Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1991.
17
Fréttir
Sveitarstjórinn á Raufarhöfti sem gert var að segja upp störfum eða vera sagt upp annars:
Engin gagnrýni hef ur
komið fram á mín störf
Gyffi Kristjánsson, DV, Akuxeyii
„Það hafa aldrei orðið neinir
árekstrar vegna starfa minna hér.
Það hefur aldrei verið kvartað undan
minni vinnu og ég hef ekki haft und-
an neinu að kvarta. Þess vegna má
segja að þegar mér var gert að segja
upp störfum eða vera sagt upp að
öðrum kosti hafi það komið mér gjör-
samlega á óvart,“ segir Júlíus Þórar-
insson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, en
hann hefur nú sagt upp starfi sínu
og það verið auglýst laust til um-
sóknar.
Júlíus es ekki gamall í starfinu, en
hann tók viö því 1. febrúar á þessu
ári eftir að starfið hafði verið auglýst
og hann valinn úr hópi umsækjenda.
„Mér skilst að það hafi verið kosn-
ingaloforð hér að ráöinn yrði utanað-
komandi maður til starfsins," segir
Júlíus.
Fjárhagserfiðleikar
Menn hafa leitt að því getum að
erfið fjárhagsstaða bæjarins hafi
óbeint valdið því að Júlíusi hafi verið
gert að segja upp, hann hafi verið
notaður sem sökudólgur í því máli.
„í sjálfu sér var fjárhagsstaðan
ekki svo slæm og það voru öll lán í
skilum. Loðnuvertíðin brást hins
vegar algjörlega og það var áfall þar
sem 60% af tekjum hafnarinnar hafa
komið inn vegna hennar og 25% af
tekjum sveitarfélagsins.
Margir karlar sem að öllu jöfnu
vinna við loðnubræðsluna fóru síðan
á grásleppuvertíð sem einnig brást
og það var auðvitað tap fyrir sveitar-
félagið beint og óbeint. Þarna var
staðan orðin þannig að sveitarfélagið
átti orðið þónokkuð af útistandandi
skuldum og það var lögö áhersla á
að gengið yrði í að innheimta þær.
Það var reynt að fara eins varlega
í þær innheimtuaðgerðir og hægt var
og ég lagði áherslu á að átta mig á
stööunni hjá hverjum skuldara áöur
en farið var af stað. Ég get því alveg
fullyrt að það var varið varlega í
sakimar í þeim efnum.“
Engir árekstrar
Þannig að innheimtuaðgerðimar
eru ekki ástæðan?
„Nei, það er af og frá, þarna hlýtur
allt annaö að búa að baki. Ekki er
þaö óreiða, ekki óregla því ég er bind-
indismaður á tóbak og nota sáralítið
áfengi. Það urðu engir árekstrar og
þaö var aldrei fundið neitt að mínum
störfum.
En samt sem áður var ég kallaður
á fund og mér tilkynnt um óánægju
með mín störf þótt ég fengi ekki
neina frekari skýringu á því í hveiju
sú óánægja væri fólgin. Á þessum
fundi var mér tilkynnt að þess væri
óskað að ég segði upp svo ekki þyrfti
að segja mér upp. Daginn eftir var
hreppsnefndarfundur og þá sagði ég
upp starfi mínu.“
Voru það ekki mistök?
„Jú, það má segja það og þá sér-
staklega miðað við þau viðbrögð sem
ég hef fengið frá bæjarbúum. Hér
fóm í gang undirskriftalistar mér til
stuðnings og á þá skrifuðu 73 aðilar
sem era yfir 20% atkvæðisbærra
manna hér.“
Ekki rétti maðurinn
Og þú hefur alls enga hugmynd um
hvað getur legið að baki?
„Nei, aUs enga. Það eina sem ég hef
fengið að heyra er að e.t.v. sé ég ekki
rétti maðurinn í starfið og hafi ekki
þá eiginleika sem þarf. Ég er ef til
vill ekki nógu frekur."
Eftir að unairskriftirnar til stuön-
ings Júlíusi bárast hreppsnefndinni
þar sem krafist var skýringa, var
gerð samþykkt í hreppsnefndinni þar
sem sagði m.a.: „... er hreppsnefnd-
in sammála um að endurtaka þær
skýringar að beiðni hennar til Júl-
íusar um að segja upp starfinu sé
reist á persónulegum ástæðum og
ítreka að þær séu trúnaðarmál Júl-
íusar og hreppsnefndarinnar."
Hefur þú gert eitthvert slíkt sam-
komulag við hreppsnefndina?
„Nei, og um þetta hef ég reyndar
sáralítið að segja. Ég er afskaplega
svekktur yfir þessu öllu saman, sér-
staklega þegar ég hef talið mér trú
um að ég væri að vinna hér gott starf
samkvæmt bestu samvisku. Þeir
hafa sagt að ég hafl unnið vel og skil-
að góðu verki en vilja samt greinilega
eitthvað annað.“
Ætlað einhverjum öðrum
Telur þú að eitthvað sé til í því sem
pískrað er um hér í bænum að ein-
hver aðili í meirihluta hreppsnefnd-
arinnar ætli að taka að sér starfið?
„Ég veit það hreinlega ekki en auð-
vitað get ég ekki útilokað að svo sé
eða að starfið sé ætlað einhveijum
öðrum aðila. Fyrir mig er hins vegar
ekki um neitt annað að ræða en aö
fara héðan þótt mér hafi líkað mjög
vel hér. Ég hef eignast marga vini
hérna og tekið þátt í félagsstarfsemi
ýmiss konar en ég verð að fara eitt-
hvað og fá mér vinnu.“
Júlíus Þórarinsson á skrifstofu sinni
sem hann yfirgefur senn. DV-mynd gk
Raufarhöfn: sveitarstjórinn er á förum.
’Amitsubishi
HQ myndbandstæki
E12
3 hausar
30 daga 8 stöðva upptökuminni • Þráðlaus
fjarstýring • Euro skart samtengi • Sjálf-
virkur stöðvaleitari • PAL/NTSC afspilun
• Klukka + teljari • Skipanir á skjá •
Fullkomin kyrrmvnd.
Sértilbod
39.950,-
stgr.
Afborgunarskilmálar
HIJOMCO
FÁKAFEN 11 — SIMI 688005
igoömvma rtopi
Viðföcjnum vori og opnum Viðeyjorstofu jyrir Fiópi
Borðpantanir og upplýsingar í síma 28470.
VeisCur og monnfagnaðir
í fiöjðingCegu. umhverfi