Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 21
I LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. Svidsljós Fyrirsætan Rachel, 22 ára, á von á barni fljótlega með manni sínum, Rod Stewart. Rachel Hunter og Rod Stewart: Eiga von á stúlkubami Rod Stewart og eiginkona hans, Rachel Hunter, eiga von á stúlku- barni eftir nokkra mánuði. Sagt er að söngvarinn hafi ekki verið jafn ástfanginn í mörg ár eins og af hinni 22 ára Rachel. Hún starfaði áöur sem fyrirsæta hjá Ford Mod- els í New York. Nýlega voru þau Rod og Rachel í Sydney í Ástralíu þar sem Rod hélt tónleika en þau hjónakornin notuðu dagana til að sóla sig. Rod Stewart á fimm ára dóttur, Ruby, með Kelly Emberg og tvö börn með fyrstu eiginkonunni, Alönu Hamilton. Þá eignaðist Rod son þegar hann var sextán ára en sá var ættleiddur. Rod Stewart hef- ur þurft að láta af hendi drjúgar fjárhæðir í hvert skipti sem hann hefur skilið við konur sínar. Hann er líklegast búinn að fá nóg af því. Rachel Hunter hefur skrifað undir skjal þess efnis að hún geti ekki heimtað af honum milljónir. Alana býr enn í húsinu sem þau Rod bjuggu í á sínum tíma og er þrjú hundruð milljóna virði. Hún fær eina milljón króna í meðlög um hver mánaðamót frá söngvaranum og hann heldur einnig uppi barn- fóstru, heimilishjálp og einkaritara fyrir Alönu. Britt Ekland fékk nokkrar millj- ónir þegar samband þeirra Rods fór út um þúfur. Keliy Emberg heimt- aöi á þriðja milljarð frá Rod við skilnaðinn en fékk ekki svo mikla peninga. Það er því ekkert skrítið þó að Rod segi að hann ætli sér að vera með Rachel fram í rauðan dauðann. Hann segist vera yfir sig ástfanginn af fyrirsætunni ungu og hlakkar mikiö til að eignast barnið með henni. „Ég syng meira að segja betur en nokkurn tíma áður. £.„■ ;sád Rachel Hunter var eitt eftirsóttasta módel hjá Ford í New York. + 21 Bók þarf ekki að kosta 2000 krónur til að vera góð. u v ÚRVALS BÓK eftir Walter Wager, sama höfund og skrifaði Úrvalsbókina 58 mínútur. Versta járnbrautarslys sögunnar- og hótunarbréf til lögreglunnar í New York. Aðeins undirskrifað S.O. Hvernig gat það tengst nasisma Hitlerstímans? r Alveg óborganleg bók - eins og allar Urvalsbækur - Og er ennþá ódýrari í áskrift! Nú á næsta sölustað eða í áskrift í síma 63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.