Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 4
4
1 'LÁlÍGÍítíÓÁtíURÍ’ 'ÖkWfiÉR 1991.
Fréttir
Vigdís skoöar hinn forna keltneska kross við Monasterboice.
DV-simamynd Brynjar Gauti
Forseti írlands, frú Mary Robinson:
Forsetarnir eiga
margt sameiginlegt
- heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til írlands lokiö
Heimsókn Vigdísar Finnbogadótt-
ur, forseta íslands, til írlands, sem
lauk í gær, þótti takast í alla staði
mjög vel. Forseti írlands, frú Mary
Robinson, sagði að hún og Vigdís
ættu margt sameiginlegt og heföu
þær rætt saman um mörg áhugaverð
málefni.
Vigdís fór með þyrlu að Boyne-dal
í gærmorgun þar sem ýmsir staðir
voru skoðaðir. Fyrst var haldið að
fimm þúsund ára grafhýsi við New-
grange. Þar var heldur kalt og hvasst
en skyggni gott og landslagið mjög
fagurt yflr að líta. Þvi næst var ekið
að grafhýsi við Knowth þar sem fom-
leifauppgröftur var skoðaður. Þaðan
var ekið a8 kirkjugarði frá víkinga-
öld í Monasterboice. Þar gat meðal
annars aö líta forpan og mjög áhuga-
verðan keltneskan kross.
í hádeginu í gær bauð Vigdís for-
seti til málsverðar til heiöurs írsku
forsetahjónunum í Berkeley Court
Hotel. Síðdegis var bókasafnið
Marsh’s Library skoðað en þar eru
meðal annars fomar íslenskar bæk-
ur. Við svo búiö var haldið að forseta-
bústaönum í Dyflinni. Þar lauk þess-
ari þriggja daga forsetaheimsókn
formlega með hersýningu. Flogið var
heim til íslands undir kvöld í gær.
-OTT/BG
Þaö voru ekki margir sem bjuggust viö þvi fyrir keppnina aö íslenska
landsliðlö kæmist i átta liða úrslit og þvi síður aö þaö yrði efst i sinum riðli.
DV-mynd GVA
íslendingamir sem bíöa fangelsisvistar í Bangkok:
Við fölsuðum
marga tékka
- reyndu milljóna skuldabréfasvik áöur en þeir fóru úr landi
Útlit er fyrir að ákvörðun verði
tekin í dag um þaö hvort íslending-
arnir þrír sem eru enn á hóteli í
Bangkok verði framseldir til tæ-
lensku lcgreglunnar og settir í
fangelsi vegna 120 þúsund króna
hótelreiknings sem þeir eiga ekki
fyrir. SAS hefur ógilt farmiða
mannanna til íslands þar sem hann
var svikinn út með falsaðri ávísun
úr stolnu tékkhefti.
Þremenningamir voru búnir aö
svíkja mikinn fjölda fólks á íslandi
áður en þeir skrifuðu út falska 246
þúsund króna ávísun fyrir farinu
til Tælands. Heftinu stálu þeir af
konu á Akureyri. Þeir heita Kristj-
án Pálsson, 47 ára, Siguröur Þórð-
arson, 34 ára, og Sigurður Einars-
son, 53 ára. Þeir eru allir af Norður-
landi.
Fölsuðu skuldabréf
upp á 2 milljónir
Mennimir fólsuðu einnig skulda-
bréf upp á tvær milljónir króna
skömmu áður en þeir héldu til
Tælands. Ætluöu þeir að kaupa
jörð af bónda á Norðurlandi. Menn-
irnir fölsuðu nöfn á tvö skuldabréf
upp á 500 þúsund og aíhentu bónd-
anum upp í kaupin. Seljandinn
krafðist þess hins vegar að fá einn-
ig greitt í reiðufé. Var þá tekiö til
bragös að reyna að selja tvö 500
þúsund króna bréf í banka með
fölsuðum nöfnum. Þessi svik kom-
ust upp i tæka tíð og ekkert varð
af kaupunum.
Með ávísun úr stolna tékkhéftinu
frá kónunni á Akureyri tókst þre-
menningunum einnig að svíkja út
myndbandstökuvél úr verslun, að
andviröi 150 þúsund krónur - auk
drykkjarfanga og fleiri hluta, aðal-
lega á bömm í Reykjavík. Eins og
fram hefur komið í DV ákváðu ís-
lensk stjórnvöld í vikunni að greiða
hvorki fyrir farmiða mannanna til
íslands aftur né heldur fyrir hótel-
reikning þeirra. í Bangkok.
DV tók símaviðtal við tvo af
mönnunum í gær þegar þeir vom
að bíða þess hver örlög þeirra yrðu
á hótelinu í Bangkok. Fangelsisvist
í vægast sagt óvistlegu tælensku
fangelsi var yfirvofandi.
Vitum ekki hvernig
við fengum ávísanaheftið!
"Það var Kristján Pálsson sem
kom í símann fyrst. Hann sagðist
telja að félagi sinn, Sigurður Þórö-
arson, hefði átt umrætt ávísana-
hefti.
- En nú er heftið frá konu á Akur-
eyri?
„Ég held að drengurinn hafi -átt
þetta ávísanahefti. Það má annars
vel vera að konan hafi átt það. Ég
hef nú alveg nóg með mitt vanda-
mál þó ég fari ekki aö athuga með
meira.“
- Fóruð þið ekki allir saman til aö
kaupa farmiöana?
„Jú, en ég ætlaði að fá lán í bank-
anum en tókst það ekki. Svo sagð-
ist hann vera búinn að kaupa mið-
ana til Tælands svo ég ákvað að
skella mér bara með,“ sagði Kristj-
án.
- Ræðismaðurinn segir ykkur hafa
orðið peningalausa á þriðja degi?
„íýej, það voru nú flmm dagar."
- Hve lengi ætluðuð þið að vera í
Tælandi?
„Við ætluðum að vera í mánuð.“
- Hvernig ætluðuð þið að vera í
einn mánuö svona peningalitlir?
„Maður athugar ekki alltaf hvað
maður eyðir miklu á dag þó það sé
ódýrt að lifa hérna. Ég var náttúr-
lega ekki búinn að spyrjast fyrir
um hvað hinir voru með mikið með
sér.“
- Hvaðan er ávísanaheftið sem
fölsku tékkarnir voru úr?
„Ja, nú veit ég ekki."
Þetta voru margir
tékkar, maður
Þegar þarna var komiö í samtal-
inu kallaði Kristján á Sigurö Þórð-
arson. Sigurður var spuröur hvort
það hefði verið hann sem útfyllti
falska tékkann fyrir farmiðunum:
„Hvaða tékka? Ja, þeir voru nú
margir, maður. Þetta var allt rugl.“
- Þetta er stolið hefti frá konu á
Akureyri?
„Ja, nú veit ég ekki.“
- Þið hljótið að vita hvernig þið
fenguð heftið?
„Eg fékk það bara í Reykjavík.
Ég bara man ekki hvernig."
- Hver hringdi í starfsmann ferða-
skrifstofunnar og bað hann um að
taka miðana til fyrir ykkur rétt
fyrir lokun á föstudegi?
„Það var Sigurður Einarsson."
- Hvernig lítið þið á þetta ástand
þegar fangelsisvist er yflrvofandi.
„Ástandið er slæmt. Við fáum
ekki að hringja heim til að athuga
hvort við náum peningum út.“
- Eigið þið einhverja peninga?
„Nei, ekki krónu. Það er helst að
athuga hvort örorkubæturnar
hans Kristjáns eru komnar. Svo
átti ég að fá peninga fyrir rafsuðu-
vél sem ég seldi.“
- Hvernig liður ykkur gagnvart
þeim sem átti stolna ávísanaheftið?
„Manni líður ekkert ofsalega vel
núna. Ég hef ekki hugmynd um
hver þessi kona er.“
- Hver veit það þá?
„Ég hef ekki hugmynd um þaö.“
- Fór heftiö þá baraeinhvern veg-
inn upp í hendurnar á ykkur?
„Það hefur sennilega verið á bar.
Ég veit ekki hve marga tékka við
skrifuðum út en það var hér og þar
á börum í Reykjavík."
- Þið skuldið að minnsta kosti um
hálfa milljón króna. Hvernig ætlið
þið að borga þaö?
„Við verðum að vinna fyrir því.
Það er ekki lengi gert fyrir þrjá
menn,“ sagði Sigurður.
Enginn af þremenningunum
sækir vinnu á íslandi. Sigurður
Þórðarson sagði að þremenning-
arnir hefðu „flækst um“ í Reykja-
vík áður en þeir fóru til Tælands.
Þeir hafa því ekkert fast húsnæði.
Mennirnir hafa allir aíbrotaferil
að baki og hafa svikiö og stolið frá
tugum manna. -ÓTT
HM í bridge í Y okohama:
Island var greinilega
óskaland Pólverians
Fyrri hlúta heimsmeistaramótsins
í Yokohama í Japan er nú lokið.
Riðlakeppninni lauk á föstudag og
við tekur útsláttarkeppni átta þjóða.
íslenska sveitin náði þeim glæsilega
árangri að vinna sinn riðil með ör-
yggi en Evrópumeistarar Breta urðu
að láta sér lynda annað sæti riðilsins.
ísland skoraði 254 % stig í riðlinum
sem gerir 18,16 stig í leik aö meðal-
tali. Lokastaðan í riðlinum varð
þannig að ísland fékk 254 '/., Bret-
land 241, Argentína 217 '/«, Bandarík-
in 213 '/>, Ástralía 194 '/«, Venesúela
189, Egyptaland 175 og gestgjafamir
Japanir ráku lestina með 171 stig.
Heimsmeistarar Brasilíumanna
unnu nauman sigur í hinum riöli
keppninnar. Lokastaðan varð þannig
að Brasilía fékk 254, Svíþjóð 253, Pól-
land 244, Bandaríkin II 223, Hong
Kong 210, Kanada 185, Pakistan
160 2A og Surinam endaði í neðsta
sæti riðilsins með 119 stig. Fjórar
efstu sveitimar í hvomm riðli
tryggðu sér rétt til spilamennsku í
útsláttarkeppninni.
Efsta sveitin úr öðmm riölinum
mætir sveitinni í fjóröa sæti úr hin-
um riðlinum, sveit númer tvö mætir
númer þrjú í hinum og svo framveg-
is. í átta sveita úrslitum mætast því
ísland og Bandaríkin II, Bretland og
Pólland, Argentína og Sviþjóð og
Brasilíumenn og Bandaríkin I. Spil-
aðir eru 96 spila leikir í átta liða úr-
slitum og sömuleiðis í undanúrslit-
um. Það tekur einn og hálfan dag að
spila 96 spil. Leikirnir í átta sveita
úrslitum heíjast í dag og lýkur um
miðjan dag á morgun, sunnudag, að
japönskum tíma.
Það vakti hneyksli margra í síðustu
umferð riðlakeppninnar aö einn
pólsku spílaranna (Zymanowski)
reyndi hvað hann gat að tapa leikn-
um gegn liöi Bandarikjanna n. Hann
óskaöi greinilega eftir því að verða
númer 4 í sínum riðli og spila við
íslendinga en ekki Breta í fyrsta leik
útsláttarkeppninnar. Pólland vann
samt sem áöur sigur í leiknum, 21-9.
og Pólveijar lenda því á móti Bret-
um.
íslenska liðið hefur sýnt mikinn
stöðugleika í spilamennskunni.
Stærsta tap íslands í riðlakeppninni
var 10-20 gegn Bretum. Islenska
landsliðið tapaði einum öörum leik,
11-19, gegn Egyptum, gerði þrjú jafn-
tefli en vann níu leiki. Sá árangur
sýnir mikinn stöðugleika og gefur
góðai vonir um framhaldið.
Miðað við úrslit riðlakeppninnar
er íslenska liðið sigurstranglegra en
það bandaríska í leik liðanna en fyr-
ir upphaf keppninnar hefðu Banda-
ríkjamennirnir verið taldir eiga
meiri möguleika. Það er í raun
ómögulegt að spá í úrslit keppninnar
því allar þjóðirnar, sem komust
áfram, gætu orðið heimsmeistarar,
svo sterkar eru þær á pappírunum-
Hið óvænta er að ísland skuli vera
þarámeöal. -ÍS