britt að
flytja heim. Hún segist ekki einu
sinni kunna að skrifa á ritvél. Reynd-
ar er Svíþjóð í hyllingum hjá leikkon-
unni því hún flutti þaðan ung að
árum.
Henni bauðst hlutverk í bíómynd á
unglingsaldri og fljótlega kynntist
hún Peters Sellers en þau gengu í
hjónaband. Þau skildu og síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar í ástar-
málum Britt Ekland. Hún hefur oft-
sinnis verið orðuð við auðuga menn.
Britt Ekland hefur leikið í allmörg-
um bíómyndum en þær hafa flestar
Britt Ekland.
verið B-myndir. í rauninni eru það
elskhugar hennar sem hafa gert
hana fræga.
Britt er að verða fimmtug þó hún
líti vart út eldri en þrítug. Hún segist
hafa eytt miklum tíma í útlit sitt.
Meðal annars með trimmi. Þar að
auki eru hún nánast grænmetisæta
og afar sjaldan sem hún smakkar
áfengi. „Ég vil deyja í Svíþjóð," segir
leikkonan sem hefur allt sem hún
getur óskað sér, fallegt heimili í Be-
verly Hills og nítján árum yngri eig-
inmann.
Flug og bíll • Flug og bíll • Flug og bíll
BALTIMORE
2 i bíl, Ford Escort, i 2 vikur, kr. 55.800 á mann.
SÉRTILBOÐ
AMSTERDAM
2 í bíl, VW Golf, 1 vika, kr. 24.600 á mann.
2 vikur, kr. 34.800 á mann.
Brottför á mánudögum og þriðjudögum i júli og ágúst.
Siðasti söludagur 15. júlí.
LÚXEMBORG
2 í bíl, Ford Escort, 1 vika, kr. 27.300 á mann.
2 vikur, kr. 34.100 á mann.
Brottför á fimmtudögum og föstudögum í júlí og ágúst.
Síðasti söludagur 15. júli.
Barnaafsláttur er veittur af öllu ofangreindu verði.
Ef fleiri eru um bilinn LÆKKAR verðið.
Sumarhús og íbúðir
víðs vegar um Evrópu
I tengslum við flug- og bíltilboðin getum við bókað sumarhús
og íbúðir viðs vegar um Evrópu í öllum verð- og gæðaflokkum.
Dæmi um vikuverð, hús/íbúð:
Þýskaland: kr. 37.490 Frakkland: kr. 27.690
Sviss: kr. 34.790 Ítalía: kr. 30.630
Austurriki: kr. 43.370
TUNGUMÁLASKÓLAR
við allra hæfi i Englandi, Skotlandi, Frakklandi, Þýska-
landi, á ítaliu, Spáni og i USA.
BENIDORM
Beint flug í sólina
alla fimmtudaga
Næstu ferðir: 4. júli - uppselt
11. júlí - 10 sæti laus
18. júlí - 15 sæti laus
25. júlí - 12 sæti laus
Seljum fáein sæti í ferðirnar 11. júlí og 18. júli, í 1, 2 eða
3 vikur, á kostakjörum.
Kynntu þér
verðið hjá okkur.
Hafðu samband.
Sjáumst!
FERÐASKRIFSTOFA.i^k
reykjavíkurmRI
Aðalstræti 16 - sími 621-490