Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992., Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Pétursregla alþjóðamála Vanhæfni æöstu stjórnmála- og embættismanna og stórforstjóra er ekki séríslenzkt fyrirbæri. Veraldarsag- an og stjómmálasaga 20. aldar er full af dæmum um gildi Pétursreglunnar: Menn hækka í tign, unz þeir stað- næmast í stööu, sem þeir eru óhæfir um að gegna. Cyrus Vance, fyrrum utanríkisráöherra Bandaríkj- anna, og Carrington lávarður, fyrrum utanríkisráö- herra Bretlands, teljast vera reyndir menn. Sameinuðu þjóðirnar fengu hinn fyrrnefnda og Evrópubandalagið hinn síðamefnda til að semja við herskáa Serbíustjóm. Slobodan Milosevic, forseti Serbíu, laug þessa tvo heiðursmenn fulla, á sama hátt og Adolf Hitler laug forsætisráðherra Bretlands, Baldwin Chamberlain, full- an á sínum tíma. Vance og Carrington virtust ekki kunna að umgangast ofbeldishneigða samningamenn. Ferh Milosevics átti að verða mönnum ljóst fyrir nokkrum árum, þegar hann tók öll völd í Kosovo, sem 90% er byggt Albönum. Hitlerismi Milosevics og ann- arra ráðamanna Serbíu og sambandshers Júgóslavíu átti að fá staðfestingu'fyrir rúmu ári í Slóveníu. Meðan Vance og Carrington ímynduðu sér, að þeir væm í heföbundnum samningum, varð blóðbað í Króa- tíu og síðan í Bosníu. Getuleysi shkra manna fram- lengdi útþenslu Serbíu og stuðlaði að síendurteknum vopnahlésbrotum og voðaverkum hálftrylltra Serba. Bandaríkin em full af stjórnmála- og embættismönn- um af þessu tagi. Fræg er svokölluð hagkvæmnisstefna í utanríkismálum, sem rekin var af skammsýnu fólki á borð við Henry Kissinger, fyrmm utanríkisráðherra, og Jean Kirkpatrick, sérfræðing í Rómönsku Ameríku. Hagkvæmnisstefnan fólst í að gleyma mannréttind- um og styðja harðstjóra í útlöndum. Þegar harðstjórun- um var svo velt úr sessi, voru Bandaríkin búin að stimpla sig í augum almennings í þessum löndum. Þann- ig var það á Spáni, í Grikklandi og í Suður-Ameríku. Þrátt fyrir augljósa óhagkvæmni hagkvæmnisstefn- unnar era þau Kissinger og Kirkpatrick enn talin vera eins konar vitringar í utanríkismálum. Þau rita lærðar greinar í timarit og veita stjórnvöldum ráð á borð við þau, sem Vance og Carrington hafa gert í Serbíumálinu. Frægasti ragludallur nútímasögunnar er Ronald Rea- gan, fyrrum Bandaríkjaforseti, sem skildi ekki tengsli skattalækkana og aukinna ríkisútgjalda, einkum til hemaðar. Hann bjó til hroðalegan greiðsluhalla, sem verður Bandaríkjunum áratugum saman til vandræða. í nokkur ár hafa Bandaríkjamenn búið við lélegan forseta, sem hefur tahð þeim trú um, að hann hafi að minnsta kosti vit á utanríkismálum, þótt hann sé illa að sér heima fyrir. Samt er ferill George Bush samfelld slóð mistaka í samskiptum við erlendar þjóðir. Eitt síðasta dæmið er, að Bush skildi alls ekki, hvað var að gerast í Serbíu og nágrannalöndum hennar. Til skamms tíma studdi hann tilraunir Milosevics til að halda saman Stór-Serbíu. Hann studdi líka Gorbatsjov Sovétforseta gegn lýðræðisöflum í Sovétríkjunum. Bush var síðastur leiðtoga til að viðurkenna sjálf- stæði Eystrasaltsríkjanna. Hann vann að uppgangi Saddams Husseins í írak, alveg fram undir Persaflóa- stríð, og gaf ógnarstjórn hans svo grið á síðustu klukku- stundum stríðsins. Hann styður enn kínverska komm- únista, sem reyna að koma ihu af stað víða um heim. Heimurinn var og er enn fullur af stórforstjórum, stjómmála- og embættismönnum, sem samkvæmt Pét- ursreglunni era ófærir um að gegna hlutverkum sínum. Jónas Kristjánsson Háski af Serbíu loks tek- inn alvarlega Fyrir 78 árum féll ríkisarfi aust- urríska keisaradæmisins fyrir morðingjahendi á götu í Sarajevo, höfuðborg Bosniu-Hersegovínu. Sá atburður varð tilefni heimsstyrj- aldarinnar fyrri og upphaf at- burðarásar sem gert hefur tuttug- ustu öldina tímabil einhverra mestu hörmunga og blóðsúthell- inga sem sagan kann frá aö greina. Síðustu vikur hefur Sarajevo búið við nær látlausa skothríð úr fallbyssum og sprengjuvörpum frá íjallahnúkum umhverfis borgina. Serbneskar sveitir studdar sam- bandsher fyrrum Júgóslavíu þjarma þannig jafnt og þétt að borgarhverfum múslima og Króata og gera stjórn sjálfstæðrar Bosn- íu-Hersegovínu ómögulegt að starfa eðlilega. Sprengja úr sprengjuvörpu lenti á biðröð eftir brauði á götu í Sarajevo í vikunni, drap tvo tugi manna og særði fjór- falt fleiri. Aðfarir Serba, fyrst í Króatíu og nú í Bosníu, virðast loks vera að opna augu umheimsins fyrir því að verði þeim látið haldast uppi athæfi sitt er miklu meira í veði en afdrif fyrrum sambandsríkja Júgó- slavíu. Þá er skapað fordæmi fyrir yfirgangi þjóðernisofstækismanna, með ófyrirsjáanlegum afleiðingum í fyrrum sovétlýðveldum, allt frá Svartahafi yfir Kákasuslönd og austur um alla Mið-Asíu. Sömu- leiðis er bráð hætta á að átökin breiðist út um ailan Balkanskaga. Eins og áður í Króatíu vinna Serbar og sambandsherinn í Bosn- íu-Hersegovínu eftir vandlega und- irbúnum áætlunum. Þær miða að því að leggja sem stærst flæmi af nýsjálfstæðu ríkjunum undir serb- nesk yfirráð þannig að landvinn- ingamir mynda samstæða heild með Serbíu sjálfri. Aðferðin er að beita hergagnayfirburðum sam- bandshersins, skriðdrekum, fall- byssum og sprengjuvörpum, til að yfirbuga léttvopnaðar sveitir Kró- ata og múslima. Aö því búnu ráð- ast Serbar inn í borgir og þorp með morðum og ránum svo að fólk flýr undan þeim allt hvað af tekur. Þetta kallar Serbar „þjóðemislega hreinsun". Með þessu móti jöfnuðu Serbar borgina Vukovar í austanverðri Króatíu við jörðu til að ryöja sér leið inn á stórt landsvæði og hrekja Króata þaðan. Og loks þegar friðar- gæslulið á vegum Sameinuðu þjóð- anna, 14.000 manns, kom á vett- vang láta Serbar sem erindi þess sé að standa vörð um landvinninga þeirra. Með stuðningi herstjómar- innar í Belgrad reyna þeir að end- urtúlka vopnahléssamkomulagið sér í hag, neita til dæmis að af- henda mönnum SÞ vopn sín nema yfirráðasvæði þeirra sé fyrst fært út. Fréttamaður Washington Post lýsir því hvemig byssumenn Serba em orðnir að löggæslumönnum við hlið gæsluliða SÞ og halda áfram yfirgangi og ránum gagnvart þeim Króötum sem ekki era enn flúnir þegar menn SÞ era hvergi nærri. Landvinningastríð Serba er enn ósvífnara í Bosníu-Hersegovínu. Á fimm vikum hafa þeir lagt undir Erlend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson sig tvo þriðju sjálfstæðs lýðveldis sem nýtur viðurkenningar SÞ, og þar sem tæpur þriðjungur íbúa telst serbneskur. Múslimar hafa verið hraktir af 80 kílómetra breiðri og næstum 200 kílómetra langri spildu í Austur-Bosníu þar sem þeir voru 78 af hundraði 450.000 íbúa. Serbar reyndust þar tíu af hundraði í manntali í fyrra. Síðan hafa sveitir Serba og sam- bandshersins unnið að því að leggja undir sig breið belti vestur á bóg- inn, annað um norðanverða Bosníu til að ná saman við serbnesk yfir- ráðasvæði í Króatíu. í suðri hafa atlögur Serba sérstaklega beinst aö borgum múslima, eins og Moster, til að ná yfirráðasvæði samfelldu við Suður-Serbíu og Svartfjalla- land. John F. Bums frá New York Times komst til Zvomik, einnar af bosnísku borgunum sem Serbar hafa lagt undir sig. Borgarbúar sem enn vora um kyrrt lýstu fyrir hon- um stórskotahríðinni á borgina yf- ir ána Drínu frá Serbíu, töku borg- arinnar og morðunum sem fylgdu. Einn heimildarmaður hans kvaðst hafa séð serbneska stúlku skoma á háls þegar hún bað múslimskum nágrönnum sínum vægðar. Frétta- manninum var bent á fjöldagröf þar sem þeir sem féllu í stórskota- hríðinni og fyrir aftökusveitum Serba voru dysjaðir. Staðfest tala fallinna í Bosníu- Hersegovínu nálgast nú þrjú þús- und, aöallega óbreyttir borgarar. Særðir eru sagðir um átta þúsund. Flóttafólk er komið yfir 900.000 af 4,4 milljóna íbúatölu. Hjálparstofn- anir hafa hrökklast frá lýðveldinu af því að byssumenn Serba gerðu vandlega auðkennd farartæki þeirra að sérstöku skotmarki. Menn sem best þekkja til hugs- anagangs forustu Serba, sér í lagi Slobodans Milosevics forseta, segja engan vafa á að verði Serbar ekki stöðvðir muni þeir næst snúa sér að Kosovo og Makedóníu. Tíu af hveijum ellefu íbúum Kosovo era albanskir en Serbíustjóm svipti þá sjálfstjórn og gerði héraðið að serb- nesku lögregluríki á árunum 1989 og 1990. Kosovobúar efndu til þing- og forsetakosninga á eigin spýtur um síðustu helgi en Serbíustjórn neitar að viðurkenna þær. Makedónía hefur ekki fengið sjálfstæði sitt viðurkennt vegna andstöðu Grikklands sem kveðst eiga nafnið. Sannleikurinn er að Grikklandsstjóm ásælist Make- dóníu eða hluta hennar að minnsta kosti. Aðgerðaleysi Atlantshafs- bandalagsins og Evrópubandalags- ins fram til þessa gagnvart yfir- gangi Serbíu stafar ekki síst af því að íhaldsstjórn Grikklands styður serbnesku kommúnistastjómina með ráðum og dáð. Lengi hafa Búlgarar gert tilkall til Makedóníu og þegar haft er í huga að Ungverj- ar era fjölmennir í Voj vodinu, öðra sjálfstjórnarhéraði sem Milosevic hefur svælt undir Serbíu, má sjá hvílíkt tundur bíður neista frá bál- inu í Bosníu-Hersegovínu. Vaxandi merki sjást um stríðs- þreytu meðal Serba. Biskupastefna rétttrúnaðarkirkjunnar hefur aldr- ei þessu vant hafiö upp raust sína í áfellisdómi yfir stjórn og her. Verðbólga vegna seðlaprentunar fyrir stríðskostnaðinum er komin upp í 1% á hverri klukkustund sem líður. Væntanlegt viðskiptabann SÞ gæti því hrifið fljótt, að því tilskildu aö lönd eins og Rúmenía og Grikk- land virði það. Engum heilvita manni dettur í hug aö gera út al- þjóðalandher gegn Serbum en rætt er um að heimila lofthemað gegn stórskotavirkjum þeirra, skrið- drekasveitum og herflutningalest- um. Flóttafólk frá Bugonoj i Bosniu bíður á bílastæði í króatísku borginni Split eftir flutningi áfram til Rijeka, norðar á strönd Adriahafsins. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.