Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Page 44
56 LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. Meiming Lei-ló Saman komnir á sviði Laugardalshallarinnar má segja að sjömenningamir í hljómsveitinni Gipsy Kings hafi verið jafn langt komnir frá uppruna sínum og hægt er. Sígaunar í íþróttahúsi norður á hjara verald- ar, umkringdir hátölurum, ljósakerfum og alls kyns græjum sem þykja ómissandi á tónleikum rokksveita. Ekkert í sjónmáli sem gat minnt á notalega kvöldstund sígaunafjölskyldunnar við eldinn. En tónlistin stóð fyrir sínu. Skemmtilegur bræðingur gamalla hefða úr sígaunahljómlist, flamenco og nú- tíma Vesturlandapopps komst vel til skila og yljaði hijómleikagestum á öllum aldri um hjartaræturnar. Og þegar stemningin náði hámarki í eldhressum suð- rænum lögum sem allir þekktu gat maður allt eins veriö staddur á rokkhljómleikum einhverrar stórsveit- arinnar. Tónlistin var svo sannarlega heit. Niðurröðun laga laut ekki lögmálum rokkhljómleik- anna þótt ytri umbúnaður minnti talsvert á þess hátt- ar konserta. Gipsy Kings byrjuöu að vísu kröftuglega, Tónlist Ásgeir Tómasson drógu svo nokkuð niður í hraöanum og gáfu í á víxl. Og loksins er áheyrandanum fannst allt vera að smella í gang tóku sjömenningamir og undirleikarar þeirra sér tuttugu mínútna hlé! Sömu sögu var að segja um seinni hluta efnisskrárinnar. Hljómsveitin lét sig meira að segja hafa að flytja þijú eða fjögur róleg lög í röð, þar af eitt ósungið, áður en allt var keyrt í botn í endann. En þrátt fyrir rólyndislegt yfirbragð á köflum létu áheyrendur sér vel líka það sem Gipsy Kings höfðu upp á aö bjóða. Þeir stóðu sig líka vel á sviðinu, þaul- vanir atvinnumenn og öllu vanir eftir rúmlega tuttugu ára starf. Óneitanlega var gaman að sjá þá alla sjö í röð spilandi á gítara sína, þótt þrír eða fjórir notuðu þá að mestu leyti sem ásláttarhljóðfæri. Og svo þéttur var hljómurinn á stundum að Nicolas Reyes söngvari átti í stökustu vandræðum með að yfirgnæfa hljóðfæ- rasláttinn. Raunar er hljóðblöndun söngsins nánast eina um- kvörtunarefnið. Einhverra hluta vegna var söngurinn hafður full aftarlega. Þar af leiðandi þurfti Nicholas -lei-ló Nicholas Reyes, söngvari Gipsy Kings, á sviði Laug- ardalshallarinnar. virkilega aö vinna fyrir kaupinu sínu og komst söngur- inn raunar ekki fuúkomlega til skila nema þegar þrír eða fjórir bakraddamenn tóku undir. Toppmaðúr kvöldsins naut sín hins vegar til fulln- ustu. Tonino Baliardo. Gítarinn lék í höndum hans frá fyrsta lagi til hins síðasta. Öryggið var algjört og tækn- in tilkomumikil. Enda fékk Tonino gott færi á að njóta sín. Instrumental lög voru allnokkur á dagskránni til að undirstrika að í sveitinni var að minnsta kosti einn afburðamaður. Áheyrendur á hljómleikum Gipsy Kings voru sýnd- ist mér hátt á fjórða þúsundið. Allnokkur böm voru í salnum, þó nokkrir á áttræðisaldri og síðan fólk á öllum aldri þar á milli. Ekki var annað að sjá en að allir skemmtu sér hið besta an tillits til aldurs. Fáar hljómsveitir geta stært sig af því að ná til jafn breiðs hóps og Gipsy Kings. Flamencobræðingur sígaunanna frá Arles hefur svo sannarlega hitt í mark, ekki síður hér en annars staðar í Evrópu, í Ameríku og jafnvel í Asíu. Andlát Pálmi örn Guðmundsson, Skriðu- stekk 12, lést 27. maí. Dagrún Jakobsdóttir frá Hlíð, Lög- bergsgötu 5, lést á Fiórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 28. maí. Esther Guðbrandsdóttir, Aðalgötu 21, Ólafsfirði, lést 28. maí. Kristborg Jónsdóttir frá Hólshjá- leigu, til heimilis að Lagarfelli 21, Fellabæ, lést í sjúkrahúsi Seyðis- fjarðar að morgni 28. maí. Tilkyimingar Nemendur í Reykjanesskóla veturinn ’66-’67 halda upp á 25 ára útskriftarafinæli í hátíðarsal iþróttafélags Álftanes í kvöld, 30. maí, kl. 18. Félagar úr yngi bekkjum velkomnir eftir kl. 21. Mætið öll með góða skapiö. Lokahóf handknattleiks- deildar Árlegt lokahóf 1. deildar félaga í hand- knattleik verður haldið á Hótel íslandi í kvöld, 30. maí. Húsið opnað kl. 18.45 og verður lokað kl. 19.30. Kl. 23 verður hús- ið opnað á ný fyrir alla handknattleiks- unnendur. Spaugstofumenn mæta með Ladda í vinstra hominu og hljómsveitin Völvuspá leikur fyrir dansi. Kynning á grafíkverkstæði 31. maí, sunnudag kl. 14, hefst kynning á fyrirhuguðu fyrsta sameiginlega graflk- verkstæði íslands sem rekið verður af félaginu íslensk grafík og væntanlega hefur starfsemi sína að hluta til haustið 1992. Kynning verkstæðisins er haldin í fyrirhuguðu húsnæði að Tryggvagötú 15, Reykjavík, 2. hæð, og verður opiö kl. 14-18 um helgar og 16-18 virka daga til 14. júní. Félag eldri borgara Félagsvist spiluð í Risinu kl. 14 á sunnu- dag. Dansað í Goðheimum kl. 20. Kattavinaíélag Islands Basar og flóamarkaður verður haldinn í Kattholti, Stangarhyl 2, Ártúnsholti, sunnudaginn 31. maí kl. 14. Ágóðinn rennur til starfsemi Kattholts. Kópavogsbúar Kvenfélagiö Freyja heldur köku- og blómamarkað að Digranesvegi 12 í dag, 30. maí, kl. 10-16. Ágóði rennur til Vímu- lausrar æsku. Klúbbur listahátíðar Hressó Klúbbur listahátíðar verður starfræktur í veitingahúsinu Hressó á meðan Lástahá- tíð í Reykjavík stendur, dagana 30. maí til 19. júni. Klúbburinn er opinn vett- vangur fyrir íslenska listamenn og verð- ur reynt að gera öllum listgreinum jafn- hátt undir höfði. Opnunarhátíð verður á Lækjartorgi í dag kl. 13 og verða ungir listamenn með ýmsar uppákomur á Hressó og í næsta nágrenni. Kl. 22 leikur Júpiters á Hressó. Einnig verður flutt örleikrit. Dansarar frá Kramhúsinu koma fram og Sjón les upp. Á sunnudags- kvöld hefst dagskrá á Hressó kl. 21 og verður þar m.a. hljómsveit, leikhópur, upplestur og fleira. Skólagarðar Reykjavíkur Skólagarðar borgarinnar starfa á sjö stöðum í borginni, við Holtaveg í Laug- ardal, í Árbæ vestan Árbæjarsafns, við Ásenda, við Jaðarsel og Stekkjarbakka í Breiðholti, í Skildingamesi við Skerja- fjörð og í Foldahverfi (Kotmýri) fyrir austan Logafold. Iimritun í þessa garða verður dagana 1., 2. og 3. júní og hefst hún kl. 15 í hveijum garði Skólagarðam- ir em ætlaðir fyrir böm fædd 1980 til 1984. Eldri borgarar innrita sig 5. júní á sömu stööum. Innritunargjald er kr. 600. Sýningar Myndlistarsýning í mennta- málaráðuneytinu í tengslum við yfirstandandi sýningu í ráðuneytinu, sem opnuð var 19. maí sL, verða Ijóð og myndverk Tryggva Hansen sýnd í Macintosh Quadra tölvu fram til 6. júní nk. Sýningin er opin á virkum dögum á starfstíma ráðuneytisins kl. 8-16 og lýkur henni 17. júlí nk. Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 632700 Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sími 680680 ðj? :on ' ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 11200 ELÍN HELGA' GUÐRÍÐUR eltlr Þórunni Sigurðardóttur i kvöld 29.5. kl. 20.00, næstsíóasta sýn., mán. 8.6., kl. 20, sióasta sýning. EMIL í KÁTTHOLTI eftir Astrid Lindgren Sun. 31.5. kl. 14., næstsiðasta sýnlng, örlá sæti laus og kl. 17, síðasta sýning, örfá sæti laus. MIDAR Á EMILIKATTHOLTISÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU, ELLA SELDIR ÖÐRUM. ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggt á sögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANK GALATI STÓRA SVIÐIÐ KL. 20 Í kvöld, 30. maí. Uppselt. Sunnud. 31. mai. Fáein sæti laus. Þrið|ud. 2. júní. Fáein sæti laus. Miðvlkud. 3. júní. Fáein sæti laus. Föstud. 5. Júní. Uppselt. Laugard. 6. Júni. Uppselt. Miðvikud. 10. Júni. Flmmtud. 11. júni. Föstud. 12. júní. Fáeln sætl laus. Laugard. 13. júni. Fáeln sætl laus. Flmmtud. 18. júni. Þrjár sýningar eftir. Föstud. 19. júni. Tvær sýningar eftir. Laugard. 20. Júni. Næstsiðasta sýning. Sunnud. 21. júní. Allra siðasta sýning. ATH. Þrúgur reiðinnar verða ekki á fjölun- um i haust. MIÐAR ÓSKAST SÓTTIR 4 DÖGUM FYRIR SÝNINGU - ANNARS SELDIR ÖDRUM. LITLA SVIÐIÐ í HÚSIJÓNS ÞORSTEINSSONAR, LINDARGÖTU 7 KÆRA JELENA eftir Ljudmilu Razumovskaju Sun. 31.5. kl. 20.30, uppselL mlð. 3.6. kl. 20.30, uppselL lös. 5.6. kl. 20.30, uppselt, lau. 6.6. kl. 20.30, uppselt, lau. 13.6. kl. 20.30, uppselt, sun. 14.6. kl. 20.30, uppselt. Síðustu sýnlngar. Leikferö Þjóðleikhússins Samkomuhúsið á Akureyri: Fös. 19. júni kl. 20.30, lau. 20. júni kl. 20.30, sun. 21. júnikl. 20.30. Forsala aögöngumiða hefst þriðjudag- inn 2. júní i miðasölu Leikfélags Akur- eyrar, siml 24073, opið 14-18 alla virka daga nema mánudaga. EKKIER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR Á KÆRU JELENU SÆKIST ViKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐRUM. SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ Gengið inn frá Lindargötu ÉG HEITIÍSBJÖRG, ÉG ER LJÓN eftir Vigdísi Grímsdóttur. Sun. 31.5. kl. 20.30, tvær sýningar eftir, fáein sæti laus. Fös. 5.6. kl. 20.30, fáein sæti laus, næstsiðasta sýning. Lau. 6.6., kl. 20.30, fáeln sæti laus, allra sióasta sýn- ing. Athugið, verkið verður ekki tekið aftur til sýninga í haust. EKKI ER UNNT AÐ HLEYPA GESTUM INN í SALINN EFTIR AÐ SÝNING HEFST. MIÐAR Á ÍSBJÖRGU SÆKIST VIKU FYRIR SÝNINGU ELLA SELDIR ÖÐR- UM. Miðasalan er opin frá kl. 13-18 alla daga nema mánudaga og fram að sýningum sýningardagana. Auk þess ertekið á móti pöntunum í sima frá kl. 10alla virka daga. GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA. GRÆNA LÍNAN 99-6160. HÓPAR, 30 MANNS EÐA FLEIRI, HAFISAMBAND í SÍMA11204. LEIKHÚSGESTIR, ATHUGIÐ: ÓSÓTTAR PANTANiR SELJAST DAGLEGA. STÖÐVUM BÍUNN eff við þurfum að tala í farsímann! SIGRÚN ÁSTRÓS eftir Willy Russell. LITLA SVIÐIÐ KL. 20. í kvöld 30. mai. Næstsíðasta sýnlng. Sunnud. 31. mai. Sióasta sýnlng. Fáein sæti laus. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir i síma aila virka daga frákl. 10-12. Sími 680680. Faxnúmer: 680383. Leikhúslinan 99-1015. Greiðslukortaþjónusta. Leikfélag Reykjavíkur. Borgarleikhús. Saga leiklistar á Akureyri 1860-1992 er komin út! Bókin er tll sölu i miöasölu lelkfélagslns. Þar geta áskrlfendur vftjað bókarinnar við hentuglelka. Síml i miðasölu: (96) 24073. AND LEIKHÚSIÐ í Tunglinu (Mýja bíói) DANNI OG DJÚPSÆVIÐ BLÁA eftir John Patrick Shanley i leikstjórn Ásgeirs Sigurvaldasonar í kvöld, 30. maf, kl.21. Laugard. 4. júni kl. 15. Allra siðustu sýnlngar Mlðaverð kr. 1200. Miðapantanir i sima 27333. Miöasala opln sýnlngardagana frá kl. 19. Miðasala er elnnlg I veltingahúsinu, Lauga- vegi 22. LEIKHÚSTILBOÐ Á PÍSA RAUTT /uAin KAUTT '\ VOS rZZ, UOSl k______22E________/

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.