Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 2
2
LAUGARDAGUR' 30. MAÍ 1992.
Fréttir
DV
ASÍ um aðgerðir í tengslum við EES-samninginn:
Ef la skal eftirlit með útlend-
ingum á vinnumarkaðinum
Miöstjóm ASÍ telur að efla þurfi
eftirlit með þátttöku útlendinga á
vinnumarkaði þannig að unnt sé að
grípa til aðgerða stefni í óefni. Þessar
aðgerðir telur ASÍ nauðsynlegar í
tengslum við afgreiðslu EES-samn-
ingsins.
Onnur atriði, sem miðstjóm bendir
á í þessum efnum, era meðal annars
að íslensk stjómvöld hviki ekki frá
skilningi varðandi félagafrelsi hér á
landi. Til þurfi aö koma innlend lög-
gjöf sem tryggi að laun og vmnuskii-
yrði, sem aimennt tíðkist hér á landi,
gildi einnig fyrir útlendinga og er-
lend fyrirtæki. Eftirht með flutningi
útlendinga til og frá landinu verði
stóreflt.
Þá telur ASÍ að tryggja þurfl eftir-
lit með kjömm erlends starfsfólks
og verkalýöshreyfmgin verði að fá
aðgang að upplýsingum um þessi
mál og möguleika tii aðgerða telji
hún þróunina vera varasama.
Stjórnvöld verði að beita viðurlögum
gagnvart aðilum sem gerist brotlegir.
Innlend löggjöf tryggi samstarfs-
möguleika starfsfólks innan fyrir-
tækja sem starfi í ýmsum löndum.
Stjómvöld beiti sér fyrir því aö til-
laga að tilskipun EB um vinnu hand-
an landamæra verði samþykkt án
undantekninga en annars hafnað
innan EES.
Þá leggur ASÍ áherslu á að verka-
lýðshreyfingin fái aöstöðu til að hafa
áhrif á framkvæmd og þróun samn-
ingsins. Til þurfi að koma aðgerðir
sem beinist að því aö allar sjávaraf-
urðir fái tollfrjálsan aðgang að mark-
aði EES. Unnið verði ötullega að því
að draga úr ríkisstyrkjum til at-
vinnulífs innan Evrópska efnahags-
svæðisins. Loks, að sett veröi innlend
löggjöf um umgengni við landið og
náttúm þess og reynt að stemma
stigu við fasteigna- og jaröakaupum
útlendinga.
-JSS
Undanfarnar vikur hafa staðið yfir umfangsmiklar framkvæmdir við gatna-
gerð og leiðslulagnir i miöborginni, þar á meöal við Túngötuna neðan-
verða, Aðalstræti sunnanvert og Kirkjustræti vestanvert. Á myndinni má
sjá frá vinstri Þorleif Einarsson jarðfræðing, Margréti Hallgrímsdóttur borg-
arminjavörð, Skiu, bandarískan fornleifafræðing, og Guðmund Ólafsson
fornleifafræðing. Þau eru að virða fyrir sér veggleifar sem eru taldar vera
eidri en frá árinu 900 þar sem öskulag, er féll um það leyti, liggur að veggn-
um. Veggbrotið umrædda er norðan viö Ingólfsbrunn, við Miðbæjarmarkað-
inn í Aðalstræti. DV-mynd BG
„Sumar 92“ nefnist sumarsýning sem opnuð var f íþróttahúsi KA á
Akureyri í gærkvöldi. Á sýningunnl, sem veröur til sunnudagskvölds,
sýna um 30 aöilar ýmsar vörur sem tengjast sumri og ferðalögum.
DV-sfmamynd gk
Átaksvika hjá Tóbaksvamanefnd:
Reyklausir dagar kalla
á ómengað andrúmsloft
- sérstök áhersla lögð á reyklausa vinnustaði
Tóbaksvamanefnd stendur fyrir
átaki í næstu viku í þeim tilgangi að
vekja athygli fólks á loftmengun og
öðram skaölegmn áhrifum reykinga.
Með átakinu verður reynt að fá fólk
til umhugsunar um hvemig það geti
stuðlað aö ómenguöu andrúmslofti
og tileinkað sér einfaldar leiðir í dag-
legu lífi í því skyni.
Átakið hefst á laugardaginn með
heilsuhlaupi Krabbameinsfélags ís-
lands. Á sunnudaginn ér svo alþjóð-
legur tóbaksvamadagur og á mánu-
daginn veröur reyklaus dagur. Sér-
stök áhersla verður lögð á að vinnu-
staöir verði reyklausir þann dag. Það
er bjart fram undan er slagorð þess
dags. Á föstudaginn er síðan alþjóð-
legur umhverfisvemdardagur þar
Wayne McLaren varð frægur sem
Marlboro-maðurinn, tákn frelsis og
styrks. En sigaretturnar uröu einnig
ógæfa hans. Nú liggur McLaren fyr-
ir dauðanum vegna krabbameins.
sem sérstök áhersla verður lögð á
mengun og mikilvægi umhverfis-
vemdar.
í ávarpi, sem forstjóri Alþjóða heil-
brigðisstofnunarinnar hefur sent frá
sér vegna tóbaksvarnadagsins, er
heitið á vinnuveitendur og starfsfólk
að gera alla vinnustaði reyklausa.
Þeir vinnustaðir sem vilja veröa viö
þessu gefst nú tækifæri á að senda
Tóbaksvarnanefnd umsókn um að
viðkomandi vinnustaður verði við-
urkenndur sem reyklaus. í þessu
sambandi má geta að samkvæmt lög-
um em reykingar óheimilar í vinnu-
rými meö tveimur eða fleiri starfs-
mönnum nema með sérstöku sam-
komulagi starfsmanna og vinnuveit-
enda. -kaa
Átta vilja
eignast
Gutenberg
Átta aðilar hafa lýst yfir áhuga sín-
um á að kaupa ríkisprentsmiöjuna
Gutenberg. Prentsmiðjan var auglýst
til sölu 21. maí sl. af Landsbréfum
fyrir hönd ríkissjóðs. Óskað var eftir
að þeir aðilar sem hefðu áhuga á að
ganga til viðræöna um að kaupa
hlutafé í fyrirtækinu lýstu því yfir
skriflega.
Fresturinn sem gefinn var rann út
í gær og þá höfðu átta aðilar lýst
áhuga. í tilkynningu frá fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu
segir að nöfn þessara aðila verði ekki
gefin upp á þessu stigi.
í næstu viku munu fulltrúar eig-
enda ásámt fulltrúum Landsbréfa
eiga viðræöur við þessa aöila þar sem
ýmis gögn um rekstur og íjárhag fyr-
irtækisins verða lögð fram. Stefnt er
að því aö selja Gutenberg fyrir lok
júnímánaðar. -JH
Markús Örn Antonsson borgarstjóri með álfinn sem seidur er til fjáröflunar
fyrir SÁÁ. Sölufólk SÁÁ verður á ferðinni til sunnudags og kostar hver
álfur 400 krónur. Ágóða verður varið í forvarnir i þágu ungs fólks og í
ráðgjöf og meðferð fyrir unga alkóhólista. DV-mynd BG
Loðnusammngi breytt að íslenskri ósk
Samkomulagið milh íslands,
Grænlands og Noregs. um nýtingu
loðnustofnsins, sem gert var í byrjun
ársins 1989, féll úr gildi 30. apríl sl.,
samkvæmt ákvæðum samningsins.
Á fundum landanna í Ósló í febrú-
armánuöi og Kaupmannahöfn í maí-
mánuöi, þar sem framlenging samn-
ingsins var til umfjöllunar, lögðu
fulltrúar íslands áherslu á að ef til
framlengingar ætti að koma yrði
hver þjóð aö leggja aukna áherslu á
loðnuveiðar innan eigin lögsögu.
Tillögur íslands hafa verið til at-
hugunar hjá stjómvöldum hlutað-
eigandi ríkja og hefur nú verið falhst
á breytingar á samningnum í þessa
átt. Jafnframt em aðilar ásáttir um
að framlengja samninginn að ööm
leyti óbreyttan til 1. maí 1994, eða um
tvær loðnuvertíðir.
Samkvæmt þeim breytingum, sem
aðilar hafa orðið sammála um, er
norskum veiðiskipum aðeins heimilt
aö veiða 35% úr hlut Noregs af bráða-
birgðakvótanum innan lögsögu ís-
lands. Með sama hætti er íslenskum
skipum aðeins heimilt að veiða 35%
af bráðabirgðakvótanum á Jan May-
en-svæðinu.
Miðað við reynslu undanfarinna
ára mun þessi breyting leiða til þess
að norsk veiðiskip munu í auknum
mæh stunda veiðar á sumrin við Jan
Mayen og að sama skapi mun draga
úr veiðum þeirra í lögsögu íslands.
Takmörkun á heimildum íslensku
skipanna til veiða við Jan Mayen
mun hins vegar ekki hafa áhrif á
veiðar þeirra miðað við síðustu ár.
KMH