Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. ★★V2 Myndbönd ★★★★ Hulinfortíð TIMEBOMB Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Avi Nesher. Aöalhlutverk: Michael Biehn, Patsy Kensit og Richard Jordan. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 92 min. Bönnuó börnum innan 12 ára. Eddie Kay (Michael Biehn) veit ekki betur en aö hann sé friðsamur úrsmiöur sem aldrei haíi gert flugu mein. Þegar hann kvöld eitt bjargar barni úr miklum bruna á dirfsku- fullan hátt fer ósjálfrátt að rifjast upp fyrir honum atvik sem hann getur ekki áttað sig á og eru þessi atvik í mótsögn við allt hans líf. Á meðan hefur verið sagt frá af- reki hans í sjónvarpi og andlit hann vekur upp draug hjá ýmsum hátt- settum mönnum innan leyniþjón- ustunnar og áður en Kay veit af er hann á flótta undan heilu hði þjálf- aðra stríðsmanna sem hafa fengið þá skipun að drepa hann sem fyrst. Hraðinn er mikill í Timebomb og spennan eftir því. Spurningin sem lögð er fyrir áhorfandann er: Hver er Eddie Kay og af hveiju vih CIA hann feigan sem fyrst. Og gengur mikið á viöureign ofurmennanna. Hnökrar í söguþræðinum fara auð- veldlega framhjá áhorfandanum í hita leiksins. (&) ■jtuniivHiív Ekkisegjamömmu DON’T TELL MOM THE BABYSITTER’S DEAD Útgefandi: Bíómyndir. Leikstjóri: Stephen Herek. Aóalhlutverk: Christine Applegate, Jo- anne Cassidy og John Getz. Bandarisk, 1991 - sýningartimi 101 min. Leyfð öllum aldurshópum. Á nokkuð að vera að segja mömmu, sem nýfarin er í langt frí, að barn- fóstran, sem gæta átti bamanna fimm, hafi dáið drottni sínum á fyrsta degi. Það er samdóma álit systkinanna að alveg óþarfi sé að eyðileggja fríið hennar mömmu, enda ný lífsreynsla að mega gera allt sem þau langar til. Ábyrgðin lendir að sjálfsögðu á elstu systurinni. Gamanið tekur að kárna þegar systkinin komast að því að bamfóstran, sem þau höfðu skilið eftir hjá útfararstofnun, hafði verið með alla matarpening- ana á sér. Þau deyja samt ekki ráðalaus og elsta systirin fær sér vinnu, lýgur til um aldur og mennt- un og er ráðin í stjómunarstöðu hjá fataframleiðanda. Don’ tell Mom the Babysitter is Dead er bráðfjörug gamanmynd sem minnir oft á farsa. Krakkarnir eru hver öðrum skemmtilegri og góðir karakterleikarar í aukahlut- verkum auka skemmtunina. ★★ Raunir leikskálds í Hollywood (1) Theima and Louise (2) Switch 3 (9) The Addams Family FX2 The Fisher King Don’t Tell Mom the Babysitter's Dead 7(5) Ricochet 8(6) Harley Davidson & The Marlboro Man 9 (8) Not without My Daughter 10 (10) Wedlock (13) Catchfire (•) Showdown in Little Tokyo 13 (11) Doc Hollywood 14 (•) Barton Fínk 15 (•) The Ambulence DV-myndbandalistmn Stjómsömhönd BODY PARTS Útgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Eric Red. Aðalhlutverk: Jeff Fahey og Brad Dourif. Bandarísk, 1991 -sýningartimi 97 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Líffæraflutningar þykja ávaht tíðindi og hafa framfarir verið örar í þeim efnum. Enn sem komið er hafa úthmir ekki verið fluttir á milli manna en það gæti samt gerst einhvem tíma í nánustu framtíð. í Body Parts er einmitt fjallað um þennan möguleika en flutningur- inn hefur hroðalegar afleiðingar svo ekki sé meira sagt. Bih Crushank (Jeff Fahey) lendir í bílslysi og missir hægri handlegg- inn. í vel heppnaðri aðgerð er græddur á hann handleggur af ný- látnum manni og heppnast aðgerð- in fuhkomlega og Crushank er í byrjun hinn ánægðasti. Fljótlega fara þó aukaverkanir að gera vart við sig á þann veg að höndin leitast við að gera ýmislegt sem er á mótí vilja Crushank, meðal annars gagnvart íjölskyldu hans. Þegar Cmshank leitar upplýs- inga um hvaðan höndin kom kem- ur í ljós að hkami fjöldamorðingja hefur verið bútaður í sundur með það fyrir augum að nota hann í varahlutí og hefur Cmshank fengið annan handlegginn. Hann leitar uppi þá sem fengu aðra hkams- hluta og kemst aö því að líf þeirra ahra hefur breyst mikiö til hins verra. Þeir era að vísu ekki sjálfir í lifshættu en veröa það þegar höf- uð morðingjans er grætt á annan hkama. Body Parts hefur marga gaha en er þó mjög spennandi. Gahamir felast einkum í handriti og sögu- þræði sem aldrei nær almennilega annað en að klóra sig áfram á yfir- borðsmennsku um viðfangsefnið. Er ekki laust við að margar spurn- ingar vakni við að horfa á myndina án þess að nokkur svör fáist. -HK BARTON FINK Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Joel Coen. Aðalhlutverk: John Turturro, John Goodman og Judy Davis. Bandarísk, 1991 - sýningartimi 1043 mín. Bönnuð börnum innan 16 ára. Strax með sinni fyrstu mynd, Blood Simple, vöktu Coen-bræður, Joel og Ethan, mikla athygli og er þessi sakamálamynd, sem gerð var nánast fyrir engan pening, orðin klassísk í dag. Coen-bræður sýndu svo í framhaldi að Blood Simple var engin tílviljun. Raising Arizona og Miller’s Crossing fylgdu í kjölfarið, frábærar myndir sem juku álit manna á þessum hugmyndafrjóu bræðrum. Og enn eru þeir bræður í fram- för. Þeirra nýjasta kvikmynd, Bart- on Fink, er sannkallað augnayndi og auðvelt að skhja hvers vegna dómnefndin í Cannes féh kylliflöt fyrir henni enda er langt frá að yfirbragð myndarinnar sé banda- rískt. Minnir myndin frekar á evr- ópskar myndir, til að mynda sumar mynda Chabrols, en fellur samt um leið í það mynstur sem þeir bræður hafa tileinkað sér með frumlegri kvikmyndatöku og söguþræði sem stanslaust er að koma áhorfandan- um á óvart. Titilpersónan, Barton Fink, er viðkvæmt leikskáld sem hefur samið vinsælt leikrit um líf al- múgamannsins. Framleiðandi í Hohywood telur hann vera snilhng og býður honum gull og græna skóga semji hann kvikmyndahand- rit eftir hans forskrift. Barton Fink fær nú að kynnast því hvemig það er að geta ekki komið orði á blað og fyhist örvæntingu og er fljótt kominn í tímaþröng. Hans sálu- hjálp felst í nágranna hans á hótel- inu þar sem hann býr, lífsglöðum sölumanni sem er ekki allur þar sem hann er séður eins og kemur síðar í Minningar um vin REUNION Útgefandi: Háskólabíó: Leiksstjóri: Jerry Schatzberg. Aðalhlutverk: Jason Robards, Christien Anholt og Samuel West. Frönsk/bresk, 1990 - sýningartími 110 min. Leyfð öllum aldurshópum. I Reunion leikur Jason Robards, Hans Krauss, bandarískan við- skiptajöfur sem á efri árum leggur leið sína th Þýskalands í leit að fomum vini. Þótt Krauss telji sig bandarískan er hann upprunalega þýskur gyðingur sem var sendur af foreldrum sínum til Bandaríkj- anna 1932 vegna ofsókna nasista og hefur aldrei síðan sett fót sinn á þýska jörð. Það sem rekur hann nú á heimaslóðir em sterk vináttu- bönd sem mynduðust mihi hans og skólafélaga hans, Konradian, sem var af þýskum aðalsættum og hans eini sanni vinur þegar hann neydd- ist th að yfirgefa föðurlandið. í meginhluta myndarinnar er far- ið aftur í tímann og vinskap þess- ara ungu manna lýst, vinskap sem heföi átta að endast um aldur og ævi en varði aðeins í eitt ár. í byrjun fiórða áratugarins, þegar stór hluti myndarinnar gerist, var uppgangur nasista mikhl og gyð- ingahatrið breiddist um leið hratt út. Þótt félagarnir látí sér í léttu rúmi hggja aðgangsfreka ungnas- ista og hafi um aht annað að hugsa en póhtík hefur uppgangur nasista örlagarík áhrif á líf þeirra beggja. Reunion er vel gerð og áhrifarík kvikmynd. Handritiö, sem skrifað er af Harold Pinter, er hnitmiðað og leikur ahur th fyrirmyndar, sér- staklega em þeir góðir Christian Anholt og Samuel West í hlutverki vinanna tveggja. Reunion er mynd sem lætur lítíö yfir sér en skilur þess meira eftír. -HK John Turturro leikur titilpersónuna Barton Fink, leikskáld sem á erfitt með að skrifa í Hoilywood. John Turturro fer snilldarlega með títilhlutverkið. Fink á ávailt í tjáskiptavandræðum við aðrar per- sónur og nær Turturro vel að lýsa þjáningum hans sem og því hjákát- lega sem er í fari hans. Aðrir leikar- ar em einnig mjög góðir, sérstak- lega Judy Davis í htlu en áhrifa- miklu hlutverki. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.