Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991. Útlöncl Varðliðar Króata verða hvarvetna að hörfa undan sókn sambandshers Júgóslavíu. Hér má sjá konu huga að sárum Króata sem særðist i átökum við hermenn nærri bænum Kravarsko i gær. Símamynd Reuter mannkyns fundinfAfríku Hún lifði og dó í Afriku fyrir um 200 þúsund árum og væri öll- um gleymd nú ef ekki vildi svo til að tii hennar geta allir 5,4 millj- arðar jarðarbúa rakið ættir sínar, Hugmyndin um eina formóður allra manna er að vísu ekki við- urkennd af öllum vísindamönn- um en nýjustu rannsóknir í erfðafræðí þykja benda til að slík kona hafl í raun og veru lifað á jörðhmi. Litningar úr líkamsleif- um hennar hafa verið rannsakað- ir og bornir saman við litninga úr ótal kynflokkum úr öllum hoimsálfum og þar má alls staðar sjá merki um upprunann frá þessari einu konu. Afrísku konuna hafa menn kallað Evu eins og þá sem sagt er frá í Biblíunni og á að vera formóðir mannkyns. Vísinda- mennirnir, sem sett hafa fram nýju kenninguna, vijja þó ekki nota þetta nafn. Málíð verður við- kvæmt þegar vísindin ráðast inn á sviö trúarinnar. Dubrovnik hulin undir reykjarkóf i - sambandsher Júgóslavíu í stórsókn gegn Króötum Sjónarvottar segja að miklir eldar logi nú í hinni fornu miðaldaborg Dubrovnik í Króatíu. Hart hefur ver- ið barist um borgina síðustu daga og hafa orðið miklar skemmdir þar á húsum bæði fornum og nýjum. Farþegar í flugvél, sem flaug yfir borgina í gær, sögðu að mikinn reyk legði til himins og svo virtist sem þar brynnu eldar víða. „Þetta er villi- mennska sem á sér engan hliðstæðu á síðari hluta tuttugustu aldarinn- ar,“ sagði einn þeirra sem sáu ástandið í borginni úr lofti. Skotið hefur verðið á Dubrovnik af herskipum og fallbyssum á landi. Engar nákvæmar fréttir er aö hafa úr borginni sjálfri enda hefur hún verið einangruð um nokkum tíma. Fátt er því vitað um mannfall meðal borgara þar. Leiðtogar Serba og yfirmenn sam- bandshers Júgóslavíu hafa kallað fleiri deildir hersins til átaka og eru sjáanlega ná helstu markmiðum sín- um með hernaðinum í Króatíu. Mik- il átök voru í landinu í gær og hafa varðliðar Króata orðið að hörfa fyrir hernúm. Zagreb, höfuðborg Króatíu, gæti einangrast á hverri stundu. Stipe Mesic, forseti Júgóslavíu, sakar sambandsherinn um að hafa lýst yfir stríði gegn Króatíu með framgangi sínum. Mesic er Króati og hefur engin ráð lengur yfir hernum þótt hann eigi að heita æðsti yflrmað- ur hans. Straumur flóttamanna frá átaka- svæðunum hefur aldrei verið meiri en nú. Flestir menn af króatískum ættum flýja af þeim svæðum sem herinn hefur náð á sitt vald og marg- ir reyna að komast úr landi. Ung- verskir landamæraverðir snúa fólki nú frá landamærum sínum. í gær er talið að um þrjú þúsund manns hafi reynt að komast undan ófriðnum inn í Ungverjaland en verið snúið frá. í röðum flóttamanna eru bærði Króatar og fólk af öðrum þjóð- arbrotum í Júgóslavíu. • Reuter Bush andvígur innrás í Haítí George Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í gær að stjóm sín hefði fúllan hug á að stuðla aö endurreísn lýðræöis á Haítí eftír valdaránlð í síöustu viku. Hann tók hins vegar fram að stjórnin myndi hugsa sig tvisvar um áöur en hún beitti hervaldi gegn stjórn valdaræningjanna. Sá möguleiki yrði þó skoðaður ef bandarískir borgarar á eyjunni væru í hættu. Belgía: Níunda sljóm Martensfallin Wilfred Martens, forsætisráð- herra Belgíu, neyddist í gær til að segja af sér og leysa upp ríkis- stjóm landsins. Þetta er í níunda sinn á tóif árum sem Martens segir af sé. Hann hefúr þó verið forsætisráðherra öil árin og setið lengur en aörir forsætisráðherr- ar í Evrópu. Deilur vallóna og flæmingja, þjóöabrotanna tveggja sem byggja Belgíu, uröu stjórninni aö fallL Nú vegna vopnasölu, sem vallónar högnuöust á, og síma- kerfls sem er flæmingjum aö Skapi. Reuter Við ætlum að færa Svíþjóð nær Evrópu - segir Bildt um stefnu stjómar sinnar „Viö ætlum aö stíga stóra skrefið inn í Evrópu, rétta hagkerfið við, tryggja hagvöxt á nýjan leik og um- bylta velferðarkerflnu," sagöi Carl Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, í fyrstu opinberu ummælum sínum eftir að hann tók við embætti af Ingv- ari Carlsson. „Við vitum að þetta verður ekki gert á einni viku. í stefnu stjórnar- innar er gert ráð fyrir að heill áratug- ur gefist til að koma þessu í kring,“ sagði Bildt. „Við leggjum nú fram róttæka áætlun sem útfærð verður í smáatriðum á næstu árum.“ Fréttaskýrendur hafa túlkað orð Bildts svo að nú verði „sænska kerf- inu“ í efnahagsmálum hafnað. Þetta hagkerfi hafa jafnaðarmenn mótað á nær samfelldum sjö áratuga valda- ferli. Nýja stjórain hefur heitið því að hömlur á fjárfestingum erlendra að- ila í Svíþjóð verði aflétt og að dregið verði jafnt og þétt úr skattheimtu. Skattar eru nú hærri í Svíþjóð en nokkru öðru landi. Þetta leiðir óhjá- kvæmilega til þess að ríkisútgjöld verða skorin niður. Fráfarandi stjóm hafði einnig 1 hyggju að létta hömlum af atvinnu- lífinu og stefndi að inngöngu í Evr- Carl Bildt, forsætisráðherra Sví- þjóðar, ætlar að gjörbylta sænsku hagkerfi. Simamynd Reuter ópubandalagið. Nú á að hraða þess- ari þróun og ráðast jafnframt gegn ríkisútgjöldunum sem stjóm Carls- sons hikaði við. Eitt fyrsta skrefið verður að lækka virðisaukaskatt úr 25% í 18% og einnig verður tekju- skattur lækkaður. -TT Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLAN överðtryggð Sparisjóðsbækur óbundnar 4-7 Landsbanki. Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 5,5-6,5 Sparisjóðirnir 6 mánaða uppsögn 6,5-7,5 Sparisjóðirnir Tékkareikningar, almennir 1 Allir Sértékkareikningar 4-7 Landsbanki VlSITÖLUBUNDNIR REIKNINGAR 6 mánaða uppsögn 3-3,75 Sparisjóðirnir 1 5-24 mánaða 7-7,75 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisbundnir reikningar í SDR 6,5-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsbanki ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Visitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-4 Búnaðarbanki Óverðtryggð kjör, hreyfðir 8-11 Landsbanki SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innan tlmabils) Vísitölubundnir reikningar 4-8 Landsbanki Gengisbundir reikningar 4-8 Landsbanki BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki Óverðtryggð kjör 15-16 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 3,75-4,1 Sparisjóðirnir Sterlingspund 8,25-8,8 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-7,8 Sparisjóðirnir Danskar krónur 7,75-8 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst ÚTLAN óverðtryggð Almennir víxlar (forvextir) 17,5-21 Sparisjóðirnir Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf 18-22 Sparisjóðirnir Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 21 -24 Sparisjóðirnir ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ Skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki afurðalAn islenskar krónur 17.5-21,25 Sparisjóðirnir SDR 9-9,5 Islandsbanki, Landsbanki Bandaríkjadalir 7,25-8,0 Sparisjóðirnir Sterlingspund 12-12,75 Landsbanki Þýsk mörk 11 Allir Húsnæðíslán 4,9 RB Lifeyrissjóöslán 5-9 Dráttarvextir 30.0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf september 21,6 Verðtryggð lán september 10,0 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala október 31 94 stig Lánskjaravísitala september 31 85 stig Byggingavísitala október 598 stig Byggingavísitala október 187 stig Framfærsluvísitala september 1 58,1 stig Húsaleiguvísitala 1,9% hækkun 1. október VERDBRÉFASJÓDIR HLUTABRÉF Gengi bréfa veröbréfasjóöa Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 5,947 Sjóvá-Almennar hf. 6,10 6,40 Einingabréf 2 3,175 Ármannsfell hf. 2,33 2,45 Einingabréf 3 3,904 Eimskip 5,70 5,95 Skammtimabréf 1,984 Flugleiðir 2,05 2,25 Kjarabréf 5,566 Hampiðjan 1,80 1,90 Markbréf 2,984 Haraldur Böðvarsson 2,95 3,1.0 Tekjubréf 2,110 Hlutabréfasjóður VlB 1,01 1,06 Skyndibréf 1,732 Hlutabréfasjóðurinn 1,64 1,72 Sjóðsbréf 1 2,849 Islandsbanki hf. 1,66 1,74 Sjóðsbréf 2 1,929 Eignfél. Alþýðub. 1,68 1,76 Sjóðsbréf 3 1,970 Eignfél. Iðnaðarb. 2,45 2,55 Sjóðsbréf 4 1,726 Eignfél. Verslb. 1,75 1,83 Sjóðsbréf 5 1,178 Grandi hf. 2,75 2,85 Vaxtarbréf 2,0078 Olíufélagið hf. 5,10 5,40 Valbréf 1,8822 Olís 2,05 2,15 islandsbréf 1,242 ^ Skeljungur hf. 5,65 5,95 Fjórðungsbréf 1,147 Skagstrendingur hf. 4,80 5,05 Þingbréf 1.239 Sæplast 7,33 7,65 Öndvegisbréf 1.221 Tollvörugeymslan hf. 1,04 1,09 Sýslubréf 1,259 Útgerðarfélag Ak. 4,70 4,90 Reiðubréf 1,207 Fjárfestingarfélagið 1,35 1,42 Almenni hlutabréfasj. 1,12 1,17 Auðlindarbréf 1,03 1,08 Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Síldarvinnslan, Neskaup. 3.23 3,40 ’ Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.