Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1992, Síða 47
LAUGARDAGUR 21. MARS 1992.
59
Afmæli
Ásgeir Pétursson
Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti í
Kópavogi, Sólheimum 9, Reykjavík,
ersjötugurídag.
Starfsferill
Ásgeir fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp og í Borgarfirði. Hann lauk
stúdentsprófi frá MR1943, embætt-
isprófi í lögfræði frá HÍ1950 og
stundaði framhaldsnám í stjórn-
fræðideild Kalifomíuháskóla í
Berkeley í Bandaríkjunum 1952-53.
Hdl-réttindi öðlaðist hann 1954.
Ásgeir varð þingfréttaritari Morg-
unblaðsins 1949, fulltrúi í forsætis-
og menntamálaráðuneytinu 1950,
deildarstjóri þar 1956, sýslumaður í
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu 1961
og bæjarfógeti í Kópavogi frá 1979.
Ásgeir var formaður Stúdentafé-
lags Háskólans 1945, sat í Stúdenta-
ráði HÍ1946-47, var formaður
Heimdallar 1950-52, formaður SUS
og í miðstjóm Sjálfstæðisflokksins
1955-57, og varaþingmaður 1965-74.
Ásgeir sat í stjóm Sementsverk-
smiðju ríkisins 1959-89, lengst af
stjórnarformaður, í stjóm Anda-
kílsárvirkjunar 1963-79, í Ólympíu-
nefnd íslands 1963-65, formaður
Sýslumannafélags íslands 1974-76,
formaður Dómarafélags íslands
1985-86, formaður Náttúruvemdar-
ráðs íslands frá stofnun 1956-60,
formaður Náttúruverndarráðs
Vesturlands 1974-75, formaður LÍN
1952-54.
Fjölskylda
Ásgeir kvæntist 25.5.1946 Sigrúnu
Hannesdóttur, f. 15.10.1923, hús-
móður. Hún er dóttir Hannesar Kr.
Hannessonar, málarameistara í
Reykjavík, og konu hans, Guðrúnar
Kristmundsdóttur húsmóður.
Börn Ásgeirs og Sigrúnar eru
Guðrún, f. 6.9.1946, lyfjatæknir, gift
Sigurði Halldórssyni hagfræðingi;
Ingibjörg, f. 14.7.1951, deildarstjóri
í Námsgagnastofnun, gift Ólafi Þor-
bjömssyni verkfræðingi; Sigríður,
f. 20.4.1953, B.A.Hon. glerlistamað-
ur, gift Þórði Kristinssyni, próf-
stjóra HÍ; Pétur, f. 3.11.1962, hag-
fræðingur, kvæntur Jóhönnu
Gunnarsdóttur lögfræðingi. Fóstur-
sonur og dóttursonur Ásgeirs og
Sigrúnar er Andrés P. Rúnarsson,
f. 18.2.1971, nemi.
Systkini Ásgeirs: Magnús, f. 4.8.
1914, d. 30.1.1984, lögreglumaður og
forstjóri á Litla-Hrauni; Guðmund-
ur, f. 25.7.1917, hæstaréttarlögmað-
ur í Reykjavík; Sigríður, f. 6.12.1919,
húsmóðir í Noregi; Andrés, f. 1.7.
1924, útgerðarmaður í Garðabæ;
Stefán, f. 9.4.1926, hrl. og aðstoöar-
bankastjóri Landsbankans í Reykja-
vík; Þorbjörg, f. 8.4.1928, húsfreyja
á Guðnabakka í Stafholtstungum;
Pétur, f. 8.2.1931, forstjóri í Reykja-
vík. HálfbróðirÁsgeirs, samfeðra,
er Gunnar Már, f. 16.10.1919, deild-
■ arstjóri hjá Sjóvá-Almennum í
Reykjavík.
Foreldrar Ásgeirs voru Pétur
Magnússon, f. 10.1.1888, d. 26.6.1948,
hrl., bankastjóri, alþingismaður og
ráðherra, og kona hans, Þórunn
Ingibjörg Guðmundsdóttir Viborg,
f. 6.6.1895, d. 14.1.1966, húsmóðir.
Ætt
Pétur var sonur Magnúsar, pró-
fasts og alþingismanns á Gilsbakka
Andréssonar, hreppstjóra í Syöra-
Langholti, Magnússonar, alþingis-
manns þar Andréssonar, langafa
Ásmundar Guðmundssonar bisk-
ups og Sigríðar, móður Ólafs Skúla-
sonar biskups. Móðir Magnúsar var
Margrét Ólafsdóttir, b. á Efra-Seli,
Magnússonar og konu hans, Marín-
ar Guðmundsdóttur, b. á Kópsvatni,
Þorsteinssonar, ættfóður Kóps-
vatnsættarinnar. Móðir Andrésar
var Katrín Eiríksdóttir, dbrm. og
ættfoður Reykjaættarinnar, Vigfús-
sonar, langafa Sigurgeirs Sigurðs-
sonar biskups, fóður Péturs bisk-
ups. Móðir Katrínar var Ingunn Ei-
ríksdóttir, b. í Bolholti, Jónssonar,
ættfoður Bolholtsættarinnar. Móðir
Péturs var Sigríður, systir Sigurðar,
afa Jónasar Gústavssonar borgar-
fógeta. Sigríður var dóttir Péturs
Fjeldsted Sívertsen, b. í Höfn í Mela-
sveit, Sigurðarsonar Sívertsen,
kaupmanns í Rvík, Bjarnasonar Sí-
vertsen, kaupmanns í Hafnarfirði.
Móðir Sigurðar var Guðrún Guð-
mundsdóttir, systir Helga Thorder-
Ásgeir Pétursson.
sen biskups. Móðir Sigríðar var Sig-
ríður Þorsteinsdóttir, systir Ragn-
heiðar, langömmu Þorsteins Thor-
arensen rithöfundar.
Ingibjörg var dóttir Guðmundar
Viborg, gullsmiðs á ísafirði, Jónat-
anssonar, b. í Sveinshúsum við
Djúp, Jónassonar. Móðir Ingibjarg-
ar var Helga, systir, samfeðra, Torfa
í Ólafsdal, afa Snorra skálds og
Torfa tollstjóra Hjartarsona. Helga
var dóttir Bjama, b. í Bessatungu,
Bjarnasonar.
Ásgeir er að heiman á afmælisdag-
inn.
ÓlafurH. Guðbjartsson
Ólafur Hafsteinn Guðbjartsson,
húsgagnameistari og fyrrv. oddviti
Patrekshrepps, Breiðagerði 15,
Reykjavík, verður sjötíu og fimm
áraámánudaginn.
Starfsferill
Ólafur er fæddur í Reykjavík og
ólst þar upp. Hann stundaði nám í
húsgagnasmíði 1933-37 og öðlaðist
meistararéttindi í greininni 1942.
Ólafur rak húsgagnavinnustofu í
Reykjavík 1942-52, var bóndi i Kolls-
vík, Rauðasandshreppi í V-Barða-
strandarsýslu, 1952-62, rak tré-
smíðavinnustofu og byggingafyrir-
tæki á Patreksfirði 1962-80 og var
starfsmaður framkvæmdadeildar
Innkaupastofnunar ríkisins 1976-87.
Ólafur hefur tekið þátt í félags-
störfum og gegnt ýmsu trúnaðar-
störfum. Hann sat t.d. í hreppsnefnd
Rauðasandshrepps 1954-58, í stjórn
Ræktunarsambands V-Barða-
strandarsýslu, skipaður í skatta-
nefnd 1959, matsmaður Brunabóta-
félags íslands, í hreppsnefnd Pat-
rekshrepps 1966-74 og sem oddviti
1970-74. Olafur var í bygginganefnd
1964-80, gegndi ýmsum trúnaðar-
störfum fyrir Patrekshrepp og var
skipaður form. Sjúkrasamlags Pat-
reksfjarðar 1970.
Ólafur starfaði með Lionsklúbbi
Patreksfjarðar, stangaveiðifélaginu
á sama stað og hefur auk þess gegnt
ýmsum störfum fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og var m.a. formaður kjör-
dæmisráðs sjálfstæðismannai Vest-
fjarðakjördæmi.
Fjölskylda
Kona Ólafs er Sólrún Anna Jóns-
dóttir, f. 22.8.1915, húsmóðir. For-
eldrar hennar: Jón Kristjánsson og
Þórdís Benediktsdóttir.
Börn Ólafs og Sólrúnar: Þórdís
Todda, f. 24.3.1936, maki Jón Þ.
Arason, málari, þau eiga sex börn;
Jón Halldór, f. 7.10.1937, málara-
meistari, maki Guðný Davíðsdóttir,
þau eiga fiögur börn; Ástbjörg, f.
5.4.1940, maki Guðmundur Haralds-
son, sölumaður, þau eiga þrjú börn;
Hansína, f. 7.8.1942, maki Ragnar
Hafliðason, bankamaður, þau eiga
fimm börn; Esther, f. 28.1.1945,
maki Grímkell Arnljótsson, loft-
skeytamaður; Guðbjartur Ástráður
f. 12.12.1948, tæknifræðingur, maki
Elín Kristinsdóttir, þau eiga þrjú
börn; Anna, f. 19.7.1951, bankamað-
ur, hún á þrjú börn; Trausti, f. 25.3.
1955, jarðvegsfræðingur, maki Tina
Jory.
Systkini Ólafs: Jón, f. 23.10.1913,
d. 16.4.1979, hans kona var Unnur
Þórðardóttir, þau eignuðust tvö
Ólafur Hafsteinn Guðbjartsson.
börn; Dóra, f. 4.8.1915, hennar mað-
ur var Ólafur Jóhannesson, látinn,
þau eignuðust fimm börn; Jóhanna,
f. 26.9.1918, d. 11.2.1982, hennar
maður var Jeng Classen, látinn, þau
eignuðust fjögur böm; Benedikt, f.
1.1.1924, maki María Pétursdóttir,
þau eiga fjögur böm.
Foreldrar Ólafs: Guðbjartur Ólafs-
son, f. 21.3.1889, d. 1961, ogÁstbjörg
Jónsdóttir, f. 25.8.1888, d. 1963, en
þau bjuggu í Reykjavík.
Ólafur og Sólrún taka á móti gest-
um sunnudaginn 22.3. í félagsheim-
ili KR-inga í Frostaskjóli í Reykjavík
kl. 15-18.
Óli S. Runólfsson
afmælið
Aðalgeir Hnlldórsson,
Dvalarheimilmu Ilofða, Akranesi.
Dagrún
Friðfinnsdóttir,
Suöurgötu 15, I
Keflavik.
Hún verður aö I
heiman á aöuælis- [
daginn.
Guðný Benediktsdóttir,
Garöi, Aöaldælahreppi.
Guðni Jngibjartsson,
Torfunesi, Hlíf 1, ísafiröi.
Jónheiður Kristin Lárusdóttir,
Hátúni lOa, Reykjavik.
Erik Alfreð Kondrup,
Hvannavöllum 2, Akureyri.
Ólafur Gislason,
Bárugötu 17, Akranesi.
Margrét Þórðardóttir,
Kirkjuteigj 14, Reykjavik.
50 ára
Guðrún Iwláksdóttir,
Engjavegi 55, Seifossi.
Arnaldur Snorrason,
Grenivöllum 22, Akureyri.
Sigríður M. Tómasdóttir,
Kleppsvegi 140, Reykjavík.
Halldóra Einarsdóttir,
Grafarholti v/Vesturlv„ Reykjavik.
40 ára
Margrét I‘orsteinsdóttir,
Borgarholtsbraut 72, Kópavogi.
Guðlaug Magnús-
dóttir,
Ljósheimum 20,
Reykjavík.
Eiginmaöur henn-
ar var Pálmi
Sveinsson en hann
lést 1987.
Guölaug tekur á
mótí gestqni á af-
tnælisdaginn á Holiday Inn, 4. hæö, kl.
15-17.30.
60 ára
Stefán G. Guðinundsson,
Ljósheimum 6, Reykjavík.
Benedikt Sveinbjörnsson,
Snæfellsási 1, Hellissandí.
Svava Jónsdóttir,
Staðarhrauni 13, Grindavík.
Magnús Jiorgrímsson,
Berugötu 12, Borgarnesí.
Arni Bragason,
Einigrund 8, Akranesi.
Matthias Pálsson,
Vallholti 7, Akranesi.
Haukar Sævar Halldórsson,
Arahólum 4, Reykjavik.
Ilaukur og kona hans eru stödd erlend-
is.
Sigríður Björg Einarsdóttir,
Brautarási 7, Reykjavik.
Sturla Birgisson,
(á afmæli 23.3.)
Rapðahjalla 15,
Kópavogi.
Hann tekur á móti
gestum á heimili
sínu í dag (21.3.).
Móses G. Geirmundsson
Óli Stefáns Runólfsson rennismíða-
meistari, Háaleitisbraut 15, Reykja-
vík, verður sextugur á mánudaginn.
Starfsferill
Óli er fæddur í Húsavík, Kirkju-
bólshreppi í Strandasýslu, og ólst
þar upp. Hann vann að mestu við
almenn landbúnaðarstörf fram til
1957 en það ár flutti Óli til Reykja-
víkur og hóf nám í rennismíði hjá
Agli Vilhjálmssyni hf.
Óli lauk náminu og varð síðar
meistari í greininni. Eftir námið
vann hann áfram á renniverkstæði
Egils Vilhjálmssonar hf. allt fram
til 1984 en þá keypti hann verkstæð-
iö ásamt starfsfélögum sínum. Við
eigendaskiptin fékk verkstæðið
nafnið Vélaverkstæðið Egill hf. og
þar hefur Óli unnið síðan.
Óli hefur gegnt ýmsum trúnaðar-
og nefndarstörfum. Hann hefur t.d.
verið í stjórn Félags járniðnaðar-
manna frá 1979 og sem vararitari
þess frá 1987.
Fjölskylda
Óli kvæntist 28.12.1963 Guðbjörgu
Vilhjálmsdóttur, f. 31.5.1942, hús-
móður. Foreldrar hennar: Vilhjálm-
ur Ingibergsson, látinn, trésmiða-
meistari, og Ragnheiður Þ. Jóns-
dóttirhúsmóðir.
Dætur Óla og Guðbjargar: Guðrún
Heiöur, f. 16.4.1965, deildarstjóri,
maki Guömundur HaUgrímsson
verkfræðingur, þaueiga einn son,
Amór Má; Ragnheiður Kristín, f.
7.9.1967, húsmóðir, hún á einn son,
Halldór Kristin; Stefanía Lilja, f. 7.9.
1967, húsmóðir, maki Ingvi Ingólfs-
son, húsgagna- og trésmiður, þau
eiga einn son, Stefán Inga.
Systkini Óla: Grímur Stefáns; Sig-
fríður; Agnar; Ragnheiöur.
Foreldrar Óla; Runólfur Sigurðs-
son, fyrrverandi bóndi og oddviti í
Húsavík, Kirkjubólshreppi i
Strandasýslu, og kona hans, Stef-
Óli Stefáns Runólfsson.
anía G. Grímsdóttir húsmóðir.
Óli og Guðbjörg taka á móti gest-
um sunnudáginn 22. mars í sal
málmiðnaðarmanna að Suður-
landsbraut 30 í Reykjavík kl. 17-19.
Salurinn er á 4. hæð en inngangur
er á bak við íslandsbanka.
Móses Guðmundur Geirmunds-
son, verkstjóri hjá Sæfangi hf.,
Grundargötu 50, Grundarfirði,
verður fimmtugur á morgun.
Fjölskylda
Móses kvæntist 17.12.1961 Dóm
Haraldsdóttur, f. 11.12.1943, stöðv-
arstjóra Pósts og síma í Grundar-
firði. Foreldrar hennar: Haraldur
Eggertsson rafvirkjameistari og
Ásta Sigríður Jónasdóttir, húsmóðir
oglistakona.
Dætur Mósesar og Dóra: Lilja hag-
fræðingur, maki ívar Jónsson, dokt-
or í félagshagfræði; Hildur, fulltrúi,
maki Aðalsteinn Gunnarsson, kjöt-
iðnaðarmaður; Ásta, ritari, maki
Páll Hermannsson, pípulagninga-
maður; Dögg, grunnskólanemi.
Móses og Dóra eiga fimm bama-
böm.
Móses Guðmundur Geirmundsson.
Foreldrar Mósesar: Geirmundur
Guðmundsson verkamaður og Lilja
Torfadóttir verkakona.
Móses verður að heiman á afmæl-
isdaginn.