Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Side 16
16
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991.
Skák
DV
Meistarar
fr amtí ö arinnar
—Vladimir Kramnik efnilegasti Sovétmaðurinn
Vladimir Kramnik, 15 ára gamall Rússi, sem sigraði í keppni ungra meistara i Úkraínu tyrir skömmu, þykir sérlega efnilegur skákmaður.
Það er lítil hætta á því að veldi
K-anna í skákheiminum líði undir
lok ef Vladimir Kramnik uppfyllir
þær vonir sem við hann eru bundn-
ar. Þessi 15 ára gamli Rússi var
yngsti þátttakandinn á Sovétþingi
ungra meistara á dögunum. Hann
lét ungan aldur þó lítið á sig fá,
varð efstur við þriðja mann og var
dæmdur sigur á mótinu á stigum.
Árangur háns er eftirtektarverður
og vissulega glæsilegur. Ekkert
met var þó slegið: Garrí Kasparov
var aðeins 13 ára er hann varö
unglingameistari Sovétríkjanna
1977 - tveimur vinnningum fyrir
ofan næsta mann.
Mótiö, þar sem Kramnik komst á
spjöld sögunnar, var haldið í Kher-
son í Úkraínu og voru 14 keppend-
ur. Nokkrir þeirra eru þegar orðnir
kunnir utan síns heimalands af
taflmennsku í opnum mótum hér
og þar en aðrir eru lítt þekktir og
komu jafnvel mjög á óvart. Svo var
um Ibrahimov sem kom nálægt því
að verða einn efstur en tapaði
tveimur skákum undir lokin.
Við skulum líta á lokastöðuna
þótt nöfnin komi flestum eflaust
ókunnuglega fyrir sjónir. Hver veit
nema rétt sé að leggja þau á
minnið?
1.-3. Kramnik, Ibrahimov og
Kharlov 8 v.
4. Sorokin 7,5 v.
5. Sakajev 7 v.
6. -9. Minasijan, Tivjakov, Geo.
Timoshenko og Kruppa 6,5 v.
10.—11. Alexandrov og Serper 6 v.
12. -13. Komarov og Brodsky 5 v.
14. Galdunc 4,5 v.
Því er ekki að leyna að fróðlegt
er að skoða skákir frá þessu móti
en þá verður íljótt ljóst hve mikil
áhrif heimsmeistarinn hefur haft á
unga skákmenn. Nú er ekki lengur
í tísku að sulla taflmönnunum fram
og til baka og reyna að nýta sér
smæstu glufur til sigurs. Nú tefla
allir eins og Kasparov: Kunna
„teoríuna" upp á tíu fingur og
reyna að knýja mótherjann til upp-
gjafar með kröftugum sóknarlot-
um.
Vladimir Kramnik virðist hafa
tileinkað sér þessa aðferð ágætlega.
Skákstíll hans er dæmigerður fyrir
ungu sovésku meistarana og
kannski unga skákmenn almennt.
Skák hans við Brodsky úr 7. um-
ferð var sérlega skemmtilega tefld.
Hvítt: Maxim Brodsky
Svart: Vladimir Kramnik
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rffi 5. Rc3 e5
Lasker-afbrigðið, sem Sovétmenn
kenna gjarnan við stórmeistarann
Sveshnikov eða heimaborg hans,
Seljabínsk. Sveshnikov vakti af-
brigðið úr dái fyrir um 15 árum og
nú er það aftur að verða vinsælt.
6. Rdb5 d6 7. Bg5 a6 8. Ra3 b5 9.
Bxf6 gxfB 10. Rd5 f5 11. Bd3 Be6 12.
Dh5 Hg8!?
í stað 12. - Bg713.0-0 f414. c4 sem
gefur hvítum vonir um smátt en
öruggt frumkvæði, reynir svartur
tólf ára gamlan tvíeggjaðan leik.
13. 0-0-0?
í nýlegri bók um þetta afbrigði
skoðar Sveshnikov 13. f4,13. c3, eða
13. g3! en bætir við: „Athygli verð-
skuldar 13. 0-0-0 (13. - Hxg2 14.
f4!).“ Hvítur hefur þekkingu sína
bersýnilega úr bókinni en hefur
ekki skyggnst nægilega djúpt í
stöðuna.
13. - Hxg2 14. f4 Rd4! 15. Re3
Dálítið flóttalegur leikur en einn
keppenda mótsins, Tivjakov, bend-
ir á í skýringum við skákina, að
eftir 15. Hhgl fxe4! 16. Hxg2 exd3
hefur svartur meira en nægileg
færi fyrir skiptamun og hann á
einnig góða stöðu eftir 15. Dh3 Hg8
16. Dxh7 Hg6. Sömuleiðis, ef 15. c3
Bxd5 16. exd5 b4! 17. Rc4 bxc3 18.
bxc3 Hc8 19. cxd4 Da5 á svartur
vinningsstööu.
15. - Hf2 16. exf5 Bxa2 17. fxe5 dxe5
18. Rxb5
I f éi
1 1
5 6 ► ';+'[>
<3 M A 1 A
s
ABCDEFGH
Hvítur viröist á grænni grein eft-
ir riddarafórnina. Ef nú 18. - axb5
19. Bxb5+ Ke7 20. Dh4+ og síðan
fellur hrókurinn á f2. En svartur á
kynngimagnaðan millileik...
18. - Bh6!
Fallegur leikur; svarið við 19.
Dxh6 yrði 19. - Hxc2 + ! og áfram
20. Rxc2 Rb3 mát, eða 20. Bxc2 Re2
mát!
19. Hhel axb5! 20. Bxb5+ Ke7 21.
Dh4+ f6 22. Dxf2 Bf7!
Þennan leik varð svartur að sjá
fyrir er hann tók riddarann í 19.
leik. Svörtu mennimir eru afar
virkir og hvítur sleppur varla lif-
andi. Nú er 23. Kbl einfaldlega
svarað meö 23. - Da5 með máthót-
unum.
23. Bd3 Db6
Hótar 24. - Hal+ 25. Kd2 Db4+
26. c3 Dxb2+ 27. Bc2 Dxc2 mát -
riddarinn er leppur.
24. Be4 Ha2 25. c4 Bxc4 26. Kbl Da5
27. Rd5+ Bxd5 28. Dxd4
Hvítur reynir að slá ryki í augu
Skák
Jón L. Árnason
mótherjans en svartur lætur ekki
glepjast af réttri leið.
28. - Hal+ 29. Kc2 Hxdl! 30. Dxdl
Da4+ 31. Kc3
Og hvítur gaf um leið, því að eftir
31. - Dc4 blasir mátið við.
Skákin hér að framan er gott
dæmi um það aö yfirborðskennd
„teóríukunnátta“ getur komið
skákmanninum í koll. Hvítur
fylgdi blindandi uppástungu í byrj-
unarbók án þess að reyna sjálfur
að skilja stöðuna.
Hér er önnur skák frá mótinu þar
sem mistökin eru af svipuðum
toga. Svartur reynir að endurbæta
þekkta skák stórmeistaranna Kha-
lifmans og Nikolic frá undanrásum
heimsbikarmótanna í Moskvu í
fyrra. „Endurbótin" er hins vegar
ekki gæfulegri en svo að tveimur
leikjum síðar situr hann uppi meö
tapað tafl.
Júrí Kruppa
Svart: Dimitry Komarov
Frönsk vörn
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5
Re7 5. a3 Bxc3 6. bxc3 c5 7. Dg4 0-0
8. Bd3 Rbc6 9. Dh5 Rf5 10. Rf3 ffi 11.
g4 c4 12. gxf5! cxd3 13. Hgl Re7
Þetta er nýjung svarts. Skák Kha-
lifmans og Nikolic tefldist 13. - exf5
14. Bh6 Hf7 15. Kd2! Be6 16. Bxg7!
Hxg7 17. Hxg7 + Kxg7 18. Hgl + og
svartur gafst upp!
14. exf6 HxfB
I i.*
7 á Á 41 Í Á
6 1 1
5 Á A w
4 A
3 A A Á £>
2 A A A
1 2 Jt & s
ABCDEFGH
15. Hxg7 +! Kxg7 16. Dg5+ Rg6
Ekki 16. - Kf717, Re5 + og svartur
verður að sleppa valdi á hróknum.
17. fxg6 hxg6
Hvítur hótaöi 18. Dh6+ með al-
varlegum afleiðingum.
18. Bf4! Bd7 19. Be5 dxc2 20. h4!
Laglega leikið! Nú er svartur
varnarlaus gegn því að hvítur komi
riddaranum í leikinn um h2-reit-
inn.
20. - Be8 21. Rh2 Kf7 22. Dh6 Ke7 23.
Bxf6+ Kxf6 24. Df8+ Bf7 25. Rg4+
Kf5 26. Dxf7+ Kxg4 27. Ke2!
Ogsvarturgafstupp. -JLÁ
Ungir sovéskir skákmenn taka bersýnilega taflmennsku heimsmeistar-
ans Kasparovs sér til fyrirmyndar. DV-mynd EJ