Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1992, Page 14
14 LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 1992. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Lögverndað eitur Landlæknir hefur ákveöiö aö halda verndarhendi yfir svefnlyfmu Halcion, sem hefur verið bannaö í Bret- landi, Noregi og Finnlandi vegna rökstudds gruns um hættulegar aukaverkanir, sem geti leitt til geöbilunar og ofbeldisafbrota sumra þeirra, sem ánetjast lyfinu. Þetta er í stíl við dálæti íslendinga á ýmsum lyfjum, sem notuö eru sem fíkniefni. Þetta dálæti kemur meðal annars fram í, að mikill hluti þeirra, sem lagöir eru inn á slysadeild Borgarspítalans vegna inntöku eiturefna, hefur neytt lyíja, sem þeir fá samkvæmt lyfseölum. Erlendis eru eitranir af slíku tagi einkum af völdum heróíns eöa kókaíns, amfetamíns eöa kannabis, sem eru seld á svörtum markaði. Hér á landi gegna lögleg lyf hlutverki fíkniefna, enda virðist aðgangur aö slíkum lyfjum meira eða minna auöveldur og aðhaldslítill. Enginn af þeim 155 einstaklingum, sem komu til slysadeildar vegna eitrunar, haföi notað kókaín eða heróín. Aöeins sex höföu notað amfetamín eöa kannab- is. Afgangurinn haföi veriö á löglegum eiturlyfjum, ýmist áfengi eöa lyfjum eöa hvoru tveggja í senn. Flest fólk, sem er til vandræða í þjóðfélaginu vegna síbrota af ýmsu tagi, er áfengis- og lyfjafíklar. Þjóðfélag- iö hefur stuðlað að þessu meö því aö leyfa, að dælt sé róandi lyfjum í fanga á Litla-Hrauni, þannig aö þeir veröa ekki síður háöir þeim en hinu heföbundna áfengi. Því má halda fram, aö betra sé aö hafa fíkniefna- vandamálið á lyfseðlunum heldur en á svarta markaðn- um. Þá sé betra aö fylgjast meö því og halda þvi í skeíj- um. En 1 raun er htiö sem ekkert fylgst meö, hverjir eru í hve miklum mæh á hinum löglega eiturlyfjamarkaöi. Halcion er eitt þeirra róandi lyfja, sem notuð hafa veriö af fíklum, og hefur einkum veriö vinsælt í Vest- mannaeyjum. Þaö hefur þó falhö í skuggann fyrir benzo- díazepíni af ýmsu tagi. En öh þessi róandi og svæfandi lyf hafa reynzt vanabindandi eins og önnur eiturlyf. Því er nú haldið fram af ábyrgum læknum og fræöi- mönnum í Bandaríkjunum, að fyrirtækiö, sem framleið- ir Halcion, hafi í um það bil áratug sumpart falsað niöur- stöður rannsókna og sumpart haldiö þeim leyndum til að leyna vitneskju um aukaverkanir þessa lyfs. Meö tilhti til hins gífurlega kostnaðar og hörmunga, er þjóðfélagiö sætir vegna ofnotkunar löglegra lyfja, sem fólk fær afgreidd samkvæmt lyfseðh, verður aö teljast sérkennilegt, að heilbrigðisyfirvöld og landlæknisemb- ættið skuh ekki taka þessi mál fastari tökum. Algengt er, aö fólk, sem orðið er háö áfengi, er flutt yfir í lyfjaþrældóm og ástand þess þannig gert enn verra en þaö var. Þetta tengist útbreiddri trú meöal sálfræö- inga, að unnt sé aö kenna fíklum að nota lyf og áfengi í hófi, þótt það stríði gegn niðurstöðum rannsókna. Töluvert er þegar vitað um hættur af efnum þeim, sem breyta hugarfari og sálarástandi. Því ætti strax að þrengja aö notkun róandi lyfja og svefnlyfja, sem eru stór og vaxandi grein af þessum persónubreytandi efn- um. En því miður viröast yfirvöld ekki skilja þetta enn. Halda má fram, að lyf þessi geti verið bráönauösyn- leg viö ákveðnar aðstæður. En ekki veröur betur séö en aö töluvert svigrúm sé fil að þrengja notkun þeirra meö betra eftirhti meö útgáfu lyfseðla og strangara aö- haldi meö læknum þeim, sem þjóna fíklamarkaðnum. Læknar taka lítið mark á hvatningu landlæknis um aö gefa fremur út ávísanir á veikari útgáfu af Halcion en hina sterkari. Silkihanzkar landlæknis virka ekki. Jónas Kristjánsson Milljónaher og smiðir kjama- vopna í lausu lofti Risaveldi búið tugþúsundum kjarnavopna er að leysast upp. Fjölmennasti her í heimi er í raun- inni húsbóndalaus og nýju sam- veldisríkin, sem reyna aö taka við af Sovétríkjunum, togast á um holl- ustu herfylkja, flotadeilda og flug- sveita. Verulegur hluti hersins er þar að auki á heimleið eftir áratuga hersetu í öðrum löndum. Við heim- komuna blasir við stórfelld skerð- ing lífskjara og einatt athvarfs- leysi, sérstaklega fyrir atvinnuher- menn með fjölskyldur á framfæri. Iðnaðar- og tæknisamsteypur, sem þjónuðu þörfum þessa mikla herafla, sérstaklega í gerð hátækni- vopna, kjarnavopna og efnavopna, eru ekki betur á vegi staddar. I tíu borgum, sem til skamms tíma var reynt að leyna að væru til, sjá hundruð þúsunda manna verkefni og tekjumöguleika eyðast. Meðal þessa hóps eru nokkur þúsund með alla þá vitneskju og færni sem þarf til að smíða og setja saman öflug- ustu kjarnavopn og efnavopn sem fyrirfinnast. Yfirmenn í einni af leyniborgun- um fyrrverandi, Séljabinsk-70, skýrðu Wilham Bond, fréttamanni New York Times, frá því að sínum mönnum væru tekin að berast gylhboð frá löndum eins og íran og Líbýu, vildu þeir selja þeim starfskrafta sína og vitneskju. Tek- ið var fram að enginn hefði tekið slíku boði frá valdhöfum sem gjarnan vflja verða sér úti um nokkur kjarnavopn. Bond komst einnig að því að ekk- ert hefur enn orðið úr samvinnu- verkefnum mifli starfsbræðra í kjamorkuiðnaði fymun sovétlýð- velda og Bandaríkjanna, tfl dæmis um aðferðir til að eyða kjamavopn- um samkvæmt samningum xun fækkun þeirra, tfl að ráðstafa kjamahleðslum þeirra með lág- marksáhættu á að þær misfarist eða verði notaðar á ný tfl vopna- gerðar. Þama strandar á tregöu í Bandaríkjastjóm, einkum land- vamaráðuneytinu, þar sem enn em í áhrifastöðum menn sem alls ekki vflja sætta sig viö að ekki beri lengur að líta á arftaka Sovétríkj- anna sem líklegan óvin heldur samstarfsaðila um verkefni sem miklu skipta fyrir alla heimsbyggð- ina. Og því situr allt fast, þótt Bandaríkjaþing hafi fyrir nokkm veitt 400 milljónir dollara tfl að standa straum af samstarfi við sov- étlýðveldin fyrrverandi á þessu sviði. Sflaháttur Bandaríkjastjómar að bregðast við brýnum verkefhum og einstæðum tækifæmm til að stuðla að sem áfallaminnstri þróun frá sovétlýðveldum til Samveldis Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson fullvalda ríkja hefur fyrir löngu vakið kurr í Vestur-Evrópu. Því sá George Bush Bandaríkjaforseti sig tilknúinn að reyna að reka af sér slyðruorðið meö því aö kalla saman í Washington í vikunni ráðstefnu fulltrúa nokkurra tuga ríkja tfl að ræða liðsinni við samveldisríkin nýju. Hans-Dietrich Genscher, utan- ríkisráðherra Þýskalands, gekk hreint til verks á fundinum í Was- hington og lagði tfl að forræðið fyr- ir ráðstöfunum til að koma bönd- um á upplausn kjarnavopnaiðnað- arins í fyrmrn Sovétríkjum yrði tekið úr höndum Bandaríkjanna og falið alþjóðlegri stofnun. Þar væri meira í húfi en svo að láta mætti skeika að sköpuðu og öllum ríkjum sem hamla vildu gegn út- breiðslu kíarnavopna kæmi málið við. í borgunum þar sem vopnaþróun og vopnasmíði hefur farið fram til þessa er saman komin mikfl þekk- ing og reynsla í vísindum og tækni. Sérfræðingarnir þar eru margir famir af sjálfsdáðum aö sjá hag sínum borgið með stofnun fyrir- tækja um rannsóknarverkefni og framleiðslu óskylda vopnaiðnaði. Bandaríski fréttamaðurinn, sem áður var tfl vitnað, hefur eftir bandarískum sérfræðingum, sem sótt hafa heim starfsbræður sína eystra, aö nú sé einstakt tækifæri tfl að beina málum í heillavænleg- an farveg. Vegna aöstæðna á gjald- eyrismarkaöi verði mönnum þar ótrúlega mikið úr tiltölulega lágum erlendum framlögum tfl umsam- inna verkefna eða sameignarfyrir- tækja. Hermenn, sjóhðar og flugmenn í sovéthemum gamla búa ekki yfir útgengilegri þekkingu eða leikni tfl jafns við vísinda- og tæknimenn í hergagnaiðnaðinum. En Qöldi þeirra er slíkur, einhvers staðar á bilinu 3.700.000 tfl 4.000.000, aö óhjá- kvæmilegt er að taka tillit tfl hóps- ins nái hann saman. Og það virðist heraflinn hafa gert á þingi manna 1 vopnagreinunum þrem í Moskvu fyrir viku. Þingið sátu 5.000 fulltrúar, kjörn- ir í herfylkjum, flotadeildum og flugsveitum um samveldisríkin þver og endilöng. Þingheimur reyndist leggja megináherslu á tvennt. Annars vegar að algert óráð sé að sundra heraflanum af bráð- ræði milli samveldisríkja. í lokaá- lyktun er komist svo að orði aö tfl- raunir tfl að kljúfa herinn í búta geti haft „hörmulegar afleiðingar". Hitt áhersluatriðið er að aðbúð alltof stórs hluta hermanna, sér í lagi úr landhemum, sé fyrir neðan allar hellur. Hermenn og fjölskyld- ur þeirra, sem komið hafa heim frá Austur-Evrópulöndum síðustu misseri, fá ekki annað athvarf en tjaldbúðir. Heimflutningur hersins frá austurhluta Þýskalands dregst á langinn einmitt af þessum sökum. Þýska stjórnin hefur tekið að sér að kosta og sjá um byggingu 370.000 íbúða yfir heimkomna hermenn en það verkefni tekur tíma. Fulltrúar hersveita í Eystrasalts- löndum lýstu yflr að þær myndu neita að hreyfa sig þaðan fyrr en þeim væri tryggður viðunandi samastaður. Köldu andaði á þing- inu í garð Leónids Kravtsjúks Úkraínuforseta sem neitaði að koma og ávarpa það. Kravtsjúk hefur gengiö hart fram í að stofna úkraínskan her og krafist þess að allar liðsveitir gamla sovéthersins í ríkinu sverji honum hollustueið. Þessu hafa hefl herfylki neitað, enda skipuð hermönnum frá öðr- um lýöveldum. Kravtsjúk setur þessum hópi þá kosti að vinna Úkraínueiðinn eða yfirgefa aö öðr- um kosti herbúðir í Ukraínu og halda tfl heimalýðvelda sinna út í algera óvissu. Umræður á herþinginu urðu um tíma svo heitar að yfirboðari heraf- lans, Évgení Shaposnikof mar- skálkur, gekk á dyr og hótaði að segja af sér á staðnum. Marskálk- urinn komst svo að orði í setning- arræðu á þinginu að forðum Sovét- ríki væru nú komin aö úrshta- markahnu „og handan hennar hggja árekstrar, upplausn, harm- leikur fyrir þjóðir og allt mann- kyn.“ í þinglok var kjörið hermannaráð til að túlka kvartanir og áhyggju- efni heraflans fyrir leiðtogum ríkja Samveldisins nýja. Fjölmennasti her í heimi er þar með orðinn sjálf- stætt stjórnmálaafl í óvissuástand- inu sem tekið hefur við af Sovét- ríkjunum. Magnús Torfí Ólafsson Evgení Shaposnikof marskálkur, yfirmaður heraflans, býður Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakklands, velkominn til viöræðna I Moskvu á fimmtudag. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.