Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Qupperneq 20
LÁUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. 20 Kvikmyndir Ádeila á Hollywood - Robert Altman er aftur kominn á kreik og vann til verðlauna í Cannes Robert Altman hefur löngum veriö vandræðabam Hollywood. Hann sló í gegn með hinni háðsku ádeilu- mynd M*A*S*H árið 1970 og síðan fimm árum seinna með Nashvfile. í þessum myndum kom vel fram stfil Altmans sem leikstjóra sem einkennist af því að hafa efnisþráð- inn sem lauslegastan og spinna síð- an út frá honum í ýmsar áttir. Þetta gerir leikurum erfitt fyrir því oft á tíðum er eingöngu tfi ófullkomið handrit þannig að leikaramir verða að skálda upp í eyöumar meðan á kvikmyndatöku stendur. En það kom líka fljótlega í Ijós að Altman líkaði illa að láta aðra stjóma sér, ekki síst kvikmynda- framleiðendum í Hollywood. Þaö vakti mikla furðu þegar hann var fenginn tfi að leikstýra stórmynd- inni Popeye árið 1980. Hvort sem það er við Altman að sakast eða ekki var myndin algerlega mis- heppnuð. Misheppnuð mynd Kvikmyndaiðnaðurinn virtist missa trúna á Altman og hefur hann því látið fara lítið fyrir sér sL tuttugu ár þótt hann hafi fram- leitt margar góðar myndir sem m.a. hafa verið sýndar í sjónvarpi. Hér má nefna myndimar Come Back to the Five and Dime, Jimmy Umsjón Baldur Hjaltason Dean, Jimmy Dean (1982) og Vinc- ent & Theo (1990) sem m.a. var að- eins sýnd í íslenska sjónvarpinu en ekki í kvikmyndahúsum hérlendis. En nú virðist sem gamii maðurinn hafi enn slegið Hollywood viö með því að koma, sjá og sigra á kvik- myndahátíðinni í Cannes. Nýjasta mynd hans, The Player, sem aö mörgu leyti er gamansöm ádeila á Hollywood, vann tfi verðlauna og var líklega mest umtalaða myndin meðan á hátíðinni stóð. Robert Alt- man var einnig í essinu sínu og lá ekki á skoðunum sínum. „Ég vinn ekki eins og stóru kvikmyndaverin vfija að ég geri,“ var haft eftir hon- um. „Það sem ég vil segja er að ég geri ekki myndir eins og þeir vfija að ég geri. Ég veit ekki hvemig á að gera þannig myndir og hef raun- ar mjög takmarkaðan áhuga á því. Það er líka mjög sjaldgæft að kvik- myndaverin hafi áhuga á að vinna meö mér að gerð mynda sem ég vil sjálfur gera.“ Svo mörg voru þau orð. Metsölubók The Player er byggð á sam- nefndri metsölubók eftir Michael Tolkin sem einnig skrifaði handrit- ið. í upphafsatriði myndarinnar kynnumst við Griffin Mifi (Tim Robbins), framagjömum fram- kvæmdastjóra kvikmyndavers ásamt flölmörgum starfsmönnum og félögum hans, þegar þeir em aö hlusta á Henry Buck selja þeim þá hugmynd að framleiöa framhalds-' mynd af The Graduate. Inn á milli er skotið atriöum eins og hóp Jap- ana í skoðunarferð um kvik- myndaverið. Við fáum að fylgjast með þegar þeir taka feil á þeim Alan Rudolph og Martin Scorsese. Með skemmtilegri klippingu tekst Altman aö gefa áhorfendum til kynna hvers þeir megi vænta næstu tvo tímana og spennan byij- ar að magnast. Mill á við ákveðið vandamál að stríða. Hann fer aö fá hótanir í formi póstkorta frá handritahöf- undi sem finnst hann ekki vera Hér er Robert Altman viö tökur á myndinni. Aóalhlutverkiö er í höndum Tim Robbins. Fjöldi þekktra leikara kemur fram í myndinni. metinn að verðleikum. Skfiaboðin sem hann skrifar á kortin eru eins og: „í nafni allra rithöfunda, ætla ég að drepa þig.“ Þetta veldur Mill miklu hugarangri svo hann fer að leita að þessum dularfufia póst- kortaritara. Loks telur hann sig hafa fundið hann sem hinn mál- glaða rithöfund David Kahane (Vincent D’Onofrio). Mill hittir hann á endursýningu á hinni þekktu ítölsku mynd Reiðhjólaþjóf- urinn og eftir að þeir hafa fengið sér í glas, drepur Mill hann óvfij- andi. Vitlaus maður Þegar farið er að rannsaka morð- ið beinist grtmurinn fljótlega að Mills því hann hafi verið sá sem síðast sá David á lífi. Hins vegar tekst ekki að sanna neitt á hann og því heldur hann áfram að lifa samkvæmt sínu eðlilega lífs- munstri sem byggist á því aö hafa áhyggjur af hvort hann missi stöð- una í kvikmyndaverinu tfi nýs starfsmanns. En síðast gerist nokkuð sem Mills hafði ekki reiknað með. Póstkorta- hótanimar halda áfram að koma og svo virðist sem hann hafi myrt rangan mann. En þar sem Mills er nú búinn að átta sig á því að hann mun að öllum líkindum komast upp með morðið á David, þá kemur í ljós að hann vill ekki láta þarna staðar numið. Hann myndar ástar- samband við June (Greta Sacchi), hina kynþokkafullu ástmey hins myrta og síðan taka örlögin í tau- mana en alltaf þó í gamansömum tón. Tim Robbins Leikaramir fara á kostum, ekki síst Tim Robbins. Það munaði minnstu að Robert Altman hætti á síðustu stimdu við að gera mynd- ina þegar fjármögnunaraðilarnir gerðu athugasemd um Robbins og vfidu fá eitthvert þekktara nafn í aðalhlutverkið. Altman harðneit- aði enda búinn að lofa Robbins hlutverkinu. Hann fékk héma einnig gullið tækifæri til að gefa Hollywood langt nef sem og hann gerði. „Það sem við erum að segja er að þessi Hollywood náungar hafa ekki lengur eins mikfi völd og áður,“ hefur verið haft eftir Alt- man. „Þeir em orðnir nokkurs konar endurskoðendur. Það er eng- inn tilgangur aö espa sig yfir full- trúa kvikmyndavers sem segir: „Þetta er góð hugmynd en ég get ekki selt hana.“ Hann er ekki vondi maðurinn í þessu dæmi. Þessi harða afstaða Altman gagnvart Hollywood hefur sett hann í dýrð- lingatölu í augum ýmissa, eins og tfi dæmis Robbins. „Þótt handritið hefði veriö orðabók, hefði ég tekið að mér að leika í myndinni," hefur verið haft eftir Robbins í nýlegu viðtali. „Þegar ég var 15 ára sá ég Nashville sem breytti algerlega hugmyndum mínum um hvemig kvikmynd ætti að vera og gæti ver- iö.“ Fjöldi þekktra leikara Það er síðan Greta Sacchi sem leikur hitt aðalhlutverkið. Hún var ekki spennt að taka við hlutverk- inu, ekki síst vegna þess að henni fannst persónuleiki June Gud- mundsdottir vera svo tómur. En eftir að hafa rætt máhn við Altman fór persónan June að þró- ast sem endaði með því að uppi stóð sterkur einstaklingur. Það er gaman að sjá að Altman hefur hér notað íslenskt eftimafn. Eftir þeim fréttum sem hafa borist frá Cannes, virðist hér hafa verið um að ræða meira tfiviljun en áhuga Altmans á íslandi. Eins og svo oft þegar nafn íslands birtist í erlendum kvikmyndum er það um dæmi þegar leikstjóri vill leggja áherslu á ákveðinn fáran- leika, eitthvað sem eigi að vera öðmvísi en við eigum að venjast. Það er margt þekktra nafna í myndinni og flest þeirra em í auka- hlutverkum. í einu atriði myndar- innar er slegið upp stórri veislu og sem gesti hennar fékk Altman ótrúlegan fjölda þekktra leikara til að koma fram. Þar má nefna Cher, Nick Nolte, Anjelica Huston, Burt Reynolds, Susan Sarandon, Harry Belafonte, Jack Lemmon, Lily Tonfiin, Elliot Gould, Rod Steiger, Brace Willis og Julia Roberts svo einhveijir séu nefndir. Þessi mikli fjöldi sýnir líka vel hve virtur Altman er meðal leikara. Robert Altman hefur verið kenndur við endurreisnarhópinn í Hollywood sem samanstóð af ung- um leikstjórum sem vfidu brjótast út úr formúlukenndri framleiðslu Hollywood kvikmyndaveranna. Til þessa hóps teljast leikstjór- amir Francis Ford Coppola, Paul Mazursky, Martin Scorsese og svo John Cassavettes, sem lést úr krabbameini fyrir nokkrum ár- um. Allir þessir leiksljórar fyrir utan John, hafa verið virkir kvikmynda- gerðarmenn þótt Altman virðist hafa lent út undan. The Player gæti breytt ýmsu og gert Altman kleift að takast á við stærri og bit- stæðari verkefni í framtíðinni. Fyr- ir kvikmyndaáhugamenn er þó einstaklega gaman að sjá hve lítö Altman hefur breyst og enn býr í bijósti hans þessi sami brennandi áhugi að vera trúr sjálfum sér og gera kvikmyndir eins og hann vill sjálfur - ekki eins og Hollywood vfil að hann geri. Helstu heimildir: Variety, Premier

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.