Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1991, Side 20
LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991. Baráttan umMGM Kvikmyndir kvikmpda verið Þeir sem sóttu kvikmyndasýning- ar í Gamla bíói meðan það var og' hét kvikmyndahús, muna ábyggilega eftir ljóninu sem birtist í upphafi flestra þeirra mynda sem bíóið sýndi. Eftir að hafa hrist hausinn og gefið frá sér sígilt ljónsöskur, birtust síðan staflrnir MGM. Þetta var nefniiega kynningarmerki bandaríska kvik- myndaversins MGM, sem Gamla bió hafði þá umboð fyrir. Hin rótgrónu bandarísku kvik- myndaver hafa alltaf gegnt stóru hlutverki í Hollywood og raunar um allan heim. Þau hafa á að skipa góðu dreifingar- og auglýsingakerfi ásamt því að geta fjármagnað fjölda mynda og tekið fjárhagslega skelli upp að ákveðnu marki enda eru þau mörg í eigu stórfyrirtækja. Að vísu hafa nokkur kvikmyndaver lagt upp laup- ana eins og United Artists en á móti hafa ný fæðst eins og Orion Pictures, Umsjón Baldur Hjaltason sem reist var á rústum þess fyrr- nefnda. Ríkiíríkinu Kvikmyndaver eins og MGM, Para- mount, Walt Disney, Columbia, Wamer Brothers og Urdversal eru næstum orðin aö sjálfstæðum stofn- unum og eru talin af mörgum gegna lykilhlutverki í skemmtana- og af- þreyingariðnaði Bandaríkjanna. Því þótti Bandaríkjamönnum það næst- um glæpur þegar erlendir aðilar fóru að reyna að kaupa sér völd og aðgang að þessum atvinnuvegi gegnum kvikmyndaverin. Nýlega rann Wamer Brothers kvikmyndaverið saman við Time-Life fyrirtækið en það sem fór fyrir brjóstið á flestum voru hins vegar kaup japönsku Sony samsteypunnar á Columbia kvik- myndaverinu. Japanska fyrirtækið sá sér hag í því að eignast kvik- myndaverið tú að fá aðgang að kvik- myndum inn í hinn sístækkandi af- ■þreyingartækjamarkað. ítalskur furðufugl En það eru fleiri sem hafa verið að beijast við að kaupa kvikmyndaver. Einn þeirra er ítalski ævintýramað- urinn og fjármálaspekúlantinn Giancarlo Parretti sem nýlega eign- aðist MGM kvikmyndaverið eftir rúmlega árs baráttu við að fjár- magna kaupin. En sigurinn var skammvinnur. Hann varð að láta af stjómartaumnum að kröfu stærsta lánadrottinsins sem er að reyna að bjarga fyrirtækinu frá gjaldþroti. Sagan að baki falli MGM er að mörgu leyti forvitnileg og lýsir bæði bjart- sýni, græðgi og síðast en ekki síst dómgreindarleysi og hve lánið getur verið fallvalt í henni Hollywood. Upphafið aö MGM má rekja til fyr- irtækisins Loews, sem rak kvik- myndahús um og upp úr aldamótun- THELMA & LOUISE er Ijósið í myrkrinu fyrir MGM. um. A öðrum áratug aldarinnar keypti fyrirtækiö Metro pictures, sem var kvikmyndaframleiðandi og hafði gert hinar vinsælu myndir THE FOUR HORSEMAN - OF THE APOCALYPSE og PRISONER OF ZENDA. Um líkt leyti gekk Samuel Goldwyn til liðs við Metro með fyrir- tæki sitt og ári síðar bættist við Lou- verðmætin þar lágu í kvikmynda- safni þess. Kerkorian hefur selt ýmsa hluta MGM-UA veldisins en verið samtímis að leita að kaupanda að kvikmyndadeildinni. Það hefur því lítið farið fyrir MGM og framleiðslu kvikmynda verið haldið í lágmarki þótt MGM hafi dreift fjölda mynda sem aðrir framleiddu. Því má segja Kvikmyndajöfurinn Giancarlo Parretti. is B. Mayer Pictures. Þar með var risið upp merkilegasta- kvikmynda- ver sögunnar en á gullaldarárum þess voru framleiddar þar myndir eins og BEN HUR, og THE THIN MAN. Auk þess hafði MGM á sínum snærum hóp af stjörnum eins og Garbo, Gable, William Powell og Laurel and Hardy. Það var sagt að það væru fleiri stjörnur hjá MGM en á himnum. Fallið En allt hefur sinn endi. Segja má að MGM hafi verið í lausu lofti síðan fjármálaspekúlantinn Kirk Kerkor- ian ákvað að kaupa kvikmyndaverið fyrir rúmum tuttugu árum. Hann eignaðist einnig United Artists en laus. Enginn vissi hvaöan Parretti ætlaði að fá þá upp undir 80 milljarða sem var kaupverð MGM. Hann var alltaf á síðustu stundu með greiðslur og slúðursögur fóru af stað að mafían stæði á bak við kaupin. Enn í dag rannsakar bandaríska alríkislög- reglan hvernig staðið var að kaupun- um og lætur fylgjast með Parretti. að Parretti hafi verið nokkurs konar riddari á hvítum hesti þegar hann tilkynnti að hann vildi kaupa MGM/UA. Parretti var heldur enginn nýgræðingur í kvikmyndafram- leiðslu þótt frami hans á því sviði hafi verið hraður. Hann hafði keypt hið rótgróna franska fyrirtæki PAT- HÉ sem hann notaði sem grunninn að veldi sínu. Þegar Canon fyrirtæk- ið var á barmi gjaldþrots kom Pa- retti einnig sem hvítur riddari og keypti það. Þeir Canon bræöur voru ósammála um söluna og síðan hefur annar þeirra, Yoram Globus, starfað fyrir Parretti. Erfið fæðing En kaupin á MGM voru ekki átaka- Ekkert hefur þó komið í ljós ólöglegt og einnig er nú ljóst að franski bank- inn Credit Lyonnais hefur fjármagn- að stærsta hlutann. Það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum hve óforskammaður Par- retti var þegar hann ákvað að selja sjónvarpinu gegn fyrirframgreiðslu sýningarréttinn að stórum hluta þeirra mynda sem MGM átti, auk réttarins að myndum sem eftir var aö frumsýna. Telja fróðir menn að þar hafi margar góðar myndir farið fyrir lítið. Raunar drap þama Par- retti eina aðalgullkúna sína sem eru James Bond myndirnar. í nær þrjá áratugi hefur Bond malað gull fyrir MGM og reiknaði Parretti með því að 17. Bond myndin yrði framleidd í ár og myndi skapa tekjur upp á 6 milljarða fyrir kvikmyndaverið. En framleiðandinn, hinn 81 árs gamli Broccoli, hefur höfðað mál gegn MGM og ásakar fyrirtækið um að selja sjónvarpsréttinn að Bond myndunum á allt of lágu verði. Því er staðan í dag sú að engar umræður eru í gangi um að gera nýja mynd, ekkert handrit til og engar dagsetn- ingar í sjónmáli. Ofmetnar myndir Hluta af vandræðum Parretti má rekja til bjartsýni hans á velgengni þeirra mynda sem MGM var að fram- leiða. Þær áttu að skapa tekjur til að fjármagna næstu myndir. Aætlunin gerði ráð fyrir því að frá 1993 fram- leiddi MGM íjórar myndir í A flokki, 5 myndir í B flokki og 5 myndir í C flokki. Þessar myndir áttu að skapa nægjanlega miklar tekjur til að halda MGM á floti. En þar sem næstum allar myndirnar, sem MGM hefur sent frá sér sl. ár, hafa gengið illa eru engir peningar til sem hægt er að nota til að fjármagna næstu myndir. Eitt fyrsta áfallið sem Parretti varð fyrir var myndin ROCKY V. Parretti hafði gert ráð fyrir að hún skilaði um 6 milljörðum í tekjur og þar af rynni rúmur helmingur til MGM. Raunin varð sú aö tekjurnar voru aðeins um 2,4 milljarðar og hagnað- urinn eftir því. Ekki tók betra við þegar RUSSIA HOUSE var frumsýnd en við þá mynd höfðu aðstandendur MGM bundið miklar vonir. Þótt Sean Connery væri í aðalhlutverki vant- aði myndina þennan neista sem þarf til að draga að áhorfendur. Sama gerðist með næstu myndir sem voru DESPERATE HOURS og svo SKIN TIGHT. Ljós í myrkrinu En fátt er svo með öllu illt að eigi boði gott. MGM virðist loksins hafa slegið í gegn með myndinni THELMA AND LOUISE sem er leik- stýrð af Ridley Scott. Myndin er í dag ein vinsælasta myndin í Bandaríkj- unum en því miður eina myndin á listanum yfir 60 vinsælustu mynd- irnar þar sem sjá má merki MGM. Það er ólíklegt að MGM kvik- myndaverinu verði lokað en líklegt að Parretti missi það endanlega úr höndum sér. Núverandi fram- kvæmdastjóri MGM hefur ýmislegt í pokahominu og við skulum sjá hvaða myndir munu líta dagsins ljós yfir sumarmánuðina. Þaö gæti leynst óslípaður demantur meðal þeirra eins og Touchstone kvikmyndaverið komst í raun um í fyrra þegar PRETTY WOMAN sló óvænt í gegn. B.H. Helstu heimildir: Variety, Premier.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.