Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991. 59 Fyrirmyndarfaðir: Frænka Claire flytur inntil Huxtable Þegar þáttarööin um Fyrirmynd- arfóður hefst aö nýju á næstunni hjá sjónvarpinu hefur nýr fjöl- skyldumeölimur bæst í hópinn. Þaö er Pam, frænka Claire, sem leikin er af Eriku Alexander. Hlut- verk hennar var búið til þar sem Vanessa veröur við háskólanám og kemur aðeins stöku sinnum við sögu í þáttunum. Pam, sem kemur úr fremur fátæklegu umhverfi, flytur til Huxtablefjölskyldunnar þegar amma hennar í Kalifomíu veikist og móðir hennar fer þangað til að hjúkra henni. Koma Pam verður til þess að Huxtablefjöl- skyldan sér ýmislegt í nýju ljósi. Auk þessarar breytingar á þátt- unum um Fyrirmyndarföður hefur nýjum handritahöfundum verið bætt í hópinn, þremur konum. Bill Cosby kveðst þeirrar skoðunar að með því að láta konur skrifa hand- rit muni ýmis atriði taka mið af sjónarmiðum kvenna og þættirnir um leið verða betri. Huxtablefjölskyldan mun eins og áöur takast á við ýmis hversdagleg vandamál eins og til dæmis það að Rrdy, yngsta dóttirin, hafði búist við að fá herbergi Vanessu þegar hún væri farin í háskóla þar sem þaö er stærra en hennar eigið. Van- essa, sem líkir Pam við Lizu Doo- little í My fair Lady, bendir Rudy hins vegar á nauðsyn þess að vera góð við Pam. Erika Alexander, sem leikið hafði í nokkrum sjónvarpsmyndum þeg- ar henni bauðst hlutverk í Fyrir- myndarfóður, segist hafa fengið ýmis góð ráð hjá Cosby. Pam ætti aö vera opin, heiöarleg og klár. Pam þykir Huxtablefjölskyldan eiga fullt af ónauðsynlegum hlut- um og reynir að verða ekki háð umhverfinu því hún veit ekki hversu lengi hún muni dveljast hjá frænku sinni og fjölskyldu hennar. Erika segist hins vegar vera komin á fimm ára samning svo að það hljómar ekki eins og hún sé á fór- um. Afmæli Jens Elías Jóensen Jens Elias Jóensen netagerðarmað- ur, Eyjahrauni 37, Þorlákshöfn, verður áttatíu ára á morgun. Starfsferill Jens fæddist í Viðareiði í Færeyj- um og ólst þar upp. Hann lauk prófi frá stýrimannaskólanum í Þórshöfn og stundaði síðan sjómennsku í þrjátíuogsexár. Þegar hann hætti sjómennsku tók hann próf í netaiðn og vann sem netagerðarmaður í þrjátíu ár. Fjölskylda Jens kvæntist 11.12.1939 Hönnu Jóensen, f. 20.1.1915, húsmóður. Þau eiga fjögur böm. Þau eru: Anna Friðbjörg, f. 6.9.1940, kennari búsett í Þorlákshöfn, gift Boga Leifi Sigurðssyni og eiga þau þrjú böm; Jenný, £3.11.1943, sjúkraliði í Nor- egi, gift Óla Áma Vilhjálmssyni og eiga þau þrjú börn; Daníel, f. 5.1. 1947, sjúkraþjálfari í Noregi, kvænt- Jens Elías Jóensen. ur Evu Jóensen og eiga þau þrjú börn; og Ruth Dyresen, f. 25.9.1951, sjúkraþjálfari og kennari í Noregi, gift Arve Dyresen og eiga þau þrjú börn. Jens verður að heiman á afmælis- daginn. í nýrri þáttaröð um Fyrirmyndarföður flytur Pam, frænka Claire, til Huxtablefjölskyldunnar. Áskriftar- sími 62-60-10 Kr. 425 Skop......................................... 2 Uppáhaldsfuglinn .......................... 3 AfbrÝöisemí ............................■••• 8 Baristviðbanvænan faraldur .................. 13 Friðmælstvið indiána......................... 19 Hvað gerir karlinn kynþokkafulian? ......... 25 Sigrast á minnimáttarkcnndinní ............. 31 Afhverju roðnar maður? .................... 36 Hóndin leiðir flest i Ijós ................. 39 Hugsun i orðum ............................. 44 Minnisverðasta manneskjan................... 46 Geturðu stiíit skap þítt? .................. 51 Fangi þagnarínnar .......................... 55 Einbirní.................................... 89 VerndarengiilWhitworths..................... 67 Fokið niður afMcKinieYQaili ................ 73 Ennvexhróðuraspíríns ....................... 79 Hjálpað tii að standast þrýstingjafnaidranna. 84 Hindurvitni um hnerra ...................... 89 Morðánummerkja ............................. 91 15 ráð tíí að sýnast rikur..................105 FramsýnínábakviðPatriot ....................108 Torfi á Klúkum og Sveinn faðir hans ........114 Æðahnútar ..................................122 Ég sé kraft guðs......................... 128 Fiórens - borg fortíðarinnar i nútimanum ...131 Breytist fólk víð hjónaband? ............. 137 Haftð auga með nýja bíistjóranum ...........143 Lausn á krosstölugátu ......................150 Hvi þurfa þeir að þjást? ...................151 Krosstöiugátan..............................156 Ertu þjófheldur ferðamaður? ................157 5. HEFTI - 50. ÁR - SEPTEMBER - OKTÓBER

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.