Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.10.1991, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 5..0KTÓBER 1991. Matgæðingur vikunnar Utboð Ólafsvíkurvegur um Mýrar 1991 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagn- ingu 5,4 km kafla á Ólafsvíkurvegi frá Fíflholt- um að Hítará. Helstu magntölur: Fylling og burðarlag 89.000 rúmmetrar og klæðing 33.000 fermetrar. Verki skal lokið 15. september 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og í Borgartúni 5, Reykjavík (aðal- gjaldkera), frá og með 7. október nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 21. október 1991. Vegamálastjóri _________________________________________/ Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Siðumúla 39 - 108 Reykjavík - sími 678500 - fax 686270 Félagsráðgjafi Laus er 75% staða félagsráðgjafa á félagsráðgjafa- sviði öldrunarþjónustudeildar í Síðumúla 39. Til greina kemur ráðning í 50% starf. Starfið er fólgið í ráðgjöf og aðstoð við aldraða, mati á húsnæðis- og þjónustuþörf og meðferð umsókna um húsnæði og fjárhagsaðstoð. Nánari upplýsingar veita yfirmaður öldrunarþjón- ustudeildar, Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, og forstöðu- maður félagsráðgjafasviðs, Ásta Þórðardóttir. Umsóknarfrestur er til 18. október nk. Meðferðarfulltrúi Meðferðarfulltrúi óskast í 50% starf á Áfangastaðinn, Amtmannsstíg 5A. Menntun á sviði uppeldis, félags- eða sálfræði æskileg. Reynsla í vinnu með áfengis- og vímuefnaneytendur er einnig æskileg. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Áfangastað- arins í símum 26945 og 686956. Umsóknarfrestur er til 15. október nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást. Ráðstefna Landverndar Ásýnd íslands fortíð, nútíð, framtíð verður haldin í Munaðarnesi 11. og 12. október 1991 Erindi: Áhrif mannvistar á umhverfi og umhverfis á mannvist Þorsteinn Þorsteinsson, bóndi Skálpastöðum Byggð og landslag - og fuglasöngur Guðmundur P. Ólafsson líffræðingur Gróðurfar fyrir landnám Margrét Hallsdóttir jarðfræðingur Verndun jarðsögulegra myndana Guttormur Sigbjarnarson jarðfræðingur Svæðaskipting lands eftir náttúrufari Gísli Gíslason landslagsarkitekt Umhverfisvernd og skógrækt, samhæfð áætlunar- gerð Rúnar ísleifsson, umdæmisfulltrúi Skógræktar ríkis- ins Aldahvörf í ásýnd íslands Þóra Ellen Þórhallsdóttir grasafræðingur Lífríki og lífsviðhorf Sr. Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum. Ráðstefnan hefst kl. 20.30 föstudaginn 11. október næstkomandi. Það eru allir velkomnir en þátttöku þarf að tilkynna á skrifstofu Landverndar fyrir mið- vikudaginn 9. október í síma 25242 og 625242. Landvernd Gúllassúpa að hætti Vínarbúa „Ég ætla að láta lesendur hafa alveg týpískan rétt frá Vínarborg sem líka er mjög einfalt og þægilegt að matreiða. Mér finnst nefnilega uppskriftimar hjá ykkur stundum vera of flóknar og dýrar,“ sagði Jón Aðalsteinn Þorgeirsson, klarínett- leikari hjá Sinfóníuhljómsveit ís- lands, tónlistarkennari og matgæð- ingur þessarar viku. Jón Aðalsteinn miðar uppskrift sina við fjórar manneskjur og segir að súpan sé fullkomin máltíð. Einnig sé með þessa súpu eins og margar aðrar að hún er oft betri daginn eftir og enn betri þarnæsta dag. „Það er alveg ágætt að búa til mikið í einu,“ segir matgæðingur- inn. En uppskriftin hljóðar svo: 300 g nautagúllas 2 stórir laukar ólífuolía 8 hvítlauksrif 4 stórar kartöflur 1 msk. paprikuduft (venjulegt) 'A tsk. svartur pipar 'A lárviðarlauf .4 einiber 1 tsk. sykur 1 tsk. edik 1 kjötkraftsteningur Kjötið er brytjað smátt og steikt í potti með ólífuolíunni. Kjötið er látið brúnast, paprikuduftinu stráð Jón Aðalsteinn Þorgeirsson. yfir og látið dökkna. Þar á eftir er allt látið út í, laukurinn smátt sax- aður, hvítlaukurinn pressaður, einiberin marin, loks lárviðarlauf- in, piparinn og kjötkrafturinn. Loks er einum og hálfum lítra af vatni bætt út í og súpan látin krauma við vægan hita, helst í þrjá til fjóra tíma. Undir lokin er hæfl- lega skornum kartöflunum bætt út í og látnar sjóða þar til þær verða meyrar. Áður en súpan er fram borin er einni teskeið af sykri og annarri af ediki bætt í. Gott er að láta edikið gufa upp en það gefur góða fyllingu í súpuna. Með súp- imni eru borin fram hvit rúnstykki og kaldur bjór eða sódavatn fyrir þá sem ekki drekka áfengi. Jón Aðalsteinn segist oft bjóða gestum í mat. Þá er súpan stundum á borðum. Jón var við nám í Vínar- borg í sjö ár- og kynntist matargerð þar vel. Hann segir að Austurríkis- menn séu mjög sérstakir í eldhús- inu því að matargerð þeirra sé sam- bland af þjóðarréttum nærliggjandi landa eins og Ungverjalands, Ítalíu og Tékkóslóvakíu. Hins vegar vel- ur Jón Aðalsteinn oftast að mat- reiða flskrétti hér heima fyrir sig en fiskur var ófáanlegur í Vín. „Ég dvaldi einnig um tíma í Júgóslavíu og þar kynntist ég hvernig skreið er matreidd sem var alveg sér- stakt,“ sagði Jón. „Skreiðin var eig- inlega jólamatur þar enda kostaði kílóið 3.500 krónur. Hvort sem ein- hver trúir því eða ekki þá er hún hreinasta sælgæti þegar hún er meðhöndluð á réttan hátt. Mér fmnst vera kominn tími til að ís- le'ndingar byiji að borða skreið," sagði Jón Aðalsteinn. Hann vill skora á stórskáldið Kristján Hreinsson að vera næsti matgæð- ingur. „Hann er mjög lunkinn mat- reiðslumaður og frumlegur. Kristj- án má alveg ráða hvaða uppskrift hann býður upp á,“ sagði Jón Aðal- steinn Þorgeirsson. -ELA Hinhliðin Sigríður Bein- teinsdóttir sætust - segir Bergþór Pálsson óperusöngvari Bergþór Pálsson óperusöngvari hefur hlotið frábæra dóma fyrir frammistöðu sína í óperunni Töfra- flautunni eftir Mozart sem frum- sýnd var í vikunni. Bergþór fer þar með hlutverk Papageno sem er stærsta hlutverkið í óperunni. Papageno er náttúrubarn og per- sóna sem öllum þykir ósjálfrátt væht um, aö því er Bergþór segir. Þaö eina sem vantar í líf hans er góð kona sem hann hlýtur að lok- um. Bergþór kom heim til íslands síð- astliðið vor eftir að hafa starfað sem óperusöngvari í þrjú ár í Þýskalandi. Áður hafði hann verið við söngnám í Bandaríkjunum. Bergþór kveðst ætla að láta reyna á það hvort hann geti lifað af söngnum á íslandi. Sonur hans vill búa hér og þess vegna flutti Berg- þór heim. Fullt nafn: Bergþór Pálsson. Fæðingardagur og ár: 22. október 1957. Maki: Enginn. Börn: Bragi, tíu ára. Bifreið: Engin. Starf: Óperusöngvari. Laun: Sáralítil. Áhugamál: Mannleg samskipti al- mennt og svo auðvitað óperur, ball- ett og leiksýningar. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur i lottóinu? Engar en ég spila nú ekki oft. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að sitja og borða góðan mat og spjalla við fólk sem mér þykir áhugavert. Hvað finnst þér leiðinlegast að Bergþór Pálsson. gera? Að vaska upp en ég geri þaö nú samt. Uppáhaldsmatur: íslenskur fiskur í öllum myndum. Uppáhaldsdrykkur: Vatn úr ís- lenskum læk. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Atli Einars- son í Víkingi. Uppáhaldstimarit: Æskan og ABC. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Sigríður Beinteinsdóttir söngkona. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Ég veit ekki betur en að í stjórninni sitji ágætisfólk. Ég er samt ekki sammála öllu sem hún gerir. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Bandarísku óperusöngkon- una Jessye Norman. Uppáhaldsleikari: Chaplin. Uppáhaldslcikkona: Bette Midler. Uppáhaldssöngvari: Kristinn Hallsson og Placido Domingo. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Gorbatsjov. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Högni hrekkvísi. Uppáhaldssjónvarpsefni: Óperur. Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Ég er afar glaður innra með mér yfir því hve friðvænlega horfir í heiminum. Ég á von á því að varnarliðið verði kallað fljótlega heim af Bandaríkja- stjórn og ef það spor þykir rétt verð ég glaður því mér þykir fátt eins . ógeðfellt og hemaður. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Ég hlusta á þær allar eftir því hvemig skapi ég er í en þó kannski mest á rás 1. Uppáhaldsútvarpsmaður: Valgeir Guðjónsson og Sigurður G. Tómas- son eru góðir. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég held að það sé nokk- urn veginn jafnt en ég horfi samt ekki mikið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sigrún Stefánsdóttir. Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer afar sjaldan á skemmtistaði en uppáhaldsveitingastaðurinn er Síam á Skólavörðustíg. Uppáhaldsfélag i íþróttum: Víking- ur. Stefnir þú að einhverju sérstöku í framtíðinni? Að yngjast í sinni þó ég eldist í framan. Hvað gerðir þú i sumarfriinu? Ég fór til Þýskalands og heimsótti þar vini og kunningja. -IBS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.