Dagblaðið Vísir - DV - 08.07.1991, Blaðsíða 36
F R ÉTTAS KOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 2.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 5.000 krónur. Fúllrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Augíýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
MÁNUDAGUR 8. JÚLÍ 1991.
Það var margt sem hægt var að
gera i góða veðrinu sem lék við
landsmenn um helgina. Djasstón-
leikar Tómasar R. Einarssonar og
félaga í Árbæjarsafni í gærdag voru
í skyndi fluttir út og þar djömmuðu
þeir, léttklæddum borgarbúum, sem
þáðu veitingar í Dillonshúsi, til mik-
illaránægju. DV-myndJAK
Skotið á bif-
reið á Höf n
Skotið var með riffli á kyrrstæða
bifreið viö heimkeyrslu við Kirkju-
braut á Höfn í Hornafirði í fyrrinótt.
Skot fór í gegnum hjólbarða bílsins
og lenti síöan í grind hans.
Ungur maður er grunaöur um
verknaðinn. Fólk sá til hans á sömu
götu með riffil um nóttina. Hinn
grunaði var ekki í ástandi til að vera
yfirheyrður í gær en lögreglan mun
hafatalafhonumídag. -ÓTT
Leiguhúsnæði í Reykjavík:
Sex handteknir
vegna f iknief na
Fíkniefnalögreglan í Reykjavík
réðst til inngöngu í hús í gamla bæn-
um á fostudagskvöldið. Granur lék á
að fra húsinu væri stunduð dreifing
á fíkniefnum. Farið var inn í þrjár
íbúðir í húsinu sem leigt er út til ein-
staklinga. Mun fleiri leigja húsnæði
undir sama þaki.
Sex manns voru handteknir. Lög-
reglan fann nokkur grömm af hassi
og amfetamíni í fórum fólksins. Þeir
handteknu voru færðir til yfir-
heyrslna. -ÓTT
NM yngri spilara í bridge:
ísland í 6. sæti
íslenska unglingalandsliðiö í
bridge endaði í 6. sæti á NM yngri
spilara sem fram fór í Jyváskyla í
Finnlandi. Norðmenn, Danir, Finnar
og Svíar sendu alhr tvö lið á mótið,
A- og B-hð, en íslendingar voru með
eitt hð. A-lið þjóöanna voru öll fyrir
ofan íslenska liðið og B-lið Dana
skaust upp fyrir íslendinga á loka-
sprettinum. Þessi árangur veldur
nokkrum vonbrigðum þar sem fyrir-
fram var búist við því að íslenska
hðið gæti orðið í verðlaunasæti.
ÍS
Ekkert lát á veðurbliðimni:
„Meginlandsveð
næstu aaga
- búast má við þnrnium og eldingum, líkt og 1 gærkvöldi
Ekkert lát verður á veðurbhð- bein afleiðing af uppsöfnuöum gusu effir svo sem 2-3 daga.“ : ^
unni næstu daga. Má búast við vanda.Þaðerbúiðaðverasvolengi Bragi sagði enn fremur að næstu
„meghilandsveðri" fram eftir vik- heitt í veðri og nægur raki fyrir dagamættigeraráðfyrirlítilshátt-
unni, að sögn Braga Jónssonar, hendi. Þegar heldur kaldara loft ar úrkomu. Yrði það þá þokusúld
veðurfræðings hjá Veðurstofu ís- kom inn yfir landið í hærri loftlög- við ströndina.
lands. Ekki verður alveg eins heitt umnægðiþaðtilaðkomaþaðmikl- Aðspurður ura það mistur sem
og verið hefur en hitinn getur þó um óróleika á loftið að úr varð liggur yfir landinu sagði hann að
orðiðveralegamikiUvíöaumland. hellidemba. Nú er allt fallið aftur í um væri að ræða mengunarryk
„Þaö veröur ekkert lát á þessu sama farveg. Úrkoman í gær mun sem ætti rætir að rekja til Austur-
veöri og þrumuveörið í gær hefur hafa veriö um 4 mihímetrar, sem Evrópu. Hefði þaö borist hingað
engin áhrif þar á,“ sagði Bragi við féllu á mjög skömmum tíma. Það með suðaustlægum vindum.
DV í morgun. „Þramuveðrið var má jafnvel búast við annarri eins -JSS
Ovenjulegt brúökaup átti sér stað um helgina en þá gengu tveir bræður að eiga tvær systur í Búðakirkju á Snæ-
fellsnesi. Brúðgumarnir heita Friðrik og Ólafur Tryggvasynir en systurnar heita Sólrún Brynja og Björk Unnur og
eru þær Guðbjartsdætur. Þær eru báðar úr Breiðuvíkinni en brúðgumarnir úr Fróðárhreppi. Það var séra Hreinn
S. Hákonarson, prestur í Söðulsholtsprestakalli, sem gaf þau saman. Á myndinni eru f.v. Sólrún Brynja og Friörik
og Björk Unnur og Ólafur ásamt séra Hreini. DV-mynd KJ
Ofsaakstur bifhjóls:
Meðfarþega
á 173 kíló-
metra hraða
Lögreglan á Akranesi stöðvaði bif-
hjól eftir ofsaakstur skammt fyrir
utan bæinn á laugardagskvöldið.
Hjóhð mældist á 173 kílómetra hraða.
Ökumaður var með farþega. Há-
markshraði á þessum þjóðvegi, sem
er númer 51, er 90 kílómetrar.
Lögreglan í Kópavogi stöðvaði
einnig tvo ökumenn bifhjóla fyrir of
hraðan akstur á Hafnarfjarðarvegi
um helgina. Annar var tekinn á
föstudagskvöldið á Hafnarijarðar-
vegi. Hann mældist á 135 kílómetra
hraða. Á laugardag var annar stöðv-
aður á 123.
Að sögn lögreglunnar er 70 kíló-
metra hámarkshraði á Hafnarfjarð-
arvegi. Ferð ökumannanna var því
langt umfram leyfilegt hámark.
Að sögn Sævars Gunnarssonar hjá
umferðardeild lögreglunnar í
Reykjavík eru talsverð brögð að því
að ökumenn bifhjóla sprauti svartri
ryðvörn yfir aftara skráningarnúm-
er bifhjóla sinna. Er það gagngert til
að lögreglan sjái ekki númerið þegar
þeim er veitt eftirför. Sævar sagði
við DV í morgun að talsvert heföi
verið um að bifhjólamenn reyndu að
stinga lögregluna af.
Það sem af er árinu hafa fjórir lát-
ist í bifhjólaslysum.
-ÓTT
Selfosslögreglan:
Þrjár bílvelt-
ur og mikið
annríki
30 kærðir fyrir hraðakstur
Mjög mikið annríki var hjá Selfoss-
lögreglunni um helgina. 30 voru
kærðir fyrir of hraðan akstur, þar
af einn sem var á 128 kílómetra
hraða. Þrjár bílveltur vora á svæði
lögreglunnar auk annarra óhappa.
Á föstudagskvöld varð velta við
Þingvallaveg. Þar urðu ekki slys á
fólki. Aðfaranótt laugardagsins varð
bílvelta á mótum Biskupstungna-
brautar og Suðurlandsvegar,
skammt frá Selfossi. í gær varð
árekstur á svipuðum slóðum og
skarst annar ökumaðurinn á hendi
í því óhappi. Þriðja bílveltan varð á
veginum að Kerlingafjöllum við
Blánípukvísl í gær. Þar urðu ekki
slys á fólki. Talið er að nýliðin helgi
hafi verið mesta umferðarhelgin það
sem af er árinu.
-ÓTT
LOKI
Fást sólarlandaferðir
ekki endurgreiddar?
Veðrið á morgun:
Austlæg
áttog
hlýtt
Á morgun verður hæg austlæg
eða suðaustlæg átt. Þokusúld
verður um austur- og suður-
ströndina en annars þurrt. Hiti
verður á bilinu 11-20 stig.
nuu Laugardag Sunnudag ! HELGAR |a 10-17 a 14-17
TM-HUSGÖGN SÍDUMÚLA 30 SÍMÍ 686822
i
í