Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 5. OKTÓBER 1991.
43
Trimm
Hótel ísland í febrúar 1992:
íslandsmótið í þolfimi
- almenn uppbygging og reglur
SNATIONAI AEROBit:
MPHJN'
:
■ J.-'
.
. ^■
- keppt í þremur flokkum í þolfimi
Heimsmeistaramótiö í þolfimi
erður haldið í Japan á næsta ári.
etta er í þriðja sinn sem mótið er
aldið og sem fyrr er keppnisstaður-
m Japan og mótshaldarinn Suzuki.
lins og fram kemur annars staðar á
íðunni munu fulltrúar íslands
eppa í þremur flokkum á þessu
móti.
Mótið var fyrst haldið 1990 og þá
voru keppendur 47 talsins frá 16 þjóð-
um. Keppt var í einum flokki ein-
staklinga en sú breyting varð árið
eftir að keppt var í þremur flokkum.
Þ.e. karla-, kvenna- og paraflokki. Á
næsta ári verður keppt í þessum
Frá verðlaunaafhendingunni 1990.
sömu flokkum en búist er við góðri
þátttöku hvaðanæva úr heiminum. í
ár voru keppendur 83 frá 21 þjóð en
það met verður örugglega slegið á
HM 1992.
Verðlaunaféð í ár var samtals 39
þúsund dollarar. Sigurvegari í hverj-
um flokki fékk 5 þúsund dollara,
annað sætið gaf 3 þúsund, 3 sætið 2
þúsund og keppendur sem höfnuðu
í 4.-6. sæti fengu þúsund dollara í
sinn hlut. Sigurvegari í karlaflokki
1991 varð Brett Fairweather frá
Nýja-Sjálandi en hann sigraði í eina
flokknum sem keppt var í 1990.
Mindy Mylrea frá Bandaríkjunum
sigraði í kvennaflokki og Kenichiro
Nomura og Chie Miyoshi frá Japan
urðu hlutskörpust i parakeppninni
en Nomura varð númer 2 1990.
Á meðal þátttökuþjóða í fyrstu
keppninni voru Svíar en þeir voru
einnig með í ár ásamt Dönum og
Norðmönnum. í næstu keppni bæt-
ast íslendingar í hóp þeirra Norður-
landaþjóða sem verða með en óvíst
er með Dani og Finna. Besti árangur
Norðurlandabúa til þessa er 6. sætiö
í parakeppninni sem Svíar kræktu í
á þessu ári. -GRS
Boðið verður upp á grunnþjálfun í styrk, þoli og liðleika.
Vegna Islandsmótsins munu líkamsræktarstöðvarnar bjóða upp á sérstakt
undirbúningstimabil.
Áhugi á þolfimi hérlendis er mikill og talið er að 6-8000 manns stundi þessa grein.
Islandsmótið í þolfimi verður haldið
á Hótel íslandi í febrúar nk. eins og
fram kom á Trimmsíðunni sl. laugar-
dag. Það eru líkamsræktarstöðvarn-
ar og Suzuki bílar hf. sem standa
fyrir keppninni og er það jafnframt
í fyrsta skipti sem Islandsmót er
haldið í þessari grein.
Fyrirkomulagið er með þeim hætti
að allir geta tekið þátt. Þátttakendum
verður skipt í þrjá riðla, a, b og c. í
þeim síðastnefnda geta allir verið
með, b-riðillinn er ætlaður þeim sem
hafa æft þolflmi í 1 ár eða lengur og
a-riðillinn er fyrir kennara í grein-
inni og aðra sem eru á sama stigi.
Styrkur, þol
og liðleiki
Vegleg verðlaun eru í boði fyrir
sigurvegara í öllum riðlum en þeir
sem verða hlutskarpastir í a-riðh
munu taka þátt í opinberu heims-
meistaramóti í greininni sem haldið
verður í Japan. íslensku fulltrúarnir
þar verða í boði Suzuki sem stendur
straum af kostnaðinum.
Vegna íslandsmótsins munu lík-
Fyrirkomulagið er með þeim hælti
að allir geta tekið þátt.
amsræktarstöðvamar bjóða upp á
sérstakt undirbúningstímabil og
stendur innritun vegna þess til 15.
nóvember. Þar verður boðið upp á
grunnþjálfun í styrk, þoli og liðleika
en lokaundirbúningur vegna keppn-
innar hefst 16. janúar. Á undirbún-
ingstímabilinu bjóða líkamsræktar-
stöðvarnar upp á sérstakt prógramm
og þeir sem ákveða að vera með á
íslandsmótinu mun síðan njóta að-
stoðar og leiðbeininga þjálfara við
samsetningu á keppnisrútínum.
Gert er ráð fyrir að c-riðillinn verði
fjölmennastur enda er hann ætlaður
byrjendum hvort heldur þeir stefna
á keppnina eða ekki. í öllum riðlum
verður keppt í einstaklingskeppni
karla og kvenna og svo parakeppni.
Því til viðbótar verður hópkeppni
fyrir b- og c-riðil.
Líkamlegt útlitog
sviðsframkoma
Keppendur á íslandsmótinu þurfa
að sýna tveggja mínútna rútínu. Hún
skal vera með fijálsri aðferð, sérsam-
in og innhalda sjö skylduhreyfmgar.
íslenskir þolfimiiðkendur þurfa ekk-
ert að skammast sin í samanburði
við kollega sina annars staðar i
heiminum.
Stig eru gefin með tilliti til réttar
tækni í allri rútínunni ásamt skyldu-
hreyfingum. Val á hreyfingum,
hæfni, notkun á tónlist, gerð og upp-
bygging, og frumleiki eru helstu
þættir sem dæmt er. í parakeppni
dæma dómarar hve nákvæmlega
pörin eru samtaka og samæfð sem
par.
Skylduæfingunum er skipt í tvo
flokka. Þann fyrri má nefna undir-
stöðu skylduhreyfingar og er þar um
að ræða fjórar æfingar en seinni
flokkurinn er erfiðari og sérhæfðari.
Auk áður upptalinna atriða, sem
dómarar hafa til hliðsjónar, má
nefna líkamlegt útlit og sviðsfram-
komu.
Aldurstakmark keppenda á ís-
landsmótinu er 16 ár en þátttöku í
undirbúningstímabilið er hægt aö til-
kynna hjá World Class, Studíó Jón-
ínu og Ágústu og Suzuki bílum hf.
Sýningargrein á
ólympíuleikum
Með undirbúningstímabilinu og
síðar íslandsmótinu er ætlunin að
auka áhuga almennings á líkams-
rækt en þetta mun jafnframt vera í
fyrsta skipti sem íslendingar keppa
erlendis í þessari grein eftir því sem
næst verður komist. Áhugi á þolfimi
hérlendis er mikill og talið er að
6-8000 manns stundi þessa grein.
Keppt hefur verið í þolfimi erlendis
um nokkurt skeið og á næstu ólymp-
íuleiknum verður hún sýningargrein
og síðan jafnvel keppnisgrein á
næstu leikum þar á eftir. Hérlendis
er mikill hugur í þeim sem stunda
þolfimi eins og áformin um íslands-
mótið bera vitni um og undirbún-
ingsnefnd mótsins áformar einnig að
stofna sérstakt samband þolflmi-
manna og -kvenna. 1
Þau atriði sem varða þolfimina,
sem hér hafa verið rakin, voru kynnt
á Holiday Inn jafnframt því sem horft
var á myndband af keppninni í Jap-
an. Og voru áhorfendur sammála um
að íslenskir þolflmiiðkendur þyrftu
ekkert að skammast sín í saman-
burði við kollega sína annars staðar
í heiminum.
-GRS
Heimsmeistara-
keppnin í Japan