Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Page 11
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. 11 dv Vísnaþáttur • Prestskosn- ingavísur úr Kópavogi Útvarpstíðindi voru vinsælt rit á sinni tíð og var undirritaður meðal annarra ritstjóra þeirra á árunum sem síðari heimsstyrjöldin geisaði og einnig eftír stríð 1952. Á þessum tím- um var ailt á hverfandi hveh. Þótt rit þetta væri svo vinsælt að segja mætti að það væri keypt á hveiju heimili um skeið og upplag þess álíka mikið og það dagblaðanna sem traustustum fótum stóð, blaðadreng- ir seldu það á götum borgarinnar, voru tímamir og áhugamál þjóðar- innar orðnir svo breyttir í upphafi sjötta áratugarins að útgáfugrund- vöhur útvarpsblaðs reyndist ekki nægur. Það lognaðist út af. Auðunn Bragi Sveinsson var einn af áskrifendum og lesendum Út- varpstíðinda. Hann lét stundum til sín heyra. SUkt kemur ritstjórum oft vel. Eftír aUlangt hlé tók ég í annað sinn við ritstjóm þessa rits sem áður hafði verið vinsælt. Ég treysti mér þó ekki tU að láta það koma oftar út en mánaðarlega. 1952 var Sveinn frá EUvogum ný- lega falUnn frá og hafði verið fluttur sársjúkur heim til sín í Húnavatns- sýslu, að bæ sínum Refsstöðum. Ósk- ar Benediktsson hét sá er kom hon- um á leiðarenda. Hann hlaut að laun- um þessa vísu hjá Sveini: Hefur búið harða kví hrömun dijúg í togi. Sit ég nú með armóð í Óskars fúatrogi. En konu sinni heilsaði hann með þessari vísu: Langa vegi haldið hef hindrun slegið frá mér. Til þín dregist torveld skref til að deyja hjá þér. „Þetta mun hafa verið síðasta vísa fóður míns,“ segir Auðunn Bragi í bréfi. Hann lætur og nokkrar fleiri vísur sama höfundar fylgja. Þessar tvær era um mann sem ekki var í miklu áUti: Ekki verður á þig deUt eða um verk þín skrifað. Það, að leika hlutverk heUt hefuröu aldrei lifað. Sá hefur hvorki í óhóf eytt eða búi sundrað. Stanslaust krónukapphlaup þreytt komst þó lengst í hundrað. Jósep S. Húnfjörö var á sínum tíma einn af kunnustu hagyröingum landsins og 1952, þegar það rit sem vitnað er í hér að framan, kom út, var hann enn á lífi en orðinn mjög gamaU. Þáttur var sem oftar í útvarp- inu um skáldskap og segir í Útvarps- tíðindum í sambandi við það: „Nokkrir vísnavinir ræddu það í sambandi við umræðurnar um ljóð- Ustina að þrátt fyrir aUt myndu ljóð- in víða enn eiga hljómgrunn á ís- landi og varla myndi sá sveitabær vera til þar sem ekki væri a.m.k. einn heimiUsmanna hagmæltur." Þessa klausu mun ritstjórinn, sá sami sem nú er vísnavalsstjóri, hafa ritað. En hefði hann nú, fjörutíu árum síðar, þorað að kasta fram þessari fuUyrðingu? En áfram með klausuna úr Útvarpstíðindum: „Af þessu tilefni orti áðumefndur Jósep S. Húnfjörð þessa vísu: LjóðsniUd garpa lýstí því lífs í karpi og eijum, vængjuð harpa hijómar í heimavarpa hverjum.“ í sama riti sendtí JúUus Sigurðsson frá Litlanesi útvarpinu eftirfarandi þakkarvísur: Áður lengi útvarpslaus, um ei tjáði að klaga. Vissi ekkert í minn haus ótalmarga daga. Þama er höfundur að minnast þeirra tíma er hann var svo auralít- U1 að efnin leyfðu ekki að kaupa út- varpstæki eða að geta greitt afnota- gjaldið. Svona var nú efnahagurinn víða. Það muna þeir sem nú era orðntí aldraðtí. En svo heldur hann áfram: Nú ég veit og vel það skU, virðar fleiri sanna. Útvarp færtí fjör og yl frjálsri hugsun manna. Oft það syngur lystugt lag lands fyrtí aUar byggðir, morgna, kvöld, um miðjan dag mengi veitir tryggðir. Ég því smíða bæn í brag, bröttu fjaUi undir. Hljóti það blíðan, bjartan dag og blessun aUar stímdtí. Svona faUega hugsaði alþýðufólk tU útvarpsins um miðja öldina og ekki var þá sjónvarpið komið. En efnahagur almennings leyfði þann munað að geta haft útvarp, jafnvel á útskagabæjum í afskekktum sveit- um. Fyrrverandi ritstjóra Útvarpst- íðinda minnir hálvegis að höfundur ofanritaðra vísna hafi verið gamaU sýslungi hans í Barðastrandarsýslu. En það var á áranum seint á fjórða tug aldarinnar sem efnaðri og fróð- leiksfúsustu íbúar heimabyggðar undirritaðs eignuðust útvarpstæki. Undirritaður hefur búið í Kópavogi síðan vorið 1947, þá tilheyrði byggðin Seltjamameshreppi. En nokkra síð- ar óx okkur svo fiskur um hrygg að við urðum sjálfstæður hreppur og fengum enn síðar bæjaréttindi, eins og aUir vita. Ætii það hafi ekki verið haustið 1952 sem hér fóra fyrst fram prestskosningar. Meðal annarra ágætismanna, sem buðu okkur þjón- ustu sína, vora tveir reyndtí guðs- menn á miðjum aldri, Helgi Sveins- son úr Hveragerði og Gunnar Áma- son, kenndur við Æsustaði. Báðir gáfumenn og hagmæltír, sumtí myndu segja skáld. Helgi sendi frá sér ræðu í hvert hús og var hún öU bundin í rím. Nafn ritíingsins var „Ljósið kemur að ofan“. En áður höfðu stuöningsmenn Gunnars birt um hann grern í dagblaði og tíundað kostí hans, meðal annars að hann hefði starfað af dugnaði í félagssam- tökum bænda í sínu héraði. Þetta varð að vísu hjá séra Helga: Presta gerist mikU makt, margir ríða nú tíl þinga, hvorki er framlag slappt né slakt Sláturfélags Húnvetninga. Séra Gunnar svaraði á sinn hátt en þó ekki á prenti: Áður vissu ýmsir það innst í huga sínum, að ljósið kemur ofan að, en ei frá Helga mínum. Undirritaður Útvarpstíðindastjóri birtí á sínum tíma þessar vísur. En þá mun hafa verið ljóst að séra Gunn- ar hafði orðið sigurvegari. Þegar ég birti áðurnefndar vísur haustið 1952 bætti ég við þeirri þriðju frá sjálfum mér og eignaði hana „háttvirtum kjósanda". Hún var svona: Bla reynast okkur ráð allra stjórnarráða og þinga. Það er fremur nauð en náð að nota rétt til prestskosninga. Jón úr Vör ...bíllinn sem ber af 4 dyra stallbakur • 114 hestafla vél • 16 ventla • Tölvustýrð fjölinnspýting • 5 gíra beinskipting eða 4 þrepa tölvustýrð sjálfskipting • Rafdrifnar rúður og samlæsing á hurðurn • Hvarfakútur Verðfrá: 1.049.000,-kr. • Aukabúnaður (t.d.) : Topplúga: 42.000,- kr. og álfelgur: 39.000,- kr. HYunoni ...til framtíðar BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. Ármtjla 13 • Sími: 68 12 00 Bein lína: 3 12 36 ðRKIN 2114-10-25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.