Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991. Aukning kaupmáttar étin upp Við launþegum blasir minnkun kaupmáttar launa á næsta ári sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Kaupmáttur hefur aukizt nú í ár. Þessi aukning verður svo étin upp á næsta ári. Forystumenn launþega sætta sig illa við þetta að vonum. Þeir ham- ast nú við að lýsa því yfir. Margir þeirra tala eins og þetta sé vondri ríkisstjórn að kenna. Það sé firna- illur fjármálaráðherra, sem tali um, að samið verði um „núll- hækkun launa“. Reynslan hefur hins vegar verið sú, að ekki hefur dugað að semja um kauphækkanir, sem ekki eiga sér stoð í efnahagn- um. Við samningaborðið ná menn kannski að knýja fram svo og svo mikla launahækkun. En eins og nú hefur staðan oft verið sú, að fram- leiðslan hefur ekki aukizt að sama skapi, sem sé það hefur ekki verið „hagvöxtur“ til að bera slíkar launahækkanir. Þá hefur verið tómt mál að knýja fram viðbótar- hækkanir. Verðbólgan hefur bara etið hækkanimar upp. Niður um þrjú prósent Þjóðarsáttarsamningarnir hafa ráðið mestu um þróun launa og kaupmáttar undanfarin tvö ár. í samningunum var gert ráð fyrir, að kaupmáttur launa yrði 1,5 pró- sent lakari á árinu 1990 en við byrj- un samningstímans. Svo var reikn- aö með, að kaupmátturinn þokaðist heldur upp á við í ár, þannig að nú, við lok samningstímans, yrði kaup- mátturinn svipaður og hann var í upphafi samningstímans. Þetta hefur gengið eftir, og gott betur, aö sögn Þjóðhagsstofnunar. Þannig hefur kaupmáttur dag- vinnulauna ríkisstarfsmanna farið tveimur prósentustigum fram úr forsendum þjóðarsáttarinnar. Menn standa sem sé betur en hug- myndin hafði veriö að þeir gerðu. Hið sama virðist gilda um launþega yfirleitt. Miklu um þetta veldur svo launaskrið, hækkanir kaups um- fram kjarasamninga. Kaupmáttur launa verður í ár að meðaltali tveimhr prósentum meiri en hann var í.fyrra. En þetta er skammgóður vermir. Þjóðhagsstofnun segir, að á næsta ári sé fyrirsjáanlegt, að kaupmáttur minnki vegna al- menns samdráttar í efnahagslífmu og minnkandi þjóðartekna. í for- sendum fjárlagafrumvarpsins er gengið út frá því, að kaupmáttur launa verði að meðaltali um tveim- ur prósentum minni á næsta ári en hann er í ár. Þjóðhagsstofnun segir okkur einnig, að tekjur okkar eftir greiðslu skatta minnki meira en þetta, eða um þrjú prósent. Við þær upplýsingar stofnunarinnar má bæta, að DV skýrði í gær frá því, að skattamet yrði sett á næsta ári. Friðrik Sophusson íjármála- ráðherra slær met Ólafs Ragnars Grímssonar, þegar taldir eru sam- an skattaniir og álögunum öllum ekki sleppt. Ráðherrarnir vilja fyr- ir hvern mun láta líta svo út sem skattar hækki ekki. Þeir tala um aukna „kostnaðarþátttökú" fólks, sem sé álögurnar, „sértekjurnar", skuh ekki reiknaðar með. En þetta er allt orðaleikur. Þegar við veltum fyrir okkur, hver afkoma fólks verði á komandi ári, skiptir okkur engu, hvort eitthvað kallast skattur eða „kostnaðarþátttaka". Afkoma almennings í landinu verður ekk- ert betri, þótt við segjum fólki, að það verði látið greiða vegna þátt- töku í kostnaði eða hvort við köll- um það skattahækkanir. Útkoman verður sú, að kaupmáttur launa minnkar á næsta ári, og kaupmátt- ur „ráðstöfunartekna" eftir skatta dregst heldur meira saman en kaupmáttur launa, eða um þrjú prósent að mati Þjóðhagsstofnun- ar. Áþriðjaþúsund atvinnulausir Erfiðleikamir í efnahagslífmu á næsta ári koma fram í lakara at- vmnuástandi og samdrætti í at- vinnu. Þegar atvinna minnkar, verða miklu minni líkur á launa- skriði, kauphækkunum umfram kjarasamninga eins og augljóst er. Við megum vissulega búast við vaxandi „atvinnuleysi“. Slíkt at- vinnuleysi hefur ekki verið mikið hér á landi. Vissulega er sárt að ganga atvinnulaus fyrir þá, sem í því lenda. En atvinnuleysið nú í ár er talið verða undir 1,5 prósentum. í þjóðhagsáætlun er spáð, að at- vinnuleysið geti farið í rúmlega tvö prósent af vinnuafli á næsta ári. Þjóðhagsstofnun segir, að það sam- dráttarskeið, sem gengið hefur yfir íslenzkt efnahagslíf að undan- fömu, hafi komið fram í auknu at- vinnuleysi, bæði vegna minnkandi umsvifa og erfiðleika í ýmsum at- vinnugreinum. Þetta sést bezt á því, að meðalfjöldi atvinnulausra var um og yfir tvö þúsund manns í hverjum mánuði á árunum 1989 og 1990 samanborið við 700-800 manns næstu ár þar á undan. Því virðist svo sem töluvert yfir tvö þúsund manns muni ganga at- vinnulaus á næsta ári. En vel að merkja verður þetta samt ekki ógn- vænleg tala. Víða tala færir hag- fræðingar um, að þrjú prósent at- vinnuleysi sé nokkuð „normalt". Alltaf era einhveijir atvinnulausir, meðan þeir eru að skipta um vinnu. Alltaf eru einhveijir, eins og hér er, sem vilja ekki vinna við það, sem fæst. Komið hefur fram, að Laugardags- pistillinn Haukur Helgason aðstoðarritstjóri ekki era allir atvinnulausir íslend- ingar reiðubúnir til að vinna í fiski. Loks er erfitt aö komast alveg hjá einhveiju staðbundnu atvinnu- leysi. Hér á landi háttar svo til, að á mörkunum er, hvort sum pláss landsins geti tahzt byggileg, þegar grannt er skoðað. Við lesum stöð- ugt um mikinn vanda í ákveðnum þorpum úti á landsbyggðinni. Þá má spyrja, hvort við eigum nóg af aurum til að greiða slíkum byggð- arlögum gjafafé til að halda þeim gangandi, þegar illa árar eins og nú. Vel má vera, aö svo mikið sé leggjandi upp úr því að halda þess- um stöðum í byggð, en þó þarf að segja, að slíkt kostar skattborgar- ana mikið. Spumingin um, hvort við höfum efni á þessu, vaknar auðvitað einkum, þegar að sverfur í efnahagsmálum. Spyija má: Er þaö „lúxus“ að halda Kópaskeri í byggð? Fólkinu, sem þar býr, mun ekki finnast það. Tíu og hálft prósent tekjutap Nú eru það nýjustu tölur um samdráttinn á næsta ári, sem eyðir kaupmættinum. Þjóðhagsstofnun segir, að á næsta ári séu horfur á því, að framleiðslan í landinu drag- ist saman um 1,5 prósent. Þetta verður fyrst og fremst vegna sam- dráttar í afla en einnig vegna erfiö- leika í öðrum útflutningsgreinum. Þó er Þjóðhagsstofnun enn að reikna með byggingu álvers. Und- irbúningsframkvæmdir vegna ál- vers eiga að lyfta framleiðslunni í lok næsta árs, kannski um eitt pró- sent á árinu. Framleiðslan er tahn aukast um hálft prósent nú í ár. Samdráttarskeið hefur gengið yfir síðan 1988. Frá 1987, þegar vel gekk, hafa þjóðartekjurnar minnkað um heil sjö prósent að raungildi. Þegar samdráttur á næsta ári er tekinn meö, verða tekjur þjóðarinnar orðnar 10,5 prósent minni en þær vora 1987, í lok næsta árs. Þetta er ömurleg staða. Við stærðum okkur lengi af því að vera með tekjuhæstu þjóðum. En nú virðist sem margar sambærilegar þjóðir hafi verið að bæta lífskjör sín um fimmtán prósent eða meira, meðan við hröpum og hröpum. Þótt margt í spá Þjóðhagsstofn- unar sé dökkt, er ógerningur að segja, að hún máh horfurnar of dökkum litum. Hún gerir til dæmis aðeins ráð fyrir þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári. Sú spá er ólíkleg. Ekki er reiknað með kaup- hækkunum. Við lifum sífeht um efni fram. Slíkt gerist um þjóðina í heild og mörg einstök okkar. Við höfum aha tíð verið að auka útgjöld okkar, „þjóðarútgjöldin", á þessu sam- dráttarskeiði. Skýringin á auknum viðskiptahaha við útlönd er fyrst og fremst stóraukinn innflutning- ur, sérstaklega almennur vöruinn- flutningur. Viðskiptahallinn hefur næstum því þrefaldazt á síðustu tveimur árum og veröur líklega 13,7 mhljarðar króna í ár. Ef ekki dregur mikið úr innflutningi nú í árslok, gæti viðskiptahallinn hæg- lega orðið meiri. Ráðherrar afneita gengisfellingu eins og allir ráðherr- ar gera jafnan. En gengið hlýtur að teljast í hættu, þegar viðskipta- hallinn, og innflutningurinn, er orðinn svona mikih. Með gengis- lækkun mundi verð á innfluttum vörum hækka og með því draga úr innflutningi. Reiknað er með, að ástandið versni, og viðskiptahall- inn við útlönd komist upp í 17 mihj- arða króna á næsta ári. Ömurleg skulda- staða þjóðarinnar Núverandi ríkisstjórn reiknar þó í fjárlagafrumvarpinu með því, að þörf ríkisins fyrir lánsfé fari minnkandi. Sök fyrrverandi stjórnar var ekki sízt að sphla lánsfjármarkaðinum. Erlend lán þurftu að koma th í ríkishítina, gagnstætt öllum loforðum þeirrar stjómar. Nýjar erlendar lántökur þjóðarbúsins eru í ár taldar verða 33,5 mihjarðar króna. Árið 1992 er hins vegar gert ráð fyrir, að nýjar erlendar lántökur veri minni en í ár, eða tæplega 28 milljarðar króna. Skuldastaða íslendinga versnar. Hlutfall skulda af framleiðslunni hækkar úr 48,5 prósentum á þessu ári upp í 52 prósent á næsta ári. Ástæða er, að á sama tíma og fram- leiðslan minnkar, eykst viðskipta- hallinn gagnvart útlöndum, og skuldaklafi þjóðarinnar herðist. Þetta er dökkt ástand. Sam- kvæmt Þjóðhagsstofnun virðist ht- ið að gera nema bíða eftir- álveri. Þegar þar að kemur, á hagvöxtur- inn að fara í gang eftir fimm ára samdráttarskeið. Ríkisstjórnin virðist enn sem komið er htið geta aðhafzt gegn vandanum, nema að láta landsmenn borga reikningana, sem safnazt hafa fyrir. Þetta er gert með auknum álögum á landsmenn. Ekki er unnt að mæla með stefnu, sem lætur skattana hækka, á sama tíma og framleiðsla og atvinna dragast saman. DV-mynd GVA Alþingismenn þurfa að fást við áframhaldandi stöðnun í efnahagslifinu á næsta ári -fimmta árið í röð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.