Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 14. MARS 1992.
Fréttir
Danski Kínafarinn óánægður með hrossaviðskiptin á íslandi:
Segir fjóra af f imm
hestum ónothæfa
- íhugaraðnotadanskfæddahestaíleiðangurinn
Hér sjást þeir félagar, Paul Rask, til vinstri, á Toppi, og Steen Gees Christensen á Blakki, tveimur þeirra hesta
sem þeir hugðust nota í Kínaferðina. Þeir reyndust hins vegar vera ónothæfir að þeirra mati þegar á hólminn
var komið.
„Ég get ekki með góðri samvisku
ráðlagt fólki að kaupa hesta frá ís-
landi nema það sé 100 prósent öruggt
um að hestamir séu í lagi. Það er
hægt að skila hestum sem eru keypt-
ir í Danmörku og Þýskalandi en þaö
er ekki nokkur leið að skila hestum
sem eru keyptir á íslandi,“ segir Paul
Rask, danskur hestamaður, sem er
óánægður með þá hesta sem hann
hefur fengið frá íslandi.
Hami og Steen Christiansen hafa
haft í hyggju að fara ríðandi um 15
þúsund kílómetra leiö frá Viborg í
Danmörku til Peking í Kína á sex
íslenskum hestum og er áætlaður
brottfarardagur 1. mars á næsta ári.
Þrír hestanna eiga að koma frá ís-
landi og þrír frá Danmörku og er til-
gangur ferðarinnar meðal annars sá
að gera samanburðarrannsókn á
vöðvabyggingu íslenskfæddra hesta
og danskfæddra.
Leiðangur Rasks og félaga hans
hefur vakið mikla athygli og hefur
verið fjallað um hann í fjölmiðlum
ytra, meðal annars í Þýskalandi,
Frakklandi, Englandi, Kanada, Sví-
þjóð og Danmörku og breska sjón-
varpsstöðin BBC hefur sýnt áhuga á
að fylgja leiðangrinum eftir og jafn-
vel að gera heimildarmynd um hann.
Fékk fimm hesta
Rask telur því að vonum að þetta
gæti verið góð auglýsing fyrir ís-
lenska hestinn og orðið til þess að
auka enn frekar útflutning á þeim.
Það er ef samtök hestamanna á
íslandi hafa vit á aö nýta tæki-
færið í stað þess aö kasta því á
glæ.
Rask hefur nú fengið fimm hesta
senda til Danmerkur frá íslandi og
hafa þeir vakið litla hrifningu hans.
Tveir voru með spatt í afturfótum,
einn var með lélega hófa, sá fjóröi
var brokkari en allt virtist í lagi með
þann fimmta.
í bréfi, sem Rask hefur ritað Félagi
hrossabænda og fleiri aðilum, segist
hann hafa átt fund með fulltrúum frá
Félagi hrossabænda á Hótel Sögu í
september 1991 og þar hafi menn lýst
miklum áhuga á leiðangrinum og
boöist til að hafa milligöngu um að
útvega þijá hesta héðan sem þeir
væru fuílvissir um að gætu staðist
það álag sem fylgdi því að leggja
þessa löngu leið að baki.
„Ég taldi að ég hefði gert það sem
í mínu valdi stóð til aö finna réttu
hestana þijá því ég haföi snúiö mér
til sérfróðra manna á íslandi, fólks
sem ég stólaði á að myndi fmna réttu
hestana og gæti kynnt ísland í fjöl-
miðlum. Aö fundi loknum var ég viss
um að ég hefði lagt málið í réttar
hendur.
Áður en ég hélt frá íslandi var mér
sagt að Félag hrossabænda myndi
styrkja leiðangurinn um 200 þúsund
íslenskar krónur. Ég greiddi sjálfur
jafnháa upphæð fyrir feröina til ís-
lands."
Rask fékk svo tvo hesta senda til
Danmerkur í september á síðasta
ári. Þeir voru umsvifalaust sendir til
rannsóknar hjá dýralækninum,
Hans Schougaard á Nörlund Heste-
hospital.
Úrskurður hans var að báðir hest-
arnir væru með spatt í afturfótum.
Hættu við að styrkja ferðina
' „Skömmu áður en hestamir komu
til Danmerkur fékk ég bréf frá Félagi
hrossabænda meö tilkynningu um
að þeir treystu sér ekki til aö styrkja
leiðangurinn um þær 200 þúsund
krónur sem þeir höfðu lofað. Mér var
hins vegar falið að senda þeim eins
fljótt og auðið væri undirritað
skuldabréf með vottum upp á 200
þúsund krónur. Nú var ég með í
höndunum tvo verðlausa hesta auk
eins sem var enn á íslandi og ég vissi
ekkert um. Á sama tíma og ég var
orðinn 600 þúsund krónum fátæk-
ari.“
Rask sneri sér þá til Erlings Jóns-
sonar, hestamanns og ritsfjóra, og
bað hann að útvega sér þrjá klár-
hesta meö tölti í staö hinna fyrri.
Segir Rask að Erling hafi orðið við
þessari bón en þegar hestamir vom
komnir út hafi einn þeirra, Léttir frá
Skarði, reynst vera með hófsperm
og lélega hófa. Glæsir frá Brekku var
brokkari en Fífill frá Auðsvaldsholti
reyndist vera í lagi. Danskur dýra-
læknir hefur skoöað hestana en hann
getur ekki mælt með að Léttir frá
Skarði færi í leiðangurinn.
Rask klykkir svo út í bréfi sínu
með því að segja að ef samtök hesta-
manna á íslandi telja að þessir hestar
séu verðugir fulltrúar íslenskra
hesta ættu þeir að hugsa sig tvisvar
um hvað þeir séu að senda úr landi
til þess að þeir eyðileggi ekki útflutn-
ing á íslenskum hestum. Hann segir
einnig að það verði að vega það og
meta nú hvort ekki eigi að hætta við
að nota íslenska hesta í Viborg-
Peking-leiðangurinn og nota þess í
stað eingöngu danska hesta.
-J.Mar
Kristinn Guönason á Skarði í Landsveit um gagnrýni Rasks:
Allir haffa verið boðnir og búnir
að greiða götu hans hér á landi
„Þessi maður er að leika sér að
okkur. Það hafa allir verið boðnir og
búnir að greiða götu hans hér á landi.
Paul Rask kom hingað haustið 1990
tfi að leita að hesti til aö fara í Kína-
ferðina. Hann fór með okkur á afrétt
ög fékk lánaöan hest sem honum lík-
aði óhemju vel við. Ég seldi honum
þennan hest fyrir lítið verö. Hann
kom svo hingað aftur í haust, sagði
okkur þá að hesturinn væri með
signa hófbotna en taldi þó að hann
kæmist í leiðangurinn," segir Krist-
inn Guðnason á Skarði í Landsveit
en hann seldi Rask hestana fimm.
„Hann fór svo aftur með okkur á
fjall til að velja sér hesta. Hesturinn
sem hann var hrifnastur af þar og
sá eini sem hann var harðákveðinn
í að velja sjálfur var rauðblesóttur
klár. Rétt áöur en hann fór út keypti
hann svo tvo hesta til viðbótar, bleik-
an klár og lítinn, brúnan hest. Ég
seldi honum hrossin á 400 þúsund
krónur sem var langt undir mark-
aðsverði. Það næsta sem ég heyri er
að bleiki klárinn hafl fengið kveisu
og verið kyrrsettur hér heima af
dýralæknum.
Hinir tveir voru hins vegar sendir
út. Rask fer með þá í læknisskoðun,
þá kemur í ljós að þeir eru með spatt
í afturfótum. Rask hringir í mig í
öngum sínum og ég segi honum aö
kunningi minn taki þessa hesta og
lofa að senda honum aðra klára í
staðinn fyrir þessa tvo. Hestamir
fara svo út þann 18. desember og
höfðu þá gengið í gegnum fullkomna
læknisskoöun híá dýralækni hér
heima. Til að vera viss um að allt
væri í lægi sendi ég honum þann
bleika sem ekki hafði komist með í
fyrra skiptið. Rask hringir þegar
hann er búinn að fá hestana og seg-
ist vera ánægður með þá. Síðan höf-
um við ekkert heyrt í honum fyrr en
hann sendir þetta bréf.
Rask hefur ekki borið neinn auka-
kostnaö vegna þessa því ég borgaöi
flutningskostnaðinn út fyrir hestana
sem reyndust vera gallaðir og eins
greiddi ég uppihald fyrir þá á meðan
þeir voru í hans umsjá."
-J.Mar
13 V
Halldór Gunnarsson:
Valdi og
keypti
hestana
sjalfur
„Fullyrðingar Rasks um að Fé-
lag hrossabænda hafi valið fyrir
hann hesta hér á landi til að nota
í leiðangurinn til Kína eru út í
hött. Hann valdi og keypti hest-
ana sjálfur. Það kom aldrei til
greina að aðilar hér á landi færu
að kaupa hesta fyrir hann,“ segir
Halldór Gunnarsson, formaöur
Félags hrossabænda.
„Paul Rask var í heimsókn hér
á landi haustið 1991 til að ræöa
við ýmsa aðila um fyrirhugaða
Kínaferð og meðal annars ræddi
hann við fulltrúa Félags hrossa-
bænda. Við töldum rétt að styðja
Paul Rask í þessu máli sem var
um margt áhugavert, til aö
mynda þær vísindarannsóknir
sem áttu að fara fram á hestun-
um. Auk þess töldum við að það
gæti verið mikil kynning fólgin í
þessu fyrir íslenska hesta. Hon-
um var því veittur styrkur upp á
200 þúsund krónur til að kaupa
hesta hér á landi. Styrkurinn var
hins vegar með fyrirvara um að
hann færi ferðina eins og hann
hafði ky nnt hana. Því var ákveðið
að skuldfæra upphæðina við
hann þangað til hann hefði lokið
ferðinni.
Hann fer svo og kaupir þijá
hesta og okkur er kunnugt um
að tveir þeirra hafi verið dæmdir
gallaöir sökum þess aö þeir voru
meö spatt. Seljendur hestanna
reyndu þegar að bæta honum það
með því að senda honum aðra
hesta. Nú er hann í þriðja skiptið
að tala um að þeir séu ekki nógu
góðir og vafalaust verður það
skoðað af seljendum hvort enn
verði komiö til móts við hann."
-J.Mar
HelgiSigurösson:
Það var
alltílagi
með hest-
anaþrjá
„Ég skoðaöi hestana þrjá sem
fóru út í desember og ég gat ekki
fundiö annað en það væri allt í
lagi með þá,“ segir Helgí Sigurðs-
son dýralæknir.
„Hófsperra er í mjög mörgum
íslenskum hestum og stafar af
fóðurbreytingum. Hún kemur til
að mynda oft upp þegar þeir fara
út á vorin eftir að hafa staðið yfir
veturinn.
Við höfum áður fengið athuga-
semdir, til dæmis frá Þýskalandi,
um hesta sem hafa farið þangaö
og fengið hófsperru. Ef það ætti
að dæma islenska hesta ónýta af
þessum sökum væru afskaplega
margir íslenskir hestar ónothæf-
ir. Þetta er þvi afskaplega lang-
sótt þegar maðurinn er að benda
á þetta atriði.
Ég skoðaði ekki hestana sem
fóru út og voru með spatt en ég
tók röntgenmyndir af þessum
nestum sem fóru út í desember
og skoðaði þá nákvæmlega. Þaö
var allt í lagi með þá. Þó aö þessi
eini hestur hafi verið meö hóf-
sperru er ég viss um aö hann
gæti farið til Kina af þeim sökum.
Þetta eru þvi afskaplega langsótt
rök sem bent er á í þessu bréfi
Rasks." -J.Mar