Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Page 3
LAUGARDAGUR 14. MARS 1992. 3 Fréttir Guðmundur Helgason sendiráðsritari um mál Soffiu Hansen: Tyrkneski dómarinn mun túlka hin íslensku lög „Þar sem mál Soffiu er fyrir tyrk- neskum dómstól, og faöirinn og börnin eru í Tyrklandi, veröur engin önnur niöurstaöa tekin gild í málinu en niðurstaða dómstólsins þar. Úr- skurður héðan frá íslandi verður aldrei settur í framkvæmd þar. Það er enginn samningur á milli íslands og Tyrklands um gagnkvæmar við- urkenningar á dómsúrskurðum eða neinu þess háttar," sagði Guðmund- ur Helgason, sendiráðsritari í utan- ríkisráðuneytinu, í samtah við DV í gær um máiarekstur Soffiu Hansen í Istanbui vegna dætra hennar. Eins og fram kom í DV í gær fékk Soffia umgengnisrétt við dætur sínar fyrir tyrkneskum dómstól á fímmtu- dag. Hún fær að sjá dæturnar fyrsta og þriðja laugardag hvers mánaðar, sex klukkustundir í senn. Afstaða I sjálfu forræðismálinu verður tekin tyrir dómstólnum 5. júní. Guðmundur sagði að þar sem Soff- ía og faðir barnanna eru ekki skráð gift samkvæmt tyrkneskum lögum geri lög ráð fyrir að forsjármál yfir börnunum verði rekið á grundvelli þeirra landslaga sem hjón eigi sam- eiginleg. Soffia er einungis íslenskur ríkisborgari en faðirinn hefur bæði íslenskt og tyrkneskt ríkisfang - því sé farið eftir íslenskum lögum. „Það er svo dómstólsins að ákveða hvar íslenskum lögum skal beita í málinu. Tyrkneski dómarinn mun túlka þau lög. Það breytir hins vegar ekki því að þar sem faðirinn er í Tyrklandi nýtur hann allra réttinda og verndar sem slíkur borgari," sagði Guðmundur. „Hjónin voru ekki skilin þegar fað- irinn fór meö stúlkurnar til Tyrk- lands. Hann hafði því forræði til jafns við móðurina. Þannig séð var ekkert ólöglegt sem gerðist. Hins vegar var loforð svikið um að koma til baka. En þá kom sú staða upp, sem gert hefur málið erfitt, að faöirinn er þar með í Tyrklandi, hann er faðir bam- anna, hefur forræði til jafns við móð- ur og það er enginn sem getur skikk- að hann tfi að skiia börnunum. Eins og lög gera ráð fyrir eru svona mál því afgreidd fyrir dómstólum þama erlendis. Það er mun skynsamlegra að hafa þessi mál fyrir dómstólum en hjá ráðuneytum. Hjónin fengu skilnað að borði og sæng þann 11. janúar 1991. En það sem hefur einnig gert þetta mál erfitt er að móðirin fékk bráðabirgðaforræði eftir ákvörðun dómsmálaráðuneytisins. Slíkir úr- skurðir hafa ekkert gildi i Tyrk- landi. Þetta er ákvörðun sem tekin Bókaútgáfan Fróði: Löghald á fast- eign Maríu Borgarfógetaembættið í Reykjavík hefur fallist á kröfu bókaútgáfunnar Fróða um löghald á fasteign í eigu Maríu Guðmundsdóttur ljósmynd- ara vegna riftunar á samningi um ævisögu. Samkvæmt úrskuröi fógeta mun Fróði leggja fram rúmlega tveggja milljóna króna tryggingu vegna löghaldsins. Útgáfan mun höfða skaðabótamál fyrir Bæjarþingi Reykjavíkur síðar á árinu. Fróði gerði samning við Maríu um bókina. Þegar verk höfundar var komið vel á veg vildi María hins veg- ar rifta samningnum. Þar sem útgef- endur töldu að forsendur hefðu ekki verið fyrir riftuninni var ákveðið að fara í skaðahótamál vegna tapaðrar vinnuogkostnaðar. -ÓTT er í ráðuneytinu en ekki hjá dóm- stól. Tyrkir benda á að betra væri ef þetta væri ákvörðun dómstóls. En þó svo að þannig væri yrði ísland að uppfylla ákveðin skilyrði gagnvart Tyrkjum til að þeir tækju dómsúr- skurð gildan. Einhverjir samningar um viðurkenningu yrðu að vera í gildi. Það atriði kemur þvi alveg í sama stað niður,“ sagði Guðmundur. -ÓTT Ert þú í forsvari fyrir félag, fámennt eða fjölmennt, formlegt eða óformlegt? Félagaþjónustan greiöir fyrir fjármálum félagasamtaka. Þá veistu hvaö þaö fer mikill tími í innheimtu félagsgjalda, aö halda félagatalinu réttu, vita hverjir hafa gert skil, senda rukkanir á réttum tíma, taka viö greiöslum og koma þeim íbanka. Til aö þú hafir meiri tíma til aö sinna eiginlegum félagsstörfum höfum viö þróaö Félagaþjónustu íslandsbanka. Félagaþjónustan felst meöal annars í eftirfarandi þáttum: Gíróseölar fyrir félagsgjöldum eru skrifaöir út og sendir greiöendum á réttum tíma. Um leiö er félaginu send skrá yfir útskrifaöa gíróseöla. Hœgt er aö velja árlega og allt niöur í mánaöarlega innheimtu. Reikningsyfirlit meö nöfnum greiöenda eru skrifuö út í byrjun hvers mánaöar. Dráttarvextir eru reiknaöir, sé þess óskaö. • Gjöld geta hœkkaö samkvœmt vísitölu, sé þess óskaö. Aö auki er boöin margþœtt viöbótarþjónusta. Notfœröu þér Félagaþjónustu íslandsbanka fyrir þitt félag og notaöu tímann til aö sinna sjálfum félagsstörfunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.