Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Side 25
25
LAUGARDAGUR 14. MARS 1992.
Baráttu við b arnavernd arnefnd lauk á dramatískan hátt fyrir 20 árum:
Rændi syni sínum
- nefndin virtist ekki hugsa um hagsmimi mína, segir sonurinn
„Ég missti íbúðina sem ég leigði
þar sem leigusalinn dó og íbúðin var
seld. Ég stóð á götunni með tvö börn,
13 ára stelpu og 9 ára strák. Það
fannst mér ekki ganga og því leitaði
ég hjálpar hjá félagsmálastofnun um
stundarlausn á vandraeðum mínum.
Bömunum var komið fyrir, stelp-
unni í sveit fyrir austan og stráknum
á afskekktum bæ við Grindavík. Mér
var sagt að ég fengi þau aftur um
leið og ég hefði fundið húsnæði.
Stráknum líkaði hins vegar ekki al-
veg vistin í fyrstu og vildi koma til
mín. Ég vildi sækja hann og fara með
hann til móður minnar á Akranesi.
Þegar ég síðan reyndi að fá strákinn
var mér neitað og þar við sat. Eftir
nær fimm ára baráttu við kerfið
hafði ég og íjölskylda mín fengið nóg.
Við tókum þá ákvörðun að fara suð-
ureftir og sækja drenginn. Við rænd-
um honum hreinlega," sagði Jenný
Franklínsdóttir, húsmóðir að Refs-
stöðum í Hálsasveit í Borgarfirði, í
samtali við DV.
Jenný komst á forsíðu Vísis fyrir
20 árum þegar hún fór ásamt fóður
sínum, bróður og fleirum að bæ við
Grindavík og rændi Guðlaugi syni
sínum frá fjölskyldu þar sem honum
hafði verið komið fyrir í fóstur á
vegiun barnaverndamefndar. Und-
angengna fimm mánuði hafði Jenný
reynt að fá son sinn til sín aftur en
án árangurs. Eftir að hafa þrætt veg-
inn milli félgsmálastofnunar, barna-
verndarnefndar Reykjavíkur og
barnavemdarráðs án þess að fá son
sinn var henni nóg boðið.
í dag er Guðlaugur 29 ára gamall.
Hann á konu og 10 mánaða gamlan
son. Fjölskyldan býr í Breiðholti, í
íbúð sem þau keyptu fyrir fjórum
ámm. Guðlaugur vinnur sem bíl-
stjóri hjá fyrirtæki í bænum og lifir
eins og fólk gerir flest.
Treysti munnlegu
samkomulagi
„Ég fékk íbúðina sem ég leigði forð-
um í gegn um Félagsmálastofnun
Reykjavíkur. Þegar ég fór þangað
aftur vegna húsnæðisvandræða
minna hitti ég mann sem spurði
hvort krakkarnir gætu ekki farið í
sveit um sumariö. Ég tók ágætlega í
það og fóru þau að bæ í Gaulverja-
bæjarhreppi fyrir austan. í septemb-
er segir sami maður mér að hann sé
búinn að fá pláss fyrir strákinn suð-
ur í Grindavík. Ég var sæmilega sátt
við það þar sem hann átti frændfólk
í Grindavík. Til að uppfylla formsatr-
iði kom maðurinn með plagg sem ég
varð að skrifa undir, öðruvísi gat ég
ekki fengið hjálp stofnunarinnar. Ég
skrifaði undir án þess þó að skoöa
plaggið neitt nánar. Við höfðum talað
um að vistunin yrði tímabundin og
ég treysti manninum fullkomlega."
Guðlaugi var komið fyrir á af-
skekktum bæ við Grindavík 16. sept-
ember 1971. Á afmælisdaginn hans,
29. september, hringir Jenný í haim.
Fannstfarið
ábakvið sig
„Hann grét í símann og sagðist
ekki vilja vera þama, sér leiddist svo
mikið. Mér leið ekki vel að heyra það
svo ég hringdi í manninn hjá félags-
málastofnun og tjáði honum það.
Hann sagði þá að strákurinn yrði að
vera áfram í fóstri, ég hefði enn ekki
fengiö nema herbergi að búa í. Ég
sagðist vilja ganga í máhð og tala viö
móður mína á Akranesi. Það gekk
hins vegar ekki. Ég hringdi þá í
barnavemdamefnd og kvartaði yfir
þvi að Félagsmálastofnun væri að
bijóta á mér. Þá kom hins vegar í
ljós að ég var að tala við sama mann-
inn og hafði með mál mitt hjá Félags-
málstofnun að gera. Hann var þá líka
Jenný og Guðlaugur skoða blaðaúrklippur þar sem sagt er frá því er hún rændi honum úr fóstri fyrir 20 árum.
Jenný finnst hafa verið farið á bak við sig og Guðlaugi finnst ráðstöfun barnaverndarnefndar á þessum tíma ekki
hafa miðast við hagsmuni sina. , DV-mynd GVA
% W~
—
í barnaverndamefnd og stýrði mál-
inu þaðan. Það hafði ég ekki haft
hugmynd um.“
Jenný sagði Utið hald hafa verið í
munnlegu samkomulagi sem hún
gerði við umræddan mann. Þegar á
reyndi kom upp úr kafinu að hún
hafði skrifað undir plagg þar sem stóð
að sonur hennar yrði að vera í fóstri
eitt ár hið minnsta. Hún segir að at-
hygU sín hafi aldrei verið vakin á því.
„Það var ekki allt. í stað þess að
vera í Grindavík var strákurinn á
afskekktum bæ án rafmagns. Maður-
inn haföi gefið vUyrði fyrir þvi að
strákurinn fengi að koma heim fil
móður núnnar á Akranesi um jóUn
en þar kom fjölskyldan alltaf saman.
Það var hins vegar svikið. Þá kom
einnig í ljós að þar sem bærinn var
svo afskekktur var ekki hægt að
senda strákinn í skóla. Hann fór
tvisvar í skóla í Grindavík þessa
fimm mánuði. Við höfum aldrei haft
neitt á móti fólkinu sem fóstraöi
strákinn, það gerði sitt besta en það
gat hver maður séð að þetta var ekki
gott fyrir hann. Þar að auki fékk
hann ekkert tækifæri til að leika við
jafnaldra sína. Hjónin voru barnlaus.
Þetta var því mjög sérkennileg ráð-
stöfun hjá nefnd sem kennir sig við
barnavemd. Og það mislíkaði mér
eðUlega. Mér fannst farið iUa á bak
við mig.“
Ömurlegjól
Jenný og tveir bræöur hennar fóru
Guðlaugur 8 ára, skömmu áður en
hann var vistaður suður með sjó.
suður eftir daginn fyrir Þorláks-
messu, vissu ekki betur en strákur
fengi að vera með fjölskyldunni um
jóUn.
„Strákurinn kom á móti mér og
æpti „Mamma er komin, mamma er
komin." Mér var bent á að maöurinn
hjá bamavemdarnefnd hefði hringt
og sagt að ekki væri tímabært að
drengurinn færi heim. Ég ætlaði ekki
að gefa mig en varð þó frá að hverfa.
Ég ætlaði ekki að hafa það þegar við
gengum frá bænum í snjónum og án
hans. Ég lak hreinlega niður.“
Jenný fór upp á Akranes með dótt-
ur sína sem leið vel í sinni vist aust-
ur í sveitum. Þessi jól segir hún hafa
verið þau ömurlegustu jól sem hún
hefði nokkum tima upplifað.
Mælirinn fullur
„Eftir áramót hélt ég áfram að
ganga á mUU aðila í kerfinu. Það var
farið að síga í mig og mitt fólk.
Það var á hreinu að bamavemdar-
nefnd hafði ekkert á mig. Ég var
reyndar hálfur öryrki vegna bak-
veiki en vann í söluturni og hafði
aldrei vanrækt börnin. Örorkan var
notuð gegn mér, sagt að ég væri ekki
hæf til að hafa strákinn. Það lá aldr-
ei neinn úrskurður eða dómur fyrir
um að ég ætti ekki að hafa drenginn
og ég ætlaði mér aldrei að láta dreng-
inn, bara vista hann tímabundið.
Mamma vildi taka strákinn og mig
aö sér og skrifaði bamavemdar-
nefnd í Reykjavík bréf vegna þess en
aUt kom fyrir ekki. Ákvörðun nefnd-
arinnar varð ekki haggað.
Ævintýraleg ferð
Við ákváðum að gefa okkur ekki
gegn ofurvaldi bamavemdarnefndar
og ákváðum að taka strákinn. Það
varð ævintýraleg ferð.“ Með í ferð
19. febrúar 1972 voru foreldrar
Jennýar, bróðir og maður sem að-
stoðað hafði Jenný eftir fóngum. Far-
ið var á tveimur bílum. Þegar komið
var að bænum kom strákurinn
hlaupandi.
„Ég sagðist vera að sækja hann.
Hann varð voða kátur og hljóp inn
til að ná í dótið sitt. Hins vegar skellti
húsfreyjan á mig dymnum en mér
tókst að setja fótinn milU stafs og
hurðar. Þá kom bróðir minn og
hjálpaði mér og sagði stráknum að
smeygja sér út. Hann gerði það en
frúin segir þá að síminn sé til mín.
Þá var maðurinn frá bamaverndar-
nefnd í símanum og spurði hvað ég
væri að gera. Ég sagðist vera að gera
það sem ég hefði alltaf ætlað aö gera,
sækja strákinn."
TU að bóndinn á bænum elti ekki
var loftinu hleypt úr dekkjunum á
bílnum hans. Ékið var til Þorláks-
hafnar og þaðan tfi Hveragerðis.
Hópurinn fékk spurnir af leit lögregl-
unnar og við Hveragerði sáu þau lög-
reglubU bíða á Kambabrún. Þá var
ákveðiö að aka til Þingvalla. Þar
skildi leiðir. Jenný og maðurinn óku
í bæinn en foreldrar hennar og bróð-
ir með strákinn um Kjósarskarð og
upp á Skaga. Jenný fór ekki heim til
sín í Reykjavík þar sem þar biði ör-
ugglega lögregla.
Lögreglan í Reykjavík hringdi upp
á Skaga tU að biðja Akraneslögregl-
una að fara inn í Hvalfjarðarbotn.
Átti að hindra að bíUinn með strákn-
um kæmist yfir mörk lögsagnarum-
dæmisins. Það tókst hins vegar ekki.
Óróleg vegna
keppnisferða
Guðlaugur ólst upp á Akranesi
næstu árin, var í fótbolta með ÍA og
gekk vel. Jenný segist þó alltaf hafa
verið hrædd við keppnisferðir.
„Ég var óróleg, sérsaklega þegar
hann fór til Keflavíkur. Þá bað ég
þjálfarann að hafa aldrei af honum
augun.“
Eftir ævintýrið við Grindavík vildi
Jenný afgreiða málið en fékk heldur
óblíðar viðtökur hjá bamaverndar-
yfirvöldum. Fékk hún þá lögfræðing
í málið og hefur ekki heyrt neitt frá
opinberum aðUum síðan.
í rafmagnsleysi
til 16 ára aldurs
Guðlaugur segist muna vel eftir
þessum atburðum.
„Mér leið ekkert svo illa hjá fólkinu
sem hafði mig, þetta var aUs ekki
slæmt fólk, en ég vUdi samt fara
heim. í fyrstu vissi ég ekki neitt um
hvað yrði um mig en síðan var mér
-alltaf sagt að ég ætti að vera þarna
þar til ég yrði 16 ára. Ég yrði að sætta
mig við það. Þeir sögðu það báðir,
bóndinn og maðurinn frá félagsmála-
stofnun. Þá fór mig bara að langa enn
meira heim,“ segir Guðlaugur.
Guðlaugur segist hafa hlaupið
strax tíl móður sinnar þegar þau
komu að sækja hann. Hins vegar
hafði verið brýnt fyrir honum nær
daglega hvað hann ætti að segja ef
hann yrði tekinn úr vistinni.
„Ef lögreglan stoppaði okkur átti
ég að segja að ég vUdi fara aftur til
fósturforeldra minna. Það ákvað ég
hins vegar strax að segja aldrei. Ég
vUdi alltaf fara heim, það var alveg
á hreinu. Eftir á finnst mér ráðstöfun
bamaverndarnefndar skrýtin. Ég
var sendur á afskekktan bæ þar sem
ekkert rafmagn var og engir krakkar
á mínu reki. Ég komst ekki í skóla
nema í tvö skipti. Reyndar sóttu
hjónin námsefni tíl Grindavíkur og
létu mig læra eitthvað á hverjum
degi. Þau vom ágæt en auðvitað átti
ég að eiga kost á að ganga í skóla og
eiga samneyti við -jafnaldra mína.
Mér finnst nefndin ekki hafa haft
hagsmuni mína að leiðarljósi í þessu
rnáli."
-hlh