Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991. Fréttir________________________________________ Ríkisstjómin vinnur að endanlegum stjómarsáttmála: Þremur uppköst- um þegar haf nað - deilt um landbúnaö, kvótaleigu, bármagnsskatt og eignarrétt á náttúruauðlindunum Innan ríkisstjórnarinnar er nú unnið að gerð endanlegs stjórnar- sáttmála. Meðal stjórnarliöa gengur sáttmálinn undir nafninu Hvíta bók- in. Stefnt er að því að gera sáttmál- ann opinberan í tengslum við stefnu- ræðu Davíðs Oddssonar forsætisráð- herra á Alþingi. Hún verður flutt á fimmtudaginn kemur. Samkvæmt heimildum DV hafa þegar komið fram minnst þrjú upp- köst að sáttmálanum en þeim öllum verið hafnað að hluta af formönnum flokkanna. Ágreiningurinn nú mun einkum standa um kröfu alþýðu- flokksmanna um að hálendi landsins og auðlindir verði skilgreind með lögum sem almannaeign. Á það hafa sjálfstæðismenn ekki fallist. Einnig er um það deilt hvernig standa eigi að sölu og einkavæðingu á ríkisfyrirtækjum. í núverandi drögum að stjórnarsáttmála er um það talað að breyta Búnaðarbankan- um, Síldarverksmiðjum ríkisins, Sementsverksmiðjunni og Áburðar- verksmiðjunni í hlutafélög sem síðar verði seld. Þá er ætlunin að selja Gutenberg og hlut ríkisins í Ferða- skrifstofu ríkisins. Til tals hefur einnig komið að breyta og einkavæða að hluta Póst og síma og Rafmagns- veitur ríkisins. Vilji sjálfstæðis- manna er að skipa sölunefnd er hafi umsjón með einkavæðingunni en vilji krata er að þriggja manna ráð- herranefnd taki þetta að sér. í drögunum kemur fram sá vilji ríkisstjórnarinnar að skattar á fyrir- tækjum lækki og þeir samræmdir við það sem tíðkast í nágrannaríkjunum. Á sviði húsnæðismála er um það tal- að að styrkja húsbréfakerfið í sessi og treysta Byggingasjóö verka- manna. Á sviði menntamála er um það talað að færa stúdentsprófið nið- ur í skólakerfinu með skipulags- breytingum þannig að nemendur ljúki því um 18 ára aldur. Þá er stefnt að því að stytta háskólanámið. Þeim möguleika er haldið opnum að hægt verði að einkavæða hluta af starf- semi Ríkisútvarpsins. í kaflanum um dómsmál er sér- staklega að því vikið að á kjörtíma- bilinu verði ráðist í og lokiö við að byggja nýtt hús fyrir Landhelgis- gæsluna á Reykjavíkurflugvelli. í kaflanum um landbúnaðarmál er tekið fram að ríkisstjórnin sé bundin af þeim búvörusamningi sem Stein- grímur J. Sigfússon geröi við bændur í vor og því lýst yfir að ríkisstjórnin muni vinna eftir honum. í kaflanum um sjávarútvegsmál er ekki vikið orði að því að tekinn verði upp auð- lindaskattur. A sviði samgöngumála er því lýst yfir að lagningu bundins slitlags á hringveginum veröi hraöað og að starfsemi Skipaútgerðar ríkis- ins verði tekin til endurskoðunar. Samkvæmt heimildum DV mun stjórnarsáttmálinn ekki verða lagður fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokks fyrr en frá honum hefur verið gengið, enda hafi Davíð Oddsson fengið um- boð til að ljúka þessari vinnu. Innan Alþýðuflokks er hins vegar um það talað að fjalla verði um endanleg drög að stjórnarsáttmaála í þing- flokki og flokksstjórn áður frá þeim verði gengið. Ástæðan mun einkum vera megn óánægja með að ekki sé talað um kvótaleigu eða róttækar breytingar á sviði landbúnaðarmáfa. Þá finnst mörgum óeðlilegt að ekki skuli stefnt að upptöku á hátekju- skatti og fjármagnsskatti. -kaa Náttúruvemdarráö: Kísilgúrtöku úrMývatni verðihætt Náttúruverndarráð, sem nú hefur skilaði áliti sínu um áhrif kísilnáms á iífríki Mývatns, legg- ur til að ekki verði leyft að hefja kísilnám utan Ytriflóa en starfs- leyfi Kísilverksmiðjunnar er bundið við hann til áramóta. Ráðiö.telur að set, sem hefur að geyma undirstöðuþætti í fæðukeðju tegundanna í og við vatnið, hafi hætt að berast í Syðriflóa eftir að kisilnám hófst. Ráðið leggur til að námuvinnsla verði takmörkuð við þau svæði í Ytriflóa sem eru innan marka núgildandinámaleyfis. -ingo Snjókomaá Vestfjörðum Mikiö hvassviðri og snjókoma trufluöu samgöngur á Vestfjörð- um í gær og voru vegir sums stað- ar ófærir vegna snjóa. Ófært var um Hrafnseyrar- heiði, Dynjandisheiði, Gilsfjörð og Klettsháls, en um miðjan dag í gær var 9-15 sm jafnfallinn snjór á Isafirði en hætti þó aö snjóa undir kvöld. Breiðadals- og Botnsheiði voru opnaðar í gær en vegurinn um Djúp og Steingrímsfjarðarheiði var aðeins fær jeppum og stórum bílum. -ingo Halldór Asgrimsson, fyrrum sjávarútvegsráðherra, var i fararbroddi framsóknarmanna og stórgræddi á aö sleppa ræktun smárra laxa. í sigursveit Framsóknarflokksins voru: Halldór Ásgrimsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Valgerður Sverrisdóttir. DV-mynd GVA Stjornunarkeppni þingflokkanna: Framsókn ræktaði stórlaxa „Framsóknarmenn tóku nokkra áhættu i keppninni því þeir lögðu alla áherslu á aðra vöruna af tveimur sem þeir áttu að framleiða. Þeir ein- faldlega slepptu öðrum stærðar- flokknum af laxinum, þeim smáa sem reyndist óarðbær, og framleiddu einungis stórlaxa," segir Karl Jó- hannesson, formaður Samnorrænu stjórnunarkeppninnar. Það eru viðskiptafræðinemar í Há- skóla íslands sem standa að keppn- inni og hafa mörg íslensk fyrirtæki tekiö þátt í henni á undanförnum árum. Til að kynna keppnina fengu viðskiptafræðinemarnir þingmenn til að reka fiskeldisfyrirtæki í eitt ár. Framsóknarmenn sigruðu eins og fram kom í DV í gær. Frá Framsóknarflokknum voru þau Halldór Ásgrímsson, Jóhannes Geir Sigurgeirsson og Valgerður Sverrisdóttir. Frá Sjálfstæðisflokknum voru Kjartan Gunnarsson, Lára Margrét Ragnarsdóttir og Árni Johnsen. Frá Alþýðuflokki voru Ólína Þof varðardóttir, Ragnheiður Davíðs- dóttir og Valgerður Gunnarsdóttir Schram. Frá Kvennalistanum voru þrjár Kristínar, þær Kristín Ástgeirsdóttir, Kristín Sigurðardóttir og Kristín Einarsdóttir. Þingflokkur Alþýðu- bandalagsins mætti ekki. Öll lentu liðin í andstreymi í rekstr- inum. Þannig fóru kvennalistakoniír á mis við stórgróða er þær lækkuðu verð á laxinum í þann mund sem eftirspurnip var að aukast. Það þýddi að skömmu síðar, þegar eftirspurnin var í hámarki, gátu þær ekki annað henni. Þar fóru þær á mis við hagn- að. Það vakti athygli að stjórnarflokk- arnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðuflokkur, voru nánast með sama hagnað af rekstrinum. Höfðu sumir á °rði á eftir keppnina að nú væru stjórnarliðarnir orðnir einum of samrýndir. _jgH Reikningurinn færður yfir á þá sem minna mega sín - segir Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ „Það er ekki að sja að um mikinn niðurskurð sé að ræða í rekstrarút- gjöldum. Þaö er fyrst og fremst verið að færa reikninginn tíl, yfir á nemendur, sjúklinga og aðra sem minna mega sín. Ennþá mun verða halli á ríkissjóði. Þar sem dregið er úr gerist það með aðgerðum sem munu auka ójöfnuð. “ Þetta sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ um fjárlagafrumvarpið. Ásmundur sagöist minna á að nú væri við lýði takmarkalaus útgáfa húsbréfa þannig að peningamark- aðurinn yrði afar þröngur á kom- andi ári ef ekkert yröi frekar gert í því efni. „Ég hef bent á það áður að hvaö brýnast sé að ná niður vöxtum eigi ekki að halda atvinnu- lífinu í herkví áfram. Til þess þarf að ganga fram í sambandi viö hús- bréfin, takmarka hámarkslán, tak- marka aðgang efnafólks að þeim og svo framvegis." Hann sagði að mikiö hefði verið rætt um skólagjöld og gjöld fyrir heilbrigðisþjónustu. „Auk þess má nefna að það er mjög ólík meðferð- in á ríkisábyrgð á launum og ríkis- ábyrgð á lánum til fyrirtækja. Hin fyrmefnda á að lækka úr 548 millj- ónum í 100 milljónir, eöa um 81,8%. Hin síðarnefnda á aö endurspegla vaxandi greiðsluerfiðleika í fyrir- tækjarekstri og hækka úr 300 millj- ónum í 550, eða um 83,3 prósent. Þetta er talandi tákn um aö félags- legt kerfi fjármagnsins er metið meira en félagslegt öryggi fólks.“ Ásmundur sagði aö ekki væri að sjá að gera ætti stór átök í sam- bandi við ýmsa þætti í tekjuskatts- kerfinu, eins og til dæmis mögu- leika fyrirtækja á að nýta sér upp- safnað tap annarra fyrirtækja. „Mér skilst til dæmis að uppsafnað tap frystihússins a Stokkseyn se nærri 270 milljónir sem myndu þá nýtast til frádráttar hjá þeim aðila sem það keypti. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að draga úr endurgreiðslum á virð- isaukaskatti á nautakjöti, svína- kjöti og alifuglum og halda óbreytt- um niðurgreiðslum á mjólk til dæmis. Það er gert ráð fýrir að hækka vexti á félagslegum íbúðum og að byggingar og kaup slíkra íbúða veröi 500-800 á árinu þrátt fyrir aö nefnd, sem ráðherrann skipaði, hafi nýlega metið það svo að þaö þurfi 1000 íbúðir á ári. í öllu verölagsaðhaldinu er þaö athyglisvert að Verðlagsstofnun á að fækka starfsmönnum um fimm og styrkurinn til Neytendasamtak- anna lækkar um nær 60 prósent." -JSS Fj árlagafrumvarpið 1992: Flramlög til landbúnaðar hækka í ftárlagafrumvarpi Friðriks Sop- hussonar er gert ráö fyrir að útgjöld til landbúnaöarmála verði um 10,5 milljarðar. Framlög til landbúnaöar- ráðuneytisins sjálfs verða tæplega 5,7 milljarðar en að auki er gert ráð fyrir að viðskiptaráöuneytið setji tæplega 4,6 milljarða í niöurgreiðslur á landbúnaðarvörum. Samanborið við það fjárlagafrum- varp sem Ólafur Ragnar Grímsson lagði fram fyrir ári hækka bein út- gjöld ríkissjóðs til landbúnaðarmála um 690 milljónir að raunvirði. Niður- greiðslur lækka um 911 milljónir en útgjöld til þeirra málaflokka sem falla undir landbúnaðarráðuneytið hækka um ríflega 1,3 milljaröa. Samanborið við gildandi tjárlög hækka bein framlög ríkissjóðs til landbúnaðarmála um 604 milljónir að raunvirði. Niðurgreiðslur lækka um 641 milljón en framlög til land- búnaöarráðuneytisins hækka um 1.245 milljónir. Þess má geta að í fjárlagafrumvarp- inu er gert ráð að samanlagður spamaður ríkissjóðs vegna minni þátttöku í lyfja- og tannlæknakostn- aði verði á áttunda hundrað milljón- ir. Segja má að sá spamaður gangi Fjárlagafrumvarp '92 — raunbreyting miðað við 1991 - 690 milljónir Landbúnaðarmál með niðurgreiðslum 268 milljónir Tannlæknakostn. 504 milljónir Lyfjakostnaður að stærstum hluta til að mæta út- gj aldaaukningunni á sviði landbún- aðarmála. _kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.