Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 7
LAUGAKlMííUR 5. .OKTÓBRR 1991. Fréttir Ólafsfjöröur: 75áravíg$luaf- mælis kirkjunn- arminnst Helgi Jónssott, DV, Ólafefirði: Þess var minnst í Ólafsfirði fyr- ir stúttu að 75 ár voru liðin frá vígslu Ólafsfjarðarkirkju. Helgi- stund var í Kviabekkjarkirkju Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, sem heimsótti Ólafs- firðínga af þessu tilefni, predikaði og þjónaði fyrir altari í messu i ÓlaEsfjarðarkirkju eftir hádegi. Með biskupnum i fór voru kona hans, frú Ebba Sigurðardóttir, og séra Birgir Snæbjörnsson, pró- fastur á Akureyri. Jón Þorsteins- son, óperusöngvari í Amsterdam, söng ásamt Kirkjukór Ólafsflarð- ar. Að messu lokinni var kaffisam- sæti í félagsheimilinu Tjarnar- borg. Þar voru ávörp flutt. Kirkjukórinn söng og Jón Þor- steinsson söng einsöng. Tillögur að nýrri Ólafsfjarðarkirkju voru til sýnis. Arkitektinn, Fanney Hauksdóttir, kynnti þær. Fjöl- menni var við þessar athafmr. Af tilefni afmælisins gaf Ólafs- fjarðarkirkja út hljómplötu. Á henni syngur Jón Þorsteinsson 16 sálma við undirleik Harðar Áskelssonar, organista í Hali- grímskirkju. Biskup Islands hefur ekki kom- ið til Ólafsfjarðar síðan Sigur- björn Einarsson, þáverandi bisk- up, vísiteraði hér árið 1965. Engin lögregla áSkagaströnd ÞórhaHur Ásmunds., DV, Norðl.: Það kom fram á fundi hrepps- nefndar Höfðahrepps í vikunni að embætti sýslumanns og lög- reglu hefði ekkert húsnæði og að sérstakt starf lögregluþjóns á Skagaströnd hefði verið lagt nið- ur. Hreppsnefndarmenn lýstu óánægju sinni með þessa stöðu mála. Sú hugmynd kom fram á fundinum að húsnæði mætti finna í félagsheimilinu. ÍSLANDSBANKA GÓÐIR VEXTIR OG VASAPENINGAR! Þú nýtur góbrar ávöxtunar á Sparileib 2 og getur samib um reglubundinn vasapening. Komdu í klúbbinn! líkar vel og ætlar að vera í tjaldinu eins lengi og hann getur „Þetta er nú eiginlega bara ævin- týramennska hjá mér. Ég er búinn að búa í tjaldi frá því í apríl og er búinn að vera hér við Rauðavatn í tvær vikur. Fólk sem gengur hér framhjá hefur komið og spurt mig hvort ekki sé allt í lagi. Mönnum þykir þetta kannski hálfskrýtið," sagði Reykvíkingurinn Björgvin Hólm þegar DV-menn tóku hann tali hjá tjaldi sínu við Rauðavatn í gær. Það verður að teljast einsdæmi að íslendingur skuli búa í tjaldi, að minnsta kosti þegar langt er komiö fram á haust og vetur að ganga í garð. Björgvin varð íslandsmeistari í fjölþrautum og á glæstan íþróttafer- il að baki. Hann þótti einnig góður kylfingur á árum áður. Björgvin seg- ist hafa tjaldað á ýmsum stöðum í nágrenni Reykjavíkur, meðal annars við Lögberg. Hann var í vinnu hjá Granda í Örfirisey í sumar en hefur tekið sér sumarfrí síðustu tvo mán- uði. „Ég hef það mjög gott hérna og fer í sund til að komast í hreinlætisað- stöðu. Á kvöldin fer ég að horfa á heinísbikarmótið í skák og ferðast alltaf um á hjólinu mínu. Ég ætla að byrja að vinna bráðlega aftur en ég gæti hæglega verið í fríi hálft árið því það er svo ódýrt að framfleyta sér svona - þara kostnaður við mat. Ég ætla að reyna að vera eins lengi í tjaldinu og hægt er. Mér hefur alla- vega ekki verið kalt á nóttunni. Sennilega var erfiðasta nóttin hjá mér núna í nótt. Þá lak aðeins inn í tjaldiö hjá mér. Annars er þetta mjög góður útbúnaður," sagði hann. Björgvin sagðist hafa tjaldað á ýmsum stöðum fyrir utan Reykjavík. Á tímabili tjaldaði'hann á ákveðnum reit viö Öskjuhlíð sem hann fann og líkaði vel. „En af því að ég er Reyk- víkingur þá má ég ekki vera á tjald- Björgvin Hólm með reiðhjólið við tjaldið. svæðum í borginni. Ég hef nú samt gert þaö. Ég þóttist þara vera frá Akureyri," sagði Björgvin og kímdi. Hann hjólaði hringinn í kringum landið í sumar og var einn mánuð í þeirri ferð. Þetta var í annað skiptið sem hann fór hringveginn á reið- hjóli. í fyrra skiptið fór hann rang- sælis en fór öfugan hring í sumar. Hann gistí að sjálfsögðu í tjaldinu: „í lok ferðarinnar langaði mig til að athuga hvað ég kæmist hratt yfir og náði að fara frá Djúpavogi til Reykjavíkur í tveimur áföngum. Ég fór því um 300 kílómetra vegalengd hvom dag,“ sagði Björgvin. Hann DV-mynd GVA sagðist ekki búa í tjaldi vegna þess að hann væri í húsnæðisvandræö- um. „Ég get alveg komist í húsaskjól ef ég þarf á að halda,“ sagði hann. -ÓTT Björgvin Hólm sem býr í tjaldi við Rauðavatn og ferðast um á reiðhjóli: Eg er búinn að búa í tjaldinu frá því í aprfl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.