Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. 5 . t Fréttir Akureyri: Sumarskóli unglinga GyJfi Krisíáiisaon, DV, Akureyit ■ : : Sumarskóli með nýju sniði fyrir 10-14 ára unglinga verður starf- ræktuí' á Akureyri i sumar. Það er Örn Ingi Gíslason myndlistar- maður sem stendur að og rekur skólann og er óhætt að segja aö hér sé um nýjung að ræða. Segja má aö skólinn sé aö form- inu til líkur sumarbýðum sem félagasamtök reka víða um land en skólinn á Akureyri verður þó í þéttbýli og áherslur verða aör- ar. Að hluta til veröur um hsta- skóla að ræða og geta unglingaro- ir valið um myndiist, leiklist, dans eöa matargerðarlist sem aðalgrein. Sumarskólinn hefur fengiö af- not af íþróttaskemmunni á Akur- eyri og heimavist veröur fyrir unglingana, annaðhvort í Odd- : eyrarskóla eða Glerárskóla. Þar verður hægt að hýsa hátt í 100 unglinga og mötuneyti verður á sania stað. Öra Ingi segir aö þótt ungling- amir velji sér eina aðalgrein þá muni þeir fá að kynnast hinum listgreinunum sem í boði eru. Hverju námskeiði sem stendur yfir í tvær vikur lýkur með heil- mikilli veislu í íþróttaskemm- unni. Innritun er hafm og stendur yfir til 20. júni. Hjón færðu Mýrarhúsaskóla peningagjöf og blóm: Hafa átt böm í skólan- um í samfleytt 25 ár „Við hjónin eigrnn fimm börn, bless- unarlega. Elsti sonurinn er fæddur 1961. Hann byrjaði í skóla sex ára. Síðan erum við búin að eiga börn í skólanum samfellt í 25 ár og það hef- ur aldrei fallið vetur úr,“ sagði Guðmar Magnússon við DV. Hann og eiginkona hans, Ragna Bjamadóttir, mættu í Mýrarhúsa- skóla á miðvikudag en þá var yngsta dóttir þeirra að útskrifast þaðan. Við það tækifæri aíhentu þau skólanum peningagjöf með ósk um að hún mætti verða vísir að listaverkasjóði fyrir nýbyggingu skólans. Guðmar Magnússon t.h. og eiginkona hans, Ragna Bjarnadóttir, ásamt Páli Guðmundssyni, skólastjóra Mýrarhúsa- skóla. DV-mynd BG „Það fer ekki hjá því að skólinn hafi verið talsvert til umræðu á heimilinu öll þessi ár,“ sagði Guð- mar. „Hann hefur vissulega skipað allstórt hlutverk í tilveru fiölskyld- unnar á þessum tíma. Þetta var að- eins örlítill þakklætisvottur fyrir allt þaö sem skólinn hefur gert fyrir okk- ur.“ -JSS ULTRA GLOSS Sterkasta handbónið i«Ri\ á íslandi. Q|jl 8 ára reynsla. ESSO stöðvarnar Olíufélagið hf. HÁFETl - Subaru Legacy er einnig fáanlegur í "Arctic Edition útgáfunni sem er sérstaklega ætluð til ,, I , aksturs við erfiðar aðstæður. í /V Ný geysiöflug 2000 cc 16 ventla vél með MPFl fjölþættri innspýtingu. Val á 4ra þrepa sjálfskiptingu. Hátt og lágt drif. ■■! Ingvar Helgason hf 'mii | /Á L

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.