Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. SAMEINAÐI LÍFEYRISSJÓÐURINN Hér með tilkynnist öllum þeim er telja til eignar eða skuldar hjá Lífeyrissjóði byggingamanna og Lífeyr- issjóði málm- og skipasmiða að með reglugerð, sem samþykkt var á stofnfundi Sameinaða lífeyrissjóðsins hinn 27. maí 1992 og fjármálaráðuneytið hefur stað- fest í samræmi við 2. gr. laga nr. 55/1980, hefur Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Suðurlandsbraut 30, Reykjavík, tekið við allri starfsemi þessara lífeyris- sjóða og réttindum þeirra og skyldum frá og með 1. júní 1992 og frá sama tíma tekur hann við öllum eignum og skuldum sjóðanna. Reykjavík, 27. maí 1992. Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins Benedikt Davíðsson, Gunnar S. Björnsson, Guðmundur Hilmarsson, Hallgrímur Gunnarsson --------------------^ Utboð Hafnarfjarðarvegur, Engidalur - Flatahraun Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 0,9 km kafla á Hafnarfjarðarvegi milli Engidals og Flatahrauns. Helstu magntölur: Fyllingar og burðarlag 10.000 m3, malbiksslitlag 8.000 m2 og umferðareyjar 4.300 m2. Verkinu skal lokið 18. september 1992. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgartúni 5, Reykjavík (aðalgjaldkera), frá og með 2. júní nk. Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann 15. júní 1992. Vegamálastjóri Verzlunarskóli íslands Innritun 1992-1993 Innritun í nám skólaárið 1992-1993 fer fram 3. til 5. júní. Tekið er á móti umsóknum á skrifstofu skól- ans frá kl. 9-18. Grunnskólanemendur Umsókn skal fylgja staðfest Ijósrit af prófskírteini. Innritaðir verða 250 nemendur í 3. bekk. Verzlunarprófsnemendur skulu skila umsókn sinni eigi síðar en 5. júní. Þeir sem hafa verzlunarpróf úr öðrum skólum en Vl þurfa að skila staðfestu Ijósriti af prófskírteini. Öldungadeild Tekið er á móti umsóknum á skrifstofu skólans 3.-5. júní gegn greiðslu innritunargjalds, kr. 5.750. TRYGGINGASTOFNUN ríkisins y? Lækkun gjalda vegna lækniskostnaðar barna frá 1. júní 1992 Ekki skal greiða fyrir börn, 6 ára og yngri, við komu á heilsugæslustöð og til heimilislæknis. Börn sem njóta umönnunarbóta greiða sömu gjöld og aldraðir og öryrkjar fyrir læknisþjónustu og heilsu- gæslu. Framvísa skal sérstöku skírteini sem sent verð- ur aðstandendum barnanna. Hámarksgreiðslur á almanaksárinu vegna barna í sömu fjölskyldu lækka úr 12.000 krónjm í 6000 krónur. Fríkort fæst gegn kvittunum að Tryggvagötu 28 í Reykjavík og hjá umboðum Tryggingastofnunar utan Reykjavíkur. Endurgreiðslur til handhafa fríkorta skv. gamla hámarkinu verða sendar þeim á næstunni. Tryggingastofnun ríkisins Matgæðingur vikuimar Gráðostafylltar silimgsrúlhir Jón Mýrdal Harðarson, 18 ára matreiðslunemi á Hótel Borgarnesi, er matgæðingur vikunnar að þessu sinni. Jón hefur verið að læra matreiðslu síðastliðin tvö ár. Áhugann á matreiðslu hefur hann að hluta úr fjölskyldunni en eldri bróðir hans hefur lengi verið kokkur. Jón segist stundum bretta upp ermamar í eldhúsi móður sinnar en hann fær yfirleitt nóg af matseldinni í náminu. Aðspurður sagðist hann þó af og til reyna einhverjar nýjungar með kærustu sinni, notar hana þá sem „tilraunadýr". Jón býður lesendum upp á gráðostafylltar silungsr- úllur með eggnúðlum og rækjuostasósu. Uppskriftin er miðuð við fjóra. Þetta þarf 1 kg silungur 1 dl vatn og 1 dl hvítvín (eða mysa) Fylling: 100 g gráðostur htil dós aspas hvítlauksduft og salt eftir smekk Sósa: 200 g rækjuostur 4 dl ijómi 1 teningur fiskikraftur Þannig erfarið að Silungsflökin eru roðdregin og skorin skáhallt í þunnar sneiðar (um 5 sentímetra langar) þannig að hver fái fjórar sneiðar. Ostinum er deilt jafnt á fisk- stykkin og 2 aspasbitar settir ofan á hvert þeirra. Loks er hvítlauksdufti og salti stráð yfir eftir smekk og sil- ungnum rúllað upp (pinni eða tannstöngull settur í gegn). Silungsrúllurnar eru síöan soðnar í vatni og hvítvíni við vægan hita í 4-6 mínútur. Á meðan era núðlumar soðnar, eftir leiðbeiningum Jón Mýrdal Harðarson. á pakka. Að lokinni suðu eru silungsrúllumar teknar upp úr. Þá er ijómanum, rækjuostinum og fiskkraftinum bætt út í og sósan soðin við vægan hita þar til hún þykknar. Silungsrúllurnar em bomar fram með sósunni og núðlunum og fersku salati ef vill. Jón var ekki lengi að ákveða sig þegar kom að því að skora á einhvern að vera matgæðing næstu viku. Fyrir valinu varð kunningi hans, Hörður Óttarsson, sem er að hefja vinnu á Shellstöðinni í Borgarnesi. Jón segir Óttar uppfuUan af góðum hugmyndum þegar maturerannarsvegar. -hlh Hinhliðin Sumarfríið fer í bíómyndir - segir Elva Ósk Ólafsdóttir Elva ósk Olafsdóttir heitir upp- rennandi leikkona sem gat sér gott orð sem Snæfríður íslandssól hjá Leikfélagi Akureyrar í vetur. Elva Ósk hefur nú tilboð um að leika í tveimur kvikmyndum í sumar og í haust verður hún í góðu hlutverki í leikritinu Lost in Young hjá Borg- arleikhúsinu. Elva Ósk fékk smjör- þefinn af leiklistinni fyrir tíu árum er hún lét hlutverk ungfrú Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu í kvikmynd Þráins Bertelssonar, Nýtt ltf. Elva fór í Leiklistarskóla íslands árið 1985 og útskrifaðist þaðan ’89. Elva mun starfa aftur meö Þráni í sumar í kvikmyndinni Sigla himinfley, ef af tökum verður en sú mynd verður gerð fyrir Sjón- varpið. Það er Elva Ósk sem sýnir hina hhðina að þessu sinni: Fullt nafn: Elva Ósk Ólafsdóttir. Fæðingardagur og ár: 24. ágúst Í964. Maki: Andri Öm Clausen. Börn: Agnes Björt sem er tæplega ársgömul. Bifreið: Benz árgerð 1981. Starf: Leikkona. Laun: Misjöfn. Áhugamál: Leikhúsið, útivera og bókmenntir. Hveð hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þijár en ég spila nyög sjaldan með. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að vera í góðra vina hópi og með fjölskyldunni. Elva Ósk Ólafsdóttir leikkona. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Strauja. Ég kaupi helst ekki fatnað sem þarf að strauja. Uppáhaldsmatur: Humar í hvít- vínsijómasósu. Uppáhaldsdrykkur: Undanrenna. Hvaða iþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Ég er mjög htið inni í íþróttum svo það er eng- inn sérstakur. Uppáhaldstimarit: Ekkert sérstakt. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan eiginmanninn? Æth það sé ekki Kevin Costner. Ertu hlynnt eða andvíg rikisstjórn- inni: Andvíg henni. Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Guð. Uppáhaldsleikari: Þeir em svo margir góðir, bæði innlendir og erlendir, m.a. Gísh Hahdórsson, Róbert Amfinnsson, Ingvar Sig- urðsson og Þröstur Leó. Uppáhaldsleikkona: Þaö er eins með þær en ég get nefnt Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, Margréti Helgu Jóhannsdóttur, Ólafíu Hrönn og Halldóru Bjömsdóttur. Uppáhaldssöngvari: Andri Öm Clausen. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Sva- var Gestsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Fúsi fjörkálfur. Uppáhaldssjónvarpsefni: Spaug- stofan. Ertu hlynnt eða andvíg veru varn- arliðsins hér á landi? Andvíg. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás tvö. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þorgeir Ástvaldsson. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Mér finnst enginn neitt sérstaklega góð- ur nema ef vera skyldi Páll Magn- ússon. Uppáhaldsskemmtistaður: Gaukur á Stöng. Uppáhaldsfélag i íþróttum: ÍBV. Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtíðinni? Já, að verða betri leik- kona. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég ætla að leika í tveimur bíó- myndum, Sigla himinfley, ef af henni verður, og Stuttur frakki eft- irGíslaSnæErhngsson. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.