Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. Iifandisögupersóna WRITER’S BLOCK Útgefandl: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Charles Correll. Aðalhlutverk: Morgan Fairchild, Mlcha- el Praed og Joe Regalbuto. Bandarisk, 1991 - sýningartimi 87 mín. Bönnuö börnum innan 16 ára. Einstaka kvikmyndir eru óskilj- anlegar og er Writer’s Block ein þeirra. Byrjunin lofar að vísu góðu. Skáldkonan Magenta Hart hefur oröið fræg vegna þess að hún lætur aðalpersónu sína, fjöldamorðingja, lifa í bókarlok. Nú viU útgefandi skáldkonunnar að hún drepi þessa persónu sína en það veitist henni mjög erfitt. Þegar morð eru framin í nýjustu bók hennar ímyndar hún sér að sögupersóna hennar hafi lifnað við og satt best aö segja verð- ur myndin óskiljanleg eftir því sem meira líður á myndina og er ekki annað að sjá en að ein aðalpersón- an í myndinni hafi aldrei verið til. Læknir í vandraeðum Grimmörlög THE RAILWAY STATION MAN Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Michael Whyte. Aöalhlutverk: Julie Christie og Donald Sutherland. Bresk, 1991 - sýningartími 96 mín. Leyfö öllum aldurshópum. Sjálfsagt muna margir eftir mögnuðum leik þeirra Juiie Christie og Donald Sutherland í einni eftirminnilegustu sakamála- mynd síðari tíma, Don’t Look Now. Sú mynd kemur ósjálfrátt upp í huga manns þegar maður sér nöfn þeirra hliö við hlið í The Railway Station. Sú mynd er samt allt öðru vísi en Dont Look Now. Hér er um að ræða dramatíska sögu sem ger- ist á írlandi í skugga hryðjuverka. Julie Christie leikur Ustakonuna Helen Cuffe sem býr ein ásamt syni á unglingsaldri. Eiginmaður henn- ar hafði verið drepinn fyrir mis- skilning. Hún er vör um sig en rýf- ur einangrun sína þegar hún kynn- ist Bandaríkjamanninum Roger Hawthorne sem hefur þaö að áhugamáli að gera upp gamlar jámbrautarstöðvar. í hinu fá- menna þorpi, sem Cuffe býr í, er Hawthorne áhtinn skrýtinn, en Cuffe laðast samt að honum en um leið gerir hún sér ekki grein fyrir því að sonur hennar er komin á kaf í starfsemi IRA. The Raiiway Station er áhrifa- mikil og hiö hrjóstuga landslag, sem vel gæti veriö íslenskt, setur sterkan svip á myndina. JuUe Christie er mjög góð í hlutverki sínu en því miður er ekki hægt að segja þaö sama um Donald Suther- land sem á í erfiðleikum með aö nálgast persónu sína. -HK Villtirbræður THE SACKETTS Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri: Robert Totten. Aöalhlutverk: Sam Elliott, Tom Selleck, Jeff Osterhage, Glenn Ford og Ben Johnson. Bandarísk, 1979 - sýningartimi 187 min. Leyfð öllum aldurshópum. Það eru ekki margir vestrar gerð- ir í dag og þótt The Sacketts sé svo sannarlega ekta vestri þá er hún komin til ára sinna, gerð 1979. En fyrir aUa aðdáendur gömlu vestr- anna ætti hún að vera kærkomin. í þessari löngu míniseríu fyigj- umst við með þremur bræðrum á ferö þeirra um hættulegar slóðir viUta vestursins og þeim mörgu ævintýrum sem þeir lenda í. The Sacetts er gerð eftir tveimur skáldsögum þekktasta vestrahöf- undar síðari tíma, Louis L’Am'our, og þótt handritið og myndin í heild sé uppfull af gömium klisjum þá má hafa gaman af. Af þeim bræðrum er Tom Selleck geöþekkastur og einnig sá leikar- anna sem hefur húmor fyrir hlut- verkinu. Margir þekktir leikarar úr óteljandi vestramyndum leika aukahlutverk, má þar nefna, Glenn Ford, SUm Pickens, Ben Johnson, Jack Elam og GUbert Roland. DOC HOLLYWOOD Útgefandi: Steinar hf. Leikstjóri Michael Caton-Jones. Aöalhlutverk: Michael J. Fox, Julie Warner, Woody Harrelson og Bridget Fonda. Bandarísk, 1991 -sýningartími99mín. Bönnuð börnum innan 12 ára. Michael J. Fox er ekki aðeins mjög vinsæU gamanleikari heldur er hann einnig mjög smávaxinn og barnalegur í útUti. Verður að segj- ast eins og er að hann er ekki beint trúverðugur læknir. í Doc Holly- wood leikur hann skurðlækninn Ben Stone sem langar til að komast í lýtalækningar í Hollywood. Þegar myndin hefst er hann á mikUli hraðferð tU HoUywood í viðtal. Kapp er samt best með forsjá eins og á eftir að koma í ljós. í öllum hamaganginum keyrir hann út af og eyðileggur langa girðingu, auk þess sem hann skemmir bíUnn sinn. Það viU svo óheppilega til að þaö er dómarinn í bænum sem nýbúinn er að reisa girðinguna. Þegar hann fréttir að ökuníðingut- inn er læknir dæmir hann auminga Stone í þegnskylduvinnu en það vantar nauðsynlega lækni á sjúkrahúsið. Stone líst ekkert alltof vel á starf- ið en lætur slag standa og það ger- ir honum lífið þolanlegra að bfi- stjóri sjúkrabílsins er glæsUegur kvenmaður sem Stone feUur strax fyrir. í myndinni er síðan lýst á gamansaman hátt viðskiptum Stone við heimamenn sem eru hver Með því að keyra niður girðingu byrja öll vandræðin hjá lækninum Benjamin Stone (Michael J. Fox). DV-myndbanda3istiim 1 (8) Hariey Davidson & The Marlboro Man 2 (2) Doc Hollywood (6) Mortal Thoughts 4 (3) Jungle Fever 5 (2) Regarding Henry 6 (7) Suburban Commando (4) Soapdish 8 (5) The Commitments Pit and the Pendulum To Catch a Killer Memories of Midnight 12 (11) Toy Soldiers 13 (10) Terminator II Ooc Hollywood sat ekki lengi I fyrsta sæti. Tölfararnir Mickey Rourke -j^ i\ i’gg^ Aggnt og Don Johnson komu æðandí upp Hstann en þeir lelka aðalhlutverk- '' in I Harley Davidson and the Marlboro Man og hertóku fyrsta sætið. 15 {-) K-2 Ótrúlegur dómur öðrum skrýtnari auk þess sem sambandið við gamlan lækni bæj- arins er mjög stirt. Doc Hollywood er sæmileg af- þreying en ekkert meira. Michael J. Fox er frekar takmarkaður leik- ari og finnst mér ég hafa oft séð hann áður í þessu hlutverki hvort sem persónan er læknir, leikari (The Hard Way) eða sölumaður (Secret of My Sucess). Aftur til framtíðar-myndimar em enn það besta sem Fox hefur gert. Einstakir leikarar í aukahlutverkum .skapa skemmtilegar persónur, má þar sérstaklega nefna David Ogden Sti- ers sem leikur bæjarstjórann. -HK LET HIM HAVc IT Útgefandi: Bíómyndir. Lelkstjórl: Peter Medak. . Aöalhlutverk: Christopher Eccleston, Paul Reynolds, Michael Elplchick og Tom Courtenay. Bresk, 1991 - sýningartími 110 min. Bönnuö börnum innan 16 ára. Peter Medak leikstýrði fyrir tveimur ámm hinní eftirminnilegu The Krays sem íjallaði um tvo bræður sem gerðu garðinn frægan í undirheimum Lundúna snemma á sjöunda áratugnum. í hinni nýju mynd sinni Let Him Have It er hann enn að fialla um bresk saka- mál. Nú tekur hann fyrir mjög svo umdeildan dauðadóm sem kveðinn var upp yfir vanþroska pilti árið 1953. Nafn myndarinnar Let Him have It eru orö sem dómurinn er byggð- ur á. í myndinni er sagt frá aðdrag- anda þessa umdeilda dóms sem setti ailt á annan endann í Bret- landi og er réttarkerfið enn að súpa seyðið af þessu óréttlæti sem beitt var gagnvart Derek Bentley sem í mesta lagi hefði átt að fá stuttan fangelsisdóm. Atburðurinn átti sér stað á hús- þaki. Tveir piltar ætluðu sér að ræna kjötverslun. Lögreglan kemst að þessu og eltir þá uppi. Bentley gefst strax upp en Chris er fullur af hatri út í lögregluna og hefur skothríð með þeim afleiðingum að einn lögregluþjónanna er drepinn. Þegar réttað var í málinu sögðu vitni að Beritley heföi sagt við Chris áður en hann hóf skothríðina: „Let Him Have It“, sem getur þýtt að Chris eigi að hefia skothríð eða það sem örugglega var meining Bent- leys að fá Chris til að afhenda lög- reglunni byssuna. Bentley var sem sagt dæmdur til að hengjast og þrátt fyrir mikla baráttu foreldra og mikil opinber mótmæli var dóm- inum fullnægt og er óhætt að segja að breskt dómkerfi hafi sett gífur- lega ofan þegar þessi dómur var kveðinn upp. Peter Medak hefur gert áhrifa- mikla og sterka kvikmynd sem læturenganósnortinn. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.