Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. 7 Fréttir Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra: Kristján seilist helst til langt í hagsmunagæslu - segir Fiskveiðasjóð hafa framselt hlutabréftil LÍÚ án lagaheimilda „Kristján Ragnarsson seilist helst til langt í hagsraunagæslunni. Að tala um eignarupptöku á eign sem ríkið þegar á er rugl. Fiskveiðasjóður er eign ríkisins og á því leikur enginn vafi. Þótt sjóðurinn haíi að hluta ver- ið byggður upp með skattheimtu af sjávarútveginum hafa umtalsverðir fjármunir runnið til hans beint úr ríkissjóði. Það er fráleitt að halda því fram að þeir sem hafa greitt skatta geti gert eitthvert annað tilkall til eigna ríkisins en aðrir í þjóðfélag- inu,“ segir Hreinn Loftsson, aðstoð- armaður forsætisráðherra. Hreinn er formaður einkavæðing- amefndar ríkisstjórnarinnar sem meðal annars hefur viðrað þá hug- mynd að ríkið selji hlut Fiskveiða- sjóðs í íslandsbanka, sem metinn er á 400 til 500 milljónir.Kristján Ragn- arsson, formaður LÍÚ, hefur mót- mælt þessari hugmynd og segir hana fela í sér aukna skattheimtu á sjávar- útveginn og rýra lánamöguleika sjóðsins. Kristján á sæti í stjórn Fisk- veiðasjóðs og íslandsbanka. Hreinn segir röksemdafærslu Kristjáns gegn sölu hlutabréfanna ekki lagalega. í lögum um sjóðinn sé skýrt kveðið á um að hann sé eign ríkisins og lögfræðilegar greinagerð- ir, þar á meðal frá Markúsi Sigur- björnssyni prófessor, taki af öll tvi- mæh í því efni. Þá vísar hann á bug þeim rökum að sala hlutabréfanna rýri möguleika sjóðsins til lántöku erlendis, enda með sterka eiginijár- stöðu upp á fjóra milljarða. Að sögn Hreins veitti ríkissjóður umtalsverða fjármuni til sjóðsins þegar vel áraði í ríkisfjármálunum. Nú sé staðan önnur, erfiðleikar í rík- isfjármálum en sjóðurinn með góða eiginíjárstöðu. Því sé það sjálfgefið að ríkið nýti þessa eign sína enda færi salan saman við stefnu ríkisins um einkavæðingu. „Sjóðurinn fékk á sínum tíma sér- staka heimild tfi að kaupa hlutabréf í Islandsbanka til að greiða fyrir upp- byggingu hans. Það er hins vegar óeðlilegt að hann skuh eiga svona stóran hluta. Með sölu hlutabréf- anna væri ríkið hins vegar að draga sig út úr þessum banka. Þetta er eig- inlega síðasti hður í einkavæðingu íslandsbanka." Hreinn segist alfarið vilja skoða yfirlýsingar Kristjáns í fjölmiðlum um þetta mál sem hagsmunagæslu. í því sambandi bendir hann á að nýverið hafi sjóöurinn aukið við hlut sinn í íslandsbanka um 130 milljónir og framselt hinn nýja hlut til LÍÚ, án þess að leita eftir heimildum til þess hjá Alþingi. Á þennan hátt hafi Kristján styrkt stöðu sína í banka- ráðinu og öðlast rétt á formannsstóli í bankaráðinu. „Af ummælum og yfirlýsingum Kristjáns að dæma er augljóst að hann telur sig eiga þetta og geta hegðað sér eins og honum sýnist. Hann fer hins vegar hvorki með lög- Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, er formaður einkavæðingarnefndar ríkisstjórn- arinnar. gjafarvald né pólifískt framkvæmda- vald og það er því fullmikil kok- hreysti að halda öðru fram.“ -kaa ultra gloss BILJ BOI ULTRA GLOSS Endist langt umfram hefðbundnar bóntegundir. Auðvelt í notkun. ESSO stöðvarnar Olíufélagið hf. Kristján Ragnarsson, formaður LIU: Fiskveiðasjóðw er eign sjávarútvegsins - þó svo að hann sé eign ríkissjóðs samkvæmt lögunum „Við segjum að Fiskveiðasjóður sé eign sjávarútvegsins þótt í lögunum standi að hann sé eign ríkissjóðs. Hann hefur alltaf verið rekinn sem sjóður sjávarútvegsins enda byggst upp með framlögum frá sjávarútveg- inum. Eigi að færa 450 milljónir úr sjóðnum til ríkissjóðs geta menn al- veg eins beðið um tékka frá okkur eins og að biðja okkur um að selja þessi hlutabréf í íslandsbanka. Það er bara blekking að tala um einka- væðingu í þessu sambandi því þetta yrði bara aukinn skattur á sjávarút- veginn," segir Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. Kristján segir það fráleita hug- mynd hjá einkavæðinganefnd ríkis- stjómarinnar að láta Fiskveiðasjóð selja hlut sinn í íslandsbanka. Sjóð- urinn þurfi á öllu sínu eigin fé að halda til að geta staðið við skuldbind- Hænsnaslátur- hús gjaldþrota Hænsnasláturhúsið hf. við Ámes í Gnúpverjahreppi hefur óskað eftir gjaldþrotaskiptum. Þetta er mikið' áfall fyrir einhæft atvinnulíf í sveit- inni en þar unnu 10-12 manns. Fyrirtækið hefur annast slátrun á kjúklingum fyrir bændur víða á Suð- urlandi. Slátrun á ári fór upp í allt að 340 tonn þegar best lét en fór nið- ur í 170 tonn undir það síðasta. Ástæður gjaldþrotsins em margar. Er þar nefndur hár vaxtakostnaður og viðskipti við marga aðila sem orð- ið hafa gjaldþrota en einnig hefur neikvæð umræða um kjúklinga haft sitt að segja. Það er neytendur hafa sneitt hjá þeim og frekar keypt aðrar kjötvörur. -BH ingar sínar og verið trúverðugur lán- takandi hjá erlendum fjármálastofn- unum. Hann segist sannfærður um að hvorki Alþingi né stjórnvöld sam- þykki þessa tillögu nefndarinnar. Eigið fé sjóðsins er nú um fjórir milljarðar. Skráð nafnverð hluta- bréfa í íslandsbanka er 276 miUjónir en við sölu er talið á að fimmta hundrað milljónir fengjust fyrir bréf- in. „í 90 ára sögu sjóðsins hefur það aldrei komið tU að ríkið seildist í þennan sjóð og tæki af honum íjár- magn. Hann hefur mikUvægu hlut- verki að gegna og má ekkert af sínu fjármagni missa,“ segir Kristján. -kaa Kristján Ragnarsson, formaður LIU, á sæti í stjórn Fiskveiðasjóðs og er formaður bankaráðs íslandsbanka. I SUMARBÚSTAÐINN á. tjCglA. VZAtíX. Sturtuklefi 80*80 með stöng, barkaúðara og sápuskál Verð aðeins kr. im, 44.990,- omk arm Skeifunni 8, Reykjavík 682466 Garðaúrgangur er ekki sorp Úrgangurinn úr garöinum er í raun mikilvæg verömæti sem tilheyra hringrás náttúrunnar. Fleygjum honum því ekki í sorptunnuna heldur látum náttúruna um aö endurvinna hann. Þeir sem ekki hafa aöstööu til aö koma á fót endurvinnslu í garðinum hjá sér geta snúiö sér til SORPU sem safnar garðaúrgangi í moldar- banka. Á gámastöövum SORPU getur þú lagt inn í moldarbankann en mundu aö henda umbúð- unum ekki heldur nýta þær aftur! Gámastööin þín er í næsta nágrenni: • Mosfellsbær: Við hesthúsabyggðina í Mosfellsbæ. • Noröausturhverfi Reykjavíkur, Austurbær, Fossvogur og Árbær: Við Sævarhöfða. • Hafnarfjöröur, Garöabær og Bessastaöahreppur: Miðhrauni 20, Garðabæ. • Seltjarnarnes og Vesturbær: Við Ánanaust. • Kópavogur: Við Dalveg. • Breiöholt: Við Jafnasel. • Grafarvogur: Við Gylfaflöt. Stöövarnar eru opnar alla daga frá 10:00 - 22:00 Tekið er á móti förmum allt að tveimur rúmmetrum. S0RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.