Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1992, Page 27
26 LAUGARDAGUR 14. MARS 1992. LAUGARDAGUR 14. MARS 1992, 39 Kristín Stefánsdóttir og Svanhvít Valgeirsdóttir faröa hér Auði Hansen og Vigdísi Másdóttur með No Name snyrtivörum. DV-myndir Hanna Glæsileg Ford-hátíð á fimmtudagskvöld: Spennandi og skenuntileg keppni -þegar Ford-stúlkan 1992 verður valin á Hótel Sögu Tólf stúlkur munu taka þátt í Ford-keppninni sem fram fer næsta fimmtudagskvöld, 19. mars, í Súlna- sal Hótel Sögu. Kvöldið verður ein- staklega glæsilegt og sett þannig fram að allir geti skemmt sér vel um leið og þeir kynnast hvemig valin er súperfyrirsæta íslands 1992. Sigur- vegari keppninnar fær í verðlaun tiu daga ferð tfi Los Angeles þar sem hún tekur þátt í keppninni Supermodel of the World þann 18. júlí nk. Þá mun hún einnig fá stóran snyrtikassa með No Name snyrtivörum sem kailast Professional Make Up Kit. Aðrir þátttakendur keppninnar fá einnig sams konar snyrtikassa en heldur minni. Gestir fá sérstakan Ford-drykk við komuna. Eftir að stúlkumar tólf hafa verið kynntar fyrir gestum hússins mun ópemsöngvarinn Bergþór Páls- son syngja nokkur lög. Módel 79 verður með glæsilega tískusýningu. Til að létta stemninguna í húsinu fyrir úrslitastundina munu hinir eld- fjörugu Gysbræður sýna hvað í þeim býr. Það er Anne Gorrison sem kemur hingað frá Ford Models í New York og velur sigurvegarann. Anne er yf- irmaður þeirrar deildar hjá Ford Models sem velur fyrirsætur til starfa eftir þeim fjölmörgu myndum sem berast skrifstofunni daglega. Hún fer héðan til írlands þar sem hún mun einnig krýna Ford-stúlku. Kynnir kvöldsins verður Bryndís Schram og um píanóleik sér Jónas Þórir. Á síðunni hér fyrir neðan era stúlkumar kynntar fyrir lesendum DV. Þær eru allar ungar að árum og hafa enga reynslu að baki í fyrir- sætustörfum. Eileen Ford hefur ein- mitt áhuga á ómótuðum stúlkum í keppnina Supermodel of the World en hún er sett upp til að finna ný andlit - andlit tíunda áratugarins. Sú stúlka sem sigrar þá keppni fær tæplega fimmtán milljón króna samning við Ford Models í New York. Hugsanlegt er að fleiri en ein stúlka af þeim tólf sem hér eru kynntar fái atvinnutilboð frá Ford Models. Það ræöst á úrslitakvöldinu. Bima Bragadóttir, sem sigraði Ford-keppn- ina í fyrra, starfar nú við fyrirsætu- störf á Ítalíu. Áður en myndirnar hér á síðunni voru teknar fengu stúlkurnar hjálp frá færastu sérfræðingum á sviði hárgreiðslu og fórðunar. Það voru þær Svanhvít Valgeirsdóttir og Kristín Stefánsdóttir sem fórðuðu með No Name snyrtivörum en þær eru félagar í Félagi íslenskra förðun- arfræðinga. Um hárgreiðslu sá starfsfólk hárgreiðslustofunnar Jóa og félaga, Rauðarárstíg 41. -ELA Linda, hárgreiðslumeistari hjá hár- greiðslustofunni Jói og félagar, leggur hér síðustu hönd á hár- greiðslu Hrefnu Jónsdóttur. Nafn: Þórdís Þórðardóttir. Fæðingardagur og ár: 18. maí 1977. Hæð og þyngd: 175 sm og 55 kg. Staða: Nemandi í framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum. Áhugamál: Fyrst og fremst fyrirsætustörf. Foreldrar: Þorsteina Pálsdóttir og Þórður Karls- son. Þórdís á fjögur systkini. Heimili: í Vestmannaeyjum. Um hárgreiðslu Þórdísar sá Hárgreiðslustofa Þor- steinu í Vestmannaeyjum og förðun Snyrtistofa Ágústu. DV-mynd Ómar, Vestmannaeyjum Nafn: Lovísa Aðalheiður Guðmundsdóttir. Fæðingardagur og ár: 20. ágúst 1975. Hæð og þyngd: 180 sm og 64 kg. Staða: Nemandi á fyrsta ári í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Áhugamál: Körfubolti, söngur, tónlist og skíði. Ennþá hef ég ekkert ákveðið hvað ég hef áhuga á að gera í framtíðinni. Foreldrar: Guðrún Ágústa Jónsdóttir og Guð- mundur Sigurjón Reynisson. Lovísa á tvo eldri bræður. Heimili: í Innri-Njarðvík. DV-mynd Hanna Nafn: Hrefna Jónsdóttir. Fæðingardagur og ár: 2. ágúst 1976. Hæð og þyngd: 176 sm og 59 kg. Staða: Nemandi í tíunda bekk Hjallaskóla. Áhugamál: Förðun og mig langar að fara í Fjöl- braut í Breiðholti á snyrtibraut. Ég hef auk þess áhuga á fyrirsætustörfum, tónlist og börnum. Foreldrar: Jóna Jónsdóttir og Jón Friðgeirsson, fósturfaðir er Óskar Örn Óskarsson. Hrefna á tvær yngri systur. Heimili: I Kópavogi. DV-mynd Hanna Nafn: Brynja Davíðsdóttir. Fæðingardagur og ár: 3. október 1975. Hæð og þyngd: 177 sm og 50 kg. Staða: Nemandi á fyrsta ári í menntaskólanum í Reykjavík. Áhugamál: Ég er mikið fyrir dýr og hefði viljað verða dýralæknir en veit ekki hvort úr því verður. Fyrirsætustörf heilla mig líka mikið, útivera og náttúran. Foreldrar: Janice Balfour og Davíð Þorsteins- son. Brynja er í miðjunni af þremur systkinum. Heimili: f Reykjavík. DV-mynd Hanna Nafn: Ingibjörg Valdimarsdóttir. Fæðingardagur og ár: 7. febrúar 1973. Hæð og þyngd: 177 sm og 65 kg. Staða: Nemandi í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi á hagfræðibraut. Áhugamál: Hef áhuga á fyrirsætustörfum, íþrótt- um og ferðalögum og að Ijúka námi en framtíðin er óráðin. Foreldrar: Jóhanna Jónsdóttir og Valdimar Björgvinsson. Ingibjörg á tvo yngri bræður. Heimili: Á Akranesi. DV-mynd Hanna Nafn: Hildur Guðjónsdóttir. Fæðingardagur og ár: 23. janúar 1976. Hæð og þyngd: 180 sm og 62 kg. Staða: Nemandi í tíunda bekk Seljaskóla. Áhugamál: Hef hug á að fara til Ástralíu sem skiptinemi á næsta ári og síðan í MR. Einnig er ég með mikla Ijósmyndadellu og tek helst myndir af fólki. Foreldrar: Sigrún Stefánsdóttir og Guðjón Sche- ving Tryggvason. Hildur á tvo yngri bræður. Heimili: Seljahverfi í Reykjavík. DV-mynd Hanna Nafn: Ása Sigurbjörg Haraldsdóttir. Fæðingardagur og ár: 22. júní 1972. Hæð og þyngd: 179,5 sm og 57 kg. Staða: Nemandi á fjórða ári í menntaskólanum við Sund. Áhugamál: Mig langar að læra sálfræði eftir menntaskóla en vonast til að geta ferðast svolítið fyrst. Þá hef ég áhuga á að hlusta á góða tónlist og vera með skemmtilegu fólki. Foreldrar: Valdís Oddgeirsdóttir og Haraldur Þráinsson. Ása á fjögur systkini. Heimili: í Reykjavík. DV-mynd Hanna Nafn: Hrafnhildur Gísladóttir. Fæðingardagur og ár: 26. janúar 1976. Hæð og þyngd: 175 sm og 50 kg. Staða: Nemandi í tíunda bekk Seljaskóla í Breið- holti. Áhugamál: Ég stefni á Verslunarskólann í fram- tíðinni en áhugamálin tengjast skíðaíþróttinni og skemmtunum, annars engin sérstök að öðru leyti en því að halda áfram að mennta mig. Foreldrar: Guðrún Unnur Úlfarsdóttir og Gísli Árnason. Hrafnhildur er elst þriggja systkina. Heimili: Seljahverfi í Reykjavík. DV-mynd Hanna Nafn: Vigdís Másdóttir. Fæðingardagur og ár: 31. maí 1978. Hæð og þyngd: 177 sm og 56 kg. Staða: Nemi í áttunda bekk Valhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi. Áhugamál: Ég ætla í framhaldsnám þegar ég lýk grunnskóla, sund er mikið áhugamál en ég stund- aði æfingar í því, boltaíþróttir, tónlist, dans, söng- ur og partí. Foreldrar: Guðrún Einarsdóttir og Már Gunnars- son. Vigdís er önnur elst af fjórum systrum. Heimili: Á Seltjarnarnesi. DV-mynd Hanna Nafn: Helga Kristín Jónsdóttir. Fæðingardagur og ár: 19. september 1973. Hæð og þyngd: 180 sm og 64 kg. Staða: Nemi á þriðja ári í Kvennaskólanum í Reykjavík. Áhugamál: Helga hefur áhuga á að stúderá mannfræði f framtíðinni, tónlist er í uppáhaldi hjá henni, skemmtanir, bókmenntir og að vera innan um vini. Foreldrar: Elísabet Ottósdóttir og Jón Kristjáns- son. Helga Kristín á tvo yngri bræður. Heimili: Á Seltjarnarnesi. DV-mynd Hanna Nafn: Auður Hansen Fæðingardagur og ár: 1. mars 1973. Hæð og þyngd: 176 sm og 57 kg. Staða: Nemi í Verslunarskóla Islands. Áhugamál: Flug, iðntæknihönnun, að spila á píanó, skíðaíþróttin, kötturinn Sigga krúsa og kærastinn Jón Berg Torfason. Foreldrar: Margrét Hallgrímsdóttir og Hans Her- bert Hansen sem er látinn. Fósturfaðir er Reynir Ólafsson. Auður er yngst þriggja systkina. Heimili: Breiðholt í Reykjavík. DV-mynd Hanna Nafn: Harpa Hjartardóttir. Fæðingardagur og ár: 21. desember 1972. Hæð og þyngd: 178 sm og 63 kg. Staða: Nemi á félagsfræðibraut Ármúlaskóla. Áhugamál: Að læra eitthvað frekar í félagsfræði í framtíðinni, öll tegund tónlistar. Foreldrar: Guðrún Jóna Valgeirsdóttir og Hjörtur Guðnason. Harpa á þrjá yngri bræður. Heimili: Laugarneshverfi í Reykjavík. DV-mynd Hanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.