Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. 59 Afmæli Svala H. Jónsdóttir Svala Haukdal Jónsdóttir sölumað- ur, Markarvegi 12, Reykjavík, verð- urfertugámorgun. Starfsferill Svala er fædd á Suðureyri við Súgandafjörð en ólst upp á Patreks- firði. Hún gekk í Bama- og miðskóla Patreksfjarðar og stundaði nám í Reykholti í Borgarfirði. Svala stundaði nám í snyrtifræði í Kaup- mannahöfn 1969-71. Svala vann á Sheraton Hotel Inst- itut í Kaupmannahöfn á námsárun- um. Hún vann við afgreiðslu og verslunarstjóm í Kamabæ-Garbó 1974-82, Dömugarðinum 1982-87 en hún var eigandi fyrirtækisins um þriggjaáraskeið, skrifstofumaður hjá Vettvangi 1987-89 og Vettvangi- Liðsauka 1989-91. Svaia er nú sölu- maður hjá S. A. Siguijónssyni hf. Svala hefur sótt mörg sölu- og ræðunámskeið hjá JC o.fl. Hún starfaði og sýndi með Karon, sam- tökum sýningarfólks. Svala hefur ennfremur verið við kynningar o.fl. Fjölskylda Svala hefur verið í sambúð frá 1985 með Kjartani Oddi Þorbergs- syni, f. 2.7.1936, tannlækni. Foreldr- ar hans: Þorbergur Kjartansson, lát- inn, kaupmaður, og Guðríður S. Kjartansdóttir húsmóðir. Dóttir Svölu og Kjartans er Sif Haukdal, f. 14.3.1987. Kjartan á flmm böm frá fyrra hjónabandi. Systkini Svölu: Ólafur, f. 26.9.1947, véltæknifræðingur, maki Alda Konráðsdóttir tækniteiknari, þau eiga þrjú böm; Þórdís Elfa, f. 9.7. 1953, sjúkraþjálfari, maki Beme G. Ásberg, röntgenlæknir, þau eiga þrjú börn; Guðríður Ema, f. 10.3. 1956, íþróttakennari, maki Ólafur Á. Gíslason íþróttakennari, þau eiga tvær dætur; Jórunn Linda, f. 10.3. 1956, íþróttakennari, hún á tvær dætur. Foreldrar Svölu eru Jón Þorberg Eggertsson, f. 7.10.1922, skólastjóri og kennari, og Rósa Kemp Þórhnds- dóttir, f. 11.2.1924, húsmóðir, þau em búsett í Mosfehsbæ. Ætt Jón Þorberg er sonur Eggerts Guðmundssonar skipstjóra og konu hans, Guðríðar Gestsdóttur frá Haukadal í Dýrafirði. Rósa Kemp er dóttir Þórlinds Ól- afssonar verkstjóra ög konu hans, Jórunnar Bjarnadóttur frá Lækjar- Svala Haukdal Jónsdóttir. hvoli, Fáskrúðsfirði. Svala tekur á móti fjölskyldu og vinum á heimili sínu á morgun frá kl. 16. Loftur Þorsteinsson Loftur Þorsteinsson, bóndi og odd- viti Hrunamannahrepps, Haukholt- um, Hmnamannahreppi, er fimm- tugurídag. Starfsferill Loftur er fæddur í Haukholtum og ólst þai upp. Hann sótti nám á Flúðum og fór síðar í íþróttaskólann í Haukadal. Loftur lauk búfræði- prófi frá Hvanneyri 1961. Loftur vann á búi foreldra sinna til 1971 en hefur búið þar félagsbúi með Oddleifi bróður sínum frá þeim tíma. Loftur hefur tekið virkan þátt í félagsmálum og gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir sveit sína og hér- að. Hann var í sfjórn Ungmennafé- lags Hmnamanna og gjaldkeri þess í áratug. Loftur hefur tekið þátt í fjölmörgum leiksýningum. Hann var fyrst kjörinn í hreppsnefnd Hrunamanna árið 1978 og hefur ver- iö oddviti frá 1982. Hann hefur setið í stjóm Sambands sunnlenskra sveitarfélaga og Veiðifélags Ámes- inga, svo fátt eitt sé nefnt. Fjölskylda Loftur hefur verið í sambúð frá 1978 með Hönnu Lám Bjamadóttur, f. 10.8.1951, húsfreyju. Foreldrar hennar: Bjami Bjamason ogDóró- thea Theódórsdóttir, bændur að Loftur Þorsteinsson. Hörgsdal í V-Skaftafellssýslu. Börn Lofts og Hönnu Láru: Þor- steinn, f. 19.6.1981; Magnús Helgi, f. 3.8.1983; Berghnd Ósk, f, 6.3.1987. Synir Hönnu Lára eru Edvin Krist- insson, f. 4.9.1971, og Ólafur Bjarni Sigursveinsson, f. 20.8.1973. Bróðir Lofts er Oddleifur, f. 3.5. 1936, bóndi í Haukholtum, maki Elín Kristmundsdóttir húsmóðir. Þau eigaþijúböm. Foreldrar Lofts voru Þorsteinn Loftsson, f. 23.9.1905, d. 25.1.1991, bóndi í Haukholtum, og Ástbjört Oddleifsdóttir, f. 28.7.1913, d. 11.2. 1983, húsfreyja. Loftur tekur á móti gestum í dag í félagsheimili Hmnamanna eftir kl. 20.30. Lilja Þórarinsdóttir og Ólafur H. Guðlaugsson. Ólafur H. Guðlaugsson og Iilja Þórarinsdóttir Ólafur H. Guölaugsson og Lilja Þórarinsdóttir, Hólmgarði 49, Reykjavík, eiga gullbrúðkaup í dag en þau gengu í hjónaband 1942. Fjölskylda Ólafur er fæddur 8.8.1917 en Lilja erfædd 17.10.1921. Böm Ólafs og Lilju: Þórarinn I. Ólafsson, stýrimaður í Vestmanna- eyjum; Erling Ólafsson, kennari í Borgarnesi; Oh Sævar Ölafsson, for- stjóri og rennismiður í Hafnarfirði; Oddný Ólafsdóttir, húsmóðir og rit- ari í Reykjavík. Sonur Ólafs er Sæ- mundur Ölafsson, búsettur í Reykjavík. ÖMur og Lilja taka á móti gestum á morgun á heimih dóttur sinnar aðEngjaseh64. Til hamingju með afmaelið 31. maí 85 ára Sigfríö Töraasdóttir, Safawýri 79, Reykjavík. 80 ára Sigurður Þorgeirsson, Amartanga 59, Mosfellsbæ. Gunnar Sigurgeirssón, Grandavegi 47, Reykjavík. Kona hans er Helga Ólafsdótt- ir. Þau taka á móti gestum á af- mælisdaginn aö Grandavegi 47, 10. hæð.kl. 14-18. Laufey Ólafsdóttir, Droplaugarstööum, Fljótsdalshreppi. Eiginkona hans er Ölína Friðriks- dóttir. Þau taka á móti gestum í þjón- ustumiðstööinni Selinu að Sléttu- vegi 13 kl. 16-19 sunnudagínn 31. maí. Háaleitisbraut 15, Reykjavík. Anna Kristinsdóttjr, Fífusundi Hvanneyri, Andakílshreppi. 40 ára 70 ára Kristmundur Gíslason, Kirkjulundi 6, Garðabæ. 60 ára Hallur Hermannsson, Dvergabakka 36, Reykjavik. Þorbjörg Jónasdóttir, Helgavatni, SveinstaðahreppL Hálfdán Vtkingur Einarsson, Akraseh 35, Reykjavlk. Páll Sölvason (á afraæli 1.6), Sléttuvegi 13, Reykjavík. Sveinbjörn K. Joensen, Langanesvegi 10, Þórshöfn. Halldór Árraannsson, Hjarðarhlíð 8, Egilsstöðum. Ragnar Gislason, Melhóli, Skattárhreppi. Sigurlaug SteingrímBdöttir, Raftahhö 54, Sauðárkróki 50 ára Sigrún Hjartardóttir, Hrafnistu v/Kleppsveg, Reykjavík. Arnt Óskarsson, Miögarði 6, Keflavik. Guðbjörg Vilhjáimsdóttir, Þórarinn Örn Geirssou, Fífuselí 23, Reykjavík. Hjördis Bjarnason, Kleifarseli 49, Reykjavík. Hrafnhildur Bernbarðsdóttir, Vatnsendabletti 5, Kópavogi. Kristin Pétursdóttir, Heiðarlundi 2h, Akureyri. Kirstín Benedlktsdóttir, Grenigrund 11, Akranesi. Sigríður Guðmundsdóttir, Jöklatúni 2, Sauöárkróki. Guðmundur Steinar Jóbannsson, Heiöargarði 20, Keflavik. Þorsteinn Jónsson, Steinahlíð 5d, Akurejri. Þráinn Ólafsson, Grenigrund 42, Akranesi. Tumi Tómasson, Hólum, Hólalireppi. Jakob Óiafsson, Suðurgötu 15, Reykjavlk. Jón Sverrir Erllngsson, Barðavogi 24, Reykjavik. Kristin Einarsdóttir, Laugamesvegi 60, Reykjavík. Guðjón Jóhannsson, Háaleitisbraut 109, Reykjavik. Hreinsum andrúmsloftið á vinnustöðum! Alþjóða heilbrigðisstofnunin hefur mælst til þess að alþjóðlegi tóbaksvarnadagurinn, sem er 31. maí ár hvert, verði að þessu sinni tileinkaður sérstakri viðleitni til að bægja frá vínnustöðum þeirri mengun og áhættu sem fylgir tóbaksreykingum. Áð mati stofnunarinnar er þetta mikilvægur þáttur í baráttunni fyrir öruggari og heilsusamlegri vinnustöðum og öllum til hagsbóta, jafnt starfsmönnum - hvort sem þeir reykja eða reykja ekki - og þeim fyrirtækjum og stofnunum sem í hlut eiga. Við teljum að hér sé um að ræða þarft málefni, verðugt stuðnings. Við viljum því eindregið hvetja starfsfóik og stjórnendur fyrirtækja og stofnana til þess að fara að tilmælum Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar, og vísum einnig til gildandi lagareglna um tóbaksvarnir á vinnustöðum og leiðbeininga sem nú hafa verið sendar til þúsunda vinnustaða um land allt. Við hvetjum til að reyklausi dagurinn, 1. júní, verði nýttur til umræðu um þetta mál - í notalegu og hreinu andrúmslofti. Benedikt Valsson, framkvæmdastjóri FFSÍ Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlits ríkisins Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra Hjörtur Eríksson, framkvæmdastjóri VMSS Lára V. fúlíusdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ Markús Örn Antonsson, borgarstjóri Páll S. Halldórsson, Þórarinn V. Þórarinsson, < formaður BHMR framkvæmdastjóri VSÍ Ögmundur Jónasson, formaður BSRB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.