Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 10
LAÚGARftAGUR 5. OKTÓÖER 1991. 10 Myndbönd Tónlist og ást BERLIN BLUES Útgefandi: Háskótabíó. Leikstjóri: Ricardo Franco. Aðalhlutverk: Julia Migenes og Keith Baxter. Bresk/þýsk 1989- sýningartimi 101 mín. Leyfð fyrir alia aldurshópa. Julia Migenes, sem söng titilhlut- verkið í Carmen á móti Placido Dómingo í nýlegri kvikmynd, hefur greinilega söðlað um og er hér í hlutverki dægurlagasöngkonu sem syngur á næturklubbnum Berlin Blues. Hún hefur heillað ungan og efnilegan píanóleikara sem leikur klassíska tónlist og hefur hann leikið undir hjá henni ásamt því að leika með sinfóníuhljómsveit. Kennari hans og hljómsveitarstjór- inn hefur áhyggjur af þessu sam- bandi en þegar hann hittir hina fögru söngkonu fellur hann einnig kylliflatur fyrir henni. Juha Migenes er glæsileg kona en varla svo að tveir snillingar kolfalli fyrir henni á þann hátt sem greint er frá í myndinni. Aftur á móti er hún ágæt leikkona og mik- il söngkona og bjargar því sem bjargað verður í þessari þunglama- legu kvikmynd. Neðansjávargrín GOING UNDER Útgefandl: Steinar hf. Leikstjóri: Mark W. Travis. Aðalhlutverk: Bill Pullman, Wendy Schall og Ned Beatty. Bandarisk, 1991 -sýningartimi77mín. í kjölfarið á Naked Gun hafa fylgt nokkrar gamanmyndir þar sem fáránleikinn er allsráðandi og er Going under ein slík. Fjallar mynd- in um það þegar safnað er saman mestu ónytjungum sem eru í sjó- hernum og þeir látnir um borð í kjarnorkukafbát sem ætlunin er að sökkvi með áhöfn einhvers staðar á hafi úti. Ástæðan er að þeir sem byggðu kafbátinn hafa ekki staðið við gerða samninga. Að ganga frá honum er samt erfiðar en ætlað var því að þrátt fyrir'að fleiri klaufar hafi varla veriö um borö í einu skipi tekst þeim ávallt að stýra kafbátnum upp á yfirborðið. Eins og í svo mörgum kvikmynd- um, sem byggöar eru á farsakennd- um söguþræði, þá eru nokkur atr- iði sem má hlæja aö en eftir hálf- tíma fer brosið að stirðna og er maður þeirri stundu fegnastur þeg- ar myndinni lýkur. Spilling og græðgi THE BONEFIRE OF THE VANITIES Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Brian de Palma. Aóalhlutverk: Tom Hanks, Bruce Willis, Melanie Griffith og Morgan Freeman. Bandarísk, 1990 - sýningartími 120 min. Leyfð öllum aldurshópum. Sjálfsagt hefur engin kvikmynda Brians de Palma fengið jafnslæma útreið og Bonefire of the Vanities og er þá af nokkru að taka. Aftur á móti hafa þeir sem verstum orð- um hafa farið um myndina verið harðir aðdáendur skáldsögu Toms Wolfe en sú saga er af mörgum tal- in með mestu ádeilubókmennta- verkum síðari ára. Þeir sem ekki hafa lesið bókina eiga bágt með að skilja þessa gagn- rýni enda er The Bonefire of the Vanities hin boðlegasta í flesta staði. Brian De Palma hefur gert sjálfstætt kvikmyndaverk sem vel stenst samanburð við margar betri mynda hans. Það er helst að maður hafi það sterkt á tilfinningunni að Tom Hanks sé alls ekki rétti mað- urinn til að leika viðskiptatröllið Sherman McCoy sem verður fórn- arlamb eigin græðgi, spillts kerfis og óvandaörar blaðamennsku. The Bonefire of the Vanities er skörp ádeila á þá sem lifa á kerfrnu en um leið er myndin skemmtileg á að horfa og leikstjórn De Palma hin markvissasta, þótt hér sé vissu- lega ekki um neitt meistaraverk að ræða og sjálfsagt er það rétt að myndin þolir ekki samanburð við bókina. Aðalpersónurnar eru þrjár. Sher- man McCoy (Tom Hanks) telur sig vera að komast á tind viðskiptalífs- ins en röng beygja á síðkvöldi gerir Þegar allt er á niðurleið hjá Sherman McCoy (Tom Hanks) heldur eigin- kona hans veislu og þegar McCoy hótar að drepa sig taka veislugestir það sem brandara. þær áætlanir að engu. Hann keyrir á svartan ungling og framagosar í hópi svertingja notfæra sér þetta slys til að hamra á borgarstjóran- um sem ákveður að sá sem keyrði skuli fyrir rétti ákærður fyrir manndráp. Peter Fallow (Bruce Wilhs) er blaðamaðurinn sem kemst að því hver átti bílinn sem drap svertingj- ann. Hann er á hraðri niðurleið en réttir heldur betur úr kútnum á kostnað McCoy um leið og drykkj- an ágerist. DV-myiidbandalistirin Melanie Gritfith ieikur aðalhlutverkið í Pacitic Heights og The Bone- fire of the Vanities, tveimur efstu myndunum á myndbandalistanum. Á myndinnl er hún hlutverki húseigandans í Pacifíc Heights. 1 (1) Pacific Heights 2 (7) The Bonefire of the Vanifies 3 (2) Look Who’s Talking too 4 (4) Postcards from the Edge 5 (3) The Rookie 6 (6) Bittu mig, elskaðu míg 7 (■) Repossessed 8 (5) Magnús 9 (9) Going under 10 (10) Pump up the Volume 11 (18) Rocky 5 12 (•) Eve of Ðestruction 13 (13) Deadly Surveilance 14 (11) Reversal of Fortune 15 (15) Delta Force 2 ★★★ Kraftaverk eða lækning AWAKENINGS Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Penny Marshall. Aðalhlutverk: Robert De Niro, Robin Williams, John Heard og Max Von Sydow. Bandarísk, 1990-sýningartimi 116 mín. Leyfð fyrir alla sýningarhópa. Enn einu sinni sannar Robert de Niro hversu magnaður leikari hann er þegar hann fær bitastæð hlutverk til að fást við. í hinni ágætu kvikmynd, Awakenings, leikur hann á allar tiifmningar mannsins í hlutverki sjúklings sem hefur legið í andlegu dái áratugum saman en „vaknar“ til lífsins þegar hann fær nýtt lyf. Robin Wilham er einnig mjög góður í hlutverki læknisins sem heldur að hann sé að koma tO rann- sóknarstarfa á geðsjúkrahúsi en fær í staðinn til meðferðar hóp af sjúklingum sem eru allir á sama stigi og De Niro. Læknirinn gerir tilraunir með Rnw-Rl DtNlllO ■ ROBIN WllilAMS Thcre Ls r«< sucíf ihm>; as a ssímpk' míracie. AWKENINGS. nýtt lyf sem á endanum vekur þessa sjúklinga til lífsins og allir eru á því að lækning þessi sé kraftaverk, en spumingin er hvaða aukaverkanir lyfið hefur eða hvort það verkar þegar til lengdar lætur? Awakenings er sannkölluð kvik- myndveisla fyrir þá sem hafa unun af góðum leik og má segja að hvergi sé veikur hlekkur í röðum þeirra, en leikararnir lúta samt stjóm hæfs leikstjóra sem er Penny Mars- hall, fyrrverandi sjónvarpsleik- kona, sem sló í gegn sem leikstjóri þegar hún leikstýrði Tom Hanks í Big. Marshall hefði ekki getað valið sér ólíkara verkefni en Awaken- ings sem sína næstu kvikmynd. Hún hefur gert góða hluti og verður gaman að fylgjast meö henni í framtíðinni. The Awakenings er dramatísk kvikmynd en þó er langt frá því að hún sé jafndramatísk og söguþráð- urinn gefur til kynna. Það er' oft slegið á létta strengi. Fyrst og fremst er The Awakenings mann- leg kvikmynd sem verður öllum eftirminnileg sem á hana horfa. -HK Maria Ruskin (Melanie Grifílth) er hjákona McCoy sem keyrði bíl- inn þegar slysið varð. Hún er eign- gjörn og það síðasta sem hún myndi gera er að hjálpa elskhuga sínum. Atburðarásin í Bonefire of Van- ities er hröð og sviðsetning stund- um glæsileg og mögnuð. En þótt ádeilan hefði kannski mátt vera skarpari hefði það sjálfsagt komið niður á skemmtanagildi myndar- innar. -HK ★ % mM Norris í ham DELTA FORCE 2 Útgefandl: Háskólabíó. Lelkstjóri: Aaron Norris. Aöalhlutverk: Chuck Norris, John P. Ryan og Richard Jaeckel. Bandarisk, 1990 - sýningartimi 106 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Fyrir nokkrum árum lék Chuck Norris í spennumyndinni Delta Force. Hún hafði það fram yfír aðr- ar kvikmyndir Norris að meira var lagt í hana en hefðbundna Norris- mynd og þekktir leikarar á borð við Lee Marvin, Shelley Winters og George Kennedy fengnir til að lífga upp á staðnaða handritsgerð. Útkoman var sæmilegasta afþrey- ing en ekki varð samt um neina metaðsóknarmynd að ræða og því hefur Norris hjakkað í sama farinu hingað til. Deltá Force 2, sem fylgir í kjölfar- ið, er eins og fyrri myndin hin sæmilegasta skemmtun þótt mun minna sé kostað til. Þeir sem hafa séð eina mynmd með Chuck Norris vita að hverju þeir ganga. Hér á hann í höggi við eiturlyfjasmyglara og hefur að sjálfsögðu betur í lokin þótt við ofurefli sé að etja. Atburða- rásin er hröð og Chuck Norris sýn- ir ávallt sitt besta þegar hann þarf ekki að opna munninn og tjá sig. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.