Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 5. OKTÖBER 1991. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91 >27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Þeir lugu sig inn á þjóðina Ef ríkisstjórn svokallaörar einkavæðingar yröi við völd í 46 ár, yrði að þeim tíma liðnum ekkert eftir á íslandi nema opinberi geirinn. Er þá gert ráð fyrir, að hlutur ríkissjóðs belgist út á hverju ári í stíl við það, sem hann á að gera samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi. Þetta frumvarp er skýrt dæmi um, að stjórnmála- flokkarnir og stjórnmálamennirnir eru nokkurn veginn alveg eins, þótt þeir séu alltaf að auglýsa, að þeir séu öðruvísi en hinir. Allir stækka þeir hlut ríkisins af þjóð- arkökunni í heild og styðja þannig miðstýringarstefnu. Ríkisstjórnin hefur ekki treyst sér til að mæta fjár- lagahallanum með niðurskurði útgjaldaáætlana, þegar á heildina er htið. Hún framleiðir í þess stað þjónustu- gjöld, sem hún segir, að séu ekki skattar, en fela í sér sömu aukningu á tekjum ríkisins og skattar hefðu gert. Orðaleikir úármálaráðherra fá ekki dulið, að hann er að auka hlutdeild ríkisins á kostnað annarra þátta þjóðarbúsins, svo sem atvinnulífs og heimila. Hann er að auka hlutdeild ríkisins í kökunni úr tæpum 29% í 30%, nákvæmlega í stíl fyrrverandi fjármálaráðherra. Þegar harðnar í ári, neyðast fyrirtæki og heimili til að spara, svo að þau fari ekki á hausinn. Ríkisvaldið virðist ófært um að herða sultarólina með sama hætti, jafnvel þótt svokallaðir einkavæðingarmenn séu við völd. Ríkið er orðið að óviðráðanlegu náttúruafli. Þetta birtist í nýju, fjárlagafrumvarpi sem framhald á hallarekstn ríkisins, þrátt fyrir aukna úárheimtu í formi svonefndra þjónustugjalda. Skýrar getur einka- væðing og fijálshyggja ekki orðið gjaldþrota. Hraðar getur stefna nýrrar ríkisstjórnar ekki orðið gjaldþrota. Ofan á allt þetta getuleysi stendur ríkisstjórnin fyrir alvarlegum tilfærslum innan báknsins. Þetta eru til- færslur frá velferðarkerfi heimilanna til velferðarkerfis landbúnaðarins. í frumvarpinu eru milljarðar fluttir frá sjúklingum, barnafólki og skólafólki til kúa og kinda. Ríkisstjórnin mun reyna að verja mikla og óvenjulega útþenslu landbúnaðarútgjalda sem einstakt tilfelli, er sé hður í endurskipulagningu og verði bara þetta eina ár. Slíka markleysu höfum við heyrt hundrað sinnum áður, þegar talað er um álögur, sem séu tímabundnar. Við stöndum andspænis því, að verðmætabrennsla í hefðbundnum landbúnaði heldur áfram að vaxa, hvort sem Framsóknarflokkurinn er í ríkisstjórn eða ekki, alveg eins og ríkisgeirinn í heild heldur áfram að vaxa, hvort sem Alþýðubandalagið er í stjórn eða ekki. Þetta stafar af, að ríkisstjórnina skipa miðstýringar- menn, öðru nafni framsóknarkommar, sem eru að því leyti hættulegri en Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson að þeir villa á sér heimildir, telja kjós- endum trú um, að þeir hafi annað og þveröfugt í hyggju. Blekkingar hafa löngum verið hornsteinn íslenzkra stjórnmála, en fátítt er, að ríkisstjórn hafi logið sig inn á þjóðina með jafn grófum hætti og þessi ríkisstjórn, sem upphaflega var orðuð við frjálshyggju og einkavæðingu. Ef kjósendur kyngja henni, munu þeir kyngja öllu. í sínu fyrsta fjárlagafrumvarpi hefur þessi ríkisstjórn miðstýringarmanna sameinað framhald á hallarekstri ríkisins; aukna Qárheimtu á hendur almenningi og at- vinnuhfi; og aukinn hraða í tilfærslunni úr veherðar- kerfi heimilanna til velferðarkerfis landbúnaðarins. Ríkisstjórnarstefna frumvarpsins leiðir til ófriðar á vinnumarkaði, síðan til verðbólgu, næst til gengisfryst- ingar og loks til hruns. Þjóðin hefur ekki ráð á henni. Jónas Kristjánsson Bush slær flugnagrúa í einu höggi Beöiö er formlegs svars Sovét- stjómarinnar við ræöu George Bush Bandaríkjaforseta fyrir viku þar sem hann boðaði stórfellda fækkun skammdrægra kjama- vopna Bandaríkjanna víöa um heim, á lar.di og sjó, en bauð Sovét- mönnum viðræður um önnur atr- iði kjarnavopnabúnaðar. Ber þar hæst algera útrýmingu eldflauga sem skjóta má heimsálfa á milli og geta borið marga kjarnaodda, allt upp í á annan tug, sem miða má hverjum á sitt skotmark. Ljóst er af undirtektum til þessa að svar Sovétstjórnarinnar verður jákvætt en jafnframt hyggst hún leggja sitt til máls, sér í íagi árétta tillögu sína um stöðvun tilrauna með kjarnavopn. Af því hlytist að kjarnavopnakapphlaupinu væri lokið. Komið er á daginn að tillögur Bush hafa verið í smíðum frá því fyrstu dagana eftir valdaránstil- raunina í Moskvu á ágúst. Einnig er orðið ljóst að þær hafa marg- þættan pólitískan og hernaðarleg- an tilgang, á alþjóðavettvangi, gagnvart Sovétríkjunum, í sam- skiptum Bandaríkjanna við banda- menn sína í Evrópu og Asíu og ekki síst varðandi stjórnmálastöð- una í Bandaríkjunum sjálfum. Bandaríkjaforseti hefur með ákvöröunum sínum og tillögum tekið frumkvæði á viðkvæmasta sviði alþjóðamála, því sem varðar tilveru eða endalok heilla þjóða og jafnvel mannlegs félags á jörðinni. Tekið er nýtt og stórt skref frá of- vopnavæðingunni, sem fært hefur risaveldunum í kjarnavopnavæð- ingu eyðingarmátt sem gerir þeim fært að þurrka hvort annaö marg- sinnis út. Og því sem nú er á döf- inni má koma í framkvæmd á tveim eða þrem misserum þar sem þaö tók níu ár að ná saman um START-samninginn um fækkun langdrægra kjarnavopna á landi sem ekki hefur enn komið til af- greiðslu á Bandaríkjaþingi. Ákveðið var að Bandaríkjastjórn tæki málið upp á þessum grund- velh einmitt þegar óvissuástand haíði komið upp í Sovétríkjunum í kjölfar valdaránstilraunarinnar, meðal annars um endanleg yfirráð yfir kjarnavopnabúri þeirra. Lang- dræg sovésk kjarnavopn eru í fjór- um lýðveldum og skammdræg í enn fleirum, til skamms tíma að minnsta kosti. Með frumkvæði sinu knýr Bush á um að Sovétmenn geri upp hug sinn um varðveislu og framtíð þessa vopnabúrs og býð- ur þeim gagnkvæmni um að eyða skammdrægu vopnunum, sem mest hætta er á lent gætu í höndum óhlutvandra í innanlandsátökum eða jafnvel borist á alþjóðlegan vopnasmyglsmarkað. / Innan NATO, sérstaklega í Þýskalandi, hefur farið vaxandi urgur yfir nærveru kjarnavopna, einkum bandarískra, sem geta eins ðg nú er komið ekki dregiö nema til næstu nágrannalanda og jafnvel ekki út úr Þýskalandi sjálfu. Bush hefur í einu vetfangi sópað þessu áhyggjuefni af borðinu og er aö sjálfsögðu um leið að reyna að búa í haginn fyrir framgang banda- rískra áforma um að endurnýja eldflaugar í bandarískum árásar- flugvélum í NATO-stöðvum, þann- ig að langdrægni þeirra aukist til muna. í Austur-Asíu býst stjórn Suður- Kóreu til að lýsa landið kjarna- vopnalaust svæði um leið og þaðan Magnús Torfi Ólafsson eru fjarlægð bandarísk kjamá- vopn. Japanir þurfa ekki lengur að óttast uppþot og deilur vegna komu bandarískra herskipa í hafnir, eftir að fyrir liggur að þar eru ekki leng- ur kjarnavopn um borð. Mergurinn málsins í öllu þessu fyrir Bush er þó staða hermála á bandarískum stjórnmálavettvangi. Andstöðuflokkur hans, demó- kratar, hefur meirihluta í báðum þingdeildum, og hann hefur búið sig undir að reifa á nýhöfnu þingi tillögur um niðurskurð á vígbún- aöarkostnaði við hvarf sovésku ógnarinnar. Sparnaði þar vilja þeir verja til að ráða bót á bandarískum þjóðfélagsmeinum í gloppóttri heilsugæslu, niðurníddu fræðslu- kerfi stórborganna og úr sér gengn- um samgöngumannvirkjum, svo eitthvað sé nefnt. Bush hefur nú orðið fyrri til. Hann kemur fram með afvopnun- artillögur sem kveöur að. Hann leggur til að hætta við vopnakerfi í undirbúningi eins og færanlegar, langdrægar eldflaugar af gerðun- um MX og Midgetman. í staðinn væntir hann að geta haldið heild- arniðurskurði fjárveitinga til her- mála niðri svo hann nemi ekki fjórðungi fyrr en eftir sex ár. Sömu- leiðis ætlast hann til að haldið verði áfram þróun og smíði B-2 sprengju- flugvélarinnar, sem á að vera hul- inn radar, og undirbúningi að vamarkerfi við langfleygum eld- flaugum, stjörnustríðsáætluninni. Til að greiða götu þess áforms óskar Bush eftir viðræðum viö Sov- étríkin um breytingar á sáttmálun- um um strangar hömlur á gagneld- flaugakerfum. Þar verður vafa- laust þungt fyrir fæti þvi Sovét- menn hafa engin efni á að leggja út á þá braut-fyrir sitt leyti. Sömu- leiðis eru önnur ríki í NATO flest algerlega mótfallin stjörnustríðsá- ætluninni. Fram til þessa hafa allar tilraunir til að taka niður og eyðileggja var- hugaverðustu kjarnavopnin, lang- drægar fjöloddaflaugar, strandað á ójafnvægi risaveldanna í þessum vopnabúnaði. Sovétmenn hafa sín- ar á landi en Bandaríkjamenn aöal- lega í kafbátum. Þessi vopn þykja hin líklegustu til að raska ógnar- jafnvægi á hættutímum, vegna þess hvílíkum usla þau geta valdið og því væri freistandi fyrir and- stæðing að reyna að eyða þeim með skyndiárás. Nú halda bandarísk blöð því fram að í tilboði Bush felist að ræða allan þennan vopnabúnað jafnt í sjó og á landi viö Sovétmenn. í þá átt bendir að hann hefur þegar ákveð- ið að fjarlægja úr öllum herskipum flugskeyti af gerðinni Tomahawk sem voru mikið bitbein í síðustu afvopnunarviðræðum þegar Bandaríkjastjórn neitaði með öllu að ræða þau eins og annan kjarna- vopnabúnað flotans. Margt á því eftir að skýrast. En það er tímanna tákn þegar jafn- íhaldssamt blað og Frankfurter Allgemeine Zeitung kemst að þeirri niðurstöðu að hugmynd Gorba- tsjovs um kjarnavopnalausan heim árið 2000 og hugmynd Bush um nýja heimsskipan séu báðar í sókn. „Margt af því sem virtist ómögulegt er nú innan seilingar," segir blaðið. Nafnféllniður í síðasta þætti féll niður nafn fræðimannsins sem til var vitnað um að meðferðin á útgáfu Dauða- hafsritanna væri „argasta fræða- hneyksh aldarinnar". Hann heitir Geza Vermes og rit hans, The Dead Sea Scrolls, kom út hjá S.C.M. Press í London. Magnús Torfi Ólafsson George Bush Bandarikjaforseti, t.h., ásamt Buddy Ftoemer, frambjóð- anda repúblikana til fylkisstjóra i Louisiana, á framboðsfundi. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.