Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 30. MAl 1992. Veiðivon_______.___________ Laxinn kemur snemma þetta sumarið Pétur Pétursson kaupmaður heldur á fyrsta netalaxi sumarsins sem fékkst i net í Hvalfirði. Þetta var 12 punda grálúsug hrygna. DV-mynd Brynjar Gauti Það eru ekki nema nokkrir kiukku- tímar þangað til fyrstu veiðiámar verða opnaðar fyrir veiðimönnum. Laxveiðispenningurinn er mikUl í byrjun, enda hefur laxinn mætt snemma þetta sumarið og það líkar veiðimönnum ekki ilia. Laxinn hefur sést í Elliðaánum, Laxá í Kjós, Þverá, Norðurá og Rangánum, svo aö ein- hveijar veiöiár séu tíndar til. Fyrstu laxar sumarins komu úr netalögn í Hvalfirði síðasta fóstudag en leggja mátti fyrstu netin 20. maí. Stærri fískur í Elliðavatni Veiðimenn, sem DV hefur rætt við, segja að fiskurinn í Elliðavatni sé stærri þetta árið. Árangurinn af grisjun fyrir fáum árum í vatninu er að skiia sér. Þaö er ekki óalgengt að veiðimenn fái 3 til 5 punda fisk á hverjum degi. En lítiö hefur ennþá veiðst af bleikju í vatninu þaö sem af er. Stærri fiskar kæta líka veiði- menn ógurlega og taka miklu betur í en þeir smærri. Veiðin gengurvel í Seltjöm Eitt af þeim vötnum þar sem fisk- um hefur veriö sleppt í er Seltjörn þar sem keflvískir stangaveiðiménn reyndu ræktun hér áður. Þarna í vatnið hefur verið sleppt regnboga- silungi og hafa veiðimenn fiölmennt á staðinn til veiða, enda er fiskurinn skemmtilegur á færi. Hvers vegna er fiskinum ekki sleppt í ána aftur? Vorveiðin á sjóbirtingi hefur álla tíð verið umdeildur veiðiskapur og færri og færri veiðiár leyfa þessa veiði. En það halda bara engin bönd veiðimönnum þegar veiðitíminn má byrja, 1. apríl. Þær fréttir berast frá Kirkjubæjarklaustri að veiðimenn hafi hent einhveijum tugum af sjó- birtingi í tunnur þar. Þetta er auðvit- að hið mesta hneyksli, að sleppa fisk- inum ekki bara aftur í ána. Þegar veiðimenn fá vorfiskinn á eiga þeir auðvitað aö sleppa honum. Það getur komið ánni til góða en ekki fullar tunnur af fiski á Klaustri. Margirætlaí Fiskilækjarvatnið Eitt af þeim veiðivötnum sem verð- ur opnað 1. júní er Fiskilækjarvatn í Leirársveit og höfum við heyrt aö veiðimenn ætli að fiölmenna þangað fyrsta daginn. Veiðin hefiir oft verið góð þama í byijun og fiskurinn getur verið vænn. Greinar í Veiðimann- inum vekja athygli Það er ýmislegt í gangi þessa dag- ana á veiðitímaritamarkaðnum þar sem Á veiðum, Sportveiðiblaðið og Veiðimaðurinn eru. Veiðimaðurinn kom út fyrir skömmu og þykja menn sjá breytingar þar á bæ. Blaðið hefur verið opnað meira og greinar um annaö en bara Stangaveiðifélag Reykjavíkur eru birtar. Tvær grein- ar hafa vakið miklá athygli í blaðinu, önnur er eftir Ólaf E. Jóhannsson og hin eftir Torfa Ásgeirsson. Grein Ólafs á að vera smásaga og fiallar um ákveðna á í Borgarfirði. Hin greinin, hjá Torfa, er magnþungiö svar til formanns Stangaveiðifélags- ins, Jóns G. Baldvinssonar. Á veiðum og Sportveiðiblaðið eru að leggja síöustu hönd á sumarblöð sín. I vikunni sagði Skotveiðifélag íslands sig úr ritnefnd Á veiðum og þykja það þónokkur tíöindi. Hveijir koma í staðinn er ekki vitað á þess- ari stundu. -G.Bender ÞjóðarspaugDV urinn Hraðlyginn sjómaður komst eitt sinn svo að orði: „Þiö talið um storm, nýliðarnir ykkar. Þið vitið sko ekki hvað alvöru stormur er. Einu sinni var ég, ásamt fleir- um, á siglingu við Eldlandseyjar. Þá blés hann sko hressilega, drengir mínir. Já, hann var svo hvass að skonnorta, fyrir fiillum seglum, sem hafði verið tattóver- uö á bijóst skipsfiórans, sigldi hraðbyri yfir á bakið á honum." Stunaa- glasið Gamall prestur á landsbyggð- inni var vanur að mæla ræðu- tíma sinn 1 stólnum með stunda- glasi. Eitt sinn, er hann hafði snú- ið stundaglasinu þrisvar sinnum, tók söfnuðurinn að hósta og ókyrrast. Presturinn lét sem ekk- ert væri og um leiö og hann sneri stundaglasinu í fióröa skipti, leit hann yfir gleraugun og mælti blíðlega: „Kæru sóknarbörn. Ef ég þekki ykkur rétt, þá þolið þið nú eitt glas í viðbót.“ Bux- urnar Utanbæjarmaöur nokkur kom eitt sinn askvaðandi inn í herra- fataverslun í Reykjavík, vatt sér beint að afgreíðslumanninum og sagði: „Ég mætti víst ekki fá að máta buxurnar í glugganum?" „Jú, það er svo sem allt í lagi,“ svaraði afgreiðslumaðurinn hissa. „En annars höfum við al- veg ágætan mátunarklefa." Nafn: Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í Ijós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: SHARP stereo ferðaútvarpstæki með kas- settu að verðmæti kr. 6.380 frá Hljómbæ, Hverfisg. 103. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.941. Bækumar, sem eru í verðlaun, heita: Á elleftu stundu, Falin markmið, Flugan á veggnum, Leik- reglur, Sporlaust. Bækumar em gefnar út af Frjálsri fiölmiðlun. Merkiö umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 156 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað fimmtugustu og fiórðu getraun reyndust vera: 1. Níels Halldórsson Kringlumýri 31,600 Akureyri. 2. Birgir Þór Svavarsson Álfaskeið 98, 220 Hafnarfirði. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.