Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Qupperneq 6
6 LAUGARDÁGUR 14. MARS 1992. Útlönd RodStewart ákærðurfyrir iíkamsárás Rokkstjarnan Rod Stewart hef- ur veriö ákæröur í Ástralíu fyrir líkamsárás og verður að mæta fyrir rétti í Sydney. í ákærunni segir að Rod hafi slegið til ijós- myndara að nafni Geoff Hender- son fyrir utan hótel í Sydney þannig að á honum sá. Rod er á tónleikaferðalagi i Ástralíu og hefur vakið verulega athygli eins og venjulega. Hann fékk stefnuna í hendur þegar hann kom á tónleika í borginni í gær, að fjölda aðdáenda ásjáandi. Útgáfu Prövdu hættvegna fjárskorts „Fyrst fór kommúnistaflokkur- inn, þá Sovétríkin og nú er röðin komin aö Prövdusagði ritstjóri þessa víðfræga blaðs þegar hann varð að tilkynna 1 gær að blað dagsins kæmi ekki út vegna þess að ekki væri hægt að greiða prentkostnað. Pravda var í átta áratugi mál- gagn kommúnistaflokksins en hefur síöustu mánuði reynt að hasla sér völl sem fijálst og óháð dagblaö. Það hefur ekki gengið og sagði ritstjórinn að það væri mikill skaði, hvemig svo sem menn litu á fortíð blaösins. Prófessor Míkhaíl Gorbatsjov Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum Sovétleiötogi, hefur verið ráðinn í hlutastarf sem prófessor við CoUege de France í París. Hlut- verk leiötogans faUna verður að kenna sögu og austur-evrópsk stjómmál. Kennsluskylda á ári verður að- eins tuttugu tímar og fyrir þaö fær Gorbatsjov sem svarar 250 þúsund íslenskum krónum. Myrða stjórn- málamenntHað sanna vald sitt ítalska mafían hefur á einni viku látið myrða tvo stjórnmála- menn. Annar mannanna var ná- inn samstarfsmaður Andreottis forsætisráðherra. Hinn sat á Evr- ópuþinginu og var skotinn á götu í Brussel. Almennt er tahð aö verið sé að vara ítölsk stjórnvöld við að ganga ekki of nærri maf- íunni á Suöur-Ítalíu og SikUey. Tuttuguárað búatil klám- myndumJesú Gizur Helgaaan, DV, Kaupmaimahofa; Frumsýnd var í gær í Kaup- mannahöfn danska klámmyndin Jesús snýr aftur en hún er fram- leidd og gerð af Dananum Jens Jörgen Thorsen og hefur verið í smiðum í tuttugu ár. Mótmælum ýmissa kirkju- deUda hefur rignt yfir kvik- myndaframleiöandann en eins og titíllinn ber með sér þá er aöal- persónan Jesús sjálfur en kvik- myndín á afskaplega lítið sameig- inlegt með sjálfum guðspjöUun- um, enda hin argasta klámmynd. Segja má að einkunnarorð myndarinnar séu: kynlíf er betra en guöspjöUin. Gagnrýnendur dönsku blaðanna segja kvik- myndina með afbrigöum mis- heppnaða og vona að framleiö- andinn og kvikmyndastjórinn látí aldrei aftur í sér heyra DV Jón Baldvin stóroröur um nýja Eystrasaltsráðið: Lokaðir úti efftir 40 ára samvinnu - sagði utanríkisráðherra og talaði um útþenslustefnu Þjóðverja „Stofnun nýja Hansasambandsins fyrir nokkrum dögum jafngUdir í minum huga endalokum norrænnar samvinnu," sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanrikisráðherra á ráðstefnu um stöðu íslands í nýrri Evrópu í gær. Jón Baldvin var harð- orður vegna þess að ísland hefur verið útílokað frá þátttöku í nýja Eystrsaltsráðinu sem Jón kallaði nýtt Hansasamband. Hann sagði að eftirleiðis myndu Noröurlöndin einbeita sér að sam- starfi innan Evrópubandalagsins enda búist við aö Svíþjóð, Noregur og Finnland gangi í bandalagið. í þessu samstarfi væri íslandi ekki ætlaður staður og því yrðu lands- menn að leita samstarfs á nýjum vettvangi. Hann tílgreindi ekki hvaða vettvangur þaö væri. „íslendingum hefur verið sagt skýrum orðum að þrátt fyrir 40 ár í samvinnu við hin Norðurlöndin þá séu þeir ekki velkomnir í Eýstra- saltsráðið," sagði Jón Baldvin. Hann sagði aö Eystrasaltsráðið væri aðeins nýr þáttur í „austur- stefnu“ Þýskalands og vísaði þar til orða Helmuts Kohl á nýafstöðnu þingi Norðurlandaráðs. -GK að hætta sem lögmaður Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum; AtU Dam, lögmaöur í Færeyj- um, er ráöinn í að segja af sér embættinu í haust af heilsufarsá- stæðum. Hann hefúr átt við veik- indi að stríða undanfarið og gekkst nýlega undir uppskurð vegna bakveiki. Atíi tók við lögmannsstarfinu í upphafí síðasta árs eftir nokkurt hlé en hafði áður gegnt því um árabil. Þegar er farið að ræða um væntanlega arftaka og eru þrjú einkum nefnd til sögunnar. Sumir vilja að kona taki við og kemur þá Marita Petersen, dóms- og menntamálaráöherra, helst til greina. Johannes Eidesgaard og Thomas Arabo hafa einnig hug á embættinu og formennsku í Jafn- aðarflokknum. Stóra-Berta, kýrin hans Jerome O’Leary, nýtur þess heiðurs aö vera elsta kýr i heimi. Hún er fædd þann 17. mars árið 1944 og er því nær 48 ára gömul. Hún hefur átt 39 kálfa, fleiri en nokkur kynsystir hennar. Stóra- Berta verður heiðursgestur hjá irska útvarpinu á afmælisdaginn. Simamynd Reuter Rússneskur íjöldamorðingi gengur laus: Myrðir bara stúlkur í svörtum sokkabuxum Lögreglan í Taganrog í Suöur- Rússlandi leita nú íjöldamorðingja sem myrðir að því er virðist allar stúlkur í svörtum sokkabuxum sem hann kemst í tæri við. Af frásögnum Tass-fréttastofunnar aö dæma eru Uk stúlknanna mjög hrottalega útleikin og hefur þeim verið nauðgaö. Morðinginn treður sígarettupökk- um upp í stúlkumar áöur en hann kyrkir þær. Líkin hafa öll fundist í sokkabuxunum en nakin að öðru leyti. Síðasta fórnarlambið var sextán ára en ekki er gefið upp hve margar stúlkur hafa verið myrtar. MiMl skelfing hefur gripið um sig í borg- inni en lögreglan stendur ráðþrota. Að sögn hennar er helsta ráðið að bíða og fylgjast meö stúlkum í svört- um sokkabuxum. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLÁN ÖVERÐTRYGOÐ Sparisjóösbækur óbundnar Sparireikningar 1-2 Landsbanki 3ja mánaóa uppsögn 1,25-3 Sparisjóöirnir 6 mánaða uppsögn 2,25—4 Sparisjóðirnir Tékkareikningar, almennir 0,5 Allir Sértékkareikningar 1-2 Landsbanki VlSITÖLUBUNONIR REIKNINGAR 6 mánaða uppsögn 2,75-3 Landsbanki 1 5-24 mánaða 6,75-7,25 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5-5,5 Allir nema Islb. Gengisbundnir reikningar í SDR 6-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 8,5-9 Landsb.Jslb. ÖBUNDNIR SÉRKJARAREIKNtNGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3-3,5 Landsbanki óverðtryggö kjör, hreyföir 4,5-5,25 Landsbanki SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR Vísitölubundnir reikningar 1,75-3 Landsb. Gengisbundir reikningar 1,75-3 Landsb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6-6,5 Búnaðarbanki óverðtryggð kjör 6-6,5 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 2,75-3,0 Allir nema Islb. Sterlingspund 8,25-8,7 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,5-8,2 Sparisjóðirnir Danskar krónur 8,0-8,4 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst OTLAN ÓVERÐTRYGGÐ Almennir vlxlar (forvextir) Viðskiptavíxlar (forvextir)1 12,25-1 3,75 kaupgengi Búnaðarbanki Almenn skuldabréf B-flokkur 13-14,25 Búnaðarbanki Viöskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 1 5-1 5,75 islb. UtlAn verðtryggð Almenn skuldabréf B-flokkur 9,75-10 Búnb.,Sparisj. afurðalAn Islenskar krónur 12,5-14,25 Islb. SDR 8,25-8,75 Landsbanki Bandaríkjadalir 6,0-6,75 Sparisjóðir Sterlingspund 11,9-1 2,75 Sparisjóðir Þýsk mörk 11,25-11,5 Búnðarbanki Húsnœðlslán 4,9 Ufeyrissjóöslán 5-9 Dráttarvextir 21.0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf mars 14,3 Verðtryggð lán mars 10,0 VÍSITÖLUR Lánskjaravlsitala febrúar 31 98 stig Lánskjaravísitala mars 31 98 stig Byggingavfsitala mars 598 stig Byggingavísitala mars 187,1 stig Framfærsluvisitala mars 160,6 stig Húsaleiguvisitala 1,1 % lækkun 1. janúar VERÐ8RÉFASJÓOIR HLUTABRÉF Sölugengi bréla verðbréfasióöa Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 6,135 Sjóvá-Almennar hf. 5,05 5,65 Einingabréf 2 3.260 Ármannsfell hf. 1,90 2,15 Einingabréf 3 4,030 Eimskip 4.77 5,14 Skammtímabréf 2,041 Flugleiðir 1,90 2,10 Kjarabréf 5,770 Hampiöjan 1,30 1,63 Markbréf 3,103 Haraldur Böðvarsson 2,85 3 10 Tekjubréf 2,143 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 1Í10 Skyndibréf 1.784 Hlutabréfasjóðurinn 1,60 1,68 Sjóösbréf 1 2,941 Islandsbanki hf. 1,61 1,74 Sjóðsbréf 2 1,925 Eignfél. Alþýðub. 1,58 1,71 Sjóðsbréf 3 2,031 Eignfél. Iðnaðarb. 2,12 2,29 Sjóðsbréf 4 1,735 Eignfél. Verslb. 1,41 1,53 Sjóösbréf 5 1,222 Grandi hf. 2,60 2,80 Vaxtarbréf 2,0722 Olíufélagið hf. 4,40 4,90 Valbréf 1,9422 Olís 1,78 2,00 Islandsbréf 1,291 Skeljungur hf. 4,80 5*45 Fjórðungsbréf 1,152 Skagstrendingur hf. 4,65 5,05 Þingbréf 1,287 Sæplast 3,24 3,44 öndvegisbréf 1,267 Tollvörugeymslan hf. 1,04 1,09 Sýslubréf 1,312 Útgerðarfélag Ak. 4,25 4,60 Reiðubréf 1,245 Fjárfestingarfélagið 1,18 1,35 Launabréf 1,026 Almenni hlutabréfasj. 1,10 1,15 Heimsbréf 1,164 Auðlindarbréf 1,04 1,09 Islenski hlutabréfasj. 1,15 1,20 Sildarvinnslan, Neskaup. 3,10 3,50 ’ Við kaup á viöskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. K = Kaupþing, V = Vi B, L = Landsbréf, F = Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam- vinnubanka Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast í DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.