Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 14. MARS 1992.
Það er svo gaman
að hnýta flugur
- segir Kristján Kristjánsson, fyrrum stórhljómsveitarforingi
Kristján Kristjánsson, KK, í Litlu flugunni. Um alla veggi hanga marglit fluguhnýtingarefni og í skúffum má sjá
raöir listilega hnýttra flugna. „Hér slappar maður fullkomlega af.“ DV-myndir GVA
„Ég haföi alltaf haft áhuga á veiði-
skap en ekki haft neinn sérstakan
áhuga á fluguhnýtingum. Svo var
það einhvern tíma fyrir um 20 árum
að ég var að veiða lax með Áma
ísleifs píanóleikara. Þá var ég með
flugustöng en hafði eitthvað af maðki
með. Árni segir við mig í þessum
túr: Hvað ertu að flækjast með þenn-
an maðk, þú ert alveg hættur að nota
hann. Hættu þessu bara. Ég gerði
eins og hann sagði og hef ekki snert
á maðki síðan,“ segir Kristján Kristj-
ánsson, eða K.K. eins og hann er
stundum kallaður, um upphaf áhuga
síns á fluguhnýtingum. Kristján er
kaupmaður í Verðlistanum og fyrr-
um stjómandi helstu stórhljómsveit-
ar landsins á ámm áður, K.K. sext-
ettsins.
Flughnýtingar em helsta áhuga-
mál Kristjáns í dag. Síðastliðin 14 ár
hefur hann starfrækt verslun fyrir
fluguveiðimenn og fluguhnýtingar-
menn, Litlu fluguna, í kjallara fjöl-
býhshúss að Laugarnesvegi 80. Þar
hittast oft gamlir veiðifélagar Kristj-
áns og félagar úr stangaveiðifélaginu
Ármönnum.
Sjónvarps-
lausu kvöldin
Þegar Kristján hafði komist á
bragðið með fluguhnýtingar fór
hann á námskeið hjá Kolbeini
Grímssyni.
„Kolbeinn er mjög góður kennari
og enn í dag er hann einn af okkar
bestu fluguhnýtingarmönnum. Yfir
vetrartímann seldum við hjá Ár-
mönnum fluguhnýtíngarefni, flugur
og fieira er viðkemur veiðiskap.
Starfsemin var reyndar heldur tak-
mörkuð. Síðan atvikaðist þetta þann-
ig að þeir félagar mínir nenntu ekki
að standa í þessu lengur og buðu mér
það sem til var af efni til kaups. Þá
var ég þegar byrjaður með umboð
fyrir öngla og gat byrjað upp á eigin
spýtur."
Kristján hefur opið tvisvar í viku,
á fimmtudagskvöldum og eftir há-
degi á laugardögum. Fimmtudagam-
ir vora tílkomnir vegna sjónvarps-
leysis sem einu sinni var á fimmtu-
dögum. Seinna ætlaði Kristján að
hætta að hafa opið þessi kvöld en þá
brugðust margir viðskiptavina hans
ókvæða við. Þeir vildu ekki heyra á
slíkt minnst.
Ungir snillingar
- Kemur alltaf sami hópurinn í búð-
ina?
„Nei, þetta er alltáf að breytast. Nú
er farið að kenna flughnýtingar í
grunnskólunum sem bæði stelpur og
strákar velja sér. Það kemur mikið
af ungu fólki til mín. Þegar krakk-
amir byrja svona snemma geta þeir
orðið algerir snillingar með tíman-
um. Þannig þekki ég einn sem geröi
snilldargóðar flugur strax árið sem
hann fermdist. Sá strákur er alveg
einstakur."
Veggir Litlu flugunnar eru þaktir
flugum, önglum og fluguhnýtingar-
efni. Það fer ekki framhjá neinum
sem inn kemur að fluguhnýtingar
eru kúnst, sjálfstæð listgrein. Meðan
veiði liggur niðri á vetuma sitja
fluguhnýtingarmenn í herbergjum
og kompum um allan bæ og hnýta,
margir af miklu listfengi.
- Þeim sem ekki þekkja til veiði
finnst kannski undarlegt allt þetta
umstang vegna einnar flugu. Geta
menn séð fyrir hvaða fluga mun gef-
ast vel og hver ekki.“
„Stundum tekur flskurinn bara
svarta flugu. Oft eru þær happa-
drýgstar, sérstakiega á haustin, þeg-
ar birtu er farið að bregöa. Litirnir
eru notaðir sem „attractors“, eiga að
laöa fiskinn að. Fluguhnýtingar hafa
eiginlega þróast sem sjálfstæð list-
grein, óháð veiðinni sem slíkri."
Mokveiði á ruslflugu
Til aö skýra þetta betur segir
Kristján sögu af tveimur vinum sem
byrjuöu að hnýta flugur í frístund-
um. Annar var sérlega laginn við
hnýtingarnar og hnýtti svo listafall-
egar flugur að innramma mátti
hverja einustu þeirra. Hinn var allt
of fljótfær og ruslaði þessu einhvem
veginn saman. Þar kom að þeir félag-
ar fóru í veiði. Stefnan var tekin á
Þingvallavatn. Þá bregður svo við að
sá með „ruslflugurnar" byrjar strax
að veiða heljarinnar ósköp. Hinn,
með allar fallegu flugurnar, varð
hins vegar ekki var. „Þeir komust
að því að sá með fallegu flugurnar
hafði bara ekki verið á réttu róh með
Ein af eftirlætisflugum KK, Yellow
dog. Amerikanar kalla hana
Garry.
þær, hinar pössuðu mun betur við
þessar kringumstæður. Þær fallegu
hefðu kannski dugað mun betur ann-
ars staðar eða seinna á sama stað.“
Kristján segir þessa sögu þekkta
meðal veiðimanna. í einfaldleika sín-
um skýri hún af hveiju menn séu
að hamast við að hnýta mismunandi
gerðir flugna, í mismunandi litum
og af mismunandi lpgun.
„Menn eru kannski búnir að prófa
5-10 flugur án þess að neittgangi og
svo kemur allt í einu fluga sem rok-
gengur. Það er þá einhver annar litur
notaður, önnur stærð eða annað sem
hefur áhrif. Ef maður vissi nákvæm-
lega hvaða flugu hann mundi taka
mundu allir hnýta sömu fluguna og
gamanið væri takmarkað. Þetta er
svo breytilegt og það er svo gaman
að hnýta flugur. Maður gleymir sér
líka fullkomlega við þetta, erill og
streita dagsins hverfur hreinlega
þegar maður byrjar.“
- En eru ekki einhverjar þumalfing-
ursreglur varðandi notkun á flug-
um?
„Það er kannski sú að í sólskini
noti maður ljósar flugur en dökkar
í dimmviðri. Þetta er eina reglan sem
ég þekki og hún stendst ekki nema
nokkurn veginn. Þannig er allt í
fluguveiði, þú gengur aldrei að neinu
vísu. Góð fluga er sú sem þú veiðir
á, alveg burtséð frá hvemig hún lítur
út, og hún er kannski ekki góð nema
í eitt skipti."
Krafla og Blue charm
Flugur bera oftar en ekki erlend
nöfn þar sem erlendir menn hafa
hannað þær. Þær eru engu að síður
hnýttar hér.
Nokkrar flugur eru frægar meðal
veiðimanna. Meðal laxfluga nefndir
Kristján Hary Mary, Blue Charm,
Munroe killer, Yellow dog/Garry og
íslensku fluguna Kröflu sem Kristján
Gíslason er höfundur að. Meðal sil-
ungsflugna nefnir hann Teal &
Black, Peter Ross, Watson fancy og
Alder. Kristján Gíslason er mjög
þekktur meðal fluguhnýtingar-
manna. Auk Kröflu hefur hann gert
Rækjufluguna og Skrögg svo að eitt-
hvað sé nefnt.
Til að hnýta flugur þarf auðvitað
öngul og síðan hnýtingaþráð. Þá er
notað búkefni, sem vafið er um legg
öngulsins, (ekki alltaf þó). Einnig eru
notaðir svo kallaðir tinselþræðir,
sem eru gylltir eða silfraöir.
Fjaðrir og hár er notað, meðal ann-
ars íkornahár, hár úr kálfshala eða
hár úr hjartarhala. Svo eru til dæm-
is notaðir hanahnakkar, bæði nátt-
úrulegir og litaðir. Kristján segist
stundum laumast í saumaskrín kon-
unnar ef hann vantar ullartvinna.
Hann segir ullarband ágætt til hnýt-
inga. Ýmis verkfæri eru síðan notuð
eins og statíf fyrir öngulinn, skæri
og fleira.
„Yfirleitt veiðist betur á hárflugur
á Islandi í dag en sumar flugutegund-
ir eru hnýttar bæði sem hárflugur
og fjaðraflugur. Nokkrar flugur eru
þannig að ég veiði aldrei með þeim
nema þær séu hnýttar með fjöðrum.
Þar má nefna Blue Charm sem er ein
af þessum frægu. Það er nóg af góð-
um hárflugum og því vil ég líka hafa
flugurnar sem ég hnýti sem líkastar
þeim upprunalegu. Ég vil engin af-
brigði."
Kristján segir sinn uppáhaldslit í
flugum vera dökkólífugrænan. Hann
byiji alltaf silungsveiöi með flugu
sem hefur þann Ut.
Við hnýtingar segist Kristján ýmist
eiga upprunalegu flugurnar að fara
eftir eða þá að uppskriftin sé í höfð-
inu. Þá eru einnig til fluguhnýtinga-
bækur sem fara má eftir.
Ekki bara fluga
- Sumir fluguveiðimenn tala ekki
beint fallega um þá sem nota maðk
og spún við stangaveiði?
„Mér finnst alveg óþarfl að stilla
þessu þannig upp. En þegar menn
eru komnir yfir maökinn vilja þeir
einhvern veginn sanna fyrir sjálfum
sér að það sé eintóm vileysa að veiða
á maðk. Þaö er alls ekki tilfellið. Það
eru margir snillingar með maök og
eins spún en reyndar verð ég að við-
urkenna að ég er frekar á móti spún.
Hann getur eyðilagt svo mikið fyrir
fluguveiðinni.
Annars er góð veiöi ein og sér alls
ekki vísbending um að þar fari góður
veiðimaður. Góður veiðimaður þarf
að vera gæddur ýmsum hæfileikum.
Almennt miöa ég við að hann beri
virðingu fyrir fiskinum í vatninu,
náttúrunni og þeim sem eru að veiöa
í næsta nágrenni. Þú getur haft úr-
valskastara sem er vel fiskinn en
stjarna hans hrápar fljótt ef græðgin
stjórnar veiöinni eða ef hann gleymir
því að aðrir eru að veiða í kring um
hann.“ .hlh