Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.07.1992, Blaðsíða 28
LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 1992. ' » * /'/. . '' < Erfiðasti leikurinn á öllum mínum ferli Ljósmynd sem Pétur tók við höfnina á Sauðárkróki. Nú íhugar hann að setja upp Ijósmyndasýningu á Króknum og sýna myndir sem hann hefur tekið á staðnum. Knattspymumaðurinn Pétur Pétursson: - að setjast á skólabekk í Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Mér var í sjálfu sér sama um það að setjast á skólabekk með 15-17 ára krökkum en ég neita því ekki að fyrstu 90 mínúturnar í skólan- um voru erfiðasti leikurinn á öllum mínum ferli,“ segir knattspyrnu- maðurinn Pétur Pétursson en hann stundaði nám við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Knattspyrnuáhugamenn ráku upp stór augu sl. vetur þegar Pétur tók þá ákvörðun að flytja til Sauðár- króks og fara að leika með liði Tindastóls í 3. deild. Pétur hefur um langt árabil verið einn besti og vinsælasti leikmaður okkar, hann var til Qölda ára atvinnumaður í Hollandi, Belgíu og á Spáni, á fjölda landsleikja að baki og hefur síðustu árin leikið með KR og verið fyrir- liði liðsins. Tvær flugur í höggi En það hékk fleira á spýtunni hjá Pétri en að breyta til í fótboltanum. Hann hefur undanfarin ár stundað ljósmyndanám á ljósmyndastofu í Reykjavík en átti eftir að setjast á skólabekk og ljúka bóklega náminu og því fannst honum upplagt að slá tvær flugur í einu höggi, breyta til í fótboltanum og ljúka náminu. „Þaö var mjög góö lausn fyrir mig að fara hingað norður. Ég er búinn að vera að spila knattspyrnu í 1. deild í 16-17 ár og með landslið- inu, auk þess að vera í atvinnu- mennsku erlendis, og það var kom- inn tími til aö breyta til. Ég þurfti að fara í skóla og mér fannst líka sem ég væri alls ekki tilbúinn að Pétur hefur aðgang að aðstöðu á Sauðárkróki þar sem hann getur unnið myndir sínar. DV-mynd gk setjast á skólabekk í Iðnskólanum í Reykjavík. Þegar sú leiö kom upp að sameina það að fara norður og sjá um þjálfun þess hluta liðsins sem var hér fyrir norðan í vetur og fara í skóla um leið fannst mér það alveg tilvalið. Skólinn hér er mjög góður og hentaði mér mjög vel, ég fékk góða aðstoð og námið gekk vel en ég hafði kviðið náminu, ég neita því ekki.“ - Var ekkert erfitt að setjast á skólabekk með 15-17 ára ungling- um, þú kominn á fertugsaldurinn? „Nei, það var það ekki og mér samdi vel við krakkana. Hins vegar fannst mér blóðugt að sjá að það var ekki markmið hjá öllum krökk- unum að vera í skóla til að stunda námið af alvöru. Ég var ekki barn- anna bestur þegar ég var á þessum aldri og var erfiður í skóla. Nú veit ég hins vegar betur og ég reyndi að tala við krakkana og segja þeim mína skoðun á þessu þótt ég væri ekki að troða mínum skoðunum upp á þá.“ Pétur lærði á ljósmyndastofunni Nærmynd í Reykjavík í 3 ár, hann reiknar með að ljúka bóklega nám- inu á Sauðárkróki næsta vetur og þá á hann eftir stutt námskeið hjá ljósmyndarafélaginu auk sveins- prófsins. En hvenær kviknaði áhuginn á ljósmyndun? Áhuginn kviknaði í Belgíu „Það var fyrir alvöru þegar ég var hjá Anderlecht í Belgíu, þá tók ég mikið af myndum og setti upp lítiö myrkraherbergi heima hjá mér. Síðan fór ég í bækur og las mér til um hlutina og fór að búa til mínar eigin myndir. Þessi áhugi var svo alltaf fyrir hendi og þegar ég var hjá KR bauðst mér að fara í nám og.ég sló til. Ég neita því ekki að það voru við- brigði að fara að stunda „venju- lega“ vinnu eftir að hafa verið í atvinnumennskunni. í 10 ár hafði lífið snúist um fótbolta og aftur fót- bolta og það var hvorki talað né hugsað um annað. En ég sé ekki eftir þessu.“ Upp á vegg á heimili Péturs hang- ir verðlaunaskjal sem hann fékk þegar hann tók þátt í stórri ljós- myndasýningu á Kjarvalsstöðum. Myndin hlaut 1. verðlaun í flokkn- um „daglegt líf‘. Hún er af mömmu Péturs ásamt barnabömunum og heitir „Elsku amma“. „Þessi verðlaun ýttu mjög undir mig að ljúka náminu en annars var ég alvarlega farinn að hugsa um að skella mér út í þjálfun. Náminu ætla ég að ljúka en þjálfunin togar enn í mig. Eg fann það í vetur þeg- ar ég var með strákana hér á Króknum að þetta gæti verið eitt- hvað sem hentar mér en það verður að koma í ljós hvað verður." Pétur segir að sér og fjölskyldu sinni hafi liðið mjög vel á Sauðár- króki. „Þetta hefur verið mjög góð- ur tími fyrir okkur öll. Mér var strax mjög vel tekið og allir hafa verið tilbúnir að gera allt til þess að okkur liði sem best. Að vísu eru þeir að kvelja mig með því af og til að þeir hafi unnið KR í bikarkeppn- inni hér um árið,“ sagði Pétur að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.