Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.05.1992, Síða 4
LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1992. Fréttir_______________________________________pv Hef ur ekki alltaf liðið vel í stjórnarsamstarf inu - segir Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins Eg hefði auðvitað getað verið óábyrgur og slegið mig til riddara og áfram greitt atkvæði gegn lögunum, segir össur Skarphéðinsson. - Þú varst í eina tíö formaður Stúdentaráðs, harðasti baráttu- maður þess tíma fyrir réttindum stúdenta. Nú greiddir þú, sem al- þingismaður, atkvæði með laga- frumvarpi sem skerðir lánakjör stúdenta? „Upphaflega var lagt fram mein- gallað frumvarp. Ég og fleiri, sem vorum andsnúnir frumvarpinu, hugðumst upphaflega greiða at- kvæði gegn því. Við töldum hins vegar að það væri skýr vilji hjá forvígismönnum stúdenta að reyna einhvers konar samninga. Þess vegna varð það ofan á að í þinginu reyndum við, sem vorum á móti frumvarpinu, að fara samninga- leiðina. I þeim samningum náðum við fram átta mikilvægum breyt- ingum. Sem dæmi má nefna að við náðum því fram að áfram er tekið tillit til fjölskyldustærðar, að iðn- nemar fái lán án þess að vera orðn- ir 20 ára, tekið sé tilUt til búsetu við ákvörðun á framfærslukostn- aði. Að ekki þyrfti ekki tvo ábyrgð- armenn á skuldabréfm, aðeins einn. Að endurgreiðsla lána hefjist tveimur árum eftir námslok en ekki einu ári, vextir verði lægri en til stóð og að endurgreiðsla lána sé tekjutengd. Ég hefði auðvitað getað verið óábyrgur og slegið mig tii riddara og áfram greitt atkvæði gegn lögunum. í staðinn kaus ég að sitja hjá við versta ákvæðið, 6. greinina, en greiða atkvæöi með frumvarpinu í heild. Ég taldi að ella hefði ég verið að svíkja þá að- ila sem ég átti í samningum við fyrir hönd Alþýðuflokksins." Að þora í pólitík - Reyndir þú að fá leyfi til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu? „Hefði það verið heiðarlegt? Nei. En vitanlega hefði það verið þægi- legra fyrir mig. En pólitík snýst líka um að þora og ég þorði að standa við þá samninga sem ég hafði tekið þátt í að gera. Ég gerði grein fyrir því 1 þingflokknum hvemig ég hygðist greiða atkvæði. Það urðu harðvítugar deilur um það að ég skyldi sitja hjá við 6. greinina. Það féllu stór orð í þeirri rimmu.“ - Ertu með þessu að segja að þing- menn séu knúnir til að greiða at- kvæði gegn samvisku sinni í stjóm- arsamstarfi? „Það er alveg klárt að það er reynt að fá flokksmenn til að greiöa atkvæði með stjómarfrumvörpum. En ég vil taka fram varðandi lána- sjóðsfrumvarpið að þar fór ég eftir samvisku minni, því sem mér þótti réttast eftir það sem á undan var gengið. Sem dæmi get ég nefnt að fyrir jól beitti ég mér mjög hart gegn skólagjöldum og lenti þar í deilum og fór harkalega gegn Jóni Baldvin, formanni Alþýðuflokks- ins. Það gekk svo langt að fjölmiðl- ar leiddu getum að því að tveir ráð- herrar flokksins hefðu viljað svipta mig þingflokksformennsku." Mistök - Þú hefur hlotið harða gagnrýni fyrir að gera grein fyrir atkvæði þínu við afgreiðslu lánasjóðsfmm- varpsins. Vom það mistök hjá þér? „Eftir á að hyggja hef ég hugsan- lega gert mistök með því.“ - Því hefur verið haldið fram að þú hafir svikið stuðningsmenn þína í flokknum, í máli Ragnheiðar Davíðsdóttur á dögunum? „Ég var nú einn þeirra sem fengu Jóhönnu Sigurðardóttur til að leita sátta í málinu. Það skiptir mjög í tvö hom í þessu máli. Þeir eru margir sem telja aö flokkurinn hafl ekki átt annars úrkosti en það sem varð fyrir valinu. Eina skyssan sem hafi verið gerð sé sú að grípa ekki strax til einhverra ráðstafana. Auðvitað er flokknum eftirsjá í Ragnheiöi. Mál Ragnheiðar í menntamálaráði bar að með þeim hætti að hún kom á fund þing- flokksins og óskaði eftir leiðsögn. Hún greindi okkur frá því að til stæði að leggja niöur bókaútgáfu Menningarsjóðs. Ljóst var að það var henni ekki að skapi. Fimm þingmenn töluðu á þessum fundi, Jónamir báðir, Karl Steinar, Eiöur Guðnason og ég og vorum allir á þeirri skoðun að bókaútgáfuna ætti að leggja niöur. Ragnheiður óskaði eftir því að einhver þingmannanna yrði henni til ráðuneytis og Rann- veig Guðmundsdóttir varð fyrir valinu. Við stóðum því í þeirri trú að ekki myndi draga til tíðinda án þess aö Ragnheiður ræddi við Rannveigu. Það gerði Ragnheiður hins vegar aldrei. Eftir þá atburði, sem áttu sér stað í menntamála- ráði, stóð þingflokkurinn því frammi fyrir erfiðu verkefni. Jón Baldvin óskaði ákveðið eftir því að fá umboð til að leiða málið til lykta og fékk það. Þá hafði ég ásamt fleir- um reynt að vinna tíma til þess að Jóhanna Sigurðardóttir gæti leitað sátta. Hún reyndi en það gekk ekki.“ Lét ekki af andstöðu - Þið vorað nokkur í þingflokkn- um sem beittuð ykkur gegn ýmsu við niðurskurð velferðarkerfisins í haust. Ertu sáttrn- viö þá niður- stöðu sem þar fékkst að lokum? „Tökum skólagjöldin sem dæmi. Ríkisstjómin ætlaði með góðu eða illu að setja skólagjöld á alla skóla. Ég ásamt þremur öðmm þing- mönnum flokksins lögöumst mjög Yfirheyrsla Sigurdór Sigurdórsson hart gegn þessu. Það var vegna baráttu okkar sem ríkissljómin féllst á um síðir að taka út skóla- gjöld á framhaldsskóla. Hún hafn- aði því að taka út skólagjöld á Há- skólann. Ég lét hins vegar ekki af andstöðu og var eini þingmaðurinn í stjómarliðinu sem greiddi at- kvæði gegn því að setja skólagjald á háskólanám. Þrátt fyrir aö fjöldi þingmanna úr báðum stjómar- flokkunum legðist á mig af öllu afli. Ég var að fylgja minni sannfæringu þarna, alveg eins og þegar verið var að greiða atkvæði í lánasjóðsmál- inu, ég fylgdi minni sannfæringu. Ég geri mér grein fyrir því að af- staða mín þar olli mörgum þeim sem studdu mig í prófkjörinu í fyrra, vonbrigðum, sárindum og í sumum tilfellum erfiðleikum. Samt hafa margir þeirra haft samband við mig og sagst skilja afstöðu mína eftir þá samninga sem ég stóð í varðandi lánasjóðsfrumvarpið og þær lagfæringar sem ég tel mig hafa náð fram á frumvarpinu. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því að vegna þess hvað ríkisstjómin hefur orðið að grípa til erfiðra ráð- stafa í velferðarmálunum hefur hópur manna, sem var á leiðinni úr Alþýðubandalaginu í Alþýðu- flokkinn, stöðvast á miðri leið. Jafnvel innan Alþýðuflokksins era til menn sem vildu ganga mun lengra í breytingum á lánasjóðnum en fjölmargir innan Sjálfstæðis- flokksins era tilbúnir til að gera.“ „Hulduher“ - Þvi hefur verið haldið fram opin- berlega í gagnrýni á þig að undan- fómu að þú sért að sanna þig fyrir flokksforystunni, þú sért undir stjórn Jóns Baldvins. Er það rétt að þú leitir baklands í flokknum þar? „Ég tel mig eiga tiltölulega breið- an stuðningshóp í Alþýðuflokkn- um. Ég leyni því ekki að þaö hefur farið í taugarnar á ýmsum hátt settum mönnum í flokknum að ég held reglulega fundi með 50 til 70 manna gallhörðum stokki stuðn- ingsmanna minna. Ég þarf ekki á neinu öðm baklandi að halda í flokknum. Sú staðhæfing að ég sé að sanna mig fyrir Jóni Baldvin, hvað fæ ég út úr því? Lánasjóðs- málið? Ég fékk ekkert nema skammir út úr því máh frá náms- mönnum og öðrum sem ég vil vel. Halda menn að það sé tækifæris- stefna að fylgja sannfæringu sinni með þeim hætti sem ég gerði, vit- andi vits að hægt var að slá sig til riddara. Gleymdu því ekki að ég hef átt í hörðum deilum við Jón Baldvin um tiltekin atriði eins og skólagjöldin.“ - Þið sem teljið ykkur til félagslega sinnaða hópsins í flokknum hafið orðið undir í býsna mörgum mál- um á Alþingi vetur. Er ekki tekið tillit til ykkar skoðana? „Mér fmnst ekki nóg tillit tekið til okkar skoðana. Mér finnst hafa verið gengið harkarlega yfir okkur í' einstaka málum. Eg get nefnt skólagjaldamálið í því sambandi. Þar var helmingur þingflokksins á móti skólagjöldum. Ég hef spurt forystumenn Alþýðuflokksins hvort annað eins hefði nokkru sinni gerst ef helmingur þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefði verið andvígur einhyerju máli? Það hefði aldrei gerst. í skólagjaldamálinu var hreinlega valtrað yfir okkur." Ekki alltaf liðið vel - Hefurþérliðiðvelíríkisstjórnar- samstarfinu í vetur? „Ekki alltaf. Stundum hefur mér liðið illa. Hins vegar eru líka innan Sjálfstæðisflokksins menn sem eru heiðarlegir og gaman er að starfa með. Ég nefni þar til dæmis Geir H. Haarde, góða og strangheiðar- legan mann. Ég er ekki að leyna þvi að ég vildi öðmvísi stjórnar- samstarf þegar þessi ríkisstjórn var mynduð. En fyrst þetta stjóm- arsamstarf varð ofan á vinn ég auðvitað að því að heilindum." - Það er flokksþing framundan hjá ykkur og fylkingarátök framundan þar. Hefur þú skipað þér í sveit á flokksþinginu? „Ég er þeim megin í Alþýðu- flokknum sem hefur hugsjónir jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi. Ef ég stend frammi fyrir því að velja á milh að skerða velferðar- kerfið enn frkar eða hækka skatta þá vil ég skattahækkun. Flokka- drættir fyrir flokksþing segir þú. Spurningin er til að mynda þessi. Myndi ég styöja Guðmund Áma til formanns? Það er enginn vafi í mínum augum að Guðmundur Ami er leiðtogaefni. Ég er ekki sannfærður um að hans tími sé kominn.“ - Ert þú sjálfur foringjaefni fyrir Alþýðuflokkinn? „Eg hef sagt að póhtíkin er þann- ig skepna að aht getur gerst. Þegar ég fór úr Alþýðubandalaginu ætl- aði ég að taka mér langt frí í póhtík en örlögin stokkuðu mín spil skyndilega upp á nýtt. Mér þykir gaman í póhtík og ætla að vera í henni áfram. En ég er ekki aö reikna út mína framtíð til þess aö verða einhver foringi einhvem tímann."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.