Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991. 41 Sviðsljós Scarlett O'Hara í sviðsljósid á ný - framhald bókarinnar Á hverfanda hveli komið út Frægasta kvikmynd allra tíma var gerö eftir bókinni Á hverfanda hveli eftir bandarísku blaðakon- una Margaret Mitchell. í aöalhlut- verkum voru Vivian Leigh og Clark Cable. Nú er seinni hluti bókarinnar kominn út og menn eru þegar farnir að velta því fyrir sér hverjir muni leika Scarlett O’Hara og Rhett Butler þegar gerð verður ný kvikmynd. Það hafa líklega einnig veriö margir sem veltu því fyrir sér hvort Scarlett fengi nú loks Rhett, sem hafnaði henni í lok fyrri bókarinn- ar þvi langar biðraðir mynduðust við bókaverslanir í Bandaríkjun- um þegar seinni bókin kom á markað fyrir viku. Fyrir þá sem ekki þekkja þessa frægu ástarsögu er rétt að geta þess að hún fjallar um viðburöaríkt líf Suðurríkjastúlkunnar Scarlett O’Hara á tímum styrjaldarinnar milli Suður- og Norðurríkja Banda- ríkjanna. Scarlett verður fyrir miklum vonbrigðum þegar hefðar- maðurinn Ashiey endurgeldur ekki tilfinningar hennar og kvæn- ist annarri. Scarlett finnur ástina að nýju þegar hún kynnist ævin- týramanninum Rhett Butler. í lok bókarinnar yfirgefur hann hana en höfundur lætur Scarlett segja að hún ætli sér að vinna hug hans aftur. Það komi nýr dagur á morg- un. Vildi ekki skrifa framhald Margaret Mitchell, höfundur bókarinnar Á hverfandi hveli, var 26 ára er hún skrifaði fyrstu kafla bókarinnar. Hún byijaði reyndar á til að stela því. Til að ná sem best frásagnarstíl Mitchells kveðst Alexandra Ripley hafa lesið bókina Á hverfanda hveli fjórum sinnum og handskrifað upp úr henni nokkur hundruö síður. Ripley segist hafa gert sér grein fyrir því að sumir aðdáendur fyrri bókarinnar myndu verða ævareið- ir við tilhugsunina um að skrifað yrði framhald. Hún kveðst meira að segja hafa heyrt að stofnaður hafi verið klúbbur þeirra sem ekki ætla að lesa framhaldið. En fyrir þá sem ekki ætla að ganga í þann klúbb væri það ef til vill synd aö greina meira frá söguþræðinum en svo að Scarlett verður barnshaf- andi og fer í heimsókn til írlands sem faöir hennar var ættaður frá. Ný kvikmynd Menn spyrja sig nú að því hverjir hafl útlit og hæfileika til að feta í fótspor Clark Gables og Vivien Leigh í hlutverkum Rhetts og Scar- lett þegar seinni bókin verður kvik- mynduö. Fyrir nokkrum árum voru Jane Seymour og Tom Selleck nefnd. Selleck þykir nú orðinn of gamall fyrir hlutverkið en Jane Seymour þykir enn koma til greina. í sömu andrá nefna menn nú Richard Gere. Ýmsir hafa bent á að það sé draumur Stefaníu Mónakóprinsessu að fá að leika i kvikmynd í Hollywood eins og móðir hennar. Julia Roberts og Sherilyn Fenn, sem lék Audrey í Twin Peaks, þykja einnig koma til greina í hlutverk Scarlett. Og í hlutverk Rhetts er ennfremur bent á Patrick Swayze, Mel Gibson og Kevin Kostner. Julia Roberts. Patrick Swayze. Clark Gable og Vivien Leigh gerðu Rhett Butler og Scarlett O’Hara ódauðleg. sögulokunum og upphafið skrifaði hún ekki fyrr en hún var orðin 36 ára. Sagt er að hún hafi skrifað suma kaflana allt að sjötíu sinnum og undrar því engan að verkiö skuh hafa tekið tíu ár. Bókin var gefin út 1936 og seldist í 29 mihjónum eintaka og var þýdd á 27 tungumál. Þremur árum seinna var gerð kvikmynd eftir bókinni með Vivien Leigh og Clark Gable í aðalhlutverkunum. Mynd- in hlaut tíu óskarsverðlaun. Þrátt fyrir að bókin hafi náð met- sölu neitaði Margaret Mitchell að skrifa framhald af henni. Hún lést í bílslysi á fimmta áratugnum. Erfingjar hennar, tveir frændur, neituðu alltaf að láta skrifa fram- hald á ástarsögu Scarlett og Rhetts. En til að fá sem mest út úr arfi sín- um þurftu þeir að ákveða sig fyrir árið 2011 áður en réttur þeirra til að ákveða um útgáfu nýrrar bókar rynni út. Alexandra Ripley, sem hefur skrifað nokkrar Suðurríkjaskáld- sögur, er höfúndur seinni bókar- Alexandra Ripley, höfundur seinni hluta bókarinnar A hverfanda hveli. innar sem komin er á markað og heitir Scarlett. Það er reyndar ekki fyrsta framhaldið sem hefur verið skrifað því fyrir fimmtán árum skrifaði Anne Edwards, höfundur ævisögu Leighs, framhald sem átti að vera grundvöllur kvikmyndar sem gerð væri af Universal Pictur- es og MGM. Samningur kvikmynd- arisanna fór út um þúfur og hand- ritið var aldrei birt þvi útgáfurétt- urinn tengdist sýningu myndar- ínnar. Mikill áhugi Nú, 55 árum eftir útgáfu ástarsög- unnar frægu, er kannski loksins komið að því að menn fái að vita hvort Scarlett fær Rhett að lokum. Mikill áhugi hefur veriö fyrir hand- ritinu og prentsmiðja í Englandi þurfti að hafa menn á vakt allan sólarhringinn eftir fjórir tilraunir Jane Seymour. Richard Gere.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.