Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Síða 2
2
LAUGARDAGUR 21. MARS 1992.
Fréttir
Niðurgreiðslur að upphæð
826 milljónir í gegnum MS
- sem er þriðjungur allra niðurgreiðslna 1 landinu
Á síðasta ári innheimti Mjólkurs-
amsalan niðurgreiðslur að upphæð
826,7 milljónir króna. Á fjárlögum
þess sama árs fóru um 2400 milljónir
til niðurgreiðslu á mjólkurvörum
hér á landi. Um þriðjungur aUra nið-
urgreiðslna í landinu fór því í gegn-
um Mjólkursamsöluria.
í skýrslu súkkulaðinefndarinnar
svokölluðu, sem unnið hefur grein-
argerð um verðjöfnunarkerfi í
súkkulaðiframleiðslu, er meðal ann-
ars bent á að kerfið, eins og það er
nú, þar sem niðurgreiðslur og milli-
færslur koma inn á vinnslustigi, sé
einmitt það fyrirkomuiag sem hvar-
vetna hafi verið horfið frá. Færu nið-
urgreiðslur beint til bænda, í stað
þess að láta þær fara í gegnum
vinnsluna, eins og nú er, myndi það
stuðla að því aö niðurgreiðslurnar
trufluðu markaðinn sem minnst,
eins og stefnt sé að innan OECD og
GATT. Þannig sé hægt aö auka sam-
keppni í framleiöslu og vinnslu land-
búnaðarvara til muna og tryggja um
leið eðlileg samkeppnisskilyrði inn-
an vinnslunnar.
Þá er bent á að í nágrannalöndum
okkar hafi verið teknar upp beinar
niðurgreiðslur til bænda. Hafi þetta
verið gert af hagkvæmnisástæöum.
Þannig sé vinnsla mjólkurvara látin
keppa á jafnréttisgrundvelli sé um
niðurgreiðslur að ræða. Að auki
megi komast hjá margfoldunaráhrif-
um á milliliðakostnað fari niður-
greiðslurnar beint til bændanna.
-JSS
Starfsmenn með afkvæmi sin og einnig tvö fyrstu lömb vorsins sem ærin Prinsessa eignaðist á miðvikudaginn.
Efri röð f.v. Helga Einarsdóttir, kennari garðsins, með soninn Pál sem fæddist 31. október, Guðjón Jóhannesson
bufræðingur með óskírðan son sem fæddist 27. febrúar, Tómas Ó. Guðjónsson forstöðumaður með soninn Pétur
Martein sem fæddist 9.8. 1991. í neðri röð: Þorsteinn Narfason líffræðingur með soninn Eyvind sem fæddist 25.
janúar, Daniel Guðmundsson búfræðingur með fyrsta lamb vorsins, Elin Finnbogadóttir dýrahirðir með soninn
Daniel Daníelsson sem fæddist 27. febrúar og Margrét Jóhannesdóttir með soninn Viktor Má sem fæddist 22. júlí.
DV-mynd Brynjar Gauti
Fijósemi starfsmanna í Húsdýragarðinum:
Sex sveinbörn á einu misseri
- sjöunda bamið á leiðinni
„Við kunnum satt að segja enga
sérstaka skýringu á þessari miklu
frjósemi hér. Þessi sex eru ailt dreng-
ir og við búumst auðvitað við því að
það sjöunda, sem á að fæðast eftir
tvær vikur, verði líka drengur. Það
má því segja aö burður standi enn
yfir,“ segir Tómas Guðjónsson, for-
stöðumaður Húsdýragarðsins í
Laugardal, en hann er einn sjö
starfsmanna í Húsdýragarðinum
sem hafa eignast son síðustu sjö
mánuði.
Tveir yngstu drengimir fæddust
sama dag í síðasta mánuði og eru
synir þeirra tveggja búfræðinga sem
vinna í Húsdýragarðinum. Og enn
er von á fjölgun því ein starfskona á
von á bami innan tveggja vikna.
Og þessu til viðbótar má geta þess
að á miðvikudag fæddust fyrstu lömb
ársins í garðinum. Ærin var tví-
lembd og lömbin eru að sjálfsögðu
bæðihrútar. -VD
Greenpeace gegn Magnúsi Guömundssyni:
Agreiningur um túlkun
kom í veg fyrír dómsátt
„Grænfriðungar vom tilbúnir að
fallast á þá dómsátt að Magnús drægi
til baka öll meiðandi ummæfi úr
mynd sinni og breytti henni sam-
kvæmt okkar óskum. Tillögu dómar-
ans þessa efnis rangtúlkaði Magnús
hins vegar. Hann hljóp með hana
óundirritaða í fjölmiðla og túlkar á
þann veg að Greenpeace viðurkenni
að hafa sviðsett seladráp í áróðurs-
skyni. Þetta er fáheyrður óheiðar-
leiki og það er alveg ljóst að við skrif-
um ekki undir neitt samkomulag við
Magnús," segir Ami Finnsson, tals-
maöur Grænfriðunga.
Líkur voru taldar á i gærmorgun
að dómsátt næðist í meiðyröamáii
Greenpeace gegn Magnúsi Guð-
myndssyni vegna myndar hans Lífs-
björg í norðurhöfum. Af því varð þó
ekki vegna ágreinings um hvemig
túlka bæri tillögu norska dómarans
að samkomulagi.
Að sögn Ama fól samkomulagið í
sér að Magnús breytti myndinni og
tæki út úr henni fuílyrðingar um að
Greenpeace beitti sviðsetningu og
folsunum í áróðurskyni. Einnig
skyldi skýrt tekið fram að öfgafullar
baráttuaðferðir Sea Shepherd ættu
ekki viö um Greenpeace.
„Fyrir okkur hefði þessi dómsátt
verið ásættanleg enda eram við að
sækjast eftir því að Magnús viður-
kenni að hafa haft rangt fyrir sér.
Hins vegar komumst viö að því aö
Magnús túlkaði þetta á annan veg,
að Grænfriöungar viðurkenndu
sviðsetningu. Það er hvergi nærri
sannleikanum," segir Ámi.
-kaa
Borgarspítalinn
tekur við bráða-
vöktum Landakots
Bráðavaktir handlæknis- og lyf-
læknisdeildar Landakotsspítala
flytjast nú þegar til Borgarspítala
samkvæmt samningi sem gerður var
í gær. Jafnframt var gert samkomu-
lag um að þeir starfsmenn Landa-
kotsspítala, sem missa þar atvinnu,
hafi forgang að störfum á Borgarspít-
ala. Heilbrigðisráðherra tekur fram
í bréfi að þessi ráöstöfun bráðavakta
taki aðeins til ársins í ár. Ekki sé
endanlega búiö að festa verkaskipt-
ingu sjúkrahúsanna á höfuðborgar-
svæðinu.
Vegna þessara breytinga fær Borg-
arspítalinn 200 milljónir króna til að
standa undir rekstrarkostnaði vegna
yfirtöku bráðavakta og að auki 100
milljónir til framkvæmda. Lagt er til
að Landakotsspítalinn fái 45 milljón-
ir til almenns rekstrar af safnliðum.
Þá fá Ríkisspítalar 95 milljónir króna
til rekstrar, þar af 50 milljónir tfi að
viðhalda óbreyttri starfsemi á hjarta-
skurðlækningadeild.
Þá mun ráðherra beita sér fyrir að
St. Jósefsspítaii í Hafnarfirði fái við-
bótarfiárveitingu að upphæð 25
milljónir króna til að sinna hjúkrun
aldraðra. Ráðuneytið hefur einnig
óskað eftir því að Landakotsspítali
taki að sér aukna þjónustu við aldr-
aða hjúkmnarsjúkhnga gegn sér-
stakrirekstrarfiárveitingu. -JH
Flateyri:
Trilla sökk í höfiúnni á Flateyri stutt í endunum. Þegar fór að flæða
í fyrrinótt eför að eigendur höíðu undan trillunni nánast hékk hún í
búiö hana undir slæmt veður. landfestunum á bryggjunni.
Gert var ráö fýrir slæmu veðri Fremri festingin gaf sig og stakkst
fyrir vestan í fyrrinótt. Fluttu eig- báturinn þá á nefið í sjóinn. Þegar
endur trillunnar hana þá að aftur fór að flæða að fór aliur bát-
hryggju sem talin var tryggarl urinn á kaf. Skemmdir urðu tals-
Var hún vel bundin en heldur var verðarábátnum. -ÓTT
Guömundur J. og Dagsbrúnarmenn:
Stöðvuðu losun
skips í Sundahöf n
Dagsbrún, með Guðmund J. Guð-
mundsson í broddi fylkingar, stöðv-
aöi afgreiðslu verktaka frá Suður-
nesjum í skipi í Sundahöfn í gær.
Skipið var aö losa rör fyrir Hitaveitu
Reykjavíkur í Sundahöfn. Þar sem
Sundahöfn er athafna- og vinnu-
svæöi Eimskips, og þar með svæði
Dagsbrúnarmanna samkvæmt sér-
samningi, var mælst tíl þess að Suð-
úmesjamenn hyrfu frá losun skips-
ins. Dagsbrún hafði samband við
skipaafgreiðslu Eimskips og bað um
að menn yrðu útvegaðir fyrir losun
skipsins. Hafnarverkamenn frá fé-
laginu hófu síðan vinnu viö skipið
um hádegisbihð í gær.
Aö sögn Sigurðar Rúnars Magnús-
sonar, aðaltrúnaðarmanns Dags-
brúnar í Sundahöfn, komu Suður-
nesjamenn í vinnu í Sundahöfn
vegna rangra upplýsinga sem þeim
vora gefnar um vinnu við höfnina.
Dómarar skipaðir
Hervör Þorvaldsdóttir dómarafull-
tnii hefur verið skipuð héraösdóm-
ari við héraðsdóm Vesturlands. Þá
hefur Georg Kr. Lámsson, settur
borgardómari, verið skipaður sýslu-
maður í Vestmannaeyjum. Einnig
hefm- Hahdór Hahdórsson dómara-
fuhtrúi verið skipaður héraðsdómari
við héraðsdóm Norðurlands.
Síöasti starfsdagur Ásgeirs Péturs-
sonar, bæjarfógeta í Kópavogi, var í
gær. Hann er nú hættur vegna ald-
urs. Ásgeir kvaddi lögreglumenn og
starfsfólk embættisins í samsæti í
gær. Ekki hefur veriö ákveðið hver
verðurfógetiístaðÁsgeirs. -JH