Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. 55 Meruiing f Bruce Springsteen - Human Touch h Lucky Town: Eins og klettur í hafinu Bruce Springsteen tekur lítinn nótís af því sem er að gerast í poppheiminum, hip hop, rapp, house og guð má vita hvað þetta heitir allt saman; Brúsi heldur sínu striki og þótt mörg ár liði milli platna koma þær nýjustu ávallt í beinu framhaldi af þeirri síðustu og maðurinn, sem eitt sinn var kallaður framtíð rokksins, heldur sig við sitt einfalda rokk og ról. Þannig er það líka með plöturnar Human Touch og Lucky Town, sem komu út fyrir skemmstu, að þær gætu allt eins hafa komið út fyrir nokkrum árum, tónlistarlega er lítill munur á þeim og til að mynda plötunni Ri- ver sem kom út 1980. Og það er ekki bara tónlist Bruce Springsteens sem breytist htið, hann er sjálf- ur við sama heygarðshomið í úthti og klæða- burði, gallabuxur, bolur eða skyrta og þriggja daga skegg. En svona á þetta að vera og ákveðið öryggi í því að sumt megi treysta Bruce Springsteen. Breytist ekkert hvað sem tískusveiflum liður. á í þessum síbreytilega heimi. Þannig mega gamhr og ungir rokkhundar ganga að gæð- unum vísum þar sem Bruce Springsteen er annars vegar. Það er erfitt að gera upp á milli þessara tveggja platna, þær eru í sjálfu sér eins og Hljómplötur Sigurður Þór Salvarsson eineggja tvíburar, keimlíkar en lifa sjálf- stæðu lífi engu að síður. Hráefnið í þær er nefnilega það sama, blanda af melódísku rokki, stundum hratt og hrátt, stundum blítt og allt að því angurvært. Sem sagt Bruce Springsteen eins og hann var, er og verður. Smáauglýsingar - Sími 632700 Suzuki bitabox, árgerð '81, til sölu, nýuppgerður. Uppl. í síma 91-641299. Til sölu Ford plckup með fellihýsi F 250 XLT Ranger Camp Special, árg. ’74, allur original og í toppstandi. Til sýnis í Heiðargerði 37, Reykjavík, frá kl. 17-22. Lincoln Continental, árg. ’72, til sölu, fallegur bíll í góðu lagi, innfluttur frá USA 1990, verð 650 þús. staðgreitt. Bíllinn er til sýnis á Nýbýlavegi 32, simi 91-45477. Lincoln Continental, árg. 1984, til sölu, vel með farinn og í toppstandi, bíllinn er nýkominn frá Ameriku. Upplýsing- ar í síma 91-676802. MMC Galant GLS, árg. ’89, ásett verð 985 þús., ekinn 67 þús., skipti á ódýr- ari, verðhugmynd 500-800 þús. Upp- lýsingar í síma 98-78569. Nýr bill. MMC Colt EXE, árg. ’91, til sölu, með öllu, ekinn 10 þús. km, verð 920 þús. staðgreitt. Uppl. gefur Bjami í síma 91-628595 eða 91-682657. Tilboð óskast i þessa glæsilegu bifreið. Benz 450 SE, árg. ’76, 8 cyl., sjálfskipt- ur. Upplýsingar í síma 91-74929. MG, árg. 1976, til sölu, rauður, með svartri blæju, ryðlaus, toppbíll. EV bílasalan, Smiðjuvegi 4, sími 91-77744. Heimasími í dag 91-642323. ■ Ymislegt Sandspyrna, sem vera átti 17. maí sl., verður haldin sunnud. 31. maí í Jósepsdal og hefst kl. 14, keppendur mæti kl. 10. Skráning fer fram í félagsheimilinu Bíldshöfða 14 laugard. 30. maí, kl. 17-19. Ath.: Ekki skráð á keppnisdag. Kvartmiluklúbburinn, sími 674530. . ............ Torfæra til íslandsmelstara verður haldin á Hellu, laugard. 6. júní. Keppendur skrái sig miðvikud. 27. maí frá kl. 17-21, fimmtud. 28. maí frá kl. 17-21, föstud. 29. maí frá kl. 17-21, og laugard. frá 13-16, í síma 98-75940. Flugbjörgunarsveitin Hellu. Uppreisn æru fyrir Madetoja - nýr geisladiskur með leik Sinfóníuhljómsveitar íslands Lengi vel bar tónskáldið Sibehus höfuð og herðar yfir starfshræður sína í Finnlandi, sökum óvefengjan- legrar snilhgáfu sinnar. „Minni tré þrífast illa nálægt eikinni," sagði skáldið Rilke um slík mikilmenni; átti þar sérstaklega við myndhöggvarann Rodin. „Önnur tónskáld" Finna áttu óneitanlega erfitt uppdráttar meðan Sibehus var á lífi en hann dó ekki fyrr en 1957. Einn þeirra var Leevi Madetoja (1887-1947), ágætur verkamaður í víngarði tónlistarinnar, höfundur þriggja sinfónía, fiölda kórverka, sönglaga og tveggja ópera. Önnur þessara ópera „Austurbotnsfólkið" (1924), er raunar eitt helsta stolt finnskra söngbók- mennta á þessari öld. Fyrir utan nálægðina við Sibelius (sem var um tíma kennari hans), var Madetoja auk þess fremur van- sæll, átti erfiða æsku, missti nána ættingja í borgara- stríðinu og þjáðist iðulega af þunglyndi og vanmeta- kennd. Ef til vill var hið síðastnefnda helsti dragbítur- inn á tónhstarlegan vöxt og viðgang Madetojas; hindr- aði hann í því að móta tónlistina fyllilega eftir eigin höfði, gefa henni sterkan „prófll". Sinfónísk verk hans eiga til að „minna á“ ýmsa aðra, Sibelius náttúrlega, Tónlist Aðalsteinn Ingóifsson en einnig Brahms, Tsjækofskí, jafnvel Rimsky-Korsa- kov (sjá Sinfóníu nr. 2 á geisladiski frá BlS-útgáfunni). Strangt uppbyggð rómantík Að einu leyti fer Madetoja þó eigin leiðir, það er í aðdáun sinni, og notkun á impressjónískri tónhst nok- kurra franskra tónskálda: Vincent d’Indy, Albéric Magnard og Saint Sáens. Á sama tíma voru finnskir starfsbræður hans, þar á meðal Sibelius, halhr undir þýska tónhst. Ef á heildina er htið sameinar Madetoja í tónhst sinni strangt uppbyggða rómantík Sibehusar (það er, arfleifðina frá Mendelssohn), impressjónisma nokkurra franskra tónskálda, ákafa hrynjandi rúss- neskra tónskálda og síöast en ekki síst finnska þjóð- lagaarfleifð. Madetoja er umfran allt vandað tónskáld, kastar aldrei hendinni til neins. Tónsmíðar hans valda því sjaldnast vonbrigðum þó maður vildi gjarnan hafa stærri skammt af persónulegum innblæstri í þeim. í fyrra sendi breska tónlistarútgáfan Chandos frá sér óperushtur Rakmanínoffs, Monna Vanna, með leik Sinfóníuhljómsveitar íslands (Chan 8987). Fínlegurblástur Nýverið sendi Chandos svo frá sér geisladisk með upptöku á leik Sinfóniunnar á þriðju sinfóníu Madetoj- Leevi Madetoja. as, undir styrkri stjóm landa hans, Petri Sakari (Chan 9036). Á diskinum er einneigin að finna „Okon Fu- oko“-svítuna, sem gerð var við ballett með sama nafni „Austurbotnssvítuna" með tónhst úr áðumefndri óperu og loks forleik að gamanóperu sem aldrei var samin. Til samans er þetta 71 tónhstarmínúta, þannig að kaupandinn fær mikið fyrir peninga sína. Þriðja sinfónían er haganlega saminn blendingur af frönsk- um léttleika og tregahlandinni formfestu finnskrar tónhstar. Við vitum að Madetoja dáðist mjög að því hvemig Frakkar beittu blásturshljóðfærum og er ég ekki frá því að blásturshljóðfæraleikur íslensku Sin- fóníunnar sé öllu franskari og þar með nær tilætlan Madetojas en leikur Sinfóniuhljómsveitar Helsinki- borgar á BlS-diskinum sem ég minntist á. „Okon Fuoko“-svítan er afar áheyrilegt verk, kraftm- ikið, frískt og glettið, „Gamanóperusvítan" sömuleiðis, og í „Austurhotnssvítunni" vinnur tónskáldið hagan- lega úr gömlum, finnskum þjóölögum. Ég held að leikur Sinfóníuhljómsveitar íslands á þessum verkum hljóti að afla henni aukinna vinsælda og virðingar, hér á landi sem annars staðar. Útlendir vinir mínir í tónhstarhransanum ljúka a.m.k. miklu lofsorði á hann, svo og gæði sjálfrar upptökunnar, sem var að mestu leyti á vegum íslenskra aðila. Leevi Madetoja - Sinfónia nr. 3, tvær svitur & forleikur. Sinfónfuhljómsveit íslands. Stjórnandi: Petri Sakari. Chandos (Chan 9036). Dreifing: Japis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.