Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 13
LAU,GARDAGUR 5. OKT.ÓIjER 1991, , 13 Vísnaþáttur Islenskan er orða- frjósöm móðir Lengi var það metnaður góðra rithöfunda, menntamanna, sjálf- lærðra ritara, útvarpsmanna og allra þjóna tungunnar, að vanda mjög mál sitt og framsetningu í rit- uðu og töluðu formi. Og máttu fæstir vamm sitt vita í þeim efnum. Margir gerðu til sín þá kröfu að þeir skyldu margrita það sem tald- ist tii fagurra bókmennta, hvort sem þýtt var eða frumsamið. Hér á landi hefur hreintungustefna verið allsráðandi allt fram undir miðjan aldur þeirra sem nú eru að leggja frá sér pennann í elh eða við dauða. Þetta hefur verið mikið samvisku- og alvörumál. En allir vita að æskumenn, all- margir, hafa hér gert greinilega uppreisn. Nú þykir stórum hópum, ekki síst langskólafólks, óþarft, jafnvel skaðlegt, að sýna þá smá- munasemi vegna málnotkunar sem sjálfsögð þótti löngum áður. Nú heyrum við þjóðkunnugt fólk tafsa og segja hérna, ekki aðeins einu sinni í stuttri málsgrein, heldur grípa oft til þessa hjálparorðs, svo að ekki munar miklu að ræður þeirra og svör séu að meiri hluta hlaðin þessu sama merkingarlausa kvaki. Og því miður eru þeir sem telja slíkt eðlilegt, helst valdir til viðræðu og viðtals, þegar vanda- mál_ skal ræða í fjölmiðlum. Og þetta er ekki nóg. Það þykir t.d. flnt, eins og allir vita, að tala um pulsur, þegar um svo meinlaust fyrirbrigði er að ræða sem pylsur, sem draga upphailega nafn sitt af kjötmeti, sem klætt hefur verið í kindagarnir, og orðið minni á pils að ég ætla, þótt líklega hafi upphaf- lega verið þýtt úr dönsku í sitt nýja hlutverk. Síðustu mannsaldra hafa aðdáendur Þórbergs og Laxness, sem við höfum með réttu tahð helstu mál- og stílsnillinga þjóðar- innar, ekki látið duga að taka málg- öfgi þeirra sér til fyrirmyndar, heldur apað vafasama kæki þeirra oftar en þeir eiga rétt á sér. Höfundur íslandsklukkunnar hefur, eins og Kamban á sínum tíma í Skálholti sínu, talið sér henta að fyrna mál sitt, svo að persónur bóka þeirra minntu sem mest á fyrirmyndir og tíma sögupersóna nefndra bóka. Þaðan er upprunnin dönskuslettan í tví- og þrígang, sem nú ríður allsstaðar húsum, auk annars í þeim dúr, í stað þess að segja einu sinni, tvisvar og þrisvar, eins og einfaldast og sjálfsagt er. Eitt ætla ég enn að nefna. Nú taka menn fyrirtæki „yfir“ í stað þess að segja að þau séu yfirtekin eða að tilteknir menn hafi tekið við þeim til reksturs eða annarra at- hafna. í æsku minni var sums stað- ar í finum húsum lítil myndastytta sem sýndi hund steyptan í marm- aramulning og með honum var á myndinni barn, sem spurði á dönsku: Kan du ikke tale? í öðrum húsum, álíka fínum, voru postul- ínshundarnir sem Laxness gerði fræga. Fer ekki að koma tími til að tala aftur íslensku og hætta að stama? Eða er okkur að verða tafsið ósjálf- rátt? Kannski er unga fólkið okkar líka senn hætt að hugsa, nema kannski helst með penna í hönd eða fyrir framan ritvélarnar sínar? Svona langan formála fyrir vísnaþætti má ég varla leyfa mér. Bólu-Hjálmar hefur orðið: Hann byrjar stutt kvæði, sem ár- sett er 1871-72, á eftirfarandi línum: íslenskan er orðafrjósöm móðir, ekki þarf að sníkja, bræður góðir, né heilum stela hendingum og hugmyndanna vendingum... Vísnaþáttur Hér fara á eftir tvö stutt kvæði eftir Hjálmar, felli þó úr síðustu vísu þess fyrra. Náfrétt Dó þar einn úr drengja flokk, dagsverk hafði unnið, lengi á sálar svikinn rokk syndatogann spunniö. Hespaði dauðinn höndum tveim, á hrælum lögmáls strengdi, bjó til snöru úr þræði þeim, þar í manninn hengdi. Sagt er, að dala hrúgan hörð í hreiðrinu eftir væri og örfátækur ofan í jörð engan skilding bæri. Er það gleði andskotans, umboðslaun og gróði, fémunir þá fátæks manns fúna í ríkra sjóði. Sálarskipið Sálarskip mitt fer hallt á hlið og hrekur til skaðsemdanna, af því það gengur illa við andviðri freistinganna. Sérhverjum undan sjó ég slæ, svo að hann ekki fylli, en á hléboröið illa ræ, áttina tæpast grilli. Ónýtan knörrinn upp á snýst, aldan þá kinnung skellir, örvæntingar því ólgan víst inn sér um miöskip hellir. Sýnist mér fyrir handan haf hátignar skær og fagur brotnuðum sorgar öldum af upp renna vonar dagur. Þessi tvö kvæöi munu vera ort 1852 eða jafnvel fyrr. Hjálmar dó, sem kunnugt er örsnauður í beitar- húsum í Brekkuskarði í Skagafirði, og jarðsettur án allrar viðhafnar og ræðuílutnings. Það var 1875, tal- inn fæddur 1796. Úr hans smiðju er hka þessi lausavísa: Auðs þótt beinan akir veg, ævin treinist meðan, þú flytur á einum, eins og ég allra seinast héðan. Þingeyingur Guðmundur Guðmundsson hefur þingeyskur maður heitið f. 1879, d. 1933. Hann var námsmaður í Möðruvallaskóla, síðar kennari og bóndi í Kelduhverfi í N-Þingeyjar- sýslu. 1982 gáfu dætur hans út ljóðabók eftir hann. Þaðan eru eft- irfarandi vísur teknar: 1. Vors er gangan leið og löng, lifsins vangur gránar. Mai langan lúasöng lék í fangi Ránar. 2. Kólga hrindir sólarsjón, sumarlyndi flúið. Og í vinda villtan són vors er yndi snúið. Fár veit hverju fagna skal Fatast lánið stundum. Oft hefur drengjum eigið val orðið laust í mundum. 4. Meinin græða áhrif öls, og þótt mæðu að beri lítt ég hræðist bana böls brot á flæðiskeri. 5. Þrátt mér reynist tímans tafl tæpt þó máti forði, leikjum ræður óþekkt afl, oft er skák á borði. 6. Vel mér ganga þykir þá, þegar bjarga peði. Sé þó löngum eftir á annað meira í veöi. 7. Á leikjum haft ég hefi gát, hólminn aldrei flúið. - En þó ég verjist þrái ég mát, þá er taflið búið. 8. Hylur blika haf og strönd, hríö um hvikar geiminn. Sé ég blika betri lönd bak við svikaheiminn. Vindur æðir, værð og skjól vart í næði lætur. Fold í klæðist fölvan kjól, falda græöisdætur. 10. Elfur frjósa, feigðarboð færir ljós í skugga. Frost í ljósa vetrarvoö vefur rós á glugga. Þá kveðjum við að þessu sinni. Jón úr Vör SILKIPRENTUrí BÍLAMERKINGAR SKILTAGERÐ ÚTIFÁNAR lllAAUY \\ mm cross sunnudag 6. okt. v/Krýsuvíkurveg Undankeppni kl. 12.30 Urslitakeppni kl. 14.00 YFIR 50 BÍLAR SKRÁÐIR m.a. ÓLI í OLÍS „MIKIÐ FJÖR MIKIÐ GAMAN“ \TDHt£ IAUY VCROSI DEILDBiKR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.