Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.1992, Qupperneq 9
LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992. 9 Merming Meistari hinna mörgu andlita Á sýningu þeirri sem Listasafn íslands hefur nú sett upp á verk- um Finns Jónssonar í tilefni af aldarafmæli hans er gefin óvenju við mynd af listamanninum. Það sem ef til vill mesta athygh vekur er viðleitnin til að sýna að geó- metríska abstraktið hefur verið Finni nærtæk tjáningarleið í gegnum tíðina engu síður en landslagsexpressjón. í bók, sem fylgir sýningunni, rekur Aðal- steinn Ingólfsson hið almenna viðhorf sem hefur verið ríkjandi til ferils Finns sem hstamanns, að honum mætti skipta upp í þrjú afmörkuð tímabil: í fyrsta lagi módemísk verk frá Þýskalands- árunum 1921-25, þá expressjón- ískar mannamyndir og lands- lagsstemmningar og loks mis- jafnlega óhlutbundin verk. Aðal- steinn segir meðal annars um geó- metríska mynd sem mun máluð Myndlist Ólafur Engilbertsson um eða upp úr 1950: „Ég held að ekki beri að skilja Ustamanninn svo að hann hafi gert óhlut- bundnar myndir með reglulegu millibili allt sitt líf, aðeins að hann hafi „við og við“ leitað inn- blásturs í gömlu óhlutbundnu myndunum frá 1921-25.“ Þessi geómetríska mynd og fleiri í svip- uðum dúr frá því upp úr 1950 þegar geómetrían var að komast hér í hámæli brúar í raun rúm- lega þriggja áratuga hlé sem al- mennt var talið að hefði orðið á óhlutbundinni Ustiðkun Finns. Raunar bendir Aðalsteinn á að Ustamaðurinn hefur'jafnan vísað í hlutveruleikann í geómetrísk- um myndum sínum og að öllum Ukindum séu þessar myndir frá árum geómetríubylgjunnar að stofni til útlegging á skútusegl- um. Opin afstaða til módernisma Það er um fleiri tengsl að ræða við geómetríuna á þessum lilut- bundnu áratugum Finns. Bera Nordal fjallar til að mynda 'um málverkið „PUtur og stúlka" í áðurnefndri bók og bendir á tengsl þeirrar myndar við geó- metrískar teikningar Þýska- landsáranna. Afstaða Finns virð- ist hafa verið sú að óhlutbundið riss væri jafngilt hlutbundnu og á stundum virðist hann hafa reynt að sameina þessa þætti. Þannig hefur afstaða hans til módernisma námsáranna þrátt fyrir aUt verið opin og jákvæð þótt almennt hafi veriö talið að hann hafi snúið baki við þýsku framúrstefnunni stuttu eftir heimkomuna. í bók Listasafnsins er aukreitis endurprentað fróð- legt viötal EUnar Pálmadóttur við Ustamanninn frá árinu 1970. Þar lýsir Finnur kynnum sínum af hinum merku listhreyfmgum Bauhaus, Bláa riddaranum Die Brucke, Der Weg og Sturm og Ustamönnum á borð við Kokosc- ’ hka, Kandinsky og Kurt Schwitt- ers. Finnur Jónsson var óumdeil- anlega helsti framúrstefnulista- maður íslendinga á fyrri hluta þriðja áratugarins og í þessu við- taU kemur fram aö hans þáttur í þýskri nýsköpun var ekki gleymdur nær hálfri öld síðar. Þemaskipting sýningarinnar Á yfirUtssýningu Listasafns ís- lands er lögö áhersla að skipta - Finnur Jónsson í listasafni Islands Finnur Jónsson. Sýning t tilefni aldarafmælis listamannsins. list Finns niður í þemu fremur en tímabil og hefur sú skipting að mörgu leyti heppnast vel. Ásamt kynningarmyndbandi eru á neðstu hæð til sýnis teikningar, skissur, gamlar sýningarskrár, ljósmyndir og fleira sem tengist ferli lista- mannsins og fylgdi með gjöf hans og konu hans, Guðnýjar Elísdóttur, til Listasafnsins. Sú gjöf er sú stærsta sem safninu hefur borist, alls 800 verk auk áðurgreindra heimilda, silfurgripa og verkfæra fyrir guU- og silfursmíði sem Finn- ur lærði ungur til og vann meðal annars að í samstarfi við Ríkarð bróður sinn. Þar fyrir utan stendur forláta flygill frá hjónunum í næsta sal fyrir ofan þar sem mannamynd- um og geimmyndum Finns frá sjö- unda og áttunda áratugnum hefur verið komið fyrir. Hvað viðvíkur skiptingu verka á milli sala set ég helst spurningarmerki við að spyrða saman hinar expressjónísku mannamyndir, sem bera áhriJFum frá Kokoschka vitni, og geimmyndirnar sem eru í eðh sínu fyrst og fremst formrænar og óhlutbundnar og minna um margt á Kandinsky, að vissu leyti andstæðan pól í þýsku listalífi þriðja áratugarins. Margbreytileiki í þriðja salnum eru síðan lands- lagsexpressjónir og hefur sá salur einna heilsteyptast yfirbragð. Ætla mætti að um sýningar tveggja óhkra listamanna væri að ræða þegar geng- ið er úr þessum sal og upp í þann fjóröa þar sem geómetrísku mynd- irnar hanga á veggjum. Auk áöur- nefndra mynda frá því í upphafi sjötta áratugarins vekja þar athygli samkhppsmyndir sem greinilega bera vitni um kunningsskap lista- mannsins við dadaistann Schwitters. Ekki hefur verið efnt til sýningar á verkum Finns frá því 1976 í Boga- salnum svo þessi sýning er afar kær- komin og ítrekar enn frekar stöðu Finns sem eins okkar margbrotnasta listamanns auk þess sem hún varpar nýju ljósi á þátt geómetríunnar í ferli hans. Sýningunni lýkur næstkom- andi sunnudag, 26. apríl. Nóttlaus vor-aldar veröld Nú lengir daginn og tími útiveru og bjartra nótta rennunupp. Frá og með næstkomandi mánudegi verður breyting á afgreiðslutíma KRINGLUNNAR. í stað þess að opið sé frá kl. 10—19, mánudaga til fóstudaga, munu verslanir KRINGLUNNAR hafa opið sem hér segir: 'sp' Mánudaga til fimmtudaga 10—18.30 Föstudaga 10—19.00 Laugardaga 10—16.00 Veitingastaðirnir eru opnir fram á kvöld alla daga. Alltaf hlýtt og bjart KRINGHN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.