Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. Erlendbóksjá J a H N R o U U fc N - POLITICS LITERARY REPUTATION Spámaður, dýrlingur? Hvernig veröur orðstír rithöf- unda til? Hvaö gerir höfund aö átrúnaðargoði eða tískuhetju? Og hvemig stendur hann og verk hans andspænis goðsögninni? Um þetta er fjallað í þessari áhugaverðu bók sem er annars úttekt á því hvemig ólíkir hópar manna hafa í tímans rás eignað sér George Orwell og gert úr hon- um þá hetju sem hveijum og ein- um hentar best. Höfundurinn skýrir ítarlega þær myndir sem dregnar hafa verið upp af Orwell gegnum tíð- ina. Þar hafa sumir lagt áherslu á uppreisn hans gegn ríkjandi aðstæðum eða samstöðu með lít- ilmagnanum en aðrir talið hann spámann eða jafnvel eins konar dýrling. Sýnt er fram á hvernig síðamefndu hugmyndirnar náðu fótfestu á fyrsta áratugnum eftir lok heimsstyijaldarinnar, meðal annars fyrir áhrif sjónvarpsins, ekki síst vegna þess að sum verka hans endurspegluðu þá ógn sem vestrænum ríkjum stóð af ein- ræði kommúnismans. THE POLITICS OF LITERARY REPUT- ATION. Höfundur: John Rodden. Oxford University Press, 1989. "V E ■ K A j..,l:l:.ii:.|,«iMli»t-ionrvli..i’li iiilfii-JÍiJisi' II i: I \C I II E SKCliMl l'A Ki (II T II K CONI'liSSI 0 N S 0 E AMTHONY BURGKSS Burgess lætur gammirin geisa Breski rithöfundurinn Ant- hony Burgess er kunnur fyrir að segja umbúðalaust skoðun sína á mönnum og málefnum. Hann bregður ekki út af þeim vana í ævisögu sinni og lætur gamminn geisa og hirðir þá lítt um hvort dómharkan lendir á eiginkonum, vinum eða andstæðingum. Hér er um aö ræða annað bindi játninga Burgess, eins og hann kallar endurminningar sínar. Frásögnin hefst árið 1959 þegar Burgess fékk læknisúrskurð um að hann væri haldinn banvænum sjúkdómi og ætti einungis eitt ár eftir ólifað. Hann ákvað að nota árið til að búa fjárhagslega í hag- inn fyrir fjölskylduna, settist viö ritvélina og samdi flmm skáld- sögur í nánast einni lotu. Að því loknu varð honum ljóst að dauða- dómur læknanna var ótímabær. Burgess gefur góða innsýn í líf rithöfundar sem streitist við að sjá sér og sínum farboða með því að skrifa hvert skáldverkið af öðru og semja þess á milli fjölda bókadóma, ritgerða og fyrir- lestra. Þótt hann hafi að lokum slegið í gegn er honum enn í nöp við marga og gerir gjarnan upp gamlar sakir í þessum játningum. YOU’VE HAD YOUR TIME. Höfundur: Anthony Burgess. Penguin Books, 1992. Saga Mailer um leyniþjónustuna Bandaríska skáldsagnahöfunda hefur lengi dreýmt um að skrifa það sem þeir kalla „Miklu bandarísku skáldsöguna“. Norman Mailer er einn þeirra. En skáldsögur hans, eins og ann- arra bandarískra höfunda, hafa til þessa skort eitthvað til þess að hljóta svo eftirsótta viðurkenningu. Það á einnig við um nýjustu skáldsögu Mailers, Harlot’s Ghost. Hún er að vísu „mikiT að lengd; ríflega eflefu hundruð blaðsíður prentaðar með smáu letri og litlum spássíum. En hún er ekki það fullkomna listaverk sem eitt getur gert tilkall til krún- unnar. Saga leyni- þjónustunnar Harlot’s Ghost er þaö sem kallast heimfldarskáldsaga. Enda fer Mailer ekkert í felur með að hann hefur víða leitað fanga í rituöum heimiidum; aftast í bókinni er nokkurra blað- síðna listi yfir bækur sem hann hefur stuöst við. Og viðfangsefnið er hvorki meira né minna en saga bandarísku leyniþjónustunnar, CLA, á tímum kalda stríðsins. Meginá- hersla er lögð á tímabil Allen Dulles, sjötta áratuginn, og fyrstu ár sjöunda áratugarins. Svo sem títt er um heimildarskáld- sögur blandar Mailer hér saman raunverulegu fólki og persónum sem eru hans eigin hugarsmíð. Sumar hinna síðamefndu eru reyndar einn- ig byggðar á raunverulegum fyrir- myndum. Þannig verða mörkin milli veruleika og skáldskapar afar óljós. Lesandinn getur alls ekki verið viss um hvenær Mailer er að segja frá atburðum sem gerðust, eins og þeir gerðust, og hvenær hanh gefur skáldfáknum lausan tauminn. Kunnuglegt Hitt er svo annað mál að lesandi, sem fylgst hefur með skrifum um bandarísku leyniþjónustuna síðustu áratugina, kannast við ansi margt. Það á við um einstaka stóratburði, svo sem valdarán CLA í Guatemala á sjötta áratugnum, hlerun á símtölum æðstu manna Rússa og Austur-Þjóð- veija í Berlínargöngunum svo- nefndu og Svínaflóainnrásina mis- heppnuðu á Kúbu. Einnig koma helstu áhrifamenn þessa tíma kunnuglega fyrir sjónir; Dulles, McCone, Harvey, Helms og Hunt hjá CLA, Kennedybræður, Giancana og fleiri Mafíuforingjar og margir fleiri. Og helsta söguhetjan, sem gengur undir dulnefninu Harlot, er þar að auki byggð á einum frægasta CIA- foringjanum, James Angleton, sem sumir telja hetju andkommúnismans en aðrir þann mann sem gert hafi CLA meira ógagn en KGB. Mafler er sum sé að fjalla um at- burði og einstaklinga sem þegar er búið að seipja um margar bækur. Fréttir gærdagsins Slíkt efni er auðvitað afar vand- meðfarið því, svo að vitnað sé til ummæla annarra; ekkert er eins gamalt og fréttir gærdagsins. Mér flnnst satt best að segja að Mafler takist ekki nægilega vel að varpa nýju ljósi á gamalt söguefni. Lesand- anum finnst alltof oft að hann sé að endurlesa gamla frásögn. Hins vegar tekst Mailer oft vel upp þegar hann er ekki að rekja marg- þvælda sögu heldur lýsa hugsunum og athöfnum þeirra sögupersóna sem hann hefur sjálfur skapað. Þessir leiftrandi kaflar eru jafnvel þess virði að brjótast í gegnum langlokur um gamalkunnar og meira og minna misheppnaðar aðgerðir bandarískra leyniþjónustumanna. En mikla ameríska skáldsagan er enn óskrifuð. HARLOT’S GHOST. Höfundur: Norman Mailer. Ballantine Books, 1992. MetsöluMljiir Bretland Skáldsögur: 1. Jilly Cooper: POLO. 2. Danielle Steel: HEARTBEAT. 3. Terry Brooks: DRUID OF SHANNARA. 4. Ben Elton: GRIDLOCK. 5. Tom Clancy: THE SUM OF ALL FEARS. 6. E.M.Forster: HOWARDS ENO. 7. Penelope Lively: CITY OF THE MIND. 8. Thomas Harris: THE SILENCE OF THE LAMBS. ð. Chaterine Cookson: MY BELOVED SON. 10. Agnus Wilson; ANGLO-SAXON ATTITUDES. Rit almenns eölis: 1. Peter Mayle: TOUJOURS PROVENCE. 2. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 3. Mark Shand; TRAVELS ON MY ELEPHANT. 4. M. Baigent & R. Leigh; THE DEAD SEA SCROLLS 5. Nancy Friday: WOMEN ON TOP. 6. B. Watterson: ATTACK OF THE DERANGED KILLER MUTANT MONSTER SNOW GOONS. 7. Julia Phillips: YOU’LL NEVER EAT LUNCH IN THIS TOWN AGAIN. 8. Roy Greenslade: :. : c :■ MAXWELL’S FALL. 9. Kingsiey Amls; MEMOIRS. 10. Hannah Hauxwell: SEASONS OF MY LIFE. é The Sunday Times) Bandaríkin Skóidsögur: 1. John Grisham: THE RRM. 2. Sue Grafton: „H“ IS FOR HOMICIDE. 3. Fannie Flagg: FRIED GREEN TOMATOES AT THE WHISTLE STOP CAFE. 4. Jeffrey Archer: AS THE CROW FLIES. 5. Julíe Garwood: THE SECRET. 6. Janet Dailey: ASPEN GOLD. 7. Pat Conroy: THE PRINCE OF TIOES. 8. Mary Higglns Clark: LOVES MUSIC, LOVES TO DANCE. 9. Dale Brown: SKY MASTERS. 10. David Eddings: THE SEERESS OF KELL. 11. John Grisham: A TIME TO KILL. 12. Sandra Brown: SHADOWS OF YESTERDAY. 13. Danielle Steel: HEARTBEAT. 14. David Morrell: THE CONVENANT OF FLAME. 15. Dick Francis: LONGSHOT. Rit almenns eðlis: 1. Joe McGinniss: CRUEL DOUBT. 2. D. L. Barlett & J.B. Steele: AMERICA: WHAT WENT WRONG? 3. Crenshaw, Hansen & Shaw: JFK: CONSPIRACY OF SILENCE. 4. Deborah Tannen: YOU JUST DON’T UNDERSTAND. 5. Ann Rule: IF YOU REALLY LOVED ME. 6. Julia Philips: YOU’LL NEVER EAT LUNCH IN THIS TOWN AGAIN. 7. Peter Mayle: A YEAR IN PROVENCE. 8. RobertBly: IRON JOHN. 9. M. Scott Peck; THE ROAD LESS TRAVELLED. 10. Bernie S. Siegel: LOVE, MEDICINE, AND MIRACLES. (Byggt & New York Times Book Revlew) Danmörk Skáldsögur: 1. FayWeldon: JOANNAS KLONING. 2. Johannes Mollehave: KUN DEN SOM KAN LÆGGETO OG TO SAMMEN. 3. Dorrit Willumsen: KIÆDT I PURÍTJR. 4. Bret Easton ElUs: AMERICAN PSYCHO. 5. Pat Conroy: SAVANNAH. 6. Herbjora Wassmo: DINAS BOG. 7. Margaret Atwood: FHUORAKEL 8. Isabel Allende: EVA LUNA FORTÆLim 9. Peter Hoeg: FORTÆLLINGER OM NATTEN. 10 'Seuden Shn DATTFlR. (Byagt á PollUken Sornlag) Umsjón: Elías Snæland Jónsson OELLÍUL' W Sálsjúkur nauðgari Predator er sönn saga um sál- sjúkan glæpamann og ófyrirleitin yflrvöld sem létu undan þrýstingi almennings um aö „leysa" saka- mál og handtóku því og ákærðu saklausan mann. Og um dugmik- inn blaðamann sem tókst að kom- ast til botns í málinu. Sögusviðið er borgin Seattle í Washingtonríki á vesturströnd Bandaríkjanna. Mac Smith er ungur maður sem á nokkrum árum ræðast á marga tugi kvenna og nauðgar þeim hrotta- lega. Lögreglan handtekur annan ungan mann, Steve Titus, hag- ræöir málum og fær eitt fómar- lambanna til að fullyrða aö hann sé nauðgarinn. Allir eru ánægðir með lausn málsins nema Titus og fjölskylda hans og Paul Henderson, lög- reglufréttamaður við Seattle Ti- mes. Hann varð fljótlega sann- færður um aö lögreglan heföi handtekiö rangan mann og lagði mikið á sig til að sanna það. Fyr- ir skrif sín hlaut hann að lokum hin eftirsóttu Pulitzerverðlaun. PREDATOR: Höfundur: Jack Olsen. Dell, 1992. Grunurinn ógurlegi Nótt eina sumarið 1988 var ráð- ist inn á heimili í litlum bæ í Norður Karólínu. Bonnie Von Stein og seinni maður hennar, Lieth, sváfu á efri hæðinni. í her- bergi við hliðina svaf dóttir Bonnie, Angela. Sonurinn Chris var að heiman - í háskóla. Innrásarmennirnir réðust inn í hjónaherbergið, börðu og stungu Lieth til bana og særðu Bonnie alvarlega. Það virtist fljótlega ljóst að glæpamennirnir komu í þeim eina tilgangi að myrða Lieth og hugsanlega Bonnie líka. En hvers vegna? Nærtækasta skýringin var sú að Lieth hafði nýverið erft mikla peninga. En þá hlaut líka einhver erfingja hans að standa á bak við árásina. Varla eiginkonan sem sjálf var hættulega særð? En dótt- irin sem kvaöst hafa sofið á með- an morðið var framið í næsta herbergi? Eða sonurinn? Joe McGinniss rekur rannsókn málsins og alveg sérstaklega sál- arkvalir Bonnie sem varð að horfast í augu við þá tilhugsun að böm hennar, annað eða bæði, hefðu ef til vill reynt að ráða hana af dögum. CRUEL DOUBT. Höfundur: Joe McGinniss. Pocket Star Books, 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.