Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Blaðsíða 32
44 ' LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. Veiðivon dv Laxveiðisumarið 1992 Á mánudaginn munu fyrstu veiöimennimir renna fyrir lax á þessu sumri en það eru Noröurá og Þverá sem verða opnaöar fyrst- ar klukkan sjö um morguninn. En eftir hádegi byrja veiðimenn í Laxá á Ásum veiði. Mikill spenningur er fyrir þessari laxveiðibyrjun og allt viröist benda til að veiðin verði góð. Bæöi stórlax og smálax munu líklega verða í veiðiánum. Fiskifræðingar hafa ekki veriö svona bjarsýnir í mörg ár og einhverjir spá 30% betri veiö- in en í fyrra. En þrátt fyrir þessa góðu spá selj- ast veiðileyfi ekki nógu vel. Margir veiðimenn virðast ætla að bíða og sjá hvemig laxveiðin byrjar. En laxinn lætur ekki bíöa eftir sér og er reyndar mættur í einhvetjar veiðiár. Við heyrðum hljóöið í nokkrum veiðimönnum á öllura aldri rétt áöur en átökin byrjuöu. Flestir þeirra eru bjartsýnir. Eru veiði- menn þaö bara ekki alltaf? -G.Bender Steen Johansson. Ætla í tvo laxveiðitúra þetta sumarið - segir Steen Johansson „Sumarið byrjar hjá mér í Litluá í Kelduhverfi 5. júní en þar hef ég afdr- ei veitt áður,“ sagði Steen Johansson. „Þetta sumar verður bæði gott í laxinum og silungnum, sérstaklega held ég að silungurinn verði góöur. Svo verður farið í tvo laxveiðitúra. Við stofnuðum veiðifélag fyrir fáum dögum og það er veiðifélagið Spari- fótin. Við erum fjórir og ætlum að byrja sumarið í Litluá í Kelduhverfi. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að kasta flugustönginni og fá fiskinn til að taka marglitar flugur, sem maður hefur hnýtt sjálfur," sagði Steen. Þettaverður gott silungasumar - segir Geir Thorsteinsson „Mér líst vel á þetta sumar fyrir silungsveiðimenn, enda hefur veiðin verið góð í Elliðavatni það sem af er,“ sagði Geir Thorsteinsson. „Fiskurinn er stærri í Elliðavatni en verið hefur og það hafa sést 7-3 punda fiskar. Það verður farið á urr- iðasvæðið í Þingeyjarsýslu, tíunda árið sem ég fer þangað. Þar er víst minni eftirspum eftir veiðileyfum en oft áður. Það er reyndar það sama og er að gerast í laxveiðinni, enda eru veiðileyfin alltof dýr í því sporti. Bleikjuveiðin gæti líka orðið góð í Þingvallavatni og þetta verður gott silungasumar," sagöi Geir ennfrem- ur. Eigum von á stórlöxum úr stóru sleppingunni - segir Ásgeir Heiðar „Ég er bara nokkuð spenntur fyrir þessu veiðisumri, sem núna er að byrja, og þá sérstaklega ef fiskifræð- ingarnir hafa rétt fyrir sér. 30% betri laxveiði á milli ára spá þeir blessaö- ir,“ sagði Ásgeir Heiðar. „Ég byrja þegar Laxá í Kjós verður opnuð og við eigum von á að fá eitt- hvað úr stóru sleppingunni okkar, þegar við slepptum 30 þúsund seið- um. Þessir laxar gætu skilað sér sem stórlaxar núna. Ég verð leiðsögu- maður í Laxá í Kjós í sumar og ég held að margir eigi eftir að fá góða veiði þar. Það er líka gott ef það hlýn- ar ekki mjög hratt og eitthvað veröur þá eftir af snjónum fram eftir sumri," sagði Ásgeir Heiðar. Ásgeir Heiðar. Sá strax fleiri laxa er netin fóru upp - segir Ingvar Ingvarsson „Ég er bjartsýnn á sumarið þó ég taki nú ekki of mikið mark á fiski- fræðingum, veiöin gæti orðið mjög góð,“ sagöi Ingvar Ingvarsson. „Upptaka neta hérna í Hvítá í Borg- arfirði hefur mikið að segja. Ég sá strax breytingu héma í Flóku í fyrra, það var meira af laxi þegar áin var opnuð. Laxinn var líka stærri og það er það sem veiöimenn vilja. Veiðin hjá mér byrjar 18. júní, þegar við opnum Flóku, og það verður ömgg- lega kíkt eftir fiski nokkrum dögum áður. Ég fer eitthvað meira í veiði en í Flóku en það er ekki ákveðið enn- þá. Við hugsum kannski ekki mikið um veiði þessa dagana, heldur sauö- burðinn sem er á fullu þessa dagana. En svo kemur veiðin og annað rétt á eftir," sagði Ingvar í lokin. Ingvar Ingvarsson. Orri Vigfússon. Við eigum von ánokkrum stórlöxumí Aðaldalinn - segir Orri Vigfússon „Mér líst óhemjuvel á þetta veiði- sumar í laxveiðinni og ég held að veiðin eigi eftir að batna um 35-40% á milli ára,“ sagði Orri Vigfússon. „Það veiddust tuttugu og níu þús- und laxar í fyrra, þetta verða um fjörutíu þúsund laxar þetta sumarið. Þær fréttir sem við fáum frá alþjóða laxakvótanefndinni eru góðar og hef- ur veiðin aukist á mörgum stöðum. Það má nefna staði eins og í Norður- Skotlandi. Laxarnir sem veiðast þar em frá 10 upp í 30 pund. í Sviþjóð hefur þetta sama gerst, þar hefur veiðin batnað stórlega. Þetta teljum við sigur fyrir okkur í nefndinni. Það er erfitt að spá fyrir um laxafjölda í Laxá í Aðaldal en á bilinu 2000-2500 laxar verður nærri lagi. Fiskurinn verður líka stærri en í fyrra en þá var hann rýr. Við eigum von á nokkr- um drekum í Aðaldalinn, stórlöx- um,“ sagði Orri ennfremur. Jón Þ. Einarsson. Veiðileyfin eru alltofdýr - segir Jón Þ. Einarsson „Mér líst vel á sumarið og þá sér- staklega á Ölfusársvæðið, þar veröur veiðin góð og eins í Soginu og Stóm Laxá í Hreppum. Skilyrðin eru mjög góð þetta sumarið," sagöi Jón Þ. Ein- arsson. „Ég held aö heildarveiðin verði betri en í fyrra en þetta fer mikið eftir veðri sumarins. Mér fmnst verð á veiðileyfum orðið alltof hátt og það má lækka verulega. Ég ætla í Elliða- ámar, Sogið og Laxá í Dölum. Svo fellur eitthvað til, það er ömggt mál,“ sagöi Jón Þ. ennfremur. Stórir laxar fástá stóranmaðk - segir Bjami Jónsson „Auðvitað er maður farinn aö hlakka rosalega til að byrja þetta sumarið, við vomm að tína maök í gærkveldi og það var mikið af hon- um,“ sagði Bjarni Jónsson. „Við Bakkabræður byrjum í Vatns- dalsánni 17. til 20. júní og það gæti orðið meiri háttar. Við höfum bara tínt stóran maðk og þá veiðum við auðvitað bara stóra laxa, 20-25 punda fiska. Við Bakkabræður fómm í Vatnsdalsá snemma sumars og á haustin, þetta eru feikna góðir veiði- túrar. í ágúst verður það Norðlinga- fljótið sem við ætlum að heimsækja. Svo verður auðvitað farið í Elliða- árnar og eitthvað í góöan silung, honum má ekki gleyma. En mér sýn- ist margir veiðimenn vera að spá og bíða hvernig veiðin byrjar, svo kaupa þeir veiðileyfi ef hún verður góð,“ sagöi Bjarni ennfremur. Bjarni Jónsson. Þettaverður fjórða sumarið í Laugardalsá - segir Ólafur H. Þórarinsson „Ég hef þá tilfinningu að þetta sum- ar verði gott og vatnsleysið muni ekki skemma fyrir okkur þetta áriö í veiðinni, veiðimönnum," sagði Ól- afur H. Þórarinsson. „Laxinn virðist vera fyrr á ferðinni en oft áður og það mun hafa sitt að segja fyrir veiðimenn. Við höfum far- ið í september í Laugardalsá og mun- um halda því áfram. Þetta er fjórða sumarið sem við förum þangað til veiða. Það er feiknalega gaman að veiða þar og ég hef fengið stóran lax þar. Flekkudalsá og Fáskrúð í Dölum heilla mig alltaf. Ég hef veitt lax í Fáskrúð en langar í Flekkudalsá núna í fyrsta sinn í sumar," sagði Ólafur. Gunnar Gunnarsson. Hefjum leik- inn í Leirvogsá - segir Gunnar Gunnarsson „Ég held að laxveiðin verði góð til að byrja með en þetta fer mikið eftir vatninu í veiðiánum og hvað snjór- inn verður lengi að fara úr fjöllun- um,“ sagði Gunnar Gunnarsson. „Stórlaxinn ætti að sjást í ríkari mæli þetta sumarið, alla vega í Hrútafjarðará þar sem verður rennt nokkrum sinnum. Viö hefjum leik- inn ekki fyrr en í lok júní og þá er það Leirvogsáin 28. júní. Síðan mun- um við bræðurnir veiða nokkuð stíft fram í ágúst. En það sem maður er hræddastur við þetta sumarið er vatnsleysið seinni part sumars,“ sagði Gunnar. Anton Orri Dagsson. Stangaveiðin er ofsalega skemmtileg - segir Anton Orri Dagsson „Það var gaman að fá maríulaxinn í fyrra í Reykjadalsánni og ég ætla aftur í sumar með mömmu og pabba,“ sagði Anton Orri Dagsson. „Ég var ekki lengi að landa laxin- um í fyrra en hann tók maðk. Þetta var 6 punda lax. í sumar ætla ég að reyna að fá 2-3 laxa í þessum veiði- túr. Stangaveiði er ofsalega skemmtileg," sagði Anton Orri í lok- in.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.